Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur ’ m~ OT ver var Barabbas? Kvikmyndin um Barabbas, sem gerð er eftir hinni; frægu sögu Per Lagerkvists, og nú er sýnd í Stjömu- ■ bíói, hefur vakið mikla athygli og umtal. Vísir hefur! beðið sr. Jakob Jónsson að segja álit sitt á þessari kvikmynd, og skýra frá sögupersónunni Barabbas. Kvikmyndin um Barrabas er gerð eftir kvikmyndahandriti, er gert hefir Christopher Fry, sem kunnur er að því að skrifa leik- rit um trúræn efni. Hann styðst aftur við skáldsögu eftir hinn sænska ritsnilling Per Lagerquist, sem auðvitað hefir í huga þann Barrabas, sem getið er um í biblí- unni. Hér er með öðrum orðum um þrjú stig að ræða. Segja má, að þegar horft er á kvikmynd, komi það ekkert málinu við, hver sé hinn sögulegi kjarni, eða hvað sé skálda- leyfi. Aðalatriðið sé listaverkið í þeim búningi, sem bíógestinum sé ætlað að njóta þess. Þó er þetta ekki með öllu rétt. Maður, sem nokkuð þekkir til sögunnar, hlýtur einnig að hafa áhuga á því, hvern- ig skáldið og kvikmyndahöfundur- inn skilja sögupersónurnar, og hvernig leikendurnir flytja þann boðskap áleiðis. Ekki er neitt vitað um Barrabas annað en það, að honum bregður ■fyrir á úrslitastund í píslarsögu Krists, þegar Pílatus 1 landsstjóri' 'l&tur lýðinn velja riiilli þeirra tveggja. Markús guðspjallamaður segir, að hann hafi verið í böndum með upphlaupsmönnum, og höfðu þeir framið manndráp í upphlaup- inu (Mark 15,7). Lúkas bætir því við að upphlaupið háfi verið „í borg- inni“, þ.e. í sjálfri Jerúsalem (Lúk. 23,19). Mattheus nefnir hann alræmdan bandingja (Matth. 27,16). Til er gamall lesháttur þessa guð- spjalls, þar sem hann er nefndur Jesús Barrabas. Jóhannes guð- spjallamaður segir aðeins: En Barrabas var ræningi (Jóh. 18,40). Þessi fáu ummæli mundu ekki gefa aðra hugmynd um Barrabas heldur en þá, að hann hefði verið venjulegur stigamaður, ef ekki væru til heimildir um samtíð hans, sem að minnsta kosti gefa fulla á- stæðu til að ætla annað. Það er ekki líkt venjulegum vegaræningj- um að hefja upphlaup eða jafnvel að taka þátt í þeim inni í miðri höfuðborginni. Upphlaup geta auð- vitað átt sér stað af ýmsum ástæð- um, en vitað er, að einmitt um þetta leyti voru stöðugar óeirðir af pólitískum ástæðum. Þegar hér var komið sögu, var Heródes konungur yfir Galíleu, en í raun réttri var sú konungstign aðeins að nafni til. Auk þess var hann ekki nema að nokkru af Gyðingaættum. Lands- stjórinn Pontíus Pílatus var undir- gefinn hinum rómverska skattlands stjóra í Sýrlandi og herlið hans sennilega að mestu leyti sýrlenzkt málalið. Alþýðan í landinu var brautpínd af sköttum og arðráni, og grísk-rómversk menning og ó- menning leitaði jöfnum höndum á gagnvart gyðinglegum trúarbrögð- um og menningarerfðum. Hin innlenda stjórn, æðstuprestarnir og ráðið, átti stöðugt í vök að verj- ast. Annars vegar reyndu höfð- ingjarnir að koma sér vel við hin erlendu yfirvöld, — en hins vegar áttu þeir litlum skilningi að mæta, þegar þeir vildu halda uppi „lögum og rétti“ gagnvart þeim, sem að þeirra áliti voru hættulegir valdi j æðstu prestanna eða