Vísir - 18.03.1965, Qupperneq 6
6
V1 SIR . Fimmtudagur 18. marz 1965.
M
I
I
Ein af fremstu leikkonum
okkar fyrr og síðar, Amdís
Bjömsdóttir, varð sjötug í gær,
og hefur hún þá leikið á sviði í
46 ár, fyrst hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og síðan hjá Þjóð-
leikhúsinu, eftir að það tók til
starfa. Mestan orðstír hefur hún
getið sér sem „kerling" Jóns í
„Gullna hliðinu" eftir Davíð
Stefánsson, fóstran í „Föðum-
um“ eftir Strindberg og Ása í
Pétri Gaut, en annars er örð-
ugt að gera upp á milli varð-
andi túlkun hennar á þeim
mörgu og viðamiklu hlutverk-
um, sem henni hafa verið feng-
in til meðferðar. Undanfarin tvö
ár hefur Amdis ekki getað kom
ið fram á sviði sökum van-
heilsu.
Amdís Björnsdóttir er rismik-
il kona, utan sviðs sem á sviði,
enda á hún til þeirra að telja,
sem mjög settu svip sinn á ís-
lenzkt menningar- og stjórn-
málalíf um árabil. Hún er fædd
í Reykjavík 17. marz 1895, dótt
ir Björns Jenssonar latínuskóla-
kennara, bróðursonar Jóns Sig-
urðssonar, en móðir Amdísar
var Louise H. Svendsen. Um
alllangt skeið rak hún hannyrða
verzlun hér í bæ, en leiklistin
var henni aukastarf, eins og
öðmm leikumm í þann tíð, eða
þangað til hún réðist að Þjóð-
leikhúsinu við stofnun þess.
Kerlingin hans Jóns í Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson.
ÁRSHÁTÍÐ
Heimdallar verður haldin í Sigtúni föstud. 19. marz kl. 9
Fjöibreytt
dagskrú
TVÆR
HLJÓMSVEITIR
LOS COMUNEROS
DELPARUQUAY
skemmta, ásamt fleiru.
Matur framreiddur frá kl. 7
Miðar afhentir við innganginn.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti
Skemmtinefndin.
Söngskemmtun
^.uðrún Tómasdóttir héit söng-
skemmtun í Gamla biói s.l.
fimmtudag við ágætar undirtekt
ir áheyrenda. Guðrún Kristins-
dóttir lék undir af kunnri alúð
og smekkvísi. Efnisskráin var fjöl
breytt, hófst á óperuaríum (eftir
HSndel og Mozart) og lauk með
,.Lieder“ (eft’ir Schubert, Wolf og
Strauss). Innan þessa ramma
voru fjórar íslenzkar barnagælur
— að mörgu leyti eftirminn’ileg-
asti hluti efnisskrárinnar.
Guðrún hefur blæbrigðaríka
rödd og mikið raddsvið. Þessa
ýmsu „l'itaskala" hlýtur að vera
erfitt að temja — enda var ekki
laust við að þeim slægi saman
stundum. Textaflutningur var
alltaf skýr — og er það mikill
kostur — en nokkur ónákvæmni
I hrynjandi laganna var óþarf-
lega áberandi. Sviðsframkoma
söngkonunnar var í alla stað'i
hrífandi — og hún var margfald
lega klöppuð upp.
Söngskemmtun þessi minnti ó-
sjálfrátt á það, sem ég álít mikla
nauðsyn öllum túlkandi lista-
mönnum, sér í lagi innlendum.
Þetta er nauðsyn méiri sérhæf-
ingar. Konsertbókmenntir eru
svo miklar að vöxtum, að það er
ekki á færi nema sárafárra um
víða veröld að gera hinum ólík-
ustu þáttum þeirra jafn góð skil.
Sérhvert stíltímabil — sérhvert
stflafbrigði — úthe'imtir langvar
andi ögun, svo að flytjanda sé
kleift að túlka hin vfðfeðmustu
§við mannlegra tilfinninga og
'húgvits — sé kleift að sannfæra
núlifendur með annarlegu „tungu
taki“ liðinna alda. Þetta á jafnt
við tónleikahald einstaklinga,
kóra, kammermúsíkflokka eða
hljómsvéita.
Eðlilegast væri að fyrsta „sér
Y ■
■ ■■■
Guðrún Tómasdóttir.
hæfingartímabilið" hæfist með
ástundun samtímatónlistar ein-
göngu. Hver veit, nema það gerði
leit á önnur mið óþarfa (!?), leit
f músíkalskar „laxvéiðiár" ann-
arra þjóða og löngu liðinna kyn
slóða ástæðulausal?
Þokell Sigurbjörnsson
Mozart —
Framhald af bls. 16.
