Vísir - 18.03.1965, Síða 5
^Vf ST R . Fhnmtndagur 18. marz 1965.
þingsjá Vísis
þ i n g s j á
þingsjá
Fundur var í gær í sameinuðu
þingi. 11 mál voru á dagskrá,
þingsályktunartillögur og fyrir-
spumir.
Haiidór E. Sigurðsson bar fram
fyrirspum tii fjármálarááðherra
um rflkisábyrgð, Skúli Guðmunds
son mælti fyrir tillögu um raf-
orkumál, Eggert Porsteinsson fyr-
ir tíllögu um tækniaðstoð við nýj
ungar í vinnslu og veiði sjávar-
afla og Hannibal Valdimarsson
fyrir tillögu um Utfærslu land-
hc'"i fyrir Vestfjörðum og var
fiei a ekki tekið fyrir.
R ’"ABYRGÐIR
Halldór E. Sigurðsson be' ídi
þeirri fyrirspurn til fjármálaráð-
herra hve mikið
ríkisábyrgð as j óð -
ur hefði greitt
vegna ríkisá-
byrgða á síðasta
ári og hversu mik
il væri skuld fyr-
irtækja og ein-
staklinga við sjóð
inn um síðustu
áramót. Sagði fyrirspyrjandi, að
áður hefði skrá um þessar greiðsl
ur fylgt ríkisreikn
ingum, en síðan
ríkisábyrgðasjóði
hefði verið kom-
ið á stofn, þá
hefði þetta fallið
niður. Fjármála-
ráðherra, Gunnar
Thoroddsen, var
fyrir svörum:
Það mátti skilja svo orð fyrir-
spyrjanda, að skýrslur um ábyrgð
ir ríkisins væru gefnar þingmönn
um og almenningi síðar nU en
áður fyrr. Þetta ætla ég, að sé á
misskilningi byggt. 1 ríkisreikn-
ingi fyrir árið 1962 er birt skýrsla
um ábyrgðir ríkissjóðs í árslok
1962. 1 ríkisreikningi fyrir árið
1963 er birt skýrsla um ábyrgðir
ríkissjóðs í árslok 1963. Varðandi
greiðslur vegna ríkisábyrgða er í
ríkisreikningi 1963 birt skýrsla
um greiðslur vegna ríkisábyrgða
fyrir árin 1962 og 1963 og ástæð-
an til þess, að £ þessum ríkis-
reikningi er skýrsla um árið 1962
einnig, er sU, að þegar gengið
var frá rík'isreikningi 1962, var
ríkisábyrgðasjóður samkv. lögum
frá árinu 1962 nýlega tekinn til
starfa og hafði hann ekki lokið
endanlegu uppgjöri fyrir það ár.
Þegar þetta er haft í huga og um
leið, að nU síðustu árin hefur
það nýmæli verið upp tekið, að
ríkisreikningur hefur verið lagð-
ur fyrir Alþingi full prentaður og
endurskoðaður næsta haust eftir
reikningsárið, er það Ijóst, að al-
þingismenn hafa fengið skýrslur
um greiðslur vegna ríkisábyrgða
og skrá um allar ríkisábyrgðir
miklu fyrr heldur en áður var,
þegar ríkisreikningur með þess-
um upplýsingum var ekki lagður
fyrir Alþingi fyrr en 2—4 árum
eftir reikningsárið. Áður en ráð-
herrann ræddi sjálfa fyrirspum-
ina vék hann að formhlið henn-
ar, því svo væri fyrir mælt f þing
sköpum að fyrirspumir skuli við
það miðaðar, að hægt væri að
svara þe'im í stuttu máli. En þessi
fyrirspurn væri þannig, að
það tæki mest allan fundartfm-
ann að svara henni, sem ekki
gæti talizt eðlilegt. Þvf hefði hann
látið prenta lista um þessar á-
byrgðir, sem síðan var útbýtt
meðal þingmanna, en sjálfur færi
hann í stómm dráttum yfir hann.
Þessar athugasemdir um þing-
skaparákvæði og eðli fsp. og
svara taldi ég rétt að láta koma
hér fram að gefnu þessu tilefni.
