Vísir - 04.01.1965, Page 13
VIS IR
II
Mánudagur 4. janúar 1965
13
!■■■■■■!
.V.V/.VV.V.V.V.V.V.VW.W.V.W
Bandarískur verka) Fyrsta bók Handrita-
lýðsfrömuður í I stofnunarinnar komin
út
Reykjavík
— Viktors saga ok Bldvus í útgófu Jónasar Kristjónssonar
Ben Segal.
Hér í Reykjavík var staddur
nýlega bandarískur verka-
lýðsfrömuður á vegum Full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna í
Reykjavík. Það var Ben Segal,
fræðslustjóri Landssambands
rafvirkja og útvarpsvirkja f
Bandaríkjunum. Hann er fædd-
ur Ungverji en hefur búið í
Bandaríkjunum frá tíu ára aldri.
Segal hefur tekið mikinn þátt í
verkalýðsmálunum í Bandaríkj-
unum og hefur ferðazt mikið í
sambandi við fræðslu- og út-
breiðslustarfsemi verkalýðsfé-
laga. Hann kom hingað á sunnu
daginn og fór aftur í morgun.
Hann hélt hér fyrirlestra á veg-
um ýmissa verkalýðsfélaga, þar
sem áhugamenn um verkalýðs-
mál voru mættir. Kynnti hann
starfsemi félags síns og ann-
arra verkalýðsfélaga. Þótti
mikill ávinningur að komu
hans hér og fróðleik þeim, er
hann flutti með sér. Myndin
var tekin af Ben Segal á einum
fyrirlestra hans hér.
Hin nýfædda Handritastofnun ís-
lands hefur nú gefið út sfna fyrstu
bók. Er það riddarasagan Viktors
saga ok Blávus, sem Jónas Krist-
jánsson skjalavörður hefur búið til
prentunar. Er þetta mjög vönduð
fræðiútgáfa og eru skýringar og
inngangur rúmir fjórir fimmtu af
efni bókarinnar.
Forstöðumaður Handritastofnun-
■.W.WA'.W.V.V.V.V.V.V.V.V.VW.W.V.VV.W/.W.V
Tónskóli Sigursveins
D. Kristinssonar
Samkeppni um
bæjarmerki
Kópavogs
Á fundi bæjarstjórnar Kópa
vogs 18. des. sl. voru lagðar
fram tillögur að merki fyrir
kaupstaðinn. Samtals höfðu bor
izt 92 tillögur.
Bæjarfulltrúum þótti engin til
Iagan henta sem merki bæjarins
En ákveðið var að veita þremur
tillögum nokkra viðurkenningu
Höfundur tveggja þeirra er
Sigurlaug Sæmundsdóttir, arki
tekt, Bókhlöðustfg 7 Rvík og
hinnar þriðju Ingi H. b.agnús
son auglýsingateiknari Álfhóls-
vegi 137 Kópavogi.
Framhaldsstofnfundur Styrktarfé
lags Tónskólans var haldinn 29.
nóvember s. 1. Höfðu þá innritazt
150 styrktarfélagar og 10 félög og
stofnanir.
Samþykkt voru lög fyrir félagið
og reglugerð fyrir skólann.
í stjórn félagsins og skólaráð
voru kosnir: Guðní Guðnason lög-
fræðingur, Halldór Guðmundsson
verkamaður, Hallgrímur Jakobsson
söngkennari dr. Jakob Benedikts-
son, Jón Leifs tónskáld, Jón Múli
Árnason útvarpsþulur, Ólafur
Kristjánsson húsgagnabólstrari, Sig
urður Guðmundsson ljósmyndari
og Stefán Ögmundsson prentari.
1 reglugerð skólans er lögð á-
herzla á að Tónskólinn sé alþýðu-
músikskóli (Volksmusikschule) en
ekki tónlistarskóli (Konservatori-
um), en nafnið Tónskóli þykir fara
betur í máli en hið langa orð al-
þýðumúsikskóli.
í skólanum eru engin inntöku-
skilyrði og f honum eru meðal
námsgreina kennt á hljóðfæri eins
og harmoniku, munnhörpu og gitar,
sem ekki eru talin til hlutgengra
námsgréina í námsskrá tönlistar-
skólanna, en þessi alþýðuhljóðfæri
eru engu síðri en ýmis önnur, ef
þeim er beitt til alvarlegs náms.
Það er megin ætlunarverk skól-
ans að stuðla að því að sem flest
fólk, börn og fullorðnir, iðki tón-
l’ist sér til ánægju og menningar-
auka, án þess að um fjárhagsleg-
an ávinning eða atvinnu sé að
ræða.
Á fyrra námstímabili Tónskól-
ans, mánuðina október—desember,
voru í skólanum 160 nemendur,
þar af 82 í éinkatímum. Þetta tíma
bil störfuðu við skólann 8 stunda-
kennarar og voru þessar námsgrein
ir kenndar: Hljómfræði, harmonika,
gítar, melodika, munnharpa, raf-
bassi, mandolin, banjó, fiðla, trom
pet, orgelharmoníum,
píanó.
blokkflauta,
Kennslu lauk fyrir jól, sunnu-
daginn 20. desember, með „Litlu
jólum Tónskólans", þar sem 80
nemendur léku einleika og samleik
á hin ýmsu hljóðfæri fyrir fullu
húsi styrktarfélaga og aðstandenda.
Meðal samleikshópanna var blokk-
flautukór skipaður 60 bömum. Þau
léku jólalög.
Síðara námstímabil vetrarins
hefst upp úr áramótum og stendpr
til aprílloka. Þá kenna 3 stunda-
kennarar til viðbótar og 2 náms-
greinar bætast við. Knéfiðla og
tromma.
