Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 8
íwnmn' V í S I R . Laugardagur 20 febrúar 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Gagnslítill áróÖur ^ndstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa fyrr og síðar hamrað á því í ræðu og riti, að hann sé „flokkur hinna ríku“ og miði stefnu sína eingöngu við það, að gera hina auðugri ennþá auðugri og þar af leiðandi þrengja kosti hinna efnaminni að sama skapi. Tíminn hefur alla tíð notað þennan áróður mjög mikið og talið hann henta vel í sveitunum. Þjóðviljinn hefur notað skefja- laust líka og trúað því, að hann væri góður til at- kvæðaveiða í kaupstöðum, meðal verkamanna og iðnaðarfólks og fleiri stétta. En hver er árangurinn af þessari baráttuaðferð? ííann er ekki meiri en það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið og er enn langstærsti og öflugasti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar og allt útlit fyrir að hann niuni á næstu árum vaxa hlutfallslega meira en nokk- ur annar flokkur í landinu. Unga fólkið flykkist undir merki hans hvarvetna um landið, á sama tíma sem það má t. d. kallast viðburður, ef ungur maður eða kona gengur í flokk kommúnista. Það virðist því orðið fullreynt, að fyrrnefndur áróður fái lítinn hljómgrunn í eyrum landsmanna, utan þeirra, sem mest halda honum á lofti, en geta þó verla verið svo grunnhyggn- ir að þeir trúi honum sjálfir. Væri Sjálfstæðisflokkurinn íhaldsflokkur, sem einungis hugsaði um hag þeirra, sem betur mega sín efnalega í þjóðfélaginu, er gersamlega óhugsandi að hann hefði eins mikið fylgi og raun ber vitni. Það er deginum Ijósara að almenningur lætur þennan áróður eins og vind um eyrun þjóta. Þetta hefur ekki hvað sízt komið berlega í ljós hér í höfuðstaðnum, þar sem Sjálfstæðismenn hafa farið með völd í marga áratugi. Ekkert hefur á skort að allt hafi verið reynt til að hnekkja yfirráðum hans hér, en svo hefur jafnan farið, að þegar andstæðingamir hafa beitt óheiðar- legustu aðferðum, hefur sigur flokksins orðið hvað glæsilegastur. Reykvíkingar hafa séð hvernig fer þegar Fram- sókn og kommúnistar fá aðstöðu til að stjórna land- inu, og þá langar ekki til að leiða slíkt stjómarfar yfir borg sína. Þeir hafa ekki gleymt vinstri stjórn- inni né kjörorðinu: „Aldrei aftur vinstri stjórn!“ Ummæli Larsens Þegar Aksel Larsen var fenginn til að tala í Félagi róttækra stúdenta á dögunum, munu komm- únistar hafa vonazt til að geta gert sér einhvern mat úr því sem hann segði: En þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hann var ómyrkur í máli um kommún- ista, kvað þá vera taglhnýtinga Rússa, þvi að þeir miðuðu stefnu sína einungis við hagsmuni Sovét- ríkjanna. Er ótrúlegt að þessi ummæli hafi fallið í góðan jarðveg hjá ritstjórum Þjóðviljans og öðrum forustu- mönnum kommúnista, enda hefur síðan heyrzt úr þeim herbúðum, að ekkert mark sé takandi á Larsen, því að hann sé gamall flokkssvikari! Leið Jacqueline lá ir egar Jacqueline sneri aftur heim til Ameríku var hún breytt. Heimurinn, sem hún hafði nú kynnzt olli bví að henni fannst skólalífið í Vassar-skói- anum lítilmótlegt, inniiokað, og hún hafði engan áhuga á að hefja þar nám að nýju. I stað þess langaði hana til að fara að fá sér eitthvert starf. Hún