Vísir - 04.01.1965, Side 2

Vísir - 04.01.1965, Side 2
eins góður, en mörg skot þeirra strönduðu í fangi Þorsteins, sem fyrr segir. Ármenningar unnu með 20:14, sem er of stór sigur. tseztu menn noanna 1 gær voru Hörður, Lúðvík og Þorsteinn hjá Ármanni og Þórður hjá Haukum. Daníel Benjamínsson dæmdi og gerði það ágætlega. Tuttugu mínútur v. . af landsleik Tyrklands og Búlgaríu á hin- um nýja og glæsilega ieikvangi í Istanbul, en hann kostaði um 50 millj. króna, þegar ofsahræðsla greip um sig á áhorfendastæðunum. Eldur hafði kviknað í pylsusölu og fólkið byrjaði að flýja út af vellin- um, margir eyndu að komast í gegn um gaddavírsgirðinguna inn á völlinn. Alls saérðust 68 manns, en enginn lézt af völdum þessa at- burðar og þykir mesta mildi. Myndin er frá atburði þessum. VÍSIR . Mánudagur 4. janúar 1963 FH HELDUR ENN ÁFRAM Gefa út íþrótta almanak Vígi Reykjavíkursneistarannsa féll s gærkvöldi í hörkuleik FH heldur áfram sigur- göngu sinni í 1. deild í handknattleik og lagði erf- iðan andstæðing, Reykja- víkurmeistara KR, í gær- kvöldi með yfirburðaleik í síðari hálfleik. Útlitið hjá hinu Hafnarfjarðarliðinu, Haukum, er svartara, en liðið er nú á botninum og hefur ekki unnið leik, og tapaði í gærkvöldi fyrir Ár manni. Það virtist sem Reykjavíkur- meistaramir ætluðu að klekkja á FH í gærkvöldi, og með ákveðnum leik var fyrri hálfleikurinn mjög jafn. Að vísu skoruðu Hafnfirðing- arnir 3 fyrstu mörkin í leiknum, en KR náði 3:2 og tókst að jafna í 7:7. Aldrei tókst KR þó að ná forystunni, aðeins að jafna og það gerðu þeir næst í 10:10 og í hálf- leik var staðan 12:11 fyrir FH. Vítakast Karls Jóhannssonar færði 12:12 í byrjun seinni hálf- leiks, en næstu þrjú mörk em öll frá FH. Nú var eins og neistinn væri búinn hjá KR-ingum, úthald, hraði og harka á þrotum. Að sama skapi efldust FH-ingar og greini- legt var, að fátt gæti komið Reykja- víkurmeisturunum til bjargar. FH var brátt 17:13 yfir, Karl skorar 17:14 og þrjú mörk Páls Eiríksson- ar I röð dynja á KR-mark'inu og Kristján bætir einu fallegu marki við og staðan er nú orðin afar ó- gæfuleg fyrir Vesturbæinga, sem þó tjölduðu með allt sitt sterkasta lið plús Egil rakara á áhorfenda- stæðunum, 21:14. Úrslit leiksins urðu 25:17 og eru það sanngjörn úrslit í þessum harða og fremur ljóta handknatt- leik_ sem dómarinn, Magnús Pét- ursson, ber ábyrgð á. Magnús hef ur lítið dæmt í vetur og er í lé- legri æfingu. Þessi leikur hefði ekki verið erfiður fyrir Magnús eins og hann á að sér að vera, en í gærkvöldi var Magnús ekki upp á sitt bezta. Dómarar verða að muna að kunnátta þeirra er ekki úr ryðfríu stáli. Sé henni ekki haldið við, er hætt við að falli á hana og komi að litlu liði, þegar á reynir. Beztu mann.leiksins í,gær fund- ust mér. þeir Kristján . Síftfápsfcon, sem kom nú fram í sviðsljósið þeg ar KR-ingar reyndu að halda Ragn- ar'i niðri með því að gæta hans stöðugt, og þó var Ragnar góður I gær. Páll Eiríksson og hinn ungi Geir Hailsteinsson, bráðskemmti- legur ieikmaður með boltann, þótt ungur sé. Hjalti varð’i líka oft mjög vel. Af KR-ingum var Karl góður og Gísli Blöndal mjög skemmtilegur leikmaður. Annar góður leikmaður er