Vísir - 20.03.1965, Blaðsíða 4
4
VI S I R . Laugardagur 20.
1965.
FÉLACSHEIMILI HEIMDALLAR OPNAÐ
RITSTJÓRAR:
PÉTUR SVEINBJARNARSON
STEINAR J. LÚÐVIKSSON
Undanfarið hafa miklar breyt
ingar orðið á kjallara hússins
Valhallar við Suðurgötu. Þar
hafa Heimdellingar verið að
koma sér upp félagsheimili. Skil
rúm voru rifin og mörg her- Myndirnar á síðunni eru teknar í nýja félagsheimilinu.
Með því skapast stórbætt
aðstaða til félagsstarfa
bergi gerð að einum stórum sal,
sem síðar var klæddur með
ljósri viðarlíkingu, gólfið lagt
teppum og komið fyrir nýtízku-
legum, hlýlegum húsgögnum.
Með tilkomu félagsheimilisins
hefur aðstaða Heimdallar til fé-
lagsstarfa stórbatnað.
Undirbúningur verksins hófst
fyrir tæpu ári og höfðu umsjón
með þeim undirbúningi þeir Ás-
geir Thoroddsen og Ólafur Jóns
son. Framkvæmdir hófust svo í
júlí s. 1. og hafa staðið yfir nær
óslitið síðan. Teiknistofa Gísla
Halldórssonar sá um verkfræði-
lega vinnu, en Kristinn Ragnars
son trésmiður hafði yfirumsjón
með verkinu og á hann miklar
þakkir skilið fyrir sérlega vel
unna og vandaða vinnu.
Félagsheimilið var opnað
þriðjudaginn 16. marz með mót
töku fýnr fjölmárgá' gestf : ráð-“*
herra Sjálfstæðisflokksins, al-
þingismenn, borgarstjóra og
borgarfulltrúa flokksins, for-
menn annarra Sjálfstæðisfélaga
1 Reykjavík, stjórn Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna, fjármála-
ráð flokksins og ýmsa aðra
gesti.
Styrmir Gunnarsson formaður
Heimdallur bauð gesti velkomna
og lýsti yfir opnun félagsheim-
ilisins. Dr. Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra, formaður
Sjálfstæðisflokksins, óskaði
Heimdalli til hamingju með fé-
lagSheimilið og fór um leið
nokkrúm oroum
þýðingu.sem starf ungra Sjálf-
stæðismanna hefði.
Einnig tóku tii máls þeir Bald
vin Tryggvason formaður Full-
trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavfk og Árni Grétar Finns
son formaður Sambands ungra
Sjálfstæðismanna. Árnuðu þeir
félaginu heilla með hið nýja fé-
lagsheimili.
Félagsheimilinu bárust góðar
gjafir við opnunina. Ásgeir Thor
oddsen stud. jur. færði að gjöf
alfræðiorðabókina Encyclopae-
dia Britannica frá fjölmörgum
fyrrverandi stjórnarmönnum og
velunnurum Heimdallar. Sveinn
Guðmundsson formaður Varðar
færði félaginu höfðingiega pen-
ingagjöf frá félagi sínu. Þá barst
einnig1 falleg blómakarfa frá
Heimdallarfélögum er stunda
^gpgJjgy^^ílilPI- VerzIunarákóla íslánds.
Við opnun þessarra glæsilegu
húsakynna áttu eldri og yngri
Sjálfstæðismenn ánægjulega
stund saman og þágu góðgerðir,
öl og snittur.
Mjög fjölþætt starfsemi er
framundan hjá Heimdalli og
mun hún fara öll fram í hinu
nýja félagsheimili. Á næstunni
verða haldin kynningarkvöld þar
sem meðlimum félagsins verður
sérstaklega boðið að skoða fé-
lagsheimilið. Á laugardögum
verður þar framvegis síðdegis-
kaffi Sjálfstæðisfélaganna. Á
sunnnudagskvöldið verður hald
ið þar fyrsta skemmtikvöldið
með vandaðri dagskrá. Ætlunin
er að hafa félagsheimilið opið 6
kvöld vikunnar og þangað geta
menn komið, spjallað saman,
fengið ódýrar veitingar, teflt,
spilað eða sinnt öðrum hugðar-
efnum.
Við opnun félagsheimilisins
hittum við tvo af forystumönn-
um Heimdallar þá Styrmi
Gunnarsson formann félagsins
og Val Valsson framkvæmda-
stjóra og báðum þá að segja
nokkur orð á þessum merku
tímamótum í sögu félagsins.
Styrmir sagði: — Þessi bætti
húsakostur mun valda straum-
hvörfum hjá félaginu og miklar
breytingar eru fyrirhugaðar á
starfseminni. Með félagsheimil-
inu gefst fleira ungu fólki tæki-
færi til að starfa í okkar röð-
um.
Valur sagði: — I 37 ár hefur
Heimdallur fundið fyrir skorti
á góðu húsnæði til félagsstarfs-
ins og nú hefur félagið fengið
til umráða þau húsakynni, sem
hæfa hinu fjölþætta og umfangs
mikla starfi þess. Undanfarinn
tími hefur að mörgu leyti verið
erfiður og erilsamur og óhjá-
kvæmilcga hefur það komið nið
ur á hinu almenna féiagsstarfi.
En nú hefur félagsheimilið verið
opnað og þá getum við sýnt það,
svo ekki verður um villzt, hvaða
stjórnmálastefna nýtur hylli og
trausts unga fólksins.
Heimdaliarsíða Vísis árnar
Helmdellingum til hamingju
með þetta stórglæsilega félags-
heimili.