hafðj óbeit á því að iifa áfram eins og stúlka af æðri stéttum í athafnaleysi. Um leið og hún uppgötvaði Evrópu var eins og hún fyndi sjálfa sig. Og þá gerð ist atvik, sem kom henni inn á braut blaðamennskunnar. Sumarið 1951 var móð'ir henn- ar frú Janet Auchinloss að lesa eintak af tízkutímaritinu Vogue. Las hún þar tilkynningu um að blaðið efndi til ritgerðarsam- keppni, sem var kölluð „París- arverðlaunin". Þeir sem viidu iaka þátt . keppninni áttu að skrifa fjórar blaðagreinar um tízkuna, gera tillögu að uppsetriingu þeirra með teikningum í Vogue og skrifa 500 orða ritgerð um við- fangsefnið: „Fólk, sem ég hefði viljað þekkja“. Fyrstu verðlaun voru ferð til Parísár á vegum Vogue og sex mánaða dvöl þar og skyldj verð launahafinn skrifa á þvi tíma- bili greinar um tízkuna. Síðan skyldi fylgja á eftir sex mán- aða ráðning á ritstjórnarskrif- stofu tímaritsins í New York. Verðlaunin voru þannig í stuttu máli sagt mjög gott tækifæri til að komast inn í blaðamennsku. J^rú Auchinloss sýndi dóttur sinnj auglýsinguna og Jacqu eline ákvað að reyna sig. Þátt- takendurnir þetta ár voru 1280 og Jackie tókst að vinna fyrstu verðlaunin. Og nú má spyrja, hvaða fólk vaid'i hún sér í við- fangsefninu „Fólk, sem ég hefði viljað þekkja“? Hún nefndi þar engan stjórnmálamann. Það voru þrír sem hún nefndi, franska ljóðskáldið Baudelaire, enska rithöfundinn Oscar Wiide og rússneska ballettmeistarann Sergej Diaghilev. Hún dáðist að Baudelaire og Wilde vegna þess, eins og hún sagði í ritgerðinni, „að þeir kunnu að lýsa syndinni heiðarlega og trúðu á sama tíma á eitthvað æðra“. Jecqueline Iét sigurinn ekki stíga sér til höf- uðs. Hún sagði að vísu þegar hún heyrði fréttina um að hún hefðj unnið, að þetta væri „ter- rific“ eða stórkostlegt, — það var eitt af uppáhalds áherzlu- orðum hennar, — en svo hafn- aði hún boðinu að fara til Par fsar. fyrsta lag'i var foreldrum hennar ekkert um það að hún færi svo fljótt aftur til Parísar, eftir að hún var ný- komin heim. Og £ öðru lagi lang- aði Jacqueline sjálfa ekki til að vera of lengi fjarvistum við fjölskyidu sína. Hún sagði síð- ar: „Ég var hrædd um að ef ég færj aftur t'il Parísar, þá myndi ég aldrei koma þaðan aft- ur, því að ég elskaði þessa borg“. Hefði hún nú farið tii. Parísar er víst að aiit Iff henn- ar hefði tekið aðra stefnu. Hún hefði getað orðið búsett 1 París, hún hefði getað orðið frægur tízkublaðamaður en líklega hefði hún þá aldrei orðið for- setafrú Bandaríkjanna. f stað þess að fara til Parísar hélt hún nú til Washington og þar lágu leið'ir hennar af tilviljun saman við leiðir hins unga stjórnmálamanns John Kenn- edy. Á næstu tveimur árum eftir að Jacqueline hafnaði Parísar- verðlaununum upplifði hún margt. Hún trúlofaðist ungum fjármálamanrii, varð blaðamað- ur og blaðaljósmyndari, sleit trú Iofuninrii og trúlofaðist aftur, og í þetta skipti John Kennedy. Þessum þætti lífs hennar lauk svo með hjónabandinu. Cú, sem bezt þekkti Jacqeline á Washington-árum hennar, var saumakonan Mini Rhea, sem hitti hana næstum á hverjum Frú Mini Rhea kvenklæðskeri var bezta vinkona Jacqueline eftlr að hún fluttíst til Was- hington og vann að því að framkvæma tizkuhugmyndir hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.