Vísir - 24.03.1965, Page 7

Vísir - 24.03.1965, Page 7
VÍSIR . Miðvikudagur 24. marz 1965. 7 ★ Alvara iífsins virðist vera þeim víðs fjarri, þar sem þau ganga blaðrandi og hlæjandi í hópum inn um dyrnar á Iðn- skólabyggingunni. Þau sem koma út eru jafn laus við alla alvðru, þau tala saman af eld- móði og eru með bæklinga og upplýsingapésa í höndunum. Inn anum greinir maður þó alvar- lega studiosa, tilvonandi háskóla borgara, þeir eru þyngri á brún- ina finna dálítið til ábyrgðar- innar, sem fylgir því að velja sér lífsstarfið. brosti út f annað munnvikið — einn kom og spurði hvort stétt- in væri ekki að deyja út. Það ætlar sér enginn að verða verka- maður, þau vilja öll læra, til allrar hamingju. Skólarnir eru þarna með kynn ingu á starfsemi sinni. Verzlun- arskólinn sýndi hvernig unnið er með ýmsum vélum, sem notað- ar eru við verzlunarstörf, einnig var kynning á félagslífi innan skólans. Samvinnuskólinn sýndi kvikmynd tekna af skólalífinu og var alltaf troðfullt út úr dyr um því fátt virðist hafa meira aðdráttarafl en heimavistarróm- antík upp í sveit. í einni stofunni var hægt að fræðast um skólanám erlendis og var þröngt við borð leiðbein- andans. Að því er virtist voru það einkum ungpíur, sem höfðu áhuga fyrir því að komast á stutt námskeið erlendis. En unga fólkið er fróðleikfúst, og vill læra, það sýndu hópamir, sem leituðu sér fræðslu um skólanám. Kristín^ Bjamheiður og Margrét ætla að nema stærðfræði. AÐ VELJA SÉR LÍFSSTARF Unglingarnir hafa líka áhuga á listum. Ungu stúlkurnar vilja verða leikkonur einn og einn pilt ur spyr líka um leiklistina. Marg ir vilja líka fræðast um teikni- nám, tízkuteiknun er t.d. nýr liður á starfsfræðsludeginum og þegar við förum út komum við við f tónlistardeildinni. — Það er nú aðallega komið hingað og spurt um hvar sé hægt að læra á trompet gítara og trommur, og hvar sé hægt að kaupa'hljóðfæri segir fulltrúi tónlistarinnar og kímir. Inni er þröngt á þingi, á öll- um fimm hæðunum er ys og þys. Við borð undir hverju skilti sitja fulltrúar viðkomandi starfs greinar og reyna eftir beztu getu að svara spumingum, sem em e.t.v. ekki alltaf jafn gáfu- legar. Þarna eru samankomnir fulltrúar a.m.k. 170.starfsgreina, skóla og stofnana svo að unga fólkinu er nokkur vandi á hönd- um. Þama em fulltrúar fyrir gaml- ar starfsgreinar eins og skó- smíði, sem eiga ekki upp á pall borðið hjá æsku nútímans. — Þegar rætt var við fulltrúa þeirr ar greinar sagði hann að 3—4 hefðu spurt hann í alvöru. Þeg- ar blaðamaður kom að borði verkamannsins, ságði hann og Bjöm Eysteinsson er að skoða gírkassa með miklum áhuga, hann segist vera í 4. bekk Flens borgarskólans og hafi mestan á- huga á mótomm og svoleiðis. Hann er helzt að hugsa um að verða flugvirki en lízt einnig vel á að fara í Tækniskólann. — Ég vann í síldarverksmiðju í sumar og var aðstoðarmaður við vélamar, segir hann okkur, þeg- ar við spyrjum hvort hann hafi fengizt við vélar. Islendingar vilja fylgjast með tækninni því að stór hópur var fyrir framan skiltið þar sem á stóð Kvikmyndagerð og sjón- varpstækni og áhuginn fyrir öll um vélum var augsýnilegur. Unglingamir vildu bersýnilega vera vel inni í öllu er snertir vélamenningu nútímans. Einnig dró fræðslusýning byggingaefna rannsókna að sér álitlegan hóp. Fyrir utan eina stofuna náði blaðamaður tal af Magnúsi Ingv arssyni nemanda I 2. dekk Lang- holtsskóla. Magnús var alveg harðákveðinn f að leggja stund á jarðfræði og sagðist hafa mik- inn áhuga á öllu, sem væri £ náttúranni, ekki kvaðst hann hræðast langskólanám. Mestan áhuga hefði hann á steingerving- um og hefur þegar safnað miklu af steinum. Magnús var á hraðri ferð svo við töfðum hann ekki lengi. Fyrir framan spjaldið sem á stóð stærðfræði vom þrjár ung- ar stúlkur og virtust hálfhik- andi við að spyrja um sy^h^- vísindalega grein en þær.-tókUi í sig kjark og voru komnar f hrókasamræður við fulltrúann áður en lauk. Eftir á tökum við þær tali. Þær em allar nemend ur 3. bekkjar Menntaskólans og sögðust heita Kristín Jónsdóttir, Bjarnheiður Guðmundsdóttir og Margrét Reykdal. Þær skýrðu hlæjandi frá því að þær ætluðu allar að fara í stærðfræði. — Það eykst alltaf áhuginn á stærð fræðinni sögðu þær, það ætla fleiri stelpur f bekknum að fara f stærðfræðileid núna en var f 3b f fyrra. Kristín yar ejginlega alveg' ia fas^|kv?|in ^fara í arkitekbir.' þegar þær ém spurðar hvað þær ætli sér að gera f framtíðinni, Bjamheiður var að hugsa um efnafræði eða lyfjafræði, hallað ist þó heldur að lyf jafræðinni og taldi það kost að geta lært hana hér heima a.m.k. fyrri hlutann. Margrét hallaðist að arkitektúr náminu en er samt ekki alveg ákveðin, — vfst ferðu, gall f hinum, þú sem ert svo góð að mála, — hún fékk verðlaun á málverkasýningunni bættu þær svo við, en Margrét vildi sem minnst gera úr þvf. — Þegar þær eru spurðar hvort þetta geti breytzt brosa þær bara og segja að það geti svo sem vel verið. Áhugi fyrir vélunum var mikill . . . Á starfsfræðsludeginum skipt Magnús Ingvarsson. Bjöm Eysteinsson. ist á gaman og alvara. Ungling- arnir velja sér ævistarf, það er vandasamt val. En þeim er hjálp að að taka þessa mikilvægu á- kvörðun. Það er hlutverk starfs- fræðslunnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.