Vísir - 03.02.1965, Side 10

Vísir - 03.02.1965, Side 10
w VÍSIR . Miðvikudagur 3. febrúar 1965. IpiÍiSsTgliB^ ia 1 Ifl fS! J|(S BIRGIR Lórus Sulómonsson skrífur um Skjuldurglímuna: 17ÁRA, 06 LAGÐIALLA KEPPINAUTA SÍNA Glíman fór fram 31. jan. í Há- logalandi og átti að hefjast kl. 16, en fyrsta glíman hófst ekkj fyrr en kl. 16.18, sem mun hafa stafað af því að þátttakendur frá Glímufélaginu Ármanni mættu ekki nema einn, en 5 voru skráð ir. Beðið var nokkuð þar til að sýnt var, að fleiri mættu ekki. Sex glímumenn frá KR voru skráðir og mættu allir. Keppend ur voru því 7 alls. Glímudeild Glfmufél. Ármanns sá um mót- ið. Hörður Gunnarsson farm. deildarinnar setti mótið og gat hess að hér myndu beztu glímu nenn borgarinnar leiða saman hesta sína. Hann harmaði að skráðir keppendur skyldu ekki mæta. Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi var glímustjóri og kynnti keppendur. Skýrði hann vanhöldin og voru sumar ásteeðumar torskildár, að sum- um fannst. Þorsteini tókst glímustjórnin vel. Hann hafði mörg hlé,í glímunni, sem gerðu mótið dauft, en hléin voru nauð- synleg vegna hvíldar fyrir glímu mennina og lögákveðin. 1 slík- um hléum þyrfti að koma eitt- hvað upplífgandi. Það bætti úr að Þorsteinn gat hvað margar glímur væru í allt og hversu margar glímdar. Ingimundur Guðmundsson var yfirdómari. Meðdómarar Guð- mundur Ágústsson og Ólafur Óskarsson og mátti segja að þeim tækist starfið vel. Afhend- ing verðlauna og mótsslit ann- aðist Gunnar Eggertsson, form. Glímufél. Ármanns. Áhorfendur voru allfáir, enda var mótið illa auglýst. Glíman í heild var ekki sem verst, en öllum þótti leiðin- legt að skr. keppendur skyldu ekki mæta og setti það rauna- svip á fyrirmennina og mótið í heild. Frumlagið var því aumlegt miðlagið gott, en andlagið setti allt niður. Úrslitin urðu þau, að sigur- vegari varð Sigtryggur Sigurðs- son úr KR og felldi alla, fékk 6 vinninga. Næstur varð Hilmar Bjarnason úr KR með 5 vinninga og feldi alla nema Sigtrygg. — 3. Gunnar Pétursson KR, 4 v. 4. Garðar Erlendsson KR, 3 v. 5. Elías Ámason KR, 2 v. 6. Ragnar Þorvaldsson úr Ármanni með 1 v. 7. Sveinn Hannesson KR, engan vinning. Glíman var ekki svipmikil, en mót geta verið góð þó þau komi ekki til jafns við það sem bezt er og oft má finna að glímum manna þó þær séu ekkuslæmar. Sjá mátti í upphafi glímunnar að sigurglíman yrði á milli Sig- tryggs og Hilmars, en Hilmar er ekki lengur sá Hilmar, sem áður glímdi. Hilmar er lítið æfður var þreytulegur enda sýndi hann ekki sinn gamla fræknleik. Hann Sigtryggur Sigurðsson. er líka kominn á þann aldur, að hann á annaðhvort að æfa óslit- ið eða hætta. Aðrir glímumenn sýndu nokkuð góðar glímur. Sig- tryggur var vel að sigrinum kom inn og komst aldrei í hættu við neinn, en hann sýndi of mikla ákefð í glímunni við Hilmar og var sem hann reyndi að hrinda honum til falls, en það var ekki viljandi gert, heldur af því, að Sigtryggur fór í sömu átt og Hilmar, sem varðist falli við gólfið. Ég læt hér fylgja með yfirlit um brögðin sem sigrað var á og fjölda bragðategunda hvers keppanda. Sigtryggur vann Garðar á j hægrihliðar mjaðmahnykk. Ragn ar á h.