Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 15
V' í S IR . Laugardagur 20. febrúar 1965. 75 CECIL ST. LAURENT: SONUR ijPxT-' -,S KARÓ- , LÍNU — Eruð þér svo mikill ein- feldningur, Tinteville, að telja yður hafa rét.t til að ræða, og það í annarra viðurvist, um kafla liðinnar ævi yðar, þegar þér á lævislegan og svívirðilegan hátt komuð þeirri ungu stúlku, sem stendur skammt frá yður, í mik- inn vanda, en líklega er heimska yðar og einfeldni meiri en mann vonzka yðar. Karolína mælti af miklum þunga, enda hafði reiðin soðið í henni og varð að brjótast út. Juan og Pilar hafa nú fundizt i fyrsta sinn eftir mörg ár og þér getið ekki fundið annað um ræðuefni en að masa um, að yð- ur hafi ekki fallið þýzk rúm. • Gueneau skildi nú loks til fulls hver raun þeim Juan og Pilar hlaut að vera þama, og hann furðaði sig á stillingu Ju- ans vinar síns, sem vafalaust Pilar vegna rauk ekki á flagar- nn. Og til þess að fá endi bund- inn á þetta hvimleiða ástand, því að hann var nógu hygginn til þess að freista ekki að gerast sáttasemjari, mælti hann þrum- andi röddu: - Ég finn lykt af Kósakka í vitum mér. Þér verðið að taka ákvörðun. Af hverju látið þér ekki skjóta okkur? Hver veit nema yður bættist þá nýr heið- urspeningur. - Kæri kapteinn, sagði Karo lína rólega, nú megið þér ekki æsa upp þennan vin okkar á sömu stund og hann mun veita okkur tækifæri til þess að kom ast yfir til franskra hersveita, því að ég er sannfærð um, að við munum geta þakkað honum, að við verðum frjáls ferða okk- ar eftir nokkrar mínútur ... — Ég hefi engu lofað um slíkt, sagði Tinteville þurrlega. - Hafið þér skipt um skoð- un?, sagði Karolína áhyggjufull og lét sem hann hefði verið bú- inn að lofa þeim þessu. Þér ætlið þó ekki að verða valdur að því, að við verðum send til Sibiríu og frjósum í hel á leiðinni? - Nei, nei, vitanlega ekki, en hvemig gæti ég . . . — Mér sýnist á öllu, að hér sé í rauninni ekkert eftirlit — og það mætti segja mér, að þér væruð sjálfur ekki alveg viss um hve margir fangamir eru. Fjórum fleiri eða færri, skiptir það nokkru máli? — Það er dimmt og hríðar- verður, ég gæti ekki látið ykkur fara í þessu veðri. Tilhugsunin um, að Karolínu heppnaðist að leika á Tinteville, mildaði Gueneau: — Trúið mér, Tinteville, þér verðið ekki fyrir neinum ásökim um og allra sízt frá okkur. Tinteville horfði á hann af fyr irlitningu: — Mér er sama hvað verður um yðurÆg var að hugsa um frú de Salanches. Drottinn minn, hvílíkir tímar! Af tilviljun horfði Juan og Pilar á hann á sama andartaki. — Vitið þið, masaði Tinteville áfram, í aðalstöð Tsjisagoffs ætla menn, að Frakkar reyni að fara yfir fljótið hjá Borisov. Við erum ekki langt frá Studianska, en þar hafa framsveitir orðið var ar við franska herflokka svo víða, að við emm hér sannfærðir um, að þar verður reynt að fara yfir Beresina. Ég verð að senda ÍTsjisagoff skýrslu. Hvemig líð jur annars Napoleon Bonaparte? ! Og hinni fögru Pauline - hún ivar nú alltaf fremur veikbyggð. - Látið mig segja fyrir um iorðalag skýrslunnar sagði Gu- eneau — ég veit nefnilega um það, sem mikilvægt er að setja í hana. Setjist niður og skrifið: - í seinustu skýrslu minni gerði ég ráð fyrir, að Napoleon myndi skipa svo fyrir, að her- inn færi yfir á vaðinu við Studi- anska. en við nánari athugun sá ég, að svo reyndur og mikilhæf- ur hershöfðingi myndi ekki freista að fara með her manns yfir fljótið þar, þar sem botninn er miður góður og árbakkinn blautur og í rauninni útjaðra mýri. Allt önnur og betri skilyrði eru við Borisov. Betri botn. Traustari árbakkar. Framsveitir Frakka við Studinaska eiga að .villa okkur sjónir. Við megum ekki ganga í gildruna. — Nú getið þér skrifað undir. Tinteville var hinn ánægðasti. Hann þóttist sjá, að hér væri kænlega að farið — og að hann myndi græða á því. Hann hafði skrifað eins og Gueneau mælti fyrir um og nú skrifaði hann undir brosandi. - Þakka yður fyrir þessar upplýsingar, sagði hann. Það munaði minnstu, að mér yrði mikil skyssa á. Ég hélt sannast að segja, að ætlunin væri að fara yfir við Studianska. - Þér ályktuðuð rétt og þess vegna má rússneski herinn næstu tvo daga vera hvar sem hann vill — nema í Studianska. Það var sem