rétttrúnaði | þeirra. Landsmenn sjálfir skiptust: marga flokka. Um skeið hafð: inn- lendri prestsætt tekist að gera landið sjálfstætt, en sú saga var liðin. Hins vegar brann þjóðin af hatri til hins erlenda valds, og alþýðan leit sömu augum á hina innlendu stjómendur, sem notuðu aðstöðu sína til fjárgróða og kúg- unar. Andstöðuflokkar höfðu mynd ast fyrir all-löngu, en sá flokkur- inn, sem beitti sér fyrst og fremst fyrir blóðugri uppreisn gegn er- lenda valdinu, var Selótarriir — vandlætarar, er svo vom nefndir. Þegar Kviriníus landsstjóri í Sýr- landi krafðist skrásetningar til skattheimtu, um það leyti sem Jesús fæddist, var foringi þeirra Júdas frá Galíleu, sem getið er um í Postulasögunni (5, 37). Hann beið ósigur og var tekinn af lífi. Um það leyti sem Jesús var krossfestur hafði þessi hreyfing breytzt í og þar með var hafinn aðdragandi ao þeirri þróun, sem enn í dag er heimsvandamál, dreifingu Gyð- ingaþjóðarinnar út um allan heim. Þegar á allt þetta er Iitið, liggur mjög nærri að ætla, að Barrabas hafi verið ,ræningi“ af þeirri teg- und, sem hér er lýst. Fullkomin söguleg vissa er ekki fyrir þvf, að vísu. En vinsældir hans meðal lýðsins benda til þess, að hann hafi verið við eitthvað riðinn, sem fólk- ið taldi unnið í sína þágu. Hér yrði of langt mál að fara út f það, hvers vegna Pílatus lætur fólkið velja milli hans og Jesú, — en þarna fær hann að minnsta kosti tækifæri til að láta „fólkið“ ráða, og þvo hend- ur sínar af því, sem gerist. Athafn- ir hans stjómast yfirleitt af hræðslu við æðstu prestana, sem hann fyrirlítur af öllu hjarta, og við keisarann. Sennilegt er að Pílatus hafi ekki botnað upp né niður í ástæðunni fyrir þvf, að æðstu prestarnir vildu Jesúm feigann, en litið á Barrabas og Jesú sem sams konar uppreisnarmenn og óeirðaseggi. — Um Barrabas er bókstaflega ekkert vitað, eftir að hann hlýtur sinn sýknudóm hjá Pílatusi, og líf hans er keypt því verði, að Jesús er krossfestur. Hér hafa þvf skáldin Anthony Quinn f hlutverki Barabbass. skæruliða, sem notuðu hvert tæki- færi, sem gafst til upphlaupa og of- beldisverka. Náskyldir áelótunum eða ein grein af sama stofni, voru menn, sem gengu með sérstaka gerð rýtinga, og brugðu þeim oft í margmenni, þar sem þeir hittu fyrir leppa eða sníkjudýr kúgunar- valdsins, en komu sér oft undan í þvögunni, sem safnaðist utan um hinn myrta marin. — í sagnaritum Jósefusar eru Selótarnir nefndir ræningjar, og er ekki vitað, hvort þeir notuðu það nafn sjálfir. En bardagaaðferð þeirra var að þvf leyti lík háttum stigamanna, að þeir mynduðu skæruliðasveitir, sem réðust á andstæðingana á veg- um úti og lifðu á herfangi sínu. Eins og nærri má geta, var ekki tekið mjúkum höndum á þessum uppreisnarmönnum, þegar til þeirra náðist, en því er við brugðið, hvernig þeir urðu við dauða sínum. í hernumdum löndum vorrar eigin aldar hefði verið litið á þessa menn sem frelsishetjur. Hitt er annað mál, að það varð þessi hreyfing,. sem olli því, að blóðug uppreisn var hafin árið 66, og endaði hún með falli Jerúsalemsborgar árið 70, frjálsar hendur og geta gefið ímyndunarafli sínu lausan