Vísir - 03.02.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 03.02.1965, Blaðsíða 8
V *S Ví ST r \ ''«5, Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mátiuði 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Frentsmiðja Vísis — Edda h.f. Vansælir leiðtogar Ef gera má ráð fyrir, að Tíminn túlki hugarfar og skoðanir liðsodda Framsóknarflokksins — og á því er raunar enginn vafi — þá hljóta þeir að vera ákaf- lega vansælir menn. Blaðið hefur allt á homum sér, er alltaf að leita að einhverju til að nudda um. Því finnst allt að öllu og öllum, nema Framsóknarflokkn- um, að því er virðist í fljótu bragði, en ef betur er að gáð, em leiðtogarnir víst líka óánægðir með sjálfa sig, flokkinn og yfirleitt allt milli himins og jarðar. Af hverju líður mönnunum svona illa? Hvers vegna sýnist þeim allt svart, sem aðrir sjá hvítt, og hvers vegna kalla þeir það eymd og volæði, sem aðrir telja velmegun og velgengni? Gott svar við þessu er að finna í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Þar segir svo: — Framsóknarflokkurinn hefur oft verið í stjóm á íslandi, en engin dæmi munu vera þess, að hann hafi átt þátt í .stjórn, sem ekki hafi verið slitið með óskapa- gangi. Oftast hefur Framsókn sjálf haft fomstu um stjórnarslitin. Þetta bendir til þess að hún hafi stöðugt orðið fyrir vonbrigðum og aldrei ráðið við verkefnin neitt í líkingu við það, sem hugur flokksmanna stóð til. Þess vegna kemur allur hamagangurinn, ásakanir og skammir, bæði innbyrðis og í garð samstarfs- manna hverju sinni. Forustumenn Framsóknar hafa yfirleitt ekki kunnað að meta staðreyndimar rétt. Af því hefur óhjákvæmilega leitt vonbrigði og síðan ill- indi. Þetta hugarfar virðist svo rótgróið, að Fram- sóknarmenn telja það til svartsýni, ef staðreyndir eru metnar rétt og talað er um erfiðleika á því að ná settu marki. Þeir átta sig sem sé ekki á því, að skilyrði þess, að bjartsýnin eigi rétt á sér, er að menn geri sér grein fyrir verkefnunum eins og þau eru í raun og veru —. Þarna er komið að kjarnanum í allri svokallaðri stjómmálastarfsemi Framsóknarflokksins. Forustu- menn hans virðast gersneyddir hæfileikanum til þess að meta rétt staðreyndir. Þegar flokkurinn er í stjóm- arandstöðu, hefur hann allt á homum sér, og kemur þar greinilega fram öfund í garð þeirra, sem með völd- in fara og vonbrigði yfir því, að þeim skuli takast betur en Framsóknarmönnum sjálfum, þegar þeir stjórnuðu. Þegar þeir eru í ríkisstjóm eru þeir líka óánægðir, af því að þeir finna að þeir valda ekki þeim verkefnum, sem þeim voru fengin. En þeir vilja auð- vitað leyna því fyrir háttvirtum kjósendum og reyna því að búa til einhverja tylliástæðu eins og 1956, til þess að hlaupa frá öllu saman og kenna svo samstarfs mönnum sínum um stjórnarslitin. Þetta er staðreynd, sem reynslan hefur margsann- að. cg ástæðan er sú, að Framsókn er ekki þjóðmála- flokkur, heídur þröngsýn sérhagsmunaklíka, sem skortir algerlega heildarsýn yfir landsmálin. Alþingisforseti minnist ÓLAFS THORS og THOR THORS I^r Alþingi kom saman á ný í fyrradag kvaddi þingforseti Blrgir Flnnsson sér hljóðs og minntist tveggja látinna þing- manna, bræSranna Ólafs Thors og Thor Thors. Mæltist forseta Alþingis á þessa lund: Eftir þinghléð sem nú er að ljúka, söknum við eins fulltrúa hér á Alþingi. Ólafur Thors fyrr verandi forsætisráðherra andað- ist í Landakotsspítala 31. des. tæpra sjötíu og þriggja ára að aldri. Hann var elztur okkar að árum og átti lengsta þingsetu að baki, nær fjóra tugi ára. Hann gegndi störfum aldursforseta í upphafi þessa þings. en varð að láta af þingstörfum sökum veik- inda 27. okt. sl. og átti ekki aft- urkvæmt til þingsetu. Skömmu eftir andlát Óiafs Thors barst önnur harmafregn. Thor Thors ambassador íslands í Bandaríkj- unum og fulltrúi landsins á þingi Sameinuðu þjóðanna andaðist 11. janúar á heimili sínu í Washing ton, sextíu og eins árs að aldri. Vil ég Ieyfa mér að minnast þess ara mikilhæfu og víðkunnu bræðra, áður en horfið verður að öðrum verkefnum þingsins. Ólafur Thors var fæddur ift. jan. 1892 í Borgamesi. ForeldraF hans voru Thor Jensen kaupmað ur þar, síöar þjóðkunnur athafna maður, og kona hans, Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir, bónda í Hraunhöfn í Staðarsveit, Sig- urðssonar. