Vísir - 10.11.1964, Síða 15

Vísir - 10.11.1964, Síða 15
VlSIR . Þriðjudagur 10. nóvember 1964. 75 EFTIR: WILLIAM HEUMAN HEIMA VAR BEZT Hún hafði aldrei séð þessa stúlku fyrr í hverfinu og hún fór að hugsa um hver hún væri og hvaðan hún gæti verið. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að hún væri r;löð yfir að A1 hefði fundið aðra stúlku, en þegar hún var komin inn leið henni ekki sem bezt, og var dáh'tið gröm. A1 Carver hafði ekki verið að blða lengi að líta kringum sig, en hún hafði haldið að hjarta hans hefði nær brostið, og hún hafði ver ið hrygg hans végna. Jæja, það virtist sem fólk í Brooklyn með brostin hjörtu, þjáðist ekki lengi. Hún ákvað því að reyna að gleyma A1 og fór að máta nýja kjólinn sinn, en samt gat hún ekki varizt því að hugur hennar flögraði til A1 og stúlkunnar og hún hugsaði um hvert þau hefðu farið. Hún mundj ekki eftir, að hún hefði nokk urn tíma séð A1 með stúlku. Nú var hann kannski byrjaður að bæta sér upp allt það, sem hann hafði farið á mis við. Annars ætlaði hún sér ekki að hafa áhyggjur af stefnumótum þeirri, því að fram undan var, að þau hittust hún og Donald — og það var fyrsta stefnumót þeirra síð- an þau voru við Kiamichi-vatn, sem fram undan var. Hún vænti bréfs á degi hverjum með nánari upp- lýsingum um hvernig hann hugs- aði sér að þau verðu tímanum með- an hann væri í New York. Hún bjóst við, að hann myndi biðja hana að hitta sig einhvers staðar í New York, sennilega árdegis, svo að þau gætu verið saman allan dag- inn Hún vissi ekki hvað þau mundu hafa fyrir stafni, en það eina sem máli skipti var, að hún væri með honum. Hún fékk bréfið á fimmtudags- kvöld og það var að minnsta kosti betra en að fá það á föstudegi. Það var þó dálítil hugulsemi af hans hálfu, að skrifa henni svo tímanlega, að hún fengi það á fimmtudegi. Bréfið lá á borði í forstofunni, þegar hún kom heirn úr vinnunni, og hún tók það og fór með það upp í herbergið sitt. Hún þekkti auðvit- að rithönd Donalds og hún sá póststimpilinn greinilega; Ithaca N. Y. Hún ætlaði að fresta þvi að lesa bréfið þar til hún væri búin að þvo sér og hafa fataskipti, en hún varð allt í einu óeirin, gat ekki beðið og settist niður, og fór að lesa það fljótlega, en svo ætlaði hún sér að lesa það aftur og aftur. En hún hafði ekki lesið nema nokkrar línur, þegar fór eins og að þrengja að hjartanu, hún varð þurr í kverkunum á svipstundu og hendur hennar kaldar. Hann ætlaði ekki að koma á laugardaginn, hann ætlaði sér ekki að koma, kannski alárei nokkum tíma. j Fran las bréfið yfir aftur í von um að finna eitthvað, sem hún gæti byggt einhverjar framtíðarvon- ir á, eða að hún hefði misskilið eitthvað, en það varð henni ekki til huggunar, að lesa bréfið yfir aftur. Hann kvaðst ekki geta komið á laugardaginn vegna þess, að hann hafði öðru að sinna og sá enga leið til þess að koma. Þetta var nógu slæmt, en það, sem var enn verra, var ókomið, því að hann fór ekkert dult með að hann gæti ekki komið næsta laugardag — eða nokkurn tíma síð- ar. Hann játaði ekki, að hann ætl- aði á annað stefnumót um næstu helgi, sem hann áreiðanlega hafði þó ákveðið eftir að hann kom heim til sín frá Kiamichi-vatni, en hann játaði að hann hefði hitt endrum og eins