Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 15
V1SIR . Föstudagur 7. maí 1965. 75 Simone varð einnig litið í spegil inn og það fór ekki fram hjá henni, hve ungi maðurinn starði fast á hana. Það brá fyrir brosi um varir henni, en aðeins rétt í svip; svo áttaði hún sig og leit undan. George hélt áfram að stara á hana í spegl inum, og spurði sjálfan>sig hvort.. Hún var einmitt sú kvengerð, sem fær alla heilbrigða karlmenn til að spyrja sjálfa sig, hvort...? Clouseau lögreglustjóri seildist ofan i vasa sinn. „Má bjóða þér sígarettu, ástin ...“ Hún' fékk sér sígarettu og lög- reglustjórinn dró upp kveikjara og gerði tvær árangurlausár til- raunir til að kveikja á honum. Hann gerði þá þriðju og þá fjórðu, en það fór á sömu leið. George bar kveikjara sinn að sígarettunni í munni hennar, og loginn kom samstundis. Simone þáði eldinn og leit á George undan augnalokunum, en einungis andar- tak. „Þakka yður fyrir“, sagði hún hæversklega og hvarflaði augum um frítt andlit hans og miklar, kraftalegar axlir, leit síðan enn í augu honum. Lögreglustjórinn hallaði sér fram, svo að hann sæi George betur. „Þakka yður fyrir“, sagði hann. George brosti og slökkti á kveikjar anum. „Min var ánægjan", svaraði hann. Clouseau lögreglustjóri hallaði sér aftur á bak í barstólnum, virti fyrir sér kveikjarann og gerði enn eina tilraun til að fá loga á hann Og nú tókst það samstundis. i Barþjónninn kom með viskýglas ið og setti fyrir George, sem bar það að vörum sér og bragðaði á blöndunni. Gaf þjóninum síðan bendingu um að tala við sig. „Já herra minn ...“ „Ég' er að leita að frænda mínum hérna“, sagði George. „Föðurbróð- ur mínum, Sir Charles Lytton. Þér kannizt kánnski við hann?“ „Sir Charles Lytton‘„ éndurtók barþjónninn. „Já ...“ „Föðurbróður yðar?“ „Já ...“ í sömu andrá vildi svo til að ungu, ljóshærðu konunni glæsilegu svelgdist heiftarlega á. Svo heif.tar lega ,að hún stóð á öndinni. Lög- reglustjórinn rak henni roknahögg milli herðablaðanna svo að small við en það virtist einungis gera illt verra. Og þegar hann reiddi höndina enn til höggs, leit hún á hann bænaraugum um vægð. „Teygið armana upp yfir höfuð ið“, mælti George kurteislega. „Það kemur stundum að gagni.“ Og Simoné teygði upp báða arma. En eiginmaðurinn kærði sig ber- sýnilega ekkert um að láta blá- ókunnugan manninn taka af sér frumkvæðið. „Beygðu þig snöggt fram“, mælti hann skipandi við konu sína. . Og hún laust snöggt fram — með þeim afleiðingum, að hún rak enn- ið harkalega á barröndina. „Ó, elskan mín ...“ æpti lögreglu stjórinn. Hún rétti úr sér í sætinu. Hélt öðrum lófanum um ennið, þar hún hafði rekið sig á, en bar hina fyrir sig eins og í varnarskyni, ef eigin- maðurinn skyldi taka aftur til þar sem frá var horfið með barsmíðina. Og enn hóstaði hún. George horfði á hana með sam úðarsvip. „Er allt í lagi?“ spurði hann. Hún kinkaði kolli til samþykk is, þó að það væri bersýnilegt að ekki væri allt í lagi. „Nokkuð sem ég get gert?