Vísir - 18.03.1965, Qupperneq 16
Fimmtudagur 18. marz 1965
LÆKKA HÁLSINN
Unnið er nú á þrem stöðum
að byggingu hinnar miklu
Kringlumýrarbrautar, sem á að
liggja frá Hafnarfjarðarvegi í
Saetún.
Við Bústaðaveger verið að
vinna að miklum sprengingum
og er það Reykjavíkurhöfn, sem
þar er að verki og tekur grjót,
sem flutt er í Örfirisey og not-
að f uppfyllingu. Sjást þær fram
kvæmdir á myndinni hér til hlið
ar. Er þetta mjög hagstætt, því
þessi vinna lækkar veginn veru
lega. Einnig er verið að vinna
að veginum milli Hamrahlíðar
Framh. á bls. 6
TOGARI TEKINN MED ADSTOÐ
KVIKM YNDA VÉLAR VID RA TSJÁ
í morgun kl. 10 hófust rétt-
arhöld í máli skipstjórans á
brezka togaranum Bradman GY
161, sem varðskipið Óðinn tók
að meintum ólöglegum veiðum
5,5 mflum innan fiskveiðitak-
markanna út af Stigahlíð í gær.
Taka togarans var gerð með
nýstárlegum hætti, þvi nú var
f fyrsta sinni notað nýtt tæki,
photoplot, sem hefur verið sett
i Óðin.
Þetta tæki er sérstakur út-
búnaður við ratsjá skipsins, sem
kvikmyndar jafnóðum það, sem
kemur fy-am á ratsjárskífunni.
Tæki þetta , framkallar myndir
þessar samstundis á pappír og
er þvf bæði hægt að nota það
til hliðsjónar við eftirförina og
til að leggja fram sem sönnun-
argögn f rétti, þannig að rat-
sjármælingin verði ekki ve-
fengd. Á myndinni koma fram
öll kennileiti, skip, staðsetning
þeirra, dagsetning og tímasetn-
ing myndarinnar, og hægt er að
sjá stefnu og fjarlægð og hraða
með samanburði mynda. Þetta
tæki var fyrst sett f Óðin f gær,
svo það hefur komið að góðum
notum frá upphafi.
Það var um fjögurleytið síð-
-------------------------------S>
Leikur Mozart í kvöld
Þegar dyrnar á studio 1 í út-
varpinu opnuðust bárust trill-
andi tónar Mozarts á mót'i blaða
mönnum. Jörg Demus frá Vín
sat við hljóðfærið og var að
æfa sig fyrir tónleikana með
Sinfóníuhijómsveitinni f kvöld
en þar leikur hann Píanókons-
ert nr. 28, Es-dúr, K. 482 eftir
Mozart. Demus kom hingað frá
Bandaríkjunum, þar sem hann
var í tónleikaför.
— Þetta var í 9 sinn, sem
ég ferðaðist til Bandaríkjanna,
ég hef komið f nær 40 ríki þeirra
svo ég þekki landið e.t.v. betur
en margir Bandaríkjamenn.
Núna hélt ég 15 konserta. Af
tiiviljun hittumst við Badura
og lékum saman 6 konserta fjór
hent. T Bandaríkjunum virðist
méér að áhugi á tónlist sé
sérstaklega ríkjandi í háskól-
um og öðrum menntastofnun-
um. I Austurrfki fer fólk á tón
Jörg Demus. leika til þess að skemmta sér,
margir álíta það yfirborðs-
mennsku. í Bandarfkjunum fer
fólk meira til þess að mennta
sig f músík, til þess að Iæra.
Framh. á bls. 6
degis í gær, að varðskipið sá
togarann f ratsjánni, þegar það
var að prófa þetta nýja tæki.
Var togarinn þegar tekinn og
viðurkenndi skipstjórinn, Ge-
offrey James Peterson, þegar
brot sitt, en kvaðst sjálfur hafa
verið sofandi, þegar skipið fór
inn fyrir. Þetta er fyrsta skip-
stjórnarferð Peterson skipstjóra
og hafði togarinn aðeins verið
2—3 daga að veiðum.
