Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 11
___VISIR . Laugardagur 20. febrúar 1965.
Tf
KRABBAMEIN -
Frh. af bls. 7
meinslækna sé komin eins langt
og hún kemst yfirleitt. Þrátt
fyrir alla peninga, öll fínustu ,
tæki, er aðeins hægt að lækna
milli 20—30% tilfelli af krabba-
meini, en ekki 90%, sem krafizt
er af virkum lækningaaðferðum.
Með hnífi og ge'islum verður
ekki hægt að komast hærra.
Jafnvel mataræði getur ekki
hjálpað og það stafar af því,
að krabbameinið er ekki einn
sjúkdómur, heldur margir, —
og reynslan bendir einnig í þá
átt, að krabbamein verði ekki
læknað með vissu mataræði.
Eina raunverulega vonin um
Virka Iækningu á krabbameini
er á sviðj lyfjanna, og það er
á því sviði, sem læknar og vís-
indamenn berjast mest nú orðið
við krabbameinið. Aldrei í sögu
vísindanna hefur verið unnið
að einu verkefni með jafn gíf-
urlegu átaki huga og fjármagns
eins og við leitina að lyfi gegn
krabbameini.
1 Bandar’: jUnum einum sam-
an hafa um 300.000 lyf verið
reynd í sambandi við krabba-
mein og það eru aðeins fimm—
sex þar af, sem einhverja mögu-
- ' Iélka.' hafa á viðurkenningu. I
dag þekkja menn alls 20 lyf,
sem hafa áhrif á krabbamein,
en ekkert þeirra getur læknað
hann, utan e’itt, methotrexat,
sem læknar eina sjaldgæfa teg-
und krabbameins. Hin nitján
lyfin virka aðeins tefjandi fyrir
krabbameininu og það er aðeins
hægt að nota þau í sambandi
við uppskurð eða geislun, sem
eins konar hjálpartæki. Og
hvert þessarra lyfja hefur að-
eins áhrif á takmörkuðu sviði
og með yfirleitt litlum áhrifum.
Og öll þessi lyf hafa einn stór-
an ókost, þau skaða ekkj aðeins
krabbameinsfrumurnar, heldur
Iíka heilbrigðu frumurnar, þótt
það sé ekki í eins ríkum mæli.
Læknar hafa reynt að fara í
kringum þessa galla með ýms-
um hugvitsamlegum aðferðum,
en krabbameinið hefur ekki
gefið neitt færi á sér. Það er
nefnilega svo smávægilegt, sem
gre'inir krabbameinsfrumur frá
heilbrigðum frumum.
Leitin að lyfi gegn krabba-
meini virðist jafn vonlaus og
smíði sprengju, sem ætti að
hafa þann eiginleika, að hún
sprengdi aðeins þau hús, sem
vantar einhvern ákveðinn milli-
vegg, en léti öll önnur hús í
friði;'
En þolinmæðin er inikil, og
læknar hafa ekki gefið upp alla
von um krabbameinslyf. Þýzkir
læknar í Heidelberg þykjast
vera komnir á sporið með nýja
aðferð á þessu sViði, með efn-
inu 6-purylhistamin en þær
rannsóknir eiga enn langt í
land.
Slðustu árin hefur grillt undir
von á nýju sviði, og það er, að
í framtíðinni verði hægt að
hindra, að krabbamein myndist.
Ýmislegt bendir til þess, að
mannslíkaminn geti myndað
sjálfur varnarefni gegn illkynj-
uðum æxlum. Ef læknunum
heppnast að upplýsa þessa
varnaraðferð líkamans og einnig
að koma henni af stað, t.d. með
bólusetningu, þá gætu þeir ef
til vill gert menn ónæma fyrir
krabbameini á sama hátt og
menn eru nú gerðir ónæmir
fyrir bólu, bamalömun o. fl.
Læknar hafa hvað eftir annað
orðið varir við mergð krabba-
me'insfruma f blóði sjúklinga,
sem skornir hafa verið upp, en
engin þessara krabbameins-
fruma myndaði æxli. Lfkaminn
virtist drepa þessar frumur. og
f einu tilfelli af hundrað þúsund
gerist það, sem ekki er hægt
að kalla annað en kraftaverk,
að krabbameinssjúklingur, sem
virðist ólæknandi, læknast
skyndilega af sjálfu sér.