Þingmenn hafa þá í höndum vænt
anlega eða fyrir framan sig hið
fjölritaða yfirlit, sem er í tveim-
ur meginköflum, það er annars
vegar vanskil á ábyrgðarlánum
1964, sem nær yfir fyrstu 7 síð-
urnar f þessu yfirliti, en á tveim
síðustu síðunum eru vanskil á
endurlánum ríkissjóðs 1964, þ. e.
a. s. þeim lánum, sem ríkissjóður
sjálfur er lántakandi að, en hefur
svo endurlánað ýmsum aðiljum.
Upplýsingamar eru gefnar f all
mörgum dálkum og er fyrst heiti
aðilans, síðan kemur í öðrum
dálki, hver skuldin var í 'árslok
1963, í 3. dálki, hvað ríkisábyrgð-
arsjóður hefur greitt vegna við-
komandi aðila á árinu 1964, í 4.
dálki, hvað sá aðili hefur svo
endurgreitt á árinu og í 5. dálki
er síðari tala dregin frá hinni
fyrri, þ.e.a.s. nettogreiðsla rfk-
isáb.sjóðs á árinu vegna viðkom
andi aðila. í. 6. dálki er svo getið
um útgáfu skuldabréfa, því að
eitt af verkefnum ríkisábyrgða-
sjóðs er það að semja um áfallin
vanskil, sumpart með greiðslum
í réiðufé og sumpart með útgáfu
skuldabréfa. Þá er í 7. dálki getið
hver skuldin var f árslok 1964
og í 8. dálki, hvað afskrifað hefur
verið eða eftirgefið.
í því sambandi er rétt að geta
þess, að samkv. rfkisábyrgðalög-
um má engin vanskil gefa eftir
nema með einróma samþykki fjár
veit. nefndar. Að vfsu liggur það
í hlutarins eðli, að ef fyrirtæki,
sem lent hefur f vanskilum, verð-
ur t. d. gjaldþrota og það er sann-
reynt með gjaldþrotaskiptum, að
ekki sé hægt að fá skuldimar
greiddar, leiðir það af lögum og
eðli máls, að slík skuld afskrif-
ast þá af sjálfu sér. Ef við lít-
um svo nánar á þessa lista, er
fyrsti kaflinn um hafnarlán, lán
vegna hafnargerða, II. kaflinn er
um vatnsveitulán, III. um raf-
veitulán og skuldir raforkusjóðs,
IV. kaflinn um fiskiðnað, þ. á m.
síldarverksmiðjur, V. kaflinn um
togaralán, VI. kaflinn um iðnað,
VII. um samgöngur, VIII. kaflinn
um annað. Seinni hluti skýrsl-
unnar, vanskil á endurlánum rík-
isins er svo sumpart vegna vöru-
kaupalána, sem rfkið hefur tekið
og endurlánað bæði til hafnar-
gerða o. fl., ennfremur enska
framkvæmdalánið frá því f des-
ember 1962, sem ríkissjóður tók
og endurlánaði til ýmissa fram-
kvæmda. Þar eru einnig Hambros
lánin vegna kaupa á 10 togurum
á sínum tíma á árunum 1948—
1958, að ég ætla. Þannig er þetta
flokkað niður í stórum dráttum
og tel ég ekki ástæðu til að fara
lengra út í það mál, þar sem þess-
ar upplýsingar liggja nú allar fyr-
ir.
