Vísir


Vísir - 18.03.1965, Qupperneq 2

Vísir - 18.03.1965, Qupperneq 2
V í S I R Fimmtudagur 18. marz 1965. X- Lögreglan í Kaupmannahöfn glím’ir nú við mikla morðgátu, morðið á Judy Petersen. Hundr uðum vitnisburða í málinu hef ur verið velt fram og aftur, hundruð manna hafa komið og látið lögreglunni í té upplýs- ingar, sem enn hafa ekki reynzt að neinu gagn'i. Tuttugu menn sem hafa unnið í marga mánuði hafa aðeins komizt að einum sannindum: — JUDY VAR MYRT og það vita allir aðrir. Ef blaðað er í dagbók þessa morðs, þá lítur hún þannig út í fáum dráttum: JANÚAR Föstudagur 8. janúar: Judy, sem var 20 ára og vann á ve'it- ingahúsum, var atvinnulaus og heimilislaus. Hún bjó heima hjá hljómlistarmanni í Nýhöfninni en foreldrar hans bönnuðu það þennan dag að hún byggi hjá honum. Kl. 18 mætti Judy vini sínum og vinkonu á Café Öre- sund í Nýhöfninni. Það var af- sundið til Svíþjóðar. Likið er afklætt að nokkru leyti og skórn ir finnast ekki. MARZ: Mánudagur 1. marz: Morð- deild lögreglunnar í Kaup- mannahöfn fer í málið ásamt sakamálafuiltrúum í Glostrup. Vinurinn og vinkonan þekkja líkið þegar, en þau höfðu ekki saknað hennar frekar, héldu að hún hefði fundið stað til að búa á og hefði snú’ið sér að heil- brigðara liferni. Fimmtudagur 4. marz: Lög- MORÐ Á GLEÐIKONU í KAUPMANNAHÖFN Milli kl. 18 og 19 var Judy með vinafólki í HONG KONG í Nýhöfn inni. Um kl. 19 voru vinkonurnar f Café Charles i Istedgade. ráðið að Judy flytti til vinkon unnar á sunntidag sem barn- fóstra. Síðan fara þau i stutta heimsókn á „búlu“, sem heitir Hong Kong við hl'iðina á Öre- sund. Kl. 19: Judy og 'vinkona panta bíl og aka til hinnar al- ræmdu Istedgötu og fara á veit ingahúsið, Charles. Kl. 21.30- 22.30: Þær yfirgefa veitingastað inn og ganga á sporvagnastöð f nánd'inni, en Judy gengur í átt að Halmtorvet, vinkonan fer aftur niður í Nýhöfn „í starfið.“ Sunnudagur 10. jan.: Vinkon an bíður án árangurs eftir Judy Hún hringir 1 hljómlistarmann- inn, vin Judy, hún hring'ir á viðskiptastaði hennar, en eng- inn hefur orðið var við hana. FEBRÚAR: Laugardagur 27. febr.: Lík Judy Petersen finnst f garði e'in um í Bröndbyöster, alllangt fyr ir utan borgina. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvenær morðið var framið og á líkinu voru engin skilríki. Aðeins eld- spýtustokkur, lítill gullhringur á fingri sem bendir yfir Eyrar- reglan opinberar mynd af sígar ettukveikjara, sem á stendur PER. Fannst kveikjarinn-í garð inum þar sem líkið fannst. Af öllum þeim upplýs'ingum, sem berast, eru þær mikilvægastar, að maður nokkur hefur lengi verið á höttunum eftir Judy, en ekki er vitað hver hann er og engin fullnægjandi lýsing fæst á honum. Laugardagur 6. marz: Mynd- ir af kveikjaranum beinir nýj- um straumi af vitnum til lög- reglunnar. PER finst í Árósum Hann reynist vera vinur eig- anda garðsins og lögreglan miss ir þar nokkuð sem hún heldur hafa verið sönnunargagn, en Per fær aftur dýran kveikjara. Lögreglan finnur lfka þennan dag manninn, sem verið hafði á eftir Judy. Einnig það verð- ur að engu hjá lögreglunni — maðurinn sat inni daginn og nóttina sem morðið var framið. Miðvikudagur 1. marz: Um 500 manns hafa nú látið lögregl unni í té ólíklegustu upplýsing- ar, en ekkert komið að gagni. Margir telja sig hafa séð konu serh þeir télia að hafi verið Vændiskonan Judy Petersen: Hver myrti hana - og hvers vegna? Judy, nokkra daga eftir 8. jan úar. Fimmtudagur 11. marz: Lög- reglan vinnur mikið við að rann saka Halmtorvet, en