Vísir - 03.02.1965, Page 9

Vísir - 03.02.1965, Page 9
V*ÍSIR . MHJvikudagur 3. febrúar 1965. 9 í ... þó að þessir nýtizku bátar, um tvö hundruð lestir að stærð ög búnir fisksjám og stórvirkustu veiðitækjum, komi með mikið aflamagn í land, þá er hlutfaliið þar á milli og aflans, sem fékkst á litlu bátana, sem ekki gátu sótt nema á nær- mið og engin hjálpartæki höfðu, ekki neitt svip- að því, sem rökrétt væri að ætlast til . . . „Að mínu áliti gengur þorsknótin ekki eins nærri fiskistofninum og togvarpan og netin, þau veiðarfærin, sem mest hafa verið notuð að undanfömu. Auk þess hefur hún ekki nein áhrif á botn- inn. Loks er það staðreynd, að nótin fer betur með afl- ann en fyrmefnd veiðarfæri, svo að hráefnið, sem kemur úr nótinni, er að minnsta kosti jafngott og línufiskur- inn - og verður þó enn betra, þegar ferskfiskeftirlit- ið hefur breytt afstöðu sinni til þessarar mikilvirku veiði- aðferðar fyrir aukna reynslu og skilning. Þorsknótin er enn nýtilkomið veiðarfæri, en af þeirri reynslu, sem þeg ar er fengin af henni, er sýnt að hún hefur sínar tak- markanir, hún kemur ekki að gagni nema þar sem fiskur- inn er í torfum, Þegar þann- ig stendur á er gott að grípa til hennar, og þá er hún lfka stórvirk. . .“ Þorsknótin er umdeilt veið arfæri, það hafa jafnvel verið uppi raddir um að banna beri hana með lögum, þar sem hún gengi öhæfilega nærri fiskistofninum. — Gunnar Magnússon, skipstjóri á v.b. „Amfirðingi", sem notaði þorsknótina á síðustu vetrar- vertíð er á annarri skoðun. Hann telur rök að því, að þorsknótin fari betur með fiskistofninn en bæði net og togaravarpa, auk þess sem hann álítur hana hafa margt sem botninn er sléttur og mjúkur, svo að þorskurinn kemst sinna ferða. Og þó að það komi fyrir, að nótin snerti botn, dregst hún aldrei eftir honum og gruggar hann þvf ekki einu sinni upp, hvað þá meir. Þetta er gersamlega annað, en þegar veitt er með togvörpu, og þarf ekki að lýsa því nánar“. - Þú minntist á að fisk- ur, veiddur í þorsknót, væri betra hráefni þegar hann kæmi um borð, en þegar not- uð eru önnur veiðarfæri? V.b. „Amfirðingur“, RE-212 — fjórði bátur Gunnars með því nafni, og þeirra stærstur. Maður hefur ekki leyfi til að vera svartsýnn ... „Ég álít það. Nótin er dregin að bátshlið og þar syndir fiskurinn í henni, þangað til hann er háfaður um borð spriklifandi, og ó- kraminn með öllu og blóðg- aður strax. Að línuveiðinni undanskilinni fer engin veiði- aðferð, sem ég þekki til, eins vel með fiskinn sem hráefni. Annað mál er svo það, að reglur þær, sem ferskfiskeft- irlitið hefur sett í sambandi við þessa veiðiaðferð, geta haft þama neikvæð áhrif, en Rætt við þaulreyndan fiskimann og kunnan vélbátaskipstjóra, Gunnar Magnússon á vb. „Amfirðingi", um borsknótina og þróun þá sem orðið hefur í fiskveiðum þjóðarinnar að undan- f'órnu annað til gildis, umfram þau veiðarfæri. „Ég get að vísu ekki mið- að við annað en reynsluna af nótinni í fyrravetur, það, sem við fengum í hana þá, var gríðarstór og gamall fiskur“, segir Gunnar. „Satt er það að vísu, að hrognafjöldinn í honum var meiri en í yngri fiski, en mestu máli skiptir sú staðreynd, að þessi stóri fiskur var á síðasta eða næst síðasta gotári yfirleitt, en yngri árgangarnir, þeir sem netin taka, eiga mörg gotár framundan, og þegar þess er gætt, að netin eru lögð fyrir og yfir hrygningarsvæðin, gefur auga leið hvor veiðiað- ferðin gengur nær fiskistofn- inum. Nótinni verður hinsveg ar ekki komið við nema í grennd við hrygningarsvæð- in, hraunin, og þó aðeins þar þær eru meðal annars í því fólgnar, að ekki má koma með fisk úr nótinni i land nema innanífarinn og lagðan í lest. Á vertíðinni í fyrra fékk ég oft góðan afla rétí upp við landsteina i Grinda- vík, þar sem við eigum fisk- vinnsluhús. En samkvæmt reglunum yrðum við að fara innan í fiskinn um borð og leggja hann í lest, sem að sjálfsögðu spillti honum sem hráefni, samanborið við það að fara með