Þetta hefur verið geysilega
mikið kannað á síðustu mánuð-
um. í Bandaríkjunum hafa verið
gerðar tilraunir með að sprauta
krabbameinsfrumum í fanga,
sem gáfu sig fram sem tilrauna-
dýr. í öllum tilfellum voru
krabbameinsfrumumar horfnar
eftir, þrjár vikur. Og ef þeir
voru sprautaðir aftur, var lík-
aminn aðeins nokkra daga að
losna við krabbameinsfrum-
umar. Svo virtist sem varna-
kerfi líkamans hefði styrkzt við
fyrstu sprautunina. Og rúss-
neski læknirinn Schabad prófes-
sor telur að varnarkerfi sé til
gegn hverri einustu tegund
krabbameins.
Þetta er aðeins byrjunin.
Næsta skrefið er baráttan fyrir
þvf, að krabbamein sé fundið
í líkamanum nógu snemma.
Meðan hnífur og geisli eru einu
vopnin gegn krabbame'ininu,
getur nógu tímanleg greining
sjúkdómsins skipt öllu máli f
mörgum tegundum krabba-
meins. Þegar t.d. um brjóst-
krabba er að ræða, læknast
75% af þeim konum, þar sem
sjúkdómurinn finnst á fyrsta
stigi, 30% á öðru stigi, 15% á
þriðja stigi og loks er engin
von, þegar sjúkdómurinn er
kom'inn á fjórða stig.
En menn hafa sig ekki í það
að leita læknis. Af hundrað
konum, sem verða varar við
hnúta í brjóstum sínum, fara
aðeins 20 til læknis innan mán-
aðar. Þessar 20 af 100 sleppa.
Læknar þekkja nú orðið fjölda
einkenna, sem geta þýtt krabba
mein, þótt þau þurfi ekki að
gera það í öllum tilfellum. Auk
þess ráða læknar nú orðið yfir
ýmsum prófunum og rannsókn-
araðferðum, sem þeir geta
fundið krabbamein með, áður eu
sjúkl'ingurinn verður var við
neitt.
Leitarstöð Krabbameinsfélags
ins í Reykjavík starfar á þeim
grundvelli, að allar konur láta
rannsaka, hvort þær hafi krabba
mein í legi, en með þvf móti má
lækna þá tegund krabbameins
hér um bil 100%.
Stóru löndin, Bandaríkin og
Sovétrikin eru að fara af stað
með umfangsmiklar krabba-
meinsleitir, þar sem milljóriir
manna gangast á hverju ári und
ir ýtarlega leit þar sem Ieitað
er að öllum algengustu tegund-
um krabbameins.
Þegar allar mögulegar aðferð-
ir eru notaðar til að korna sem
fyrst upp um krabbameinið er
hægt að bjarga öðrum hverjum
sjúklingi frá dauða. Hinn helm-
ingurinn verður að vonast eftir
framförum á sviði krabbameins-
rannsóknanna.
Og framámenn krabbameins-
vísindanna búast við þvl, að
eftir einn eða tvo áratugi verði .
krabbameinsstyrjöldin komm í
svo fastar skorður, að hægt
verði að meta réttilega ástand
og horfur hvers sjúklings, og að
krabbameinið verði þá ekki
lengur óvinur mannkynsins
númer eitt.
Flugfélagsins
Fleiri ferðir og betri samgöngur
en nokkru sinni fyrr. Farþegar frá
Akureyri, ísafirði,: Austf jörðum og
Vestm'annaeyjum komast samdæg-
urs til útlanda. Félagið tekur upp
beinar ferðir ipiHi Reykjavikur og
Kaupmannahafnar.
Á sumri komanda munu flugvéi-
ar Flugfélags íslands fljúga fleiri
ferðir milli íslands og útlanda, en
nokkru sinni fyrr. Auk hinna dag-
legu ferða til Giasgow og Kaup-
mannahafnar, þriggja beinni ferða
milli Reykjavíkur og London í
hverri viku og þriggja ferða í viku
milli íslands, Noregs og Danmerk
ur, flugferða til Færeyja og Skot
'ands, tekur félagið upp þá ný-
breytni að fljúga beinar ferðir
milli Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafnar.
Morgunferðir og síðdegisferðir
M1 útlanda.
Eins og að undanförnu verður
rottför flugvélanna til Glasgow
og Kaupmannahafnar kl. 8.00 að
morgni.
Sú breyting verður hins vegar
1 brottfarartímum flugvéla til Nor
egs og Danmerkur, að í stað þess
sð fara frá Reykjavík að morgni,
verður brottfarartlmi þeirra kl.
14.00 og aðra dága kl. 16.00.
Beinar ferðir til Kaupmanna-
hafnar verða á laugardögum, brott
för .frá Reykjavík kl. 16.00. Beinar
ferðir frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur verða á sunnudögum.
