Vísir - 03.02.1965, Page 7

Vísir - 03.02.1965, Page 7
VISIR . Miðvikudagur 3. febrúar 1965. 7 Fimm dægur inni í hrossskrokk Kunn er þjóðsagan af Hóla- mönnum sem héldu 18 saman suSur yfir Holtavörðuheiði á leið 1 verstöðvar á Suðumesj- mn. AlHr urðu þeir úti á heið- hmi nema tveir. Annar þeirra var fyrirliðinn sem Arj hét. Hann komst suður af heiðinni og niður að Sveinatungu, reiddist þar v'ið bónda og ætlaði að berja hann, en handleggur- inn var þá svo gaddfrosinn, að hann hrðkk í sundur. Hinn, sem af feomst, var óhamaður ung- lingspiltur. Hann greip til þess ráðs að slátra reiðhesti sfnum, risti hann á kvið og ruddi inn- EFTIR þorstein IÓSEPSSON yflunum út, en sfereið sjálfur inn í hrossskrokkinn. Þar hafð- ist hann Við í ftmm dægur unz hríðinni létti og komst þá til mannabyggða. Fauk í tvennt önnur þjóðsaga er til um Vellygna-Bjarna sem bendir til vetrarharkna á Holtavörðuheiði. Bjarni var á leið yfir heiðina í þvílíkum gaddi að hann vissi slíks engin dæmi áður. Reið hann jarpri hryssu og teymdi bleikan hest. En Bleikur fraus eða fauk sundur á leiðinni og datt f tvennt. Þegar Bjarni fór að svipast um eftir klárnum sá hann að hann teymdi aðeins hausinn. Og hvassviðrið var svo mikið í ferðinni að Bjarni fauk af baki, en náði haldi á merartaglinu og dinglaði þar eins og strá fyrir vindi f þrjú dægur samfleytt. Kæfði dóttur sína í læk Nær allar sagnir um atburði, sem gerzt hafa á Holtavörðu- heiði, eru á einn eða annan hátt samtvinnaðar slarkferðum í vetrarveðrum og ófærð. Þó er ein saga, sem færð hefur verið inn f íslenzkar dómabækur á 18. öld, annars eðlis. Er hún um mann, Jón Jónsson að nafni, sem ýmist var kallaður Jón Ástuson eða Kjörseyrar- Jón. Hann hafði um vorið eða sumarið 1750 farið með 8 ára gamalli dóttur sinni, Guðrúnu, að nafni upp á Holtavörðuheiði til grasa. Jón kom einn niður af heiðinni og þótti það ekki með felldu. Einhver taldi sig um sama leyti hafa séð svip dóttur Jóns og hafði hún þá verið skorin á háls. Gaus upp sterkur orðrómur um að Jón myndi hafa fyrirfarið dóttur sinni f þessari heiðarferð og þegar hann skynjað; að 1 ó- efni var komið, flýði hann heimabyggð sína Snæfellsnes, og fór um skeið huldu höfði. Var lýst eftir Jóni, enda þótti flótti hans staðfesta gruninn. Jón fannst árið eftir vestur í ísafjarðarsýslu, var handtekinn og fluttur til sýslumanns Snæ- fellinga, Guðmundar Sigurðs sonar á Inggjaldshóli. Við rétt- arhöld þótti sannast að Jón haf; drekkt dóttur sínni í læk á norðanverðri Holtavörðuheiði og dysjað sfðan. En þar sem atburður þessi hafði skeð inn- an marka Strandasýslu þótti rétt að yfirvald þeirra sýslu fjallaði um málið og dæmdi í því. Einar Magnússon var í þann tíð sýslumaður Strandamanna og kvað hann upp dóm f máli Kjörseyrar-Jóns. Dómurinn var ómildur, sem títt var á þeim ár- um. Skyldi hægri hönd Jóns afhöggvin, hann skyldi klipinn fjórum sinnum með glóandi töngum og að því búnu háls- höggvinn. Árið 1752 var Jón flnttnr í fjötrum til alþingis og þar réttaður, en höfuð hans og hðnd fest upp á stöng. Fraus í hel Laugardaginn fyrstan í góu veturinn 1827 