hann tafarlaust í land til vinnslu, auk þess sem við þetta töpuðust tals- verð verðmæti. sem yrði að kasta fyrir boið. Þannig geta reglur, sem settar eru i beztu meiningu, haft nei- kvæð áhrif í framkvæmd. En þetta á eftir að lagast - þorsknótin er enn svo nýtt veiðarfæri, að menn hafa ekki enn áttað sig fyllilega á ýmsu í sambandi við hana“. Þó að Gunnar sé enn maður á miðjum .aldri, á hann að baki langa og samfelldá reynslu hvað snertir fiski- veiðar og veiðiaðferðir. Hann er Vestfirðingur að ætt og uppruna - fæddur í Tálkna- firðinum og stundaði faðir hans búskap og fiskiveiðar jöfnum höndum, eins og títt er um bændur þar. Gunnar þekkir þetta því frá blautu bamsbeini - uppalinn í vör- inni, eins og hann segir sjálf ur. Þá var helzt engu beitt nema kúfiski vestur þar; skel in „plægð upp“ með þar til gerðum „plóg“, sem fyrst var dreginn með handknúnu . vinduspili að landi,, eftir að róið hafði verið út með hann, en því fylgdi sá galli, að ekki var unnt að plægja nema skammt undan landi. Þótti það því mikil „tæknileg" framför þegar sú aðferð var upp tekin að draga plóginn með spili um borð i bát, sem lá fyrir föstu — með því móti nýttust miðin lengra und an. Það var til, að beita hnýsu gömum, ef þær fengust, og eins þótti það gefa góða raun að beita niðurskornum lung- um úr sauðfé, sem að sjálf- sögðu kom þó ekki til greina nema á haustin, í sambandi við sláturtíðina, og var það einkum ýsan, sem kunni að meta þá tálbeitu. Sjálfur var Gunnar ekki nema tíu ára, þegar hann fór fyrst í verið með föður sínum, sem reri á vertíð á trillu sinni frá Suð- ureyri. Ekki fór Gunnar þó á sjóinn þá vertíð, heldur var hann „landmaður" við útgerð ina. Tólf ára gamall fluttist Gunnar með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur; var: sendiíl' á bæjarsímstöð- inpi í hálft þriðja ár, en fór þó vestur eitt sumar. Síðan var hann eitt ár í Flatey á Breiðafirði. „Þar var gaman að vera; heyskapur í úteyj- um og heyflutningar, dún- tekt, seladráp og fiskiróðrar - þotið úr einu í annað sama daginn. Og svo var það sjór- inn eftir það. Síldin fyrir norðan; var á „Nönnu“ litlu, bát sem Ingvar Guðjónsson átti, rótuðum upp síldinni, en löndunin gekk svo seint, að það gat tekið átta sólarhringa að losa sig við þessi 450 mál, sem báturinn bar; fengum samt sem áður á ellefta þús- und mál yfir sumarið ... Vet urinn eftir reri ég frá Grinda vík á litlum bát, „Sæborgu"; þar urðum við að bera bjóða- Gunnar Magnússon, skipstjóri. stampana frá borði og um borð á bakinu og mundi sú útgerð þykja frumstæð nú, en gæftir voru góðar og við fiskuðum vel. Sumarið eftir fór ég enn á síld, en daginn eftir að ég kom að norðan, varð mér gengið niður að höfn — og réði mig þá á b.v. „Hilmi“, til Jóns Sigurðsson- ar skipstjóra, bróður Kol- beins - og eftir það var ég á togurum í tíu ár, nema hvað ég fór stundum norður á síld og eitt haustið var ég á mót- ornámskeiði. Ég var á „Agli“ með Kolbeini, og þrjú ár á „Úranus", - já, og svo var ég í Sjómannaskólanum, satt er það; það voru því ellefu ár, sem fóru í þetta tímabil“. — Þangað til þú gerðist bæði útgerðarmaður og skip- stjóri, áttu við? „Það fór nú smátt af stað. Mér bauðst að gerast með- eigandi að litlum vélbát, og þá um leið að ég yrði með hann. Þetta varð fyrsti Am- firðingurinn okkar, RE 212, 34 smál. furubátur, sem áður hafði siglt undir mörgum nöfnum. Okkur farnaðist vel, og árið 1955 létum við smíða fyrir okkur annan „Arnfirð- ing“, í Hollandi. Þetta var stálbátur, 61 smál, að stærð, einn með fyrstu stálbátunum, sem hingað kom, bezta skip og happafleyta. Hann áttum við í fimm ár, eða þangað til við fengum þriðja „Arnfirð- inginn“, 100 smál. skip frá A.ustur-Þýzkalandi; áttum hann í eitt ár, en í júlímán- uði í hitteðfyrra fengum við fjórða „Arnfirðinginn", um 200 smál. stálskip, smíðað í Noregi og búið öllum ný- tízku tækjum“. Framh. bts. 4

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.