Breytt
löggjöf
Eins og þingmönnum ér kunn-
ugt, eru á árunum 1961 og 1962
gerðar ýmsar ráðstafanir til þess
að reyna að koma ríkisábyrgðum
f betra horf heldur en áður. Til-
gangurinn var sá, að betur yrðu
skoð.aðir rpálayextir, áður en rfk-
isábyrgðir yt;ðu veittar, afi. haft
yrði eftidit, sem bezt með skil-
vísri greiðslu aðila á þeim lán-
um, sem ríkissjóður væri f á-
byrgð fyrir og {að því leyti, sem
ríkissjóður eða sfðan ríkisábyrgða
sjóður þyrfti að greiða sjálfur
vegna vanskila aðila, eru gerðar
tilraunir til þess að fá slfkar
greiðslur endurgreiddar ýmist f
reiðufé eða samningum eða í
einstaka tilfellum með eftirgjöf
að einhverju leyti, en sem eins
og ég gat um áðan, þarf sam-
þykki fjárveit.nefndar . Ég skal
ekki rekja þetta f löngu máli,
það hefur verið gert svo oft áður,
en um margra ára skeið fóru
greiðslur ríkissjóðs og kostnaður
vegna áfallinna ríkisábyrgða sf-
vaxandi ár frá ári. Og þessar
greiðslur náðu hámarki á árinu
1962, urðu þá mjög háar eða
129.4 millj. kr. Á árinu 1961 höfðu
verið sett lög um ríkisábyrgð,
sem höfðu það markmið að koma
fastari skipan á þessi mál. Meðal
annarra nýmæla f þeim lögum
var það, að almenna reglan skyldi
verða sú, að þegar ríkissjóður
veitti ábyrgðir, skyldi það vera
einföld ábyrgð en ekki sjálfsskuld
arábyrgð, sem merkir það, að ef
lántakandi stendur ekki f skil-
um, verði lánveitandi fyrst að
reyna til þrautar að fá greiðslu
frá honum, áður en hann snýr
sér til ríkissjóðs í staðinn fyrir
að áður hafði meginreglan und-
antekningarlítið verið sú, að á-
byrgð rikissjóðs var sjálfsskuld-
arábyrgð, þannig að þegar ekki
var staðið í skilum, gat lánveit-
andi, jafnvel án þess að gera
tilraun til innheimtu hjá skuldar-
anum farið beint í ríkissjóð
og sótt greiðsluna þangað. Því
var spáð þá af þeim, sem að
þessu stjórnarfrv. stóðu, að þetta
mundi með tfð og tíma verða þýð
ingarmikil breyting og reynslan
hefur þegar skorið út um það.
Minnkgmdi
vnnskil
Það eru nú komin 3l/2 ár frá
því, að þessi lög tóku gildi á
miðju ári 1961 og til síðustu
áramóta og á þessu 3}/2 ári
hafa, þó að ábyrgðir eða greiðsl
ur ríkissjóðs eða kostnaður
vegna áfallinna ábyrgða hafi ver
'ið yfir 100 millj. bæði árin 1962
1963 og 1964, svo að segja
engar einfaldar ábyrgðir fallið
á ríkissjóð eða ríkisábyrgðarsjóð.
Það eru samtals 1 millj 700 þús.
kr„ sem orðið hefur að greiða
vegna einfaldra ábyrj»ða á þessu
^jpáS.et Við
' hé’ildéS’^reiðsIurn'á'r 'má sjá,
hversu þetta er hverfandi lítill
hluti. Þannig hefur reynslan þeg
ar skorið úr um, að þetta var
rétt leið. Ár'ið eftir 1962, voru
svo sett lög um ríkisáábyrgða-
sjóð, sem losuðu þessi mál úr
tengslum við sjálfan ríkissjóðinn
og stjórn Seðlabankans var falin
yfirstjórn og umsjá ríkisábyrgð-
arsjóðs og hefur verið unn’ið að
mikilli samvizkusemi og fyrir-
hyggju að þeim málum og afleið.
ingarnar af þessu eru þegar
komnar í ljós. Ég sagði, að ár-
'ið 1962. þ.e.a.s. árið eftir að
fyrri lög um rfkisábyrgðir voru
sett. náðu rfkisábyrgðirnar þ. e.
a. s. vanskilin vegna ríkis-
ábyrgða hámarki, urðu 129.4
millj. Árið eftir 1963 varð upp-
hæðin lægri, 107.7 milíj. og á
s.I. ári, 1964 Iækkaði hún enn,
varð 101.3 millj. Vissulega eru
þetta geysilega háar upphæðir og
allt of háar, en það sýnir þó, að
þessi starfsemj miðar f rétta átt
og í stað þess, að fram að árinu
1963 fóru þessar ábyrgðir sfhækk
andi ár frá ári, hefur þessi tvenns
konar löggjöf og sú starfsemi,
sem höfð hefur verið með hönd
um í framhaldi af henni þegar
borið nokkurn ávöxt, og við
væntum þess að þessar tölur
hinna þr'iggja síðustu ára sýni
v'issa þróun, sem við skulum
vona í lengstu lög að haldi á-
fram, þannig að kostnaður ríkis
sjóðs vegna vanskila fyrir ríkis
ábyrgðir eða endurlán fari m'innk
andi.
í STUTTU MÁLI
Aðstoð við nýjungar
í fiskveiði.