aðra stúlku, jafnvel áður en hann fór til Kiamichi-vatns, stúlku, sem var mikils metin af ættingjum hans. „Ef þú skyldir hafa tíma til þess“, skrifaði hann, „sendirðu mér kannski línu ein- hvern tíma. Það væri gaman að j heyra frá þér“. Kann minntist ekki á neina fundi þeirra í íramtíðinni, liann minntist ekki 4 það einu orði að koma nokk- | urn tíma til New York til þess að jhitta hana, — í stuttu rnáli hann ihafði gersamlega brugðizt henni, iaiveg eins og hun hafði brugðizt A1 Carver. ! Hún lagði bréfið niður í skúffu j og skipti um föt. Svo lagðist hún ; cfan á rúmfötin í rúminu sínu og jsíarði upp í loftið. Hún heyrði jmömmu sína kalla niðri í eldhús- i dyrunum; — Kvöldmaturinn er til, Fran. Hún anzaði ekki og nokkru síð- íar stóð móðir hennar í dyragætt- i inni. — Maturinn er til. Ertu ekki að koma? — Ég er með höfuðverk, ég held ég borði ekkert í kvöld. Móðir hennar stóð þarna langa stund án þess að segja neitt, en loks sagði hún: — Það verður þá ekkert af því að hann komi? — Nei, sagði Fran. Hún grét ekki, bara lá þarna Qg starði upp í loftið, og hugsaði um, að öllu væri lokið, Kiamichi-vatn hafði bara verið draumur, þegar allt kom til alls, en þetta var heimili hennar, og hér var raunveruieik- inn, þetta herbergi, þetta hus, þassi gata í Brooklyn. — Jæja, sagði móðir hennar. Það er kannski betra að lcomast að þessu í tæka tfð, en þú ættir nú samt að koma niður og borða kvöld matinn þinn. Allir verða að borða. Hún hugsaði um hvort móðir hennar gæti skilið hvernig henni leið, hve allt var orðið tómt og einskisvert, að hún var dauð hið innra, og engu skipti um mat eða annað. Fran lá á rúminu, þar til dimmt var orðið. Nokkru áður hafði móð- ir hennar sagt, að það væri ketill á eldavélinni, og það myndi sjóða undir eins og snerpti á, og þá gæti hún fengið sér te, en hún kvaðst ætla að fara út ti! þess að fá sér frískt loft, — það væri ómögulegt að vera inni í þessum molluhita. Þegar hún kom niður veitti hún því athygli, að foreldrar hennar höfðu báðir farið út, og hún kunni að meta hugulsemi þeirra. Móðir hennar hafði þá skilið, að hún vildi vera ein, og líklega farið til þess að tala við einhverja konu neðar í götunni. Pabbi hennar mundi sitja úti á tröppum í kvöldsvalanum tottandi pípuna sína. Fran fékk sér tesopa. Svo fór hún og tók bréfið upp úr skúffunni og las það aftur, mjög hægt, og lagði það svo aftur í hana, — henni fannst hún vera dauð, en samt yrði hún að halda áfram að lifa. Hún mundi fara til vinnu sinn- ar með morgninum og hún mundi inna af hendi það, sem henni yrði falið, hún mundi fara í neðanjarð- arlest í vinnuna og heim, borða dálítið, en allt var dautt hið innra og mundi aldrei lifna við aftur. Hún kveikti ekki í eldhúsinu, sat þar við eldhúsborðið með tóman tebollann fyrir framan sig, og hún horfði út um eldhúsgluggann í skuggalegan húsagarð. Ómálað grindverk aðskildi bakgarðinn, sem fylgdi húsi foraldra hennar frá garði næsta húss, en þar hafði A1 Carver stungið upp og ræktað garð ávexti. Hún hafði oft séð hann þar að reyta arfa. Hann var þar ekki núna. Hún hugsaði um AI og nýju stúlk una hans, — Al, sem var svo góð- ur í sér og tryggur. Stúlkan fengi þar góðan pilt og sjálfsagt ætti hún það skilið. Og þegar