Ég er búinn að ferðast um all-
an heim, ísland var eitt af síð-
ustu löndunum, sem ég hafði
ekki kornið til. Ég á eftirlætis
tónskáld, en þau eru bara svo
mörg, ég held -upp á það, sem
ég leik í aughablikinu t.d. Moz-
art núna. Ég hef ekki dálæti
á nútímatónlist, og ekki hef
ég neina tilfinningu fyrir Wagn
er.
Þegar maður hefur verið upp
alinn f rótgrónu músíkandrúms
lofti éins og í Vínarborg, alinn
upp við að æfa fingurna t.d. í
trillum Mozarts, þá getur mað-
ur ekki fellt sig Við píanóleik
eða tónlist, sem krefst þess að
olnbogunum sé skellt niður á
nótnaborðið að því er virðist
af handahófi. Hefðin felur éinn
ig í sér skyldur.
Fyrir tónleika er ég ofur-
lítið taugaspenntur en eftir
Þjófnaður
fyrstu nótuna finn ég ekki .fyrir
því. Eftir að hafa komið
fram á tónleikum hér, fer ég til
Stokkhólms þar, sem ég kem
fram á tónleikum, í útvarpi og
sjónvarpi, þar að auki leik ég
inn á nokkrar plötur, þar sem ég
leik t.d. Schubert á píanó frá
þéim tíma, sem Schubert var
uppi, Beethoven á Beethoven-
píanó, Haydn á harpsicord o. fl.
tónskáld. Það er vaxandi áhug’i
á gömlum píanóum núna.
Það þykir gott til þess að kynn
ast tónskáldinu að heyra tón-
verk hans leikin á hljóðfær’i
þess tíma er hann samdi þau
á.
Næst fer ég til Kaupmanna
hafnar og þaðan til Þýzkalands,
þar sem ég held 6 tónleika og
spila inn á nokkrar plötur með
Fischer-Diskau m.a. Winterreise
Schuberts, Dichterliebe Schu-
manns o. fl. Ég hef leikið með
Diskau í 15 ár. Nú eru 10 ár
síðan hann söng inn á plötu
og röddin er orðin dramantísk-
ar’i, dýpri.
Jökull —
Framhald af bls. 16.
er maður alltaf með einhverjar
hugdettur í kollinum.
— Verður það eitthvað í á-
þekka átt og „Hart f bak“?
— Það vil ég ekki segja.
— Gamanleikur?
— Það held ég ekki. Annars
skulum við heldur tala um eitt-
hvað annað.
— Þú ert auðvitað orðinn flug
rikur eftir velgengni leikritsins.
— Ég verð aldrei ríkur. Ég
var svo skuldugur fyrir. Hitt er
annað mál, að þegar maður
stendur í byggingum þá kemur
það sér vissulega vel að hug-
verk manns fái hljómgrunn og
að maður njóti tekna af þeim.
Svo ætla ég að síðustu að biðja
þig að skila beztu kveðju minni
og þakklæti til leikstjórans, leik
endanna og þá ekki sfzt áhorf-
endanna. Ég er þeim öllum ákaf
lega þakklátur.
t í nótt sem leið var kært yfir
peningastuldi í herbergi, þar sem
tveir menn sátu að sumbli.
Bar annar mannanna það upp á
hinn, að hann hefði stolið af sér
peningum að fjárhæð hátt á 5.
þúsund kr.
Þegar lögreglan kom á staðinn
var ásigkomulag beggja mannanna
þannig, að hún taldi fara bezt á
því að hirða þá báða og koma þeim
annars staðar í húsaskjól. En við
leit á þeim, sem sakaður var um
stuldinn, fann lögreglan peningana
vöðlaða inni í skyrtuermi hans sem
hann hafði brett upp.
í fyrrinótt var tilraun gerð til
að brjótast inn í gosdrykkjaverk-
smiðjuna Sanftas — og ekki sú
fyrsta f vetur. Lögreglan greip ungl
ingspilt, sem hún stóð að verkn-
aðinum, en með honum voru fleiri
unglingar, sem sluppu. Hann gaf þó
upp nöfn þeirra svo hægt væri að
taka þá til yfirheyrslu.
Lækka háisian —
Framhald af bls. 16.
og hitaveitustokksins, þar
skammt frá, og að lokum fyrir
neðan mót Laugavegar og Suð-
urlandsbrautar.
Vonazt er til, að brautin verði
tilbúin einhvern tíma seinni
hluta næsta árs undir malbik.
Landspítalinn —
Framh at Dls. 1
ýmsar innanhússleiðslur á þessu
ári.
í austurálmu er ekki gert ráð
fyrir neinum verulegum fram-
kvæmdum nú f ár.
Það er ennfremur fyrirhugað
að hefjast handa um byggingu
þvottahúss og eldhúss sem
fyrst. Enn er undirbúningur
þessara framkvæmda ekki kom-
inn svo langt á leið, að hægt sé
að fullyrða, hvenær bygginga-
framkvæmdir geta byrjað.