tauminn. Nú er þvf miður svo langt síðan ég hefi lesið skáldsögu Per Lager- quists um Barrabas, að ég treysti mér ekki til að vitna til þess verks, en leikrit hans um sama efni er mér betur kunnugt. Lagerquist er sérkennilegur höfundur, og leikrit hans hafa sérkennilegan blæ, sem mér virðist kvikmyndin ekki hafa náð nema að litlu leyti, enda er hér auðvitað um allt annað og óskylt listform að ræða. Sú spum- ing, sem knýr Lagerquist til að skrifa um Barrabas, er þessi: Hvernig hefir það verkað á mann eins og Barrabas að hafa komizt svo nærri Kristi og öðlast sinn sýknudóm við dauða hans? Eitt er víst, að ósnortinn af atburðinum hefir hann tæplega orðið. Sýknu- dómurinn er svo gagngerr, að hvað sem fyrir hann kemur, margra ára þrælkun f kopamámum, bardagar á leiksviðinu í Róm, meðferðin í skylmingaskólanum — ekkert get- ur valdið dauða hans. Hann er dæmdur til að lifa. Og nafn hans lifir. Hvar sem hann hittir fyrir kristna menn, kannast þeir við hann. Aftur og aftur mætir hann þessu atviki, sem skeði við höll landsstjórans í Jerúsalem. Hann kemst ekki undan því, sem mætti honum á Golgata. Hann hefir komið nógu nærri krossfestingunni og upprisunni til þess, að hann ef- ast um, að Jesús sé úr sögunni. Og áhrifum hans mætir hann hjá námuþrælnum, sem hann er hlekkj- aður við. Raunar finnst mér leik- rit Lagerquist lýsa þvf betur en kvikmyndin, hvern mann hin kristna trú hefir gert úr þeim manni ,nema þegar að því kemur, að hann gengur út í píslarvættis- dauðann. Hinn óljósi, kveljandi grunur Barrabasar um upprisu Krists er aftur á móti ekki sú trú, að hann geti hennar vegna afneitað drottinvaldi keisarans. Og þegar hann að lokum vildi ganga til liðs v»ð kristna menn, þá er skilningur hans á boðskap kristninnar ekki dýpri en það að hann gerist að nýju hinn gamli „ræningi", brennivargur sem heldur að hann sé að flýta fyr ir nýjum heimi með þvf að útbreiða eldinn í Rómaborg. Loks kemur þó að því ,að þegar hann er að fullu kominn í sömu aðstöðu og hinir of- sóttu, kristnu menn, fær hann skiln ing á því, að það ríki, sá nýi heim- ur, sem þeir trúa á, er grundvallað ur á skilyrðislausu fylgi við boð- orðið „Elskið hver annan“. Og þeg- ar Barrabas lætur líf sitt á krossi, deyr hann með andlátsorð Jesú á vörum. Saga Barrabasar verður þannig saga þess manns, sem Krist- ur.hefir .raunverúléga hað (ökuth a, en getur þó ekki trúað, af því að hann er ávallt bundinn af sinni gömlu trú á eðli hjálpræðisins. Hann er maður ,gæddur takmarka lausu þreki, en inni fyrir þjáður af svo sárri baráttu, að hann er þrátt fyrir allt eins og reyr af vindi skek inn, — þangað ti! hann er heill í trú sinni og von. Þá loksins getur hann dáið — dáið sem píslarvott- ur þess lífs, sem koma skal, — þess heims, sem ekki er orðinn til nema þar sem menn elska hver annan. Þegar ég fór f bíó til að horfa á kvikmyndina um Barrabas, gerði ég það raunar með hálfum huga. Á undanfömum árum hefi ég séð nokkrar kvikmyndir um biblfuleg éfni, — andstyggilegar myndir f einu orði sagt. Ég á við myndina af Samson, þar sem mest áherzla var lögð á óhóflegan fburð og tak- markalaus