Vísir - 10.11.1964, Page 5
VI S IR . Þriðjudagur 10. nóvember 1964.
5
útlönd í
..•------
í morgun „útlönd í,; morgun útlönd í morgim útlönd í morgun
Deilan um
Rússa karðnar
Bæði Sovétrlkin og Bandaríkin<?>mitt
leita nú stuðnings hinna smærri
landa í samtökum Sameinuðu
þjóðanna í deilunnj út af skuld-
um Sovétríkjanna sem safnazt
hafa saman vegna þess að þau
hafa neitað að greiða framlag sitt
til friðargæzlunnar í Kongo, Pal-
estlnu og víðar. Sovétríkin til-
kvnntu í gær, að stefna þeirra
vreri óbreytt í þessu máli, og
Bandarikin að þeirra stefna væri
óbreytt, þ.e. að ríki sem komast
í vanskil skuli svipt atkvæðisrétti
á Allsherjarþinginu. Skemmst er
að minnast, að þinginu var ein-
frestað þar til I næsta mán-
uði • vegna þess, að verið var að
leita samkomu'lagsleiða um lausn
málsins.
Samkvæmt vestrænum heimild-
um er nú ekki lengur fyrir hendi
nokkur möguleiki á samkomulagi
út af þessari deilu, sem margir
óttast að geti leitt til þess, að
Sameinuðu þjóðirnar geti ekki á
komandi tímum haldið uppi frið-
argæzlu í heiminum. Rússar hafa
gefið í skyn, að þeir muni segja
sig úr samtökunum, ef þeir verði
sviptir atkvæðisrétti.
Áreiðanlegar heimildir eru sagð
ar fyrir því, að sendinefndir á vett
vangi S.Þ. frá Bretlandi, Banda-
ríkjunum og öðrum vestrænum
löndum séu sannfærðar um, að
nauðsynlegur meirihluti eða 2/3
muni fást fyrir því í Allsherjar-
þinginu að aðildarríkin verði að
halda í heiðri 190. grein sáttmála
Sameinuðu þjóðanna, en 1 henni
er svo að orði komizt, að hvert
rík; sem ekki hafi greitt innan
tveggja ára það, sem því sé gert
að greiða, skulj missa atkvæðis-
rétt sinn á Allsherjarþinginu,
Sovétríkin skulda 52.6 millj.
dollara vegna friðargæzlunnar í
Ný tillaga um vantraust
á stjórn Wilsons
— en hún verður hka felld
Harold Wilson hélt velli eins og
búizt var við, — tillaga íhalds-
manna um þjóðnýtingu stáliðnaðar-
ins var felld með 307 atkvæðum
gegn 300. Frjálslyndir greiddu ekki
atkvæði.
Þeir eru á móti þjóðnýtingu stál-
iðnaðarins, en vildu ekki hjálpa til
að fella stjórnina með því að greiða
þessari tillögu atkvæði, en raunar
vill íhaldsflokkurinn ekki heldur
fella stjórnina eins og sakir standa,
þar sem enginn áhugi er á nýj-
um kosningum fyrr en nokkur tími
er liðinn.
En stjórnin virtist óneitanlega í
nokkurri hættu, því að þingmenn
frá Skotlandi töfðust vegna þoku,
en komust þó á þingfund á sein-
ustu stundu, — hefðu þeir ekki
komið hefðu nokkrir íhaldsmenn ef
til vill gengið af fundi, til þess að
stjórnin félli ekki.
í kvöld fer fram atkvæða-
greiðsla um vantraust, en líklega
verður hún felld með meiri mun
en hin, því að Frjálslyndir ætla að
sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu.
Einn þingmanna krata, Wyatt,
hvatti í gær til samstarfs Verka-
lýðsflokksins og Frjálslynda flokks
ins.
McLeod sagði í ræðu sinni í
gær, að það myndi verða efnahag
Bretlands til tjóns, -ef þjóðnýting
| næði fram að ganga, en Lee námu-
málaráðherra sagði, að tilgangur-
j inn með þjóðnýtingu væri fullkomn
lari rekstur og nýting, sem mundi
bætg kpppnisaðstöðu Breta á al-
t þjóða stálmarkaðinum.