Fran fór að hugsa um góðvild og tryggð og vináttu milli pilta og stúlkna gat hún ekki haldið aftur af tárunum, og þetta var í fyrsta skipti, sem hún hafði grátið eftir að hún fékk bréfið frá Donald, en nú gerði hún enga tilraun til að stöðva grátinn og þegar hún loks hafði grátið út heyrði hún að dyrabjöllunni var hringt. Hún þrýsti á hnappinn til þess að forstofudyrnar opnuðust, þvi að liún hélt, að það væri móð- ir hennar, sem væri komin aftur, og hún sat enn við borðið, þegar I barið var létt á eldhúshurðina. I Þegar hún onnaði þær stóð A1 j fyrir framan hana og horfði á hana. — Fran, sagði hann hikandi, jmamma bfn sagði mér, að þú hefð- j ir fengið bréf og þú mundir ekki ! fara út með þessum Donald á ! laugardaginn? I Hún stóð barna og horfði á hann I svip án bess að segja nokkurn skapaðan hlut. Hún gat ekki al- mennilega áttað sig á breyttu við- horfi, þar sem A1 var kominn til hennar, og 1 rauninni komst engin önnur hugsun að en að það væri gott að sjá hann þarna og að svona hefði það alltaf átt að vera. — Ég hélt, fyrst þú ætlar ekki neitt, að þú kynnir að vilja koma með mér lít á ströndina. Ég — ég hafði ekki ætlað neitt heldur. Það kom aftur yfir hana löngun til að gráta. — En þú átt stúlku, sagði hún næstum með grátstafinn í kverk- unum, nú átt þú stúlku af því ég vildi ekkert með þig hafa. — Stúlku? sagði hann hissa. Svo fór hann að hlæja. — Þú átt líklega við hana Ednu, frænku mína. Foreldrar hennar eru nýfluttir til Bay Ridge og hún kom til að heilsa upp á okkur. Og ég fylgdi henni heim. Og nú kom nýtt táraflóð. Hún varð að setjast niður við borðið. Hún studdi olnboganum á borðplöt- una og grét. Og A1 kom og studdi höndum á herðar henni. Hann var mjúkhent- ur, varfærinn, lítið menntaður, og jhann yrði kannski að búa I Brook- lyn alla ævina eins og pabbi hans, og eins og pabbi hennar, en hann var góður, og hún — Fran — var ákaflega heppin. Það var henni vel ljóst, — og líka — að hún átti það ekki skilið. S ö g u 1 o k. VÉL AHREIN GERNING Handhreingerning Fagmaður I hverju starfi. Símar 35797 og 51875 Þórður og Geir. .OOU1? ha‘Æ KU.& rv&r.GU? K!HGH0é> ■fwm PZCVBr;. W.Y.VAV.W.V.V.VA :• SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endumýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver, Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG *C FIÐURHREINSUN !; V'atnsstíg 3. Sími 18740. *! .V.V.V.V.W.V.V.VAW m 18 DIN ferrémiúcohr FILMA Önnumsf ajlar myndatökuf, .-j hvar og hvepær P 1] , m I SÓm ósknð or. | Í LJÓSMYNDASTOFA ÞÓRIS I^UgVvíG ?0B ',ÍMt '1*i 6-0■? LAMPAR Gjörið svo vel að skoða lamp- ana hjá okkur og „Hoover“- tækin. LJÓS & HITI ’ Garðastræti 2. VARALITUR hínna vandláfu Það er ánægja fyrir mig að sjá hvað Afríka getur verið hættuleg þeim glæpalýð stórborganna, sem ekki hafa einu sinni skot í byssurnar sínar.Tarzan heldur á- fram. Ef þið hefðuð þekkt betur venjur skógarsvínanna hefðuð þið getað stöðvað árás þeirra með einu skoti, ef þið hefðuð byrjað á því að drepa gamla forystu- svínið þá hefði allur hópurinn foringjalaus, hlaupið frá ykkur, og ég lægi dauður i gröfinni, sem þið höfðuð hugsað mér. LJdhner verkstæðið 13piyul«^ns(ií)’íi 3 • Sími

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.