Það eru þessar síðdegisferðir til
útlanda, ásamt tilkomu hinnar
nýju „Frienship" skrúfuþotu Flug
félagsins til innanlandsflugs, sem
gerir farþegum frá ísafirði, Akur
eyri, Austfjörðum og Vestmanna-
eyjum, mögulegt að ferðast sam-
dægurs að heiman, til ákvörðunar
staða á Norðurlöndum.
Sem fyrr segir verða þrjár viku
legar ferðir milli Reykjavfkur og
London, án viðkomu annars staðar,
auk hinna daglegu ferða um Glas
gow. Brottfarartfmi beinna flug
ferða til London verður kl. 9.30.
Færeyjaflug
Áætlunarflugferðir Flugfélags-
ins til Færeyja munu hefjast 6.
maí. Færeyjaflugi verður hagað
þannig í sumar, að frá Reykjavík
verður flogið á fimmtudögum, til
Færeyja og þaðan samdægurs til
Skotlands. Á föstudagsmorgnum
verður flogið frá Skotlandi til Fær
eyja og þaðan samdægure tij Is
lands.
Fimmtán ferðir.
Alls munu „Faxar“ Flugfélags ís
lands fljúga fimmtán ferðir í viku
frá Reykjavík til útlanda á sumri
komanda. Sá ferðafjöldi ásamt
breytilegum brottfarartímum (morg
un. og síðdegisferðum) miðar að
bættri þjónustu og fjölþættari við
farþega félagsins.
Vorfargjöld Flugfélags Islands.
if-Með f; tilkomu sumaráætlunar
millilandaflugs hinn 1':’ apríl ganga
jafnhliða í gildi hin hagkvæmu vor
fargjöld félagsins milli landa. Slík
fargjöld, sem félagið gekkst fyrir
að yrðu tekin upp á flugleiðum
milli fslands og annarra Evrópu
landa, hafa reynzt mjög vinsæl,
enda hafa margir landsmenn not
fært sér þau til sumarauka í suð
lægari löndum.
Glímufélagið Ármonn
Unglingaárshátíð
Ármanns verður í Skátaheimilinu annað
kvöld 21. febrúar og hefst kl. 8. Hljómar frá
Keflavík leika fyrir dansi.
Ármenningar 16 ára og yngri og gestir þeirra
á sama aldri velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu Ármanns
Lindargötu 7 í dag kl. 1—4 s. d.
Árshátíðamefnd.
HLUTAVELTA
HLUTAVELTA
í Breiðfirðingabúð á morgun (sunnudag) kl. 2. Aldrei hefur annar eins aragrúi góðra muna
safnazt á eina hlutaveltu. Húsgögnin og stærri vinningarnir keyrðir heim að kostnaðarlausu.
Ekkerf happdrætti - Ekkert núll - Hver miði vinningur
í fyrra seldist upp á 4 tímum og miklu færri komust að en vildu.
Knattspyrnufélagið Fram
Hólmarar með
í fyrsta sinni
Utanbæjarfélögin verða áberandi
á körfuknattleiksmótinu um
helgina. Þau keppa 1 2. deild og
verður Snæfell frá Stykkishólmi
með í fyrsta sinn á íslandsmóti í
kvöld. Leikimir um helgina eru
þessir:
í kvöld leika Snæfell og íþrótta-
fél. Menntaskólans á Laugarvatni
og á eftir Iþróttafél. Keflavíkur-
flugvallar og Skarphéðinn í 2. deild.
Á morgun le'ika Snæfell og iKF
og á eftir Menntaskólinn á Laugar
vatni og Skarphéðinn. Leikirnir
bæði kvöldin hefjast kl. 20,15 og
eru leiknir að Hálogalandi.
Rvk.-mót í
Blófjöllum
Reykjavfkurmótið I svigi verður
að öllu forfallalausu haldið i Blá-
fjöllum á morgun. Nafnakall verð-
ur f Ármannsskálanum kl. 10.
Þar sem snjólítið er í Jósefsdal
mun keppnin fara fram í Bláfjöll-
um. Allir beztu skíðamenn í Reykja
vík eru skráðir í kepprii þessa og
verður það tvímælalaust mjög
spennandi keppni.
Bílferðir verða frá B.S.R. kl. 9
! í fyrramálið.
| Ef um breytingu verður að ræða
j verður það tilkynnt í útvarpinu í
i kvöld á milli kl. 7 og 8.
Skíðadeild Ármanns sér um mót
■ þetta. Mótstjóri er Ólafur Þor-
; steinsson.
Skíðaferðir um helgina:
í dag kl. 2 og 6.
Á morgun kl. 9.