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1912 og heimspekiprófi frá háskólanum í Kaupmanna höfn 1913. Árið 1914 varð hann framkvæmdastjörj útgerðarfélags ins Kveldúlfs og hafði það starf með höndum í áratug. Ævistarf háns var eftir það að langmestu Ieyti unnið á vettvangi stjöm- mála og landstjórnar og þar hef- ur hann markað þau spor, sem lengi mun getið í sögu íslendinga Hann tók sæti á Alþingi snemma árs 1926 og átti hér setu óslitið síðan, á 48 þingum alls. Formað ur Sjálfstæðisflokksins var hann frá 1934 til 1961, er hann kaus að láta af því starfi sökum van- heilsu. Hann var dómsmálaráð- herra um skeið síðla árs 1932, atvinnumálaráðherra frá, vori 1939 til vors 1942, síðan forsætis og utanríkisráðherra fram und- ir árslok 1942. Forsætis- og ut anríkisráðherra var hann á ný frá hausti 1944 fram £ febrúar 1947, því næst forsætisráðherra frá því í desember 1949 fram í marz 1950, síðan atvinnumála- ráðherra fram á sumar 1953. For- sætisráðherra var hann enn á ný frá miðju ári 1953 til miðs árs 1956 Loks var hann enn forsæt- isráðherra frá því i nóvember 1959, þar til hann sagði af sér að læknisráði í nóvember 1963. Af öðrum störfum Ólafs Thors að opinberum málum skulu þessi nefnd: Hann var skipaður í geng- isnefnd 1925 og átti sæti í samn- inganefnd um kjöttoll við Norð menn 1932. 1 Landsbankanefnd var hann 1928-1938 og í banka- ráði Landsbankans 1936-1944 og frá 1948 til dánardags. í dansk- íslenzkri ráðgjafamefnd átti hann Ólafur Thors sæti 1937-1938 og um skeið í orðunefnd og í stjórn Félags ís lenzkra botnvörpuskipaeigenda. Ólafur Thors kynnt'ist í for- eldrahúsum stórhug og miklum framkvæmdum I atvinnulífi þjóð arinnar. Hann hvarf rúmlega tvi- tugur frá skólanámi að stjómar- störfum í öflugu og vaxandi út- gerðarfélagi með föður sínum og bræðrum. Þegar hann settist á Alþing, tók hann í fyrstu sæti í sjávarútvegsnefnd, en átti síð ar lengi sæti í fjárhagsnefnd og utanríkismálanefnd. Á Alþingi lét hann þegar mikið að sér kveða og samflokksmenn hans sáu fljótt Thor Thors að hann mundi vel fallinn til for ustu. Ólafur Thors var um ára- tugi formaður stærsta stjóm- málaflokks þjóðarinnar, og hafa flokksmenn þess flokks jafnan rómað mjög forustuhæfileika hans, þótt að sjálfsögðu hafi stundum verið deilt um stefnu og leiðir að settu marki. Hann átti oft og lengi sæti í ríkisstjórn af hálfu flokks síns, lengst af í samstarfi við aðra stjómmála- flokka og var forsætisráðherra í fimm ríkisstjómum. Um stjórnmálastefnu og störf Ólafs Thors, hefur löngum verið deilt hart, eins og vænta má um olíkan fomstumann. Hann var mælskur og markviss andstæðing ur í kappræðum, mikill mála- fylgjumaður og harðsækinn bar- áttumaður. En hann var einnig manna sáttfúsastur og góður sam starfsmaður andstæðinga sinna í stjómmálum, ef tii þurfti að taka. Hann var gæddur ríkum hæfileikum ti lað tala menn á sitt mál með hispursleysi, húmör og smitandi fjöri. Einnig var hann fljótur að átta sig á málavöxt um og fús til að hlíta góðum ráð- um annarra og að þessu saman- lögðu var hann dugmikill og ó- viðjafnanlegur samningamaður. Hann var bjartsýnn hugsjónámað ur á tímum mikilla breytinga og framfara í islenzku þjóðlífi, djarf ur og framtakssamur. Undir for ustu hans voru teknar margar ör lagaríkar ákvarðanir f þjóðmál- um. Sjávar- útvegs- og fiskveiði mál voru honum jafnan hugleik in og hann átti ríkan þátt f veiga miklum ákvörðunum og aðgerð um á þeim sviðum. Hann vann ötullega að stofnun fslenzks lýð veldis á árinu 1944 og f sam- skiptum og samningum við aðrar þjóðir stefndi hann jafnan af heil um hug að því, sem hann taldi þjóð sinni fyrir beztu. Hann var á þeim vettvangi sem annars stað ar aðsópsmikill, virðulegur og ein lægur fulltrúi þjóðar sinnar og þess málstaðar, sem hann barð ist fyrir. Ólafur Thors var í viðkynnmgu og samstarfi hvers manns hug- Ijúfi, kátur, orðheppinn og gáska fullur, drenglundaður, hjálpsamur og góðgiarn. Hann var höfðing legur og svipmikill í fasi og kunni vel að slá á þá strengi sem við áttu hverju sinni. Við fráfall hans söknum við alþingis menn góðs félaga og samstarfs- manns. Flokksmenn hans harma missi mikils og giftudrjúgs for- ingja, og þjóðin öll á á bak að sjá miklum stjórnmálamanni. Með honum er horfinn af Al- þingi svipmikill og einstæður per sónuleiki — maður, sem var dáð ur af samherjum sínum, mikils virtur og viðurkenndur af öllum andstæðingum. Thor Thors var fæddur 26. nóv. 1903 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Thor Jensen og Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskói anum í Reykjavík vorið 1922 or lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands f ársbyrjun 1926. Siðan Framh 8 bls. 8. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.