hryðjuverk. Þó að kvik- myndin af spjámanninum Móse væri skárri, og kæmi nær því að sýna hlutverk hans f veraldarsög- unni í réttu ljósi, var langur vegur frá því, áð þannig væri með efnið farið, að nokkur list væri í. — Hin sjúklega hryðjuverkalýsing, sem kemur fram bæði f mörgum kvik- myndum og amerískum hazarblöð- um er að mfnu áliti mjög f átt við hugarástand yfirstéttanna í Róm á keisaratfmanum, þegar hófsemi Grikkja var ekki lengur f heiðri höfð á leiksviðinu. Þessi hryðju- verkadýrkun er falinn eldur sem vel kynni að geta brotizt með hvaða þjóð sem væri, ef tækifæri gæfist til, engu’ síður en hjá nazistunum. Ég skal ekki neita þvf, að f kvik myndinni um Barrabas fannst mér of lengi og of ýtarlega dvalið við þessa hlið atburðanna. Þó má eng- inn skilja mig svo, að ég óski eft- ir litlausum glansmyndum, sem slétta yfir andstyggðina eins og hún raunverulega er eða hefir verið. Sr. Jakob Jónsson. Og það er tvennt, sem gerir það a ðverkum, að í þessari mynd er nauðynlegt, að baeði þjáningar námumannanna og skylmingaþræl- anna komi glöggt fram í dagsljós- ið. í fyrstó lagi varð að sýna hina takmarkalausu mannfyrirlitningu hinnar fornu lífssk ðunar og hinnar fornu menningar á hnignunarskeiði Hvar er komið menningunni, þeg- ar prúðbúið fólk, karlar og konur, getur skemmti sér við að sjá þús- undir manna sviftar lífi, og hinu mesta hugviti er beitt við að gera pfslimar „spennandi“? En í öðru lagi þarf mynd Barrabasar slíkan bakgrunn, — mynd einstaklingsins, sem þjáist og líður undir farginu án þess að geta velt því af sér, og hefir þó enn ekki eygt leið heim inum til hjálpar en þá að beita of- beldi, — og lifir þannig í ytri og innri sjálfheldu. Leikarinn, sem hef ir á hendi hlutverk Barrabasar, leik ur það af ómetanlegri snilld — hið þögla andlit, sem tjáir kvöl sína með ljqsbrigðum áugnanna einna. oftast nær. Eitt af því, sem gerir áhrif myndarinnar sterkari, er notk un einfaldra tákna, og þá fyrst og fremst peningsins, sem. hefir mynd keisarans, en hinu megin er krotað krossmarkið — sem hendur hins rómverska prokurators strika yfir en verða þó um leið til að festa | teiknið í sál Barrabasar. Og er það ekki einnig vert umhugsunar, að hinn rómverski embættismaður er í rauninni góðmenni, sem vill vel — en góðsemi hans er takmörkuð, bundin þeim f jötrum, sem aldarand- inn „menningin" leggur á hana. ^ Kvikmyndin um Barrabas er að mörgu óhugnanleg mynd, en stafar ekki óhugurinn fyrst og fremst af því, að hún lýsir manninum rétt í umkomuleysi sínu gagn,vart eigin vonzku, — sem aðeins verður sigr- uð með valdi hins krossfeta. Jakob Jónsson Fasteðgnir Höfum kaupendur með miklar út- borganir að eftirtöldum eignum: 5-6 herb. íbúð í Háaleitishverfi. 4-5 herb. nýlegri íbúð 2-3 herb. íbúð Til sölu 3 herb. íbúð við Fálkagötu. 3 herb. íbúð við Óðinsgötu 3 herb. íbúð við Hagamel. Athugið að nú er hagstæður tími til fasteignaviðskipta. Hringið og leitið upplýsinga. LOGMANNA! og fasteig naskrifstof3 n AUSTURSTRÆTI 17. 4. HÆÐ SlMÍwl746á. Sölumaáur: Guámundur Ólafsson- heimas: 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.