lögðu margir norðlenzkir vermenn sem voru á suðurleið upp á Holtavörðu- heiði úr Hrútafirði. Þegar þeir voru komnir nokkuð suður á heiðina brast á stórhríð með ofankafaldi, hvassviðri og hðrkufrosti. Menn treystust ekki til að halda ferðinni áfram og grófu sig þess vegna f fönn um nóttina. Daginn eftir kom- ust þeir við illan leik og þrek- aðir mjög til byggða, nema einn þeirra, sem fraus í hel um nóttina. Holtavörðuheiði vörðuð Þetta atvik hefur e. t. v. átt hvað drýgstan þáttinn í því að fáum árum síðar, eða um eða rétt eftir 1830 var ráðist í, að • • Onnur grein frumkvæði Bjarna amtmanns Thorarensens og fjallvegafé- lagsins að varða Holtavörðu- heiði. Voru hlaðnar á 2. hundr- að vörður yfir heiðina til glöggvunar fyrir ferðamenn, ekki sízt í slæmu skyggni, þok- um og byljum. Jafnframt var ráðist f að byggja topphlaðið sæluhús úr torfj og grjóti f Fornahvammi’. Er það fyrsta byggingin sem þar rfs af grunni og bær ekk'i byggður þar fyrr en löngu síðar. Sæluhús var hins vegar ekki byggt uppi á háheiðinni fyrr en um eða eftir aldamótin 1900. Og þegar síminn var lagður yfir heiðina á fyrsta tug aldarinnar, vank- aðjst hagur ferðamanna mjög. Var úr því tiltölulega auðvelt að fylgja sfmalínunni þótt hríð væri svört, og loks unnt að leita skjóls og gistingar f sælu- húsinu á heiðinni ef menn treystust einhverra ástæðna vegna ekki að halda ferðinni áfram. Þrátt fyrir þetta lentu ferða- langar aftur og aftur í hrakn- ingum yfir Holtávörðuheiði,, en furðu oft komust þeir við illan leik til byggða án þess að slys eða manntjón hlytíst af. Eftir að reglubundnar póst- ferðir voru ákveðnar yfir Holta- vörðuheiði mæddi það mjög á póstinum að sjá fólki farborða yfir hana fólki sem leitað hafði ásjár hans um samfylgd. Fólk treysti póstunum öðrum mönn- um betur. Venjulega voru þetta hörkuduglegir menn, kunnir leiðinni og öllum kennileitum og þaulvanir ferðalögum, oft við hin erfiðustu skilyrði. Þessu var sjaldnast neitað af pósts- ins hálfu, enda þótt hann gerði sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hann tókst á hendur og vitandi vits að honum myndi um kennt ef illa færi. Gunnar Eyfirðinga- póstur og borgfirzka stúlkan Ein þjóðsaga segir þó frá undantekningu frá þessari venju. Hún segir frá pósti þeim, sem Gunnar hét og kallaður var Eyfirðingapóstur. Hann var allra manna óbónþægastur um samfylgd, enda svo fótfrár og léttur til göngu að hann taldi alla tefja sig, sem ætluðu að fylgja honum eftir. Eitt sinn sem oftar var Gunn- ar Eyfirðingapóstur á suðurleið og fótgangandi eins og venja hans var í vetrarferðum. Hann gist'i að Melum í Hrútafirðj og ætlaði daginn eftir suður yfir heiði. Samnátta Gunnari á Mel- um var stúlka úr Borgarfirði, sem einnig ætlaði daginn eftir yfir Holtavörðuheiði og bað um að mega slást í fylgd með hon- um. Gunnar þvertók fyrir það, kvaðst þurfa að hraða för sinni Eramh. á bis. 4 Holtavörðuheiði. í baksýn Tröljakirkja, en hana ber hæst þeirra hæða eða fjalla, sem eru í námunda við heiðina, um 1000 m. yfir sjó. A H0L TA VÖRDUHCIÐI

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.