Pétur Stefánsson, greinilega enn ekk’i í fullri æfingu, en verður mik ill styrkur liðsins síðar í vetur, ef æfingin lætur ekki standa á sér. Vaiur og Þróttur unnu í 2. deild Valur og Þróttur virðast skera s'ig úr í 2. deild I handknattleik og eflaust lýkur mótinu með sigri annars hvors þessara að- ila. Á laugardagskvöldið léku Þróttarar við IR og unnu léttan sigur með 31:24, sigur sem hefð’i eins getað orðið stærri. Valur vann sama kvöld svip- aðan sigur gegn Keflvíkingum, 31:23, en Keflvíkingum má segja til hróss, að þeirra lið virðist vera „sensasjónin“ í ár í hand- knattleik. Aðra,r eins framfarir hafa vart sézt hjá einu hand- knattleiksliði á stuttum tíma. Má eflaust þakka það þjálfara þeirra Pétri Bjarnasyn’i. Hann hefur fyrr náð árangri með lið sín, eins og alkunna er. ANA í l DEILD Vilhjálmur og Höskuldur eru enn komnír á stúfana. Nánar til tekið eru þetta þeir Vilhjálmur Einars- son og Höskuldur Goði Karlsson, sem eru íþróttamönnum að góðu kunnir fyrir ýmislegt gagnlegt sem þeir hafa fitjað upp á. Að þessu sinni hafa þeir gefið út nýstárlegt dagatal, í ÞRÓTTAD AGATALIÐ 1965, og er ekki að efa, að það mun prýða veggi allra íþróttamanna á landinu. Dagatalið er prýtt fjöldamörg- um af beztu íþróttamyndum síð- asta árs, en myndir þessar hafa fæstar birzt áður í dagblöðum eða tímaritum. Inn á reiti almanaksins hafa verið prentaðir í stuttu mál'i íþróttaviðburðir síðasta árs. Verður dagatal þeirra Höskuldar og Vilhjálms selt á götum Reykja- víkur af blaðasölubörnum á laug- ardaginn kemur, en að sjálfsögðu verður það einnig selt í bókabúð- um og söluturnum. Kostar það 50 krónur og sögðu þeir félagar, að ef ágóði yrði, rynni hann til í- þróttanámskeiða þeirra félaga. Vilhjálmur sagði í gærdag um. þetta almanak þeirra félaganna: — Við erum raunar að reyna að keppa við það alkunna fyrirbrigði Bítlana, en myndir af þæim hanga víðs veg ar v'ið rúm' flestra unglinga í dag. Við viljum reyna að vekja áhuga þessara ungmenna á íþróttum og iðkun þeirra. Kannski tekst þetta að einhverju leyti, — og þá erum við ánægð’ir. Þorsteinn Björnsson mark- vörður Ármanns er ábyrg- ur fyrir því gagnvart nýlið- unum í 1. deild, Haukum, að þeir fengu a. m. k. ekki annað stigið í viðureign- inni við Ármann í gær- kvöldi. Það hefði a. m. k. ekki verið óréttlátt. En markvarzla hans hvað eft- ir annað var glæsileg og hann sannaði enn einu sinni, að honum ber að verja mark landsliðsins þegar svo ber undir. Hörður Kristinsson skorar í leiknum gegn Haukum í gærkvöldi. Ármenningar virtust í upphafi mun sterkara liðið og náðu 4:1, og yfirburðastöðu, 10:4, fyrir hálfleik, en í hálfleik voru Haukar heldur búnir að rétta úr kútnum og var staðan nú orðin 10:6 fyrir Ármann. Fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks skoraði ungur og efnilegur leik- maður Hauka, Sigurður Jóakims- son, og var staðan orðin 10:8, tais- verð ógnun fyrir Ármann. Einhvern veginn var tilfinning manns þó sú, að Ármenningarnir með toppskytt- ur sinar mundu eiga auðvelt með þennan leik. Samt virtist ekki koma nógu mikið út úr leik þeirra, og mér fannst leikur Haukanna fullt

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.