þar koma menn á bílum og taka stúlkur upp í bíla sína og aka á brott með þær. Það er talið víst að Judy hafi farið á brott með einum slíkum. En HVER myrti hana? HVERS VEGNA var hún myrt? — Það veit enginn. Lðg reglan stendur enn í sömu spor um eftir nær 3 mánuði og þeg- ar hún hóf að rannsaka málið. Milli kl. 21,30 og 22,30 yfirgáfu þær vinkonurnar Café Char- les„ og Judy fór í áttina að Halmtorvet. Kári skrifar: „Fróðleiksfús" sendi Kára eft irfarandi bréf, sem hann er fús til að birta í dálkum sin- um. Það er á þessa leið: „Þegar ég sé skólabækur eða námsbækur á förnum vegi hvort heldur í sýningarglugga á söluborðum bókaverzlana eða I héimahúsumð fæ ég alltaf gæsahúð. Það fara einhver ó- not um mig, vafalaust frá þeim árum, sem ég sat á skólabekk sjálfur og kennararnir reyndu með illu eða góðu að troða alls konar formúlum inn í minn heimska haus. Svo bar það við að ég fór í heimsókn til manns á dögun- um, sem ég átt'i erindi við. Hann var vant Við látinn, en mér var sagt að bíða hans og boðið í stofu á meðan. Biðin varð löng og mér leidd ist. Á borðinu fyrir framan mig lá nýútkomin skólabók eða lestr arbók eða kennslubók eða hvað maður á að kalla hana. Það var Hrafnkels saga Freysgoða. Það fór um mig ónotahrollur og mig tangaði. til að fleygja skruddunni út um gluggann, eða stinga henni bak við mið stöðvarofninn til að hún trufl- aði ekki mínar fínu taugar og kæmi þeim úr skorðum. Ég komst i vont skap. Hvers vegna gat maðurinn ekki komið? Hvers vegna þurfti hann endilega að ergja mig með þvl að sétja skólabók á borðið fyrr framan m'ig? Vissi hann ekki að þær fóru í taug- arnar á mér og mér leið illa I návist þeirra? Þetta var sad isti. Ég gréip ósjálfrátt til kversins og ætlaði að fela það, svo það hyrfi mér úr augsýn. Áður en mig varði hafði ég opnað það og byrjaði að lesa. Og ég var svo niðursokkinn I lesturinn að ég varð ekki var við húsbóndann þegar hann kom inn fyrr en hann rak upp skellihlátur yfir dónaskap mín um að kasta ekki á hann kveðju. Hann átti það nú reynd ar skilið Af erindum okkar segir ekki þau varða aðeins okkur tvo. En begar ég fór út frá honum labbaði ég mig strikbeint inn í næstu bókaverzlun og bað ujn Hrafnkels sögu Freysgoða í út- gáfu Óskars Halldórssonar. Hvers vegna? Það er nú það, hvets vegna? Ég hafði lesið Hrafnkels sögu áður — mig minnir méira að segja tvisvar, a. m. k. kannaðist ég mæta vel við efni hennar. Eg las hana samt. Las hana vegna þess að þarna var í fyrsta skipti rakin til umhugsunar um sög- una söguefnið, persönur og per sónulýsingar atvik og orsök. Það opnaðist fyrir mér nýr heimur við lestur bókarinnar. Þetta er bók fyrir almenn'ing allt lesfúst fólk sem vill Ieggja ofurlítið á sig við Iesturinn og tekur í mál að beita hugsun við það efni sem lesið er. Ef ég ætti e'inhverja ósk, sem ég teldi annarri gagnlegri á sviði menningar, þá væri hún sú að við eignuðumst fleiri forn rit okkar í svipuðum útgáfum." Þannig hljóðaði bréfið frá „Fróðleiksfústim" ineð gæsa- hiíðina. Kárí vbriast til að með þessu óvæiitl Itvliti Í$jli8|gt gsesahúðafaráidurinn I fraintfð- inni. En hvað lokaósk „Fróð- leiksfúss” viðkemur, telur Kári s'ig geta frætt hann á því — ef rétt er munað — að sama út- gáfufyrirtæki og gaf Hrafnkels sögu út hefur gefið fyrirheit um framhald á þessari útgáfu. Verður þar ekki aðeins um eina útgáfu á fornritum að ræða held ur og á ýmsum öðrum perlum íslénzkrá bókménnta, bæði fyrr og síðar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.