Vísir - 20.03.1965, Blaðsíða 9
I C5 T Vt
T
"7
9
Hún var aldrei ástfangin í
honum og stóð á sama þegar
slitnaði upp úr trúlofuninni
uð upp, en þó byggð á upplýs-
ingum dýra„hjúkrunarkonu“,
sem stundaði hundana og mynd
irnar sem fylgdu voru teknar
af þeim hundum, sem hún sagði
frá. Hver hundur byrjaði svar
sitt með því að segja nafn sitt
og kynstofn. Spurningin, sem
var lögð fyrir hundana, hljóð-
aði svo: — Hvers vegna dvelj-
izt þér hér á spítaianum?
Ein tíkin svaraði svo: — Ég
átti fimm hvolpa, en þar sem
þeir voru ekki af hreinum kyn-
stofni voru þeir teknir frá mér.
Ég ákvað að bragða hvorki vott
né þurrt fyrr en ég fengi aftur
börnin mín. Og þegar ég var
farin að svelta mig, þá var ég
flutt hingað. Annar lftill hundur
svaraði svo: — Hvað ég hef
gert? — Ég sýndi í verki andúð
mína á húsmóðurinni. Það var
sagt að ég væri sálsjúkur og
sendur hingað til lækninga.
Þegar dró að lokum kosn-
ingabaráttunnar í forsetakosn-
ingunum 1952 var Jacqueline
mikið á stjái í kringum Hvíta
húsið leggjandi ýpiiss konar
spurningar fyrir fólk, sem
snertu kosningarnar beint eða
óbeint.
Þar er m. a. að finna spurn-
ingu, sem kemur einkennilega
við lesandann nú í dag: — Seg-
ið mér hvaða dánarfregn stjórn-
málamanns hefur fengið mest á
yður? Eitt svarið var: — Frégn-
in um dauða Franklin Roosevelts.
Aðrar spurningar: — Hvaða á-
hrifum urðuð þér fyrir við að
heimsækja Hvíta húsið? — Hald
ið þér að ennistoppur frú Mamie
Eisenhower verði þjóðartízka?
— Með hvaða frambjóðanda í
forsetakosningunum vilduð þér
helzt vera á eyðieyju í út-
hafinu? (Ein konan svaraði svo:
— Með Adlai Stevenson, — en
hvar er þessi eyja?).
'C'nn snertir okkur ein spurn-
ingin með tilliti til síðari at-
t'nn skulum við hlýða á lýs-
ingu George Kaleks yfir-
manns ljósmyndadeildar Times
Herald. Hann segir: — Jacquel-
ine var vön að koma upp á
fjórðu hæð, þegar hún kom úr
leiðöngrum sínum. Er hún hafði
skilað filmum sínum fór hún
þegar niður á næstu hæð fyrir
neðan þar sem ritvél hennar var
í stórum opnum sal og vildi hún
helzt hafa frið til að ljúka sínu
verki af sem fyrst. En því var
ekki alltaf að heilsa, því að
þarna var stöðugur ófriður og
samstarfsmenn og ýmislegt fólk
var þar oft að trufla hana. Líf-
ið á skrifstofunni var mjög
skemmtilegt, félagsskapur, gam-
anyrði og rabb milli fólksins.
Einu sinni sögðu samstarfsmenn
við hana: — Ég skil ekkert í
því, að stúlka eins og þú skulir
vera að eyða ævinni hér við
fjarritunartæki og ritvélar. Eig-
um við ekki heldur að fara heim
til þín og taka okkur öll söm-
un bað í sundlauginni í garðin-
um ykkar? Jacqueline svaraði:
— Þetta er alveg stórkostleg
hugmynd, — en hún sat áfram
kyrr við ritvél sína.
Jacqueline var fögur stúlka og
því alltaf umsetin. Það kom
oft fyrir að ungir samstarfs-
menn hennar, blaðamenn á Tim-
es Herald, vildu bjóða henni út.