-hliðar mjaðmahnykk. Gunnar á v.f. sniðglímu á lofti. Svein á h.-fótar klofbragði. Hilm ar á h.-hliðar fastri sniðglímu upp úr mjaðmarhnykkssókn. El- ías á hárri v.f. sniðglímu. Fjöldi bragðategunda: hægri- hliðar mjaðmahnykkur, v.f. snið glíma á lofti, h.-fótar klofbragð, h.-hliðar sniðglíma. Alls 4 brögð, en 6 vinningar. Hilmar vann Gunnar á v.f. sniðglímu niðri. Elías á h.f. snið glímu niðri. Garðar á h.f. snið- glímu niðri (sem mótbragði). Svein á v.f. sniðglímu niðri. Ragnar á h.f. leggjarbragði niðri. Fjöldi bragðategunda: v.f. snið- glíma niðri, h.f. sniðglíma niðri, h.f. leggjarbragð niðri. Alls 3 brögð, en 5 vinningar. Gunnar vann Garðar á háu v. f. klofbragði. Elías á v.f. klof- bragði. Svein á h.f. krækju niðri. Ragnar á v.f. sniðglímu á lofti. Framh. á 13. síðu. L. H. Muller fékk firmabikarinn Firmakeppni (forgjafakeppni) Skiðaráðs Reykjavíkur var haldin í Ilamragili við iR-skálann s.l sunnu dag. Margt var þar um manninn, hiti um frostmark og sólskin allan tímann. Mótstjórn annaðist skfða- deild iR. 30 firmu kepptu til úr- sl'ita og veitt voru 12 verðlaun. Brautarlagningu annaðist Jóhann Vilbergsson frá Siglufirði. Jóhann þjálfar skíðamenn hjá Reykjavíkur- félögunum um þessar mundir. — Brautin var snilldarlega vel lögð, um 40 port. Benedikt G. Waage, heiðursfor- seti ISf, flutti hvatningarræðu til skíðamanna við kaffisamsætið, sem haldið var í iR-skálanum að keppni lok’inni. Ennfremur afhenti Bene- dikt G. Waage 12 fallega silfurbik ara (farandbikara) til hinna 12 fyr- irtækja, sem höfðu haft hlutskörp ustu keppendurna í úrslitakeppni þessari. í lok ræðu sinnar mæltist Benedikt G. Waage til þess, að hrópað væri ferfalt húrra fyrir r-róttum á íslandi. Keppendur voru úr Ármanni, iR, KR og Víking. Úrslit urðu sem hér segir: 1. L. II. Muller, Valdimar Ömólfsson iR 68.5 sek. 2. Steinavör h. f. Guðni Sig- fússon IR 68.8 sek. 3. Ölgerðin Egill Skallagríms- son, Þorbergur Eysteinsson ÍR 70,0 sek. 4. Sveinn Björnsson h.f., Gunn- laugur Sigurðsson KR 70.1 sek. 5. Jöklar h.f., Sigurður R. Guðjónsson Ármann 72.0 sek. 6. Eggert Kristjánsson, heildverzl. Þórir Lárusson iR 72.3 sek. 7. Nesti h.f. Hinrik Hermanns- son KR 72.4 sek. . Dagblaðið Tíminn, Sigurður Einarsson ÍR 72.6 sek. 9. Sjóklæðagerðin, Kristinn Þorkelsson KR 72.8 sek. 10. Otto Michelsen, Helgj Axels- son IR 73.6 sek. 11. Bæjarleiðir, Bergur Eiríks- son Ármann 74.6 sek. 12. Leðurverzlun Jóns Brynjólfsson ar, Ásgeir Úlfarsson KR 75.1 sek. 13. Vlkingur h.f. Eyþór Har- aldsson ÍR 75.2 sek. 14. Korkiðjan, Ásgeir Christian- sen Víking 75.6 sek. 17. Pétur Andrésson, Hilmar Steingrímsson KR 76.4 sek. 16. Skósalan, Theódór Blöndal KR 77.2 sek. 17. P. & Ó., Bjöm Ólafsson Víking 77.3 sek. 18. Sport, Þórður Sigurjónsson IR 78.7 sek. 19. Heildverzl. Björns