, Eggert Þorsteinsson mælti fyr
ir tillögu, sem hann flytur um
aðstoð við nýjungar f veiðj og
hagnýtingu sjávarafla. Sagði
hann, að síðan þessi tillaga var
lögð fram, hefðu verið samþykkt
lög á Alþingi um tollalækkun á
vélum til fiskiðnaðar og væri það
vel.
Þá nefndi hann margar nýjung
ar, sem íslendingar hefðu fundið
upp og hefðu þeir notið til þess
styrks úr Fiskimálasjóði. En þó
væri það allsendis ónóg, þvf of
fáar hugmyndir kæmust f hina
raunverulegu reynslu. Þyrfti því
að koma upp sérstöku tækniverk
stæði. á vegum ríkisins, til að
reyna þessi tækj og gefa sfðan
úrskurð um þau.
Lúðvík Jósefsson benti á f þessu
sambandi, að nú lægi fyrir þing-
inu frv. um rannsóknir f þágu
atvinnuveganna. En í því frv.
værj alveg gengið fram hjá þess-
um þætti, sem drepið væri á í
tillögunni. Vildi hann setja þetta
inn í frv.. en ekki flytja sérstaka
tillögu um það.
Skúli Guðmundsson mælti fyrir
tillögu, sem hann flytur ásamt 8
öðrum þingmönnum Framsóknar
um raforkumál. Sagði hann, að
ekki mætti dragast lengur að
marka stefnuna í þessum málum.
Hannibal Valdimarsson mælti
fyrir tillögu, sem hann flytur um
útfærslu fiskveiðilandhelgi fyrir
Vestfjörðum. Hélt hann mjög
langa ræðu og sagði m. a., að
afli línubáta. færi nú hraðminnk-
andi fyrir Vestfjörðum, vegna
þess að togarar hópuðust þangað
á landgrunnið, þar sem búið væri
að loka því annars staðar. Þess
vegna væri lífsspursmál fyrir
Vestfirðinga að fá allt Iandgrunn
ið friðað.
Varð að fresta umræðu um
þessa tillögu, og voru þá fjórir
á mælendaskrá.
útlönd í. niorgun
útlönd í morsun útlönd í morgun útlönd í morgun
Mótmælagöngur
leyfðar í Alabama
Nýtt rússneskt geimfor
á lofti með tvo menn
Það þótti miklum tiðindum sæta
gærkvöldi, er dómar; f sambands
rétti f Alabama felldi þann úrskurð,
að leyfa skyldi kröfugöngu, sem á-
formað er að fara frá Selma til
Montgomery, höfuðborgar ríkisins.
Meðal þeirra, sem fagnað hafa úr-
skurðinum, sem nýjum sigrj f þágu
mannréttinda og réttlætis, er Lyn-
don B. Johnson forseti.
Ekki aðeins leyfði dómarinn göng
una, heldur gaf hann yfirvöldum
Alabama fyrirmæli um að gera ekk
ert til afskipta af göngunni, nema
vernda hana, ef ástæða þætti til.
Líklegt var talið f gærkvöldi, að
gangan hæfist næstkomandi sunnu
dag og stæði fimm daga. Dr. Martin
Luther King mun verða f farar-
broddi. Síðar var haft eftir King,
að gangan þyrfti nokkurn undir-
búning, og óvíst að hún yrði hafin
á sunnudag i
í gær vat farin ganga, sem 4 —
5Ó00 man'ns tóku þátt í til þess
að mótmæla ofbeldisaðgerðum lög
reglu í fyrradag. Þessi mótmæla-
ganga var einnig leyfð.
Rússar hafa skotið á loft
mönnuðu tveggja manna geim-
fari, Voshnod II. Geimfararnir
eru ofurstarnir Pavel Beljajev
og Alexei Leonovdet.
en var hrakinn frá völdum 1
byltingu 1952, meðfram vegna
óvinsælda hans sjálfs, en hann
lifði jafnan í vellystingum og
hneykslaði menn með munaðar-
lífj sínu. Ekki brá hann venjum
'eftir að hann var gerður útlæg-
ur og var tíður gestur á nætur-
klúbbum í Sviss og á Italfu.
k Látinn er Farúk fyrrverandi
Egyptalandskonungur, 45 ára að
aldri. Hann var 16 ár konungur,