En henni tökst að jafnaði áð
afþakka boðið án þess að móðga
þá. Svo fóru þeir að verða undr-
andi á þessu, að hún skyldi
aldrei vilja koma út og fóru að
spyrja hana: — Hvers vegna
viltu aldrei koma út með okk-
ur? Hefurðu eitthvað á móti
okkur?
Þá tók Jackie upp á því að
leita sér hælis uppi á 6. hæð
hússins, þar sem fréttastofan Int
ernational News Service var til
húsa og fékk að vélrita þar í
betra næði. Hún sagði í gamni,
að hún leitaði þangað til að
1%/Taðurinn, sem Jacqueline trú-
lofaðist hér John Husted
jr., sonur bankastjóra eins. —
Hann var ungur maður, gáfaður
og myndarlegur, búinn öllum
þeim kostum, sem hægt er að
óska sér hjá tengdasyni góðrar
fjölskyldu, hann var vel mennt-
aður og ríkur.
Frétt um trúlofun þeirra birt-
ist í Times Herald 21. janúar
1952 og eins og venjulega, þeg-
ar stúlkur af góðum fjölskyld-
um trúlofuðust var gert allmik-
ið úr þessari „samkvæmisfrétt".
Þar birtist stór mynd af hinni
fyrirhuguðu brúði. ! fréttinni
segir, að þessi trúlofun veki
mikla athygli í samkvæmislíf-
inu, þau Auchinloss hjónin hafi
tilkynnt að dóttir frú Auchin-
loss, ungfrú Jacqueline Lee Bou-
vier, hafi opinberað trúlofun
sína með John G. W. Husted
ir. Ungi Husted er sonur herra
og frú Husted í Bedford Hills.
Hann hefur stundað nám í
Summerfield skólanum í Hast-
ings í Englandi, í St. Paul-skól-
anum í Concord i New Hamps-
hire og í Yale-háskólanum. — I
heimsstyrjöldinni barðist' hann
í hópi bandarískra sjálfboðaliða
í brezka hernuru á Ítalíu, Frakk-
landi, Þýzkalandi og Indlandi.
Ungfrú Bouvier og John Husted
hafa ákveðið að brúðkaupið fari
fram í júní.
En í stað þess að brúðkaupið
færi fram á tilsettum tíma, slitn
að upp úr trúlofuninni eftir
fjóra mánuði.
Tohn Husted jr. býr nú í New
" York og er miðlari við kaup-
höllina í Wall Street. Árið 1954
kvæntist hann Ann Hagerty
Brittain, sem var fráskilin kona.
Husted hefur aldrei minnzt einu
orði við nokkurn á trúlofun
sína með Jacqueline. — Þegar
blaðamenn hafa haft samband
við hann og beðið hann um að
gefa einhverjar upplýsingar
Þessi mynd var nýlega tekin af John Husted á gangi í Wall
Street. Hann starfar nú þar sem kauphallarmiðlari.
fyrrí trúlofun JA CQUEUNE
burða: — Hvaða forseta Banda-
, rikjanna hefðuð þér helzt viljað
vera gift? Ein konan svaraði
þessu svo: — Ég hefði helzt vilj
að vera gift Lincoln, og ef ég
hefði verið gift honum, hefði ég
getað bjargað lifi hans. Kvöldið
sem hann var myrtur í leikhús-
inu hefði ég beðið hann og grát-
bænt hann um að fara ekki en
vera heldur heima og þannig
hefði ég getað bjargað lífi hans.
Þegar Jacqueline mætti fyrir
Warren-nefndinni og gaf skýrslu
um dauða manns síns skýrði
hún frá þvf, að hún hefði harm-
að það að hafa ekki strax eftir
fyrsta skotið tekið hann til sín
og hallað höfði hans í keltu
sína. Þannig heðfi hún getað
forðað því að annað skotið
hæfði hann og þannig bjargað
lífi hans.
komast undan „úlfunum á
fjórðu hæð“.