Klukkan hálfníu í morgun
fóru Bragi Steinsson, fulltrúi
saksóknara, Gfsli ísleifsson, verj
andi skipstjóra, og Gísli Einars-
son, lögfræðingur Landhelgis-
gæzlunnar, flugleiðis til Isafjarð
ar, og réttur var settur á skrif-
stofu bæjarfógetans á feafirði,
Jóhanns Gunnars Ólafssonar,
klukkan tíu í morgun.
Jökull Jakobsson.
ÉG ER ÞEiM ÖLLUM AF-
SKAPLEGA ÞAKKLÁTUR
Viðtal v/ð J'ókul Jakobsson
„Hart / bak
synmgar a
1 kvöld sýnir Leikfélag Reykja
víkur „Hart f bak“ eftir Jökul
Jakobsson f 200. sinn, en það
er einsdæmi í leiklistarsögu Is-
lands að nokkurt leikrit hafi
/ tilefni 200.
" i kv'óld
Kjarasamningar opinberra
starfsmanna endurskoðaðir
Samkomulag hefur orðið milli
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja og ríkisstjórnarinnar um,
að rfkisstjómin skipi 7 manna
nefnd til að endurskoða lög um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna.
Þrír nefndarmenn eru tilnefnd
ir af B.S.R.B. og fjórir án til-
nefningar.
Eftirgreindir menn hafa verið
skipaðir í nefndina:
Jónatan Hallvarðsson, hæsta-
réttardómari, formaður, Gunn-
laugur E. Briem. ráðuneytis-
stjóri, Jón Þorsteinsson, alþingis
maður, Sigtryggur Klemenzson,
ráðuneytisstjóri.
Stjón B. S. R. B. hefur tilnefnt
Kristján Thorlacius, formann
bandalagsins, Guðjón B. Bald-
vinsson, deildarstjóra og Teit
Þorleifsson, kennara.
fengið þvílikar viðtökur sem
þetta. Hefur það verið sam-
fellt á leikskrá Leikfélagsins frá
því að byrjað var að sýna það,
en síðan er liðið nokkuð á
þriðja ár.
1 tilefni þessarar 200. sýningar
hringdi Vísir til höfundar leik-
ritsins, Jökuls Jakobssonar í
morgun og spurði hvort hann
hefði búizt við þessu þegar leik-
ritið var fyrst sett á svið.
— Mig óraði ekki fyrir því,
svaraði Jökull.
—- Hvenær datt þér i hug að
semja leikritið?
— Ég hef líklega verið búinn
að ganga með hugdettuna i koll
inum ein tvö ár áður en leik-
ritið var sýnt. En leikritið sjálft
skrifaði ég á einu vori — eyddi
2 eða 3 mánuðum í uppistbð-
una.
— Hvað kallarðu uppistöðu?
— Eins og ég gekk frá hand-
ritinu í byrjun. En leikrjtið tók
miklum stakkaskiptum áður en
lauk.
— Hvers vegna?
— Vegna þess, að þegar tek-
ið var til að æfa, varð ljóst að
ýmislegt fór betur öðru vísi. Ég
felldi heila kafla úr og bætti
nýjum inn í staðinn.
Ég fæ seint þakkað Leikfélag-
inu, leikendum og sérstaklega
þó leikstjóranum, Gísla Halldórs
syni, fyrir það að mega semja
leikritið upp í leikhúsinu sjálfu,
og á meðan verið var að æfa
það. En einmitt á því lærir mað
ur bezt að semja leikrit, þá sér
maður hvað hentar og hvað
ekki. Ég get því sagt með nokkr
um sanni, að ég hafi lokið við
samningu leikritsins niðri í Iðnó.
— Margar sýningar eftir?
— Spurðu mig ekki að því.
Um það eru tilvonandi áhorf-
endur færastir að svara.
Annars skilst mér, að það sé enn
lítið iát á aðsókninni, en ráð-
gert er af Leikfélagsins hálfu
að halda um þrjár sýningar.
— Ertu með nýtt leikrit á
döfinni?
— Ekki svo að það sé komin
á það nein föst mynd. Annars
Framh. af bls. 6