Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 1
VISIR 55. árg. — Laugardagur 20. febrúar 1965. - 43. tbl. Flugdrekar ú Miklotúni Það er sjaldgæf sjón að sjá drengi leika sér að flugdrekum í Reykjavfk. Fyrlr nokkrum árum var það næsta daglegur viðburður. Aukin velmegun hefur dregið úr þeim fram- kvœmdakraft. Þess vegna var Ijósmyndari ekki lengi að snara sér út úr bílnum þegar hann sá þessa pilta stjórna slikum glæsilegum dreka. Erlendis þykir enn mikið sport í því að eiga flugdreka og jafnvel full- orðnir sjást laumast út undir því yfirskini að þeir séu að að- stoða börnin sín. Skortur oriinn á reynd- um flugmönnum á íslundi Loftleiðir verða að ráða fjöldss flugmanna erlendis frá Flugmannaskortur er tek- inn að gera vart við sig hér á landi, aðallega hjá Loftleið- um, sem bæta við sig 32 nýj um flugmönnum við komu nýju flugvélanna. Sama sag- an er með flugvélstjóra og flugfreyjur. Loftleiðir munu fá menn lánaða til að fljúga DC-6B vélunum í sumar frá Flugfélagi íslands, en flug- stjóra verður að ráða erlendis frá, einkum á leiguvélamar. Undanfarið hafa bæði flugfé lögin verið að ráða flugmenn. Flugfélag íslands fékk rúmlega 30 umsóknir og úr þeim eru 10 umsækjendur valdir eftir að hafa gengizt undir ýmiss konar próf, m. a. í stærðfrasði, ensku og almennri þekkingu. Síðar kemur hingað pró'essor í sál fræði frá Stokkhó’rnsháskóia og mun hann prófa hæfni flug- mannanna á ýmsum sviðum. Flugfélagið hefur ekki lagt mik ið upp úr flugstundafjöida ungu flugmannanna, sem ráðnir eru sem aðstoðarflugmenn, en reynt að ná í menn sem vilja og geta lært, eins og Jóhann Gíslason flugrekstursstjóri félagsms sagði í stuttu símtali í gær. — ..Flugmannsstarfið er óðum að verða vísindastarf. Flugvélar eru ekki keyrðar áfram á vöðva aflinu lengur“, sagði hann. Hjá Loftleiðum er þegar búið að ráða 9 flugmenn, sem munu fljúga í sumar sem siglingafræð ingar á DC-6B. Þeir flugmenn Loftleiða, sem undanfarið hafa verið á DC-6 vélunum, munu nú flestir flytjast á Rolls-Royce vélarnar. Loftleiðir ráða yfir- leitt ekki flugmenn nema með minnst 1000 flugstundir, en til að verða flugstjórar, þurfa menn að hafa safnað 5000 flug stundum. Þeir sem útskrifast frá flugskólunum með atvinnu- réttindi, eru almennt með 200 flugstundir og auka við sig á flugi fyrir litlu flugfélögin. Vélamenn og flugvirkjar virð ast sama vandamálið. Flugfé- lagið hefur yfir að ráða um 40 flugvirkjum, sém er algjört Framh. á bls. 6 Rætt við Weymouth aðmírál: Kostnaður við varnir ís- 1 lnnbrot ' tvö landsum2600millj.kr.áárrMi á Raufarhöfn Ritstjórar Reykjavíkurblaðanna áttu f gær tal við yfirmann vamar- liðs Atlantshafsbandalagsins á ís- landi, Weymouth aðmírál á heimili bandariska sendiherrans við Lauf- | ásveg. j í viðtalinu gat aömirállinn þess I að hætt hefði nú verið eftirlitsflugi með Super Constellationflugvélum héðan frá íslandi, svo sem Vísir | skýrði frá i gær. Gat hann þess að þetta væri vegna þess að hern- aðartæknin hefði mjög breytzt á siðustu árum. Nú væri ekki búizt BLAÖSÐ í DAG við að árás á Iandið væri gerð með flugvélum, svo sem áður fyrr, held- ur myndu væntanlegir árásaraðilar notast við flugskeyti. Því væri talið ónauðsynlegt að hafa flugvél- ar eftir sem áður á eftirlitsflugi. Us. 3 Myndsjá: Barizt í frumskóg- um. — 4 Krossgáta Vísis — 7 Barátta við krabbamein. — 8—9 Leið Jacqueline lá til Washington Við þessa breytingu fækkar um 300 flugliða og 65 liðsforingja í varnarliðinu, sem annazt hafa fyrr- greint könnunarflug. Aðspurður sagði aðmírállinn að þessi breyting j gæfi ekki til kynna að hernaðar- 1 legt mikilvægi Islands væri minna en áður. Það væri síður en svo og lægi mikilvægi landsins eftir sem áður f því hve hér væri mikilvæg birgðastöð fyrir aðgerðir á Norður- Atiantshafi. KOSTNAÐUR VEGNA VARNANNA. Þá gat aðmírállinn þess f svari við einni spumingunni að heildar- Framh. á bls 6 Hinn ókunni maður reiddi málningardollur til höggs í fyrrinótt brauzt ölvaður maður inn í tvö hús á Raufar- höfn, hann var aðkomumaður af skipi, sem lá á höfninni. í fyrra innbrotinu var með honum annar maður, en hann virðist fremur hafa haft það hlutverk að reyna að aftra félaga sinum frá að fremja innbrot og fá hann til að hætta því. Menn þessir voru báðir skips menn af tankskipinu Þyrli, sem kom til Raufarhafnar til að taka síldarlýsi til útflutnings. Þyrill kom seint í fyrrakvöld til Raufarhafnar og þeir félag- arnir virðast strax hafa farið frá borði og lent að drykkju. Kl. 2 um nóttina var fyrra innbrotið framið í íbúðarhúsi Síldarverksmiðja ríkisms. Þar er búið á neðri hæð, en efri hæðin mannlaus. Þeir komust upp á efri hæðina, skemmdu þar tvær hurðir og SKrúfuðu úr öll öryggi hússins. Annar þeirra virðist hafa verið hvatamaður, Framh. á bls. 6 Eimskipafélagsskip losna Ralph Weymouth flotaforingi yfirmaður vamarliðsins. Tvö skip Eimskipafélagsins stöðvuðust í Bandaríkjunum vegna verkfallanna. Það voru Selfoss, sem er búinn að vera á annan mánuð í New York og Dettifoss, sem hefur verið sfðan um seinustu mánaðamót í Wilmington. Nú hefur Alríkisdómstóllinn í Banda- ríkjunum fyrirskipað fimm daga vinnu hjá hafnarverkamönnum og losna skipin bæðj í kvöld og í fyrramálið. Dettifoss fer til New York og mun festast þar aftur ef verkfallið heldur áfram að loknum þessum fimm dögum. Heyrzt hefur að verkamenn muni ekki fara I verkfallið aftur, í það minnsta vinna þeir á alveg eðlileg- an hátt, en þeir eru vanir að taka því mjög róiega ef þeir fyrirhuga að halda verkfallinu til streitu. Brúarfoss fer til Banaaríkjanna eftir tæplega viku. Verkfallið hefur komið sér illa fyrir Eimskipafélag- ið. Það hefur kom'ið úr skorðum hjá þeim mörgum áður ákveðnum áætlunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.