Björnssonar, Guðm. Ingólfsson Á 84.2 sek. 20. Almenna Verzlunarfélagið, Tómas Jónsson, Á 87.3 sek. 21. Skeljungur, örn Kærnested Ármann 88.0 sek. 22. Einar J. Skúlason, Georg Guðjónsson Ármann 88.9 sek. 23. Eimskip, Björn Bjarnason iR 90.0 sek. 24. ísleifur Jónsson, Ólafur Nilsson KR 92.4 sek. 25. Gufubaðstofan, Guðmundur Björnsson Á 93.3 sek. 26. Sfld & Fiskur, Hrafnhildur Helgadóttir Ármann 97.6 sek. 27. Völundur, Magnús Jónsson Víking 103.6 sek. 28. Hydrol h.f., Einar Gunnlaugs- son KR 104.0 sek. 29. Austurl ' rbíó Einar Þorkels- son KR 111.3 sek. 30. Heildverzl. Rolf Johanson, Kristín Björnsdóttir Á 121.5 sek. -fr ÝMIS VINNA — ÝMIS VINNA Bitstál — Skerpingar Bitlaus verkfæri tefja alla vinnu. önnumst skerpingar á alls kona'r verkfærum, smáum og stórum. BITSTÁL, Grjótagötu 14, sími 21500 Húsaviðgerðir Tökum að okkur alls konar viðgerðir á húsum, utan sem innan, svo sem gera við og skipta um þök, einfalt og tvöfalt gler. Góð tæki til múr- brota. — Útvega menn til mosaiklagna og ým- islegt fleira. Góð þjónusta. ________Karl Sigurðsson, sími 21172 Teppa- og húsgagnahreinsun Hreinsum teppi og húsgögn 1 heimahúsum. __________________________Simi 37434 Vélhreingeming Þægileg vinna, fljótleg vinna. Vönduð vinna. Vanir menn. Þrif, sími 21857 og 40469. Bílaviðgerðir Geri við grindur i bflum og fæst við alls konar nýsmiði Vélsmiðja Sigurðar V. Gunnarssonar, Hrisateig 5, simi 11083. Nýja fiðurhreinsunin Endumýjum gömlu sængumar. Seljum dún og fiðurheld ver. Nýja fiðurhreinsunin Hverfisgötu 57A. Sími 16738. Mosaiklagnir Annast mosaiklagnii ot aðstoða fólk við að velja liti á baðherbergi og i eldhús ef óskað er Vönduð vinna Sími 37272 1 Vélahreingeming • Teppahreinsun, húsgagnahreinsun. • Vanir og vandvirkir menn. Ódýr og örugg J þjónusta. J ÞVEGILLINN, sími 36281. • " -------------------------- • Vélahreingemingar • Vélahreingerning og teppahreinsun. — Þægileg • kemisk vinna. • _________________Þ Ö R F, simi 20836 Ó Húsaviðgerðir e Tökum að okkur alls konar húsaviðgerðir úti og ^ inni. Leggjum mosaik og fllsar. Skiptum um ein- J falt og tvöfalt‘gler. Skiptum um og lögum þök. • Vanir og duglegir menn. : ívar Elíasson, sími 21696 • ■ ■■ ■■ ' ------- , ............ . ... • Kópavogsbúar 2 Málið sjálf, við iögum fyrir ykkur litina. 2 Fullkomin og örugg þjónusta. 2 Litaval, Álfhólsvegi 9, sími 41585 ---------------- , ------- ......... ■■... j Bifreiðaeigendur 2 Ventlaslípingu, hringskiptingu og aðra mót- • orvinnu fáið þér vel og fljótt af hendi leyst ^ hjá okkur. ^ Bifvélaverkstæðið : Ventill s/f, sími 35313 • ■■■.. ' ■ ■■■'■■ ■ . ... ■ —... ■ 2 Nýja teppahreinsunin 2 Hreinsum teppi og húsgögn 1 heimahúsum. • önnumst einnig vélahreingerningar. • Nýja teppa- og húsgagnahreinsunin j Sími 37434. • 2 Vélahreingeming : önnumst vélahreingerningu og handhreingern- 2 ingu. — Hreinsum gluggarúður. Slmar 35797 »g J 51875. Þórður og Geiri. 2 Félag hreingemingarmanna. *

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.