Tinteville hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum. — Ætli þetta endi ekki með því, að ég fæ áminmngu, ef ekki annað verra. Ég er orðinn leiður á þessari styrjöld óg óska þess 27 eins, að henni megi ljúka sem fyrst. — Og ég er orðin leið á að biða, sagði Karólína þóttalega og valdsmannlega, því að hún taldi að með því yrði beztum árangri náð við mann eins og Tinteville, - gefið fyrirskipun um að spenna fyrir! — Það má enginn vera sjónar vottur að burtför ykkar, — bezt að þið yrðuð í hóp hinna fang- anna og svo ... — Og svo kæmi í ljós, að allt í kringum fangahópinn eru varð menn og að þér gætuð ekki hjálp að okkur. Tinteville horfði á hana löng- unarfullum augum. — Þér bíðið þess af óþolin- mæði að komast til Parísar. — Reynið ekki að neita því. Og ég skil yður vel - mjög vel. Rúss- land verður alltaf eins og stórt sveitahérað. Sannast að segja held ég, að það væri ágæt hug- mynd, ef ég slægist í för með ykkur? Engum gat dottið neitt í hug — svo undrandi voru menn ,nema ef til vill Karolína, sem var tilbúin að nota sér allt, sem líklegt mátti teljast, að yrði þeim að gagni il þess að komast burt, nota sér jafnvel hið óvænta, hvort sem það var dapurlegt eða skoplegt, og eins og með óper- ettubrag. Það var hún sem rauf, þögnina. - Ágæt hugmynd! Hjálpin, sem þér veitið okkur, og sú hjálp, sem þér veitið hemum okkar með því að senda fals- skýrslur til Rússa - hugrekki það, sem þér látið í ljós með því að hverfa aftur til samlanda yðar á mikilli hættustund fyrir sjáfan yður allt þetta mun af- má úr minningu allra öll yðar asnastrik. Hver veit nema ég geti komið því til leifear, að mað urinn minn fái því famgengt að þér fáið kross Heiðursfylkingar innar, kannski stórkross, eða jámkrossinn, sem keisarinn hef- ir stofnað til, og nú er í tízku. Það var eins og Tinteville gerði sér ekki grein fyrir að hvert orð Karolfnu var mengað háði. Hann neri saman höndunum með á- nægjusvip. Eftir hálfan mánuð verð ég kannski aftur á Signubökkum. Ég get fengið mér klæðskera- saumuð föt, farið í leikhús, not- ið þess að fá mér góðan mat í matstofu Roberts — sannleika sagt — ef ég væri héma lengur mundi ég ekki þora að fyrirskipa hermönnum mínum, að hleypa af skoti úr byssu, af ótta við að hæfa eitthvert ykkar. — En rétt áðan vomð þér að gefa í skyn hversu erfitt mundi að komast héðan, skaut Karo- lína inn f. — Það verður bamaleikur, — ef ég verð með. Ég skipa svo fyrir, að spennt skuli fyrir sleða. Við setjumst í hann, ökum burt, og f fyrrajnálið verðum við í hópi samlanda okkar. Dymar opnuðust og undirfor- ingi kom inn og enn kom hríðar gusa inn í kofann. — Sendiboði bíður eftir skýrslu yðar, yðar tign! Hér er hún. Það var gott að þér komuð. Látið spenna sex hesta fyrir sleða. Ég ek sjálfur. — Ætlið þér, að aka í þessu | veðri, — yðar tign, stamaði und irforinginn og - og Frakkar em j ekki langt undan. — Hans tign gerir það, sem | hann ætlar sér. Ég fer ekki einn. Þessir fjórir fangar verða með mér — til þess að sýna mér hvar Frakkar ætla yfir Beresina. FINSE Skólav'órbust'ig 21 NÝTT FRÁ ferranio Litfilmur sem eru fram- kallaðar á pappír. "Æmt fcrríutiiicolor ’ HtGMlVJt H27 colour l\\m . umv*rsa\ Fást í stærðum 120 og 35 m.m. BJÖRN OGINGVAR Aðalstræti 8 . Loftskeytastöðin í Mombuzzi tefur framkvæmd áætlunar okk-> ar, Uli höfðingi. Viltu fljúga með mér til að stöðva Kikina áður en ' -ir gera árás á hina varnarlausu ■ Tupelóa. Já, Tarzan. Við skuium ■ skilja undirforingja mína eftir hérna undir stjóm sonar míns, Tshulu, og við skulum, ég og þú reyna að koma vitinu fyrir Kik- ina. Með því að fullnægja þrá Kik ina fyrir meira landi? Nei, Tarz- an, heldur með því að leysa á frið samlegan hátt þann vanda, sem hlýzt af þvi að Kikismenn hafa ágimd á konum úr Tupeloa-ætt bálknum. ÍWntun? |»renttmlðja & gúmmlstlmplagerð Elnholtl Z - Slml 209«» ‘.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, SÆNGUR REST-BEZT-koddar. J. S :: Endumýjum gömlu J, J. sængurnar, eigum •J dún- og fiðurheld ver. ’• Selium æðardúns- og *: gæsadúnssængur — J« og kodda af ýmsum \ |> stærðum. «J «■; DtlN- OG í I; FIDURHREINSUNIN Jj Vatnsstíg 3 Simi 18740 í ’ '.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.