Kongó og Palestínu. Tillagan mun
verða samþykkt ef nægilega mörg
ríki sitja hjá við atkvæðagreiðsl-
Sovétstjórnin heldur því ‘ fram,
að með tillögum vestrænu þjóð-
anna sé verið að grafa undgn ör-
yggi Sameinuðu þjóðanna, og að
Vesturveldin hafi að yfirlögðu ráði
blásið þetta mál út til þess að
valda misklíð.
Bandarlkjastjórn hefir ekki lát-
ið I Ijós neitt álit um þetta sein-
asta skref sovétstjórnarinnar,
kveðst/aðeins trúa því, að tillaga
vestrænu þjóðanna nái fram að
ganga og úrslit I málinu verði að
fást þegar á fyrsta degi Allsheri-
arþingsins, 1. desember.
Skápasmíði
Getum tekið að okkur eldhúsinnréttingar,
svefnherbergisskápa og sólbekki, og smíðum
einnig Hansa-hillur. Uppl. í síma 41309.
Heimsþekkt merki:
,Aven' JÁRNSAGARBlÖfi
,Aven' BANDSAGARBLÖD
ísland er meðal sextíu og tveggja landa, sem
fær að njóta þessarar frábæru vöru.
SÍMI 21500
BITSTÁL, Grjótagötu 14
Æskilegt, að fjáröflun fari fram með skuldabréfasölu
sss^ði f járméBaróðlierra á ASþingi s gær
Fundir voru haldnir i báðum
deildum Alþingis i gær. I efri deild
t voru tvö mál á dagskrá, innlent
lán og frv. um breytingu á lög
um um Framleiðsluráð landbún-
aðarins. í neðri deild voru m.a.
á dagskrá frv, um áætlunarráð
ríkisins og frv. um Vestfjarða
skip.
INNLENT »
SKULDABRÉFALÁN
Fjármálaráðherra.
3unnar Thorodd-
>en, lagði fram í
ifri deild frv. um
íeimild- fyrir rík
sstjórnina til að
:aka innlent lán. 1
rv. segir, að
itjórninni sé heim
It að gefa út til
>ölu' innanlands
ríkisskuldabréf eða spariskírtein-
að upphæð 75 millj. kr. Skulda
bréf þessi skulu vera vísitölu-
tryggð, svo og undanþegin fram
talsskyldu og skattlagningu.
Fjármálaráðherra hóf mál sitt
á þvl að gera grein fyrir fjáröfl
un ríkisins. Hún er venjulegar tekí
ur þess. erlendar lántökur t. d
eins og enska framkvæmdalánið
I des ’62 og oftar, og í þriðia lagi
innlendar lántökur. Einkum væru
það lán f bönkum og stærri span
sjóðum og samkv. framkvæmda
'iætlun ríkisins s.l. 2 ár þá hefði
verið samið við bankana um það,
að þeir lánuðu vissan hluta af
sparifjáraukningu sinni til ríkis-.
ins. Stundum hefðu verið boðin
út skuldabréfalán en það hefði
seinast verið gert með happdragtt-
isláninu svopefnda, ’47 — ’48. En
síðan hefði þetta ekki verið gert
og hefði það einkum stafað af
verðbólguþróuninni. Þó væri bæði
nauðsynlegt og æskilegt, að fjár
öflun fari franr með skuldabréfa-
sölu innanlands, því sala skulda
bréfa hér á landi væri minni eri
víðast hvar annars staðar En þar
sem þetta hefði ekki verið gert
hér í svo langan tírna yæri nokk
ur vandi á höndum hvernig reeð
skyldi fara. Sú vísitala. seni heizt
mætti ímynda sér, að við yrði
miðað væri visitala oyggingar
kostnaðar.
Gert væri ráð fyrii að bréfir
væru gefin út ti! 10 ára Þó gætr
kaupendur fengið þau innleys:
fyrr, t. d. eftir 3 — 4 ár. Vexti:
færu stighaikkandi, yrðu hærr-
seinnihíuta lánstímabilsins. En
menn gætu fengið lánið endur
greitt eiginlega hvenær sem væri
Hér væri um nokkra nýjung
að ræða til að skaþa mönnum
tækifæri. sem þeir áður hefðu
ekki naft. Nú væri fé lagt i banka
á ákveðnum vöxtum, en samkv.
frv. yrði féð verðtryggt. Nú kann
einhver að segia. að þetta verði
tij að draga fé út úr bönkum og
sparisjóðum og veikja lánastarf-
semi þeirra. Það getur e. t. v. far-
ið svo, en það er von okkar, að
þetta verði til að auka sparnað.
