Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 9
V f SIR . Laugardasrur 20 til Washington í pn Það var algengt, að ég léti bryddingar á kjóla Jacqueline, segir Mini. degi. Frú Rhea hafði nú sauma- stofu í húsinu númer 1820 við 35. strœti í Washington, skammt frá Hvlta húsinu, þar teiknaði hún, saumaði og breytti kjólum fyrir konur höfuðborgarinnar. Meðal viðskiptavina hennar voru margar eiginkonur fjár- málamanna, iðjuhölda og stjórn- málamanna. Ein þeirra var frú Auchinloss, en hún hafði lengi verið saumakona hennar. I íbúð frú Mini Rhea eru marg- ir minjagripir um Jacquel- ine og fjölskyldu hennar, ljós- myndir, tízkuteikningar, sem Jacqueline gerði og stór speg- ill, sem frú Auchinioss gaf henni. „Móðir Jackie'* segir Mini Rhea „var í mörg ár viðskipta- vinur minn. Dag nokkuin í nov- ember 1951 kom hún til mín með e'intak af blaðinu Vogue í höndunum og fór að tala um Jacqueline við mig. Hún sýndi mér mynd af henni í Vogue ásamt tilkynningu um að dótt- ir hennar hefði unnið fyrstu verðlaun í Parísar-samkeppninni og var mjög ánægð yfir þessum sigri hennar. Svo sagði hún við mig: „Jackie kemur hingað til Washington á morgun, gæti hún ekki fengið að vera hjá yður. Hún teiknar sjálf kjóla, en þarfn ast einhvers, sem hún getur ráðgazt við“ Og dagihn eftir kom Jacquel- ine til frú Rhea og hafði með sér klæðaefni, tímarit og klæða- módel. JJún var sú tegund stúlku, ^em maður ekki gleymir held ur frú Rhea áfram, hvernig hún talaði, hvernig hún bar sig, í öllu fasi hennar var eitthvað sem hafði sterk áhrif á mann. Við urðum strax vinkonur. — Jackie var hrifin af mér af því að hjá mér faun hún hjálp og aðstoð við að koma tízkuhug- niyndum sínum í verk. Ég fann hjá henni mikla og stöðuga vinnugleði, vegna þess að hún var sú eina af viðskiptavinum mínum, sem viss; raunverulega, hvað hún v'ildi. Ég saumaði líka fyrir vinkonur hennar og gamla skólafélaga, sem komu til mín og báðu mig um að sauma eitc hvað líkt og ég hefði saumaö fyrir Jacqueline af því að þær vildu líkja eftir henni, Ég man hins vegar ekki til að Jacquel- ine hafi nokkru sinni líkt eftir kjólum þeirra. Fyrsti klæðnað- urinn, sem ég gerði fyrir hana var ballkjóll. Síðan fór ég að gera fyrir hana hversdagsföt. Jackie kom til mín, tók upp pappaspjald og gerði á það kjól- uppkast. Teikningin var í mjög lausum dráttum, ein lína hér, önnur lína þar og gaf þetta laus lega hugmynd af kjól, kvöld- klæðnaði eða blússu. Ég átti síðan að túlka þessar línur og skapa úr þeim klæðnað. Oft skoðuðum við saman tízkublöð, sérstaklega frönsk tízkublöð og stundum tók hún ermamar af einni myndinni og hálsmálið af annarri og spurði mig, hvort ég gæti sett þetta saman“. tj1rú Minj Rhea segir, að Jackie 1 tfzkan eða .Jackie Look' eins og það var kallað hafi 1 höfuð- dráttum verið sköpunarverk Jacqueiine sjálfrar. Hún teikn- aði sjálf föt sfn og skapaði þannig þann klæðaburð, sem bezt hæfðj hennar eigin per- sónule'ika og útliti. Þegar frú Mini Rhea er spurð, hverjir hafi verið helztu erfið- leikar Jacqueline í klæðaburði segir hún varlega: „Jackie var hávaxin og grönn, hún elskaði hestamennsku og íþróttir undir beru lofti. Hún var að vaxtar- lagi mjög ólík móður sinni og systur, sem voru kvenlegri en hún“. Á þessu tímabili kom Jacqu- eline oft í viku til sauma- konu sinnar. „Dag nokkurn" heldur frú Rhea áfram, — „skömmu eftir jólin 1951, kom hún til mfn og ég sá að hún var með hring á fingri. Hún var trúlofuð. Frænka kærasta henn- ar, frú Ellery Husted, var með- al viðskiptavina ifiinna. En það sem ég undraðist mest var, að Jacqueline hafði ekki yfir séi svipmót stúlku, sem er ástfang- in, ef stúlka er ástfangin, má lesa það út úr andliti hennar. En það var eins og hún tæk' þessu ákaflega kæruleysislega Hún sagði mér nafn kæiasta sins og ekkert annað. Hún tai- aði eftir sem áður helzt uni tízkuna. Ég spurði hana um þetta leyti, hvers vegna hún hefði hafnað Parísarverðlaununum frá Vogue. „Það var vegna þess að ég vildi fara að vinna eitthvað gagn- legra", svaraðj hún. „Þar með á ég ekki við jið það sé ógagnlegt að vinna að tízkunni. Þvert á móti, það er stórkostlegt. En fyrir mér er hún takmörkuð. Ég lít fremur á tízkuna sem frí- stundastarf. Auk þess er ég nú að leita fyrir mér á öðru sviði". Ckömmu síðar komst ég að ^ raun um, hvað hún var að hugsa um. Hún kom til mín í svartri dragt Og í hvítri blússu með kraga niður yfir hálsmáiið. Þetta voru nýju vinnufötin henn ar: „Ég er búin að fá vinnu," sagðj hún. ,.Ég er orðin ritari og blaðamaður við Times Her- ald“. pfegí* £H,. ' Ég var mjög hrifin af því, hve Jacqueline teiknaði sér fallegan og einfaldan tennisbúning, segir Mini Rhea. Gömul vinkonn hennur lýsir sjölf- stæðum tízkusmekk hennur og hvernig „Jackie-tízkan#/ varð til

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.