Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 5
V1SIR . Laugardagur 20. febrúar 1965. 5 ' yrr’ ■ útlönd í morgun útlönd í morsun útlönd í morgun útlönd í morgun 15% TOLLURINN VERÐUR LÆKKADUR EFTA-ráðherrum gerð grein fyrir lækkuninni nú um helgina I NTB-frétt frá London síð- c’egis f gær var sagt, að brezka 'tiðmln hefði ákveðið að lækka 'innflutningstollinn. Voru bornar fyrir þessu áreiðanlegar heimildir. Áður höfðu verið birtar ó- staðfestar fréttir um, að tollur- inn mundi laekkaður um 2l/2 eða 5% og mundi þetta verða til- kynnt á næsta ráðherra- fundi Fríverzlunarbandalagsins (EFTA), sem Bretland er aðili að, en eftir fréttunum í gær að dæma var lokaákvörðunin um lækkunina ekki tekin fyrr en á árdegisfundi í nr. 10 Downing Street í gær. James Callaghan fjármálaráðherra mun gera neðri málstofunni grein fyrir lækkuninni. Einnig er haft eftir áreiðan- legum heimildum í London að orðrómur um ágreining innan stjórnarinnar um lækkun'ina hafi ekki við rök að styðjast. Orðrómurinn var á þá lund, að George Brown efnahagsmála- ráðherra hafi lagt til, að lækk- unin yrði 5%, en Callaghan og Jay verzlunarráðherra verið því mótfallnir. Þessir tveir ráðherrar leggja af stað f dag á fund Fríverzlun- arbandalagsins f Genf, en hann verður settur á mánudag. Áður en viðræður hefjast munu ráð- herrarnir eiga áformlegar við- ræður við ráðherra annarra EFTA-landa á fundinum. Þeír munu síðan hafa talsfmasam- band við Wilson forsætisráð- herra og gera honum grein fyrir undirtektunum. Búizt er við, að neðri málstofan muni fallast á lækkun tollsins án atkvæða- greiðslu. f-----------■s Ss- Mao þrýstir á hnappana sína. Á myndinni sjást þrír, auðkenndir Iöndum, þar sem hann teflir fram skæruliðum eða uppreisnar- mönnum, eða á sér samherja, sem hann getur skipað fyrir. Albanskur skæruhernoður gegn Sumeinuðu þjóðunum Met-síldveiði við NOREG Stöðugur struumur drekkhluðinnu skipu á leið til hufnu <5>- Feikna sildveiði er við Noreg, en þar eru vetrarsfldveiðamar nú f fullum gangi. í NTB-frétt segir, að síldin „sé eins og veggur allt frá Ona í suðr; til Grip í norðri" og mesta vandamál sfldveiðimanna að forð- ast að sprengja nætumar. Frá í gærmorgun hefir ekkert lát verið á hvatningu til manna um að gefa sig fram til vinnu til að bjarga met- veiðinni. Til Kristianssund bárust 50,000 hektolítrar til kl. 17 í gær og stöðugur straumur drekkhlað- inna sfldveiðiskipa er á leið til hafnar og var búizt við, að síldar- magnið sem bærist til Kristians- sund myndi ekki verða undir 100.000 hl. — Eitt þúsund manns fleiri en vanalega vinna við mót- töku síldarinnar þar. KHANH sakaður um valdasýki Virðist eiga samúð fórra Fulltrúa Albaníu á Allsherjar- þinginu tókst ekki, eins og getið var í frétt í blaðinu f gær, að greiðsla, og að skorizt hefði í odda út af deilunni um skulda- skil. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru jfjölda margar Afríku- og Asíu- íþjóðir, og var hér því um raun verulegan ósigur að ræða fyrir Mao tse Tung, kínverska komm- únistaleiðtogann, en Budo var talinn vera að reka erindi hans með brölti sfnu. Budo fékk einn fulltrúa með sér við atkvæða- greiðsluna, 97 á móti, en 13 sátu hjá. Meðfylgjandi myndir eru úr grein í Norðurlandablaði og nefn ist hún Albanskur skæruhemað v.. gegn Sameinuðu þjóðunum. Halim Budo valda þeirri sundrung og öng- þveiti, sem ætlunin var, með kröfu um, að teknar yrðu upp venjulegar starfsaðferðir á þing inu, en af því hefði leift atvæða ► I NTB-frétt frá Varsjá segir, að 10.000 inflúensutilfelli bætist við daglega í Varsjá og grennd. Inflúensutilfell'i í Varsjá frá 4. þ. m. eru 42,700. • Sænska stjómin hefur hafn- að beiðni um náðun til handa liðsforingjunum tve'mur, sem sekir voru fundnir um vopnasmygl á Kýpur. Þeir, sem gerst fylgjast með málum í Saigon, em sagðir Ifta svo á, að flestir leiðandi menn f landinu hafi litla samúð með Khanh hershöfðingja og því ekki miklar Ifkur fyrir, að hann geti látið mikið til sín taka f fram- tfðinni. Khanh er 38 ára. Hann var síðdegis í gær sagður vera á leið til miðhluta landsins eftir að hann árangurslaust hafði leit að stuðnings hjá Bandaríkja- mönnum, en hann átti m. a. lang ar viðræður í síma við West- moreland hershöfðingja, yfir- mann bandaríska liðsins í land- inu. Hinir nýju valdhafar hafa gagnrýnt hann harðlega í út- varpi og lýst honum sem valda- sjúkum manni, sem eigi mikla sök á hinu ótrygga stjómmála- ástandi f landinu. í STUTTU MÁLI • Sýrlandsstjóm hefur gert samþykkt um, að engum nema ríkinu skuli heimilt að flytja inn matvæli og lyf. • í gullnámu í Irkutsk-héraði hafa fundizt 3 gullrno'ar, er hver um sig vegur j'fir kg. Þeir vega 2581 gr., 1205 og 1100 grömm. • í frétt frá Blantyre segir, að Banda forsætisráðherra hafi flutt útvarpsræðu og sagt, að horfast yrði £ augu við, að til- raunir til vopnaðrar byltingar yrðu gerðar £ landinu, sem bæla yrði niður snöggt harðri hendi. Hann sagði, að vopnuð árás, sem gerð var fyrir viku á John- stonevirki, kynni að hafa heppn azt ef öryggisliðið hefði ekki brugðið hart og skjótt við — Meðal hinna nýju öryggisráð- stafana, sem dr. Banda r.efndi, er að taka má menn höndum án undangengins réttarúrskurð- ar, gera má vopn upptæk, hand- taka hvern sem er vegna gruns um neðanjarðarstarfsemi, en ail ir, sem hjálpa uppreisnarmönn- um, eiga yfir höfði sér 7 ára fangelsi minnst, og harðari dóm fyrir miklar sakir. • Sprenging - sennilega af völdum smyglaðrar, heima tilbúinnar sprengju, — varð í vikunni í Páfagarði (Vati- kanborginni). Loksins einnig á íslnncu Eftir mikla frægðarför á Norðurlöndum, Þýzkalandi, Belgiu, Hollandi, Italíu og mörgum öðrum löndum, hafið þér einnig tækifæri til að hyija og hlífa stýrí bif- reiðar yðar með plastefni, sem hefur valdið gjörbyltingu á þessu sviði. Ótrúleg mótstaða. Mjög fallegt. Nógu heitt á vetrum. Nógu svalt á sumrum. Heldur útliti sínu. Svitar ekki hendur. — Mikið Utaúrval. Sími 21874 .■.v.v.v.v.v.v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.