Innritun fyrir þetta námstímabil
fer fram fyrstu viku janúarmánað-
ar að Óðinsgötu 11 og í sfma
19246.
Þjófur tekinn með
3 kjötlæri í fanginu
Tveir lögregluþjónar, sem
voru á gangi eftir Laugavegin-
um aðfaranótt sunnudags, veittu
athygli manni, sem var þar á
gangi með þrjú myndarleg kjöt-
læri í fanginu. Var farið með
manninn niður á lögreglustöð
og við nánari athugun kom f
ljós, að hann hafði brotizt inn
í Glaumbæ, þá um nóttina og
stolið þaðan þremur kjötlærum,
tveimur af hangikjöti og einu
svfnakjötslæri. Var hann á leið
heim með lærin, þegar lögreglu-
þjónamir ónáðuðu hann. Fékk
maðurinn sfðan gistingn i Sfðu-
múla um nóttina.
arinnar, próf. Einar Ól. Sveinsson,
kynnti bókina fyrir blaðamönnum.
Hann sagði bók þessa í sérflokki,
hvað ýtarlega fræðimennsku snert-
ir. 1 inngangi er rætt um mismun
e’instakra handrita, þeim raðað og
það upprunalegasta notað stafrétt.
Þá er mikill kafli um málfræði-
leg atriði textans og er það ó-
venjulegt búsílag við handritaút-
gáfu. Þá eru þar einnig bornar
saman rithendur texta riddarasög-
unnar og einnig saman við rit-
hendur annarra fornra texta, svo
sem fombréfa. Þetta er nýtt svið
í handritarannsóknunum, og sagði
próf. Einar Ól., að því yrði áreið
anlega meira sinnt f framtíðinni.
Þá er úrdráttur formálans á ensku
og einnig t’illag frá próf. Einari Ól.,
þar sem rakin eru sagnaminni þess-
arar riddarasögu og rakin sambönd
þeirra við erlendar riddarasögur og
innlenda þjóðfélagshætti á þeim
tíma.
Handritastofnunin hefur tekið
við bókaútgáfu Handritanefndar og
er Viktors saga ok Blávus II. bindi
flokks riddarasagna. Áður var kom-
in út Dínus saga drambláta, einnig
í útgáfu Jónasar Kfistjánssonar
skjalavarðar.
Næstu verkefni Handritastofnun-
arinnar í útgáfum sagði Einar Ól.
vera þessi: Sýnisbók elztu íslenzkra
handrita í útgáfu próf. Hre’ins
Benediktssonar verður fullgerð
snemma á næsta ári. Nær sú bók
fram til 1270 og fylgir henni vönd-
uð fornskriftarfræði og réttfitunar-
fræði. Á næsta hausti eru svo
væntanleg kvæði Jónasar Hallgríms
sonar f eiginhandarrit’i.
ERLENDAR FRÉTTIR
í STUTTU MÁLI
► Lögreglan í Indland’i lét í
gær til skarar skríða gegn
Kommúnistaflokknum og hafa
kommúnistaforsprakkar í hundr
aða tali verið handteknir um
land allt. Talsmaður innanrík-
isráðuneytisins hefur neitað að
láta nokkra skýringu í té. Með-
al handtekinna er le’iðtogi
flokksins á þingi, Gopalin. —
Kommúnistaflokkurinn klofnaði
s. I. haust í tvær fylkingar. Önn
ur er vinveitt Rússum, hin Kín-
verjum.
► Aðstoðarforsætisráðherra
Malajsíu segir auknar ráðstaf-
anir verða gerðar til varnar inn-
rásartilraunum frá Indonesíu,
eftir að boðuð hafi verið úrsögn
þeirra úr samtökum Sameinuðu
þjóðanna (skrifleg úrsögn ókom
in, er síðast fréttist). Raunar,
bætti ráðherrann við, hefir
Indonesíuforseti frá því það
kom til, þverbrotið sáttmála
Sameinuðu þjóðanna með fram-
komu sinni gegn Malajsfu, og
megi Malajsíumönnum á sama
standa þess vegna, hvort þeir
séu í samtökunum eða ekki, —
Malajsía fékk nýlega sæti í
Öryggisráði og var Súkamo þá
ofsalega réiður og boðaði úr-
sögnina.
► Bandaríska útvarpið NCB-
National Broadcasting Co —
opnar nú aftur skrifstofur i
Moskvu.
► Árið 1964 er talið mjög lé-
legt síldarár í Noregi. í Norður-
Noregi brást síldveiðin gersam-
lega. Samtals mun ársmagnið
vera 1 milljón hektólítra og að
verðmæti (förstehaandsværdi)
20 millj. kr., og er það y3 hlið-
stæðs aflaverðmætis 1963, en
1961 var það 90 millj. kr. (NTB)
SENDISVEINN
Okkur vantar sendisvein strax, þarf að hafa
reiðhjól.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H/F
SPÍTALASTÍG 10
HÚSEIGENDUR Á HITAVEITUSVÆÐI
Hitna sumir miðstöðvarofnamir illa? Er hitaveitureikningurinn óeðlilega hár? Ef svo er, þá er hægt að lagfæra það. Þið, sem ætlið að láta mig hreinsa og lagfæra miðstöðvarkerfið f vetur, hafið samband við mig sem fyrst, og ég mun segja yður hvað verkið mun kosta. - Éf verkið ber ekki árangur þurfið þér ekkert að greiða fyrir vinnuna.
Baldur Kristiansen pípulagningameistari. Njálsgötu 29. Simi 19131.