Að vísu væri ekkert hægt að full
yrða að svo komnu máli.
Fé það, sem fengist með þess
um hætti hyggst rikisstjórnin nota
til framkvæmda. Samkvæmt fram
kvæmdaáætlun þetta ár vantar
fé til ýmissa framkvæmda s s
íil raforku og byggingu sjúkra-
húsa. Og að þv! ieyti sem skulda
bréfasalan yrði umfram það sem
nota þyrfti til framkvæmda, yrði
bað notað til að greiða niður
skuldir ríkissjóðs.
Þá væri einnig í frv. heimiki
til að gefa bessi bréf út að nýju
Að lokum lagðj ráðherrann á
herzlu á, að r.efnd sú sem fengi
þetta máí til meðferðar hraðaði
"M ein- og unnt væri því áætl-
að, væri að hefja
sölu bréfanna 20.
þ.m. Þessu næst i
tók Ólafur Jó-
v hanness. til1 máls
i; og kvaðst hann
^fagna frv. og
Ivera meðmæltur
Ibessarj tilraun. í
>amb. við vísi-
tölutryggingu skuldabréfanna
minnti hann á frv. Framsóknar
manna um verðtryggingu spari-
fjár. En þrátt fyrir það, að hann
væri ánægður með frv. þá hefði
hann ýmislegt við það að at-
huga. Það værj býsna óákveðið
um margt t. d. vantaði lengd
lánstímans, vaxtakjör o.fl. Hér
væri aðeins um að ræða heim-
ild til lántöku en hann teldi rétt
að binda öll höfuðatriði lánanna
; sjálfu frv. Þá' væri heimildin
í 5. grein nokkuð rúm þar sem
stæði, að ráðherra væri heimilt
að gefa út ný verðbréf, eftir þvf
-em á þarf að halda, til innlausn
ar þeim sem upphaflega verða
útgefin. Þá kvartaðj hann einn-
ip .undan þvl, að -ráð töfunarrétf
ur fjárins, sem inn kremi fyrir
öluna, væri of víðtækur.
Fjármálaráðh. svaraði þessu
nokkrum orðum og sagði, að
verðtrygging sparifjár væri stórt
og veigamikið mál En ef það
vrði verðtryggt yrðu sams konar
ákvæði að giída um útlán. Þess
vegna hlýtur athugun að taka
nokkurn tíma, en nauðsynlegt
yæri a.ð finna einhverjar leiðir
í þessu máli.
Hvað viðvék þvl, að frv/ væri
öákveðið. bá væri þvf til að svara
að þessi háttur væri yfirleitt
hafður á í slíkum frv. Vegna
þess að hér væri um nýjung að
ræða, hefði verið ákveðið að
bjóða ekki út allt lánið I einu,
heldur sjá til með undirtektir.
Eftir þeim færi hvort áfram yrði
haldið en þá þyrfti að breyta
lögunum, og væri það hægara ef
þau væru aðeins reglugerð. Ólaf-
ur teldi æskilegt, að ákveða I
frv. til hvers fénu skyldi varið.
Við því væri það að segja, að
ríkissjóður hefði oft tekið lán,
án þess að ákveðið væri til
hvers þau skyldu ganga, og þeim
hefði einnig verið útbýtt án af-
skipta Alþingis. En samkv. fram
kvæmdaáætlun vantaði fé til raf
orkuframkvæmda, vegamála,
hafnagerða sjúkrahúsa, atvinnu
hótasjóðs og kísilgúrverksmiðju.
í STUTTU MÁLI.
1 efri deild mælti landbúnaðar-
ráðherra, Ingólfur Jónsson, fyr-
ir frv. til staðfestingar á bráða-
birgðalögum um Framleiðsluráð
landbúnaðarins þ.e. um veitingu
sláturleyfa.
I neðri deild mælti Einar 01-
geirsson fyrir frv. um áætlunar-
ráð ríkisins. Hefur hann oft flutt
þetta frv. áður og eggjaði hann
nú þingmenn lögeggjan, að þeir
afgreiddu nú málið á viðeigandi
hátt.
Sigurvin Einarsson mælti I
neðri deild fyrir frv. sem hann
flytur ásamt Hannibal Valdimars
syni um kaup á Vestfjarðaskipi.
Skal það vera 6 — 7 hundruð tonn
að stærð og mega kosta 25 millj,
og skal Skipaútgerð rfkisins sjá
um rekstur þess.