Áður hefur lítillega verið vik-
ið af þvi, að Jacqueline trúlofað-
ist í desember 1951, rétt áður
en hún byrjaði starf sitt á Times
Herald. En hún trúði m. a. —
Waldrop ritstjóra fyrir þessu,
þegar hún kom til vinnu. Vin-
kona hennar, saumakonan Mini
Rhea sá hana einu sinni koma
og þá var hún komin með trú-
lofunarhring. Það var milli jóla
og nýárs 1951. En frú Rhea
segir: — Fimm mánuðum siðar
sá ég hana aftur og þá var hún
búin að taka hringinn niður og
hafði skilað unnusta sínum öll-
um gjöfum hans. En hún sagði
mér aldrei ástæðuna fyrir því
að hún sleit trúlofuninni, Jac-
queline var alltaf mjög fáorð
um sín einkamál.
svarar hann stutt og laggott:
„No comment“ — Ég segi ekk-
ert.
Fjölskylda hans sem bjó í
Bedford Hills var alltaf einangr-
uð og vildi sem minnst hafa sam
an við aðra að sælda. Er því
mjög erfitt að fá miklar upplýs-
ingar um þetta fólk.
Amma John Husteds, frú Ell-
ery Husted bjó í Washington um
líkt leyti og Jacqueline var þar
og skipti við Mini Rhea sauma
konu. Þar kynntist hún Jacque-
line áður en sonar sonur hennar
trúlofaðist henni. Það varð góð
vinátta á milli þeirra. Hún lifir
enn en neitar líka að gefa nokkr
ar upplýsingar um trúlofunina
Nú er það ekkert óalgengt fyr-
irbrigði að slitni upp úr trúlof
un. Þrátt fyrir það virðist þess
urar trúl inar Jacqueline vera
gætt eins og hún væri hernaðar
íeyndarmál. Aldrei er minnzt á
hana í venjulegum frásögnum af
ævi Jacqueline.
Tjegar þau voru trúlofuð bjó
Jacqueline i Washington, en
unnusti hennar í New York.
Þau hittust samt um hverja
helgi með því að Husted kom
þá til Washington. Einu sinni
sagði Jacqueline Mini Rhea að
gallinn við trúlofunina væri sá,
að fjarlægðin væri of mikil, en
ef til vill átti hún þá ekki aðal
lega við það, að fjarlægðin væri
of mikil milli New York og
Washington, heldur vék hún
með þessu að hinni andlegu fjar
lægð við unnusta sinn
— Þegar stúlka er ástfangin,
segir Mini Rhea þá sýnir hún
það með augunum, með orðum
sfnum - - hreyfingu. Mér virtist
hins vegar að Jacqueline væri
algerlega áhugalaus. Mér var ó-
mögulegt að sjá nein merki
þess, að hún væri ástfangin.
— Ég sá muninn, heldur hún
áfram, þegar hún fór að vera
með John Kennedy. Húsið mitt
var miðja vegu milli íbúðar
hennar og skrifstofu Times Her
ald. Ef Jacqueline ætlaði að
fara út um kvöldið með John
Kennedy, þá kom hún um morg-
uninn með samkvæmisfötin sem
hún ætlaði að vera í og skyldi
þau eftir hjá mér. Það flýtti
fyrir henni að geta þá komið
til mín af skrifstofunni og skipt
um föt. Þá var ég alltaf hjá
henni, þegar hún var að klæða
sig upp og hún spurði mig oft
sæl og eftirvæntingarfull: —
Jæja, hvernig tek ég mig út
núna. Þá var enginn efi á því,
að hún var ástfangin.
Tjegar hún sleit trúlofuninni
við Husted, sá ég enga eftir
sjá eða tilfinning’ar með henni.
Það var eins og henni stæði
algerlega á sama. Hins vegar
Framh á bls. 6