“ spurði eiginmaðurinn í öngum sfn um. Hún hristi höfuðið. Renndi sér ofan af stólnum. Hóstaði enn. „Ég ... kem ... strax aftur ...“ stundi hún upp á milli hóstakvið anna og. hraðaði sér út úr her- berginu. Ekki var hún þó fyrr komin úr augsýn en hún lét báðar hendur falla með síðum og hætti að hósta. Hún hraðaði för sinni út um aðal- dyrnar, niður þrepin og síðan upp stíginn, sem lá að setrinu, sem Dala prinsessa hafði tekið á leigu. Þegar það gerðist sat Dala ásamt gestum sínum við arininn. „Elskan mfn“, sagði Angela Dunn ing, „yðar hátign kemst bókstaf- lega ekki hjá þvf að leyfa mér að efna til samkvæmis heima hjá yð ur í Róm. Það yrði viðburðu,r árs ins í samkvæmislífinu, því lofa ég yður.“ „Þakka yður fyrir“, svaraði Dala prinsessa. „Það er mjög vingjam legt af yður.“ „Ef til vill hefur prinsessan hugs að sér eitthvað annað?" varð Sir Charles að orði. „Því þá það?“ spurði Dala prin- sessa. „Mér lízt einmitt vel á þessa uppástungu.“ Hún sneri sér að Ang elu. „Og mundi Sir Charles þá verða á meðal boðsgesta?" „Elskan mín“, svaraði Angela Dunning, „ég efast um að hann hefði tíma til þess. Um það leyti dvelst hann venjulega á Kaprf, þar sem hann hefur sín einkasam kvæmi." „Já, ég hef eitthvað heyrt þeirra einkasamkvæma getið“, mælti Dala prinsessa dálítið kuldalega. Mary, kvikmyndastjaman með miklu brjóstin, brosti tilgerðarlega. „Það eru dásamleg samkvæmi", sagði hún. „Við köllum hann „töfra manninn“, og guð minn góður — ég hef aldrei kynnzt manni, sem kemst í hálfkvist við hann. Hann getur hæglega haft fimm stúlkur í takinu í einu og haldið svo á spilunum að engin þeirra hafi ástæðu til að kvarta.“ Sir Charles duldi gremju sína bak við kæruleysislega þreytu grímu. „Það lætur spennandi í eyrum“, sagði Dala prinsessa. „Eins konar nútímaútgáfa af Don Juan?“ Já, einmitt", sagði Mary með miklu brjóstin. Brezki skáldsagnahöfundurinn hristi höfuðið. „Þó er þar mikill munur á“, sagði hann. „Sá fyrir renkari Sir Charles Var tilneyddur að klífa svalarið og heyja einvfgi. Og að því er heimildir segja, varð hann einnig að halda ástmeyjum sínum aðskildum, að þær vissu ekki hver af annarri. Charles kemur hins vegar akandi í Ferrari, opnar útidymar með lykli óg heldur hjörð ástmeyja innan einna dyra. „Og þó eiga þeir dálftið sameigin legt“, mælti prinsessan með upp- gerðarblíðu. „Og hvað er það, yðar hátign?“ spurði Sir Charles og leit á hana með sömu uppgerðarblíðunni. Dala prinsessa hikaði við. Óttað- ist að hún kynni að ganga of langt og varð dálítið undrandi með sjálfri sér, hvers vegna hún hafði þessa ómótstæðilegu löngun til að koma ótuktarlega fram við Sir Charles í orði. „Jæja?“ mælti Sir Charles og' beið skýringarinnar. Dala yppti íturformuðum öxl- unum. „Kannski er bezt að sleppa því“, sagði hún. „Elskan mín — ekki neina við- kvæmni“, tók Angela Dunning til máls, sem ekki naut neins eins innilega og rætinnar ertni. „Sir Charles er ekki hörundsár, enda gerast allir til að gagnrýna hann, fyrr eða síðar." „Það er hverju orði sannara", sagði Sir Charles. „Þér hafið spennt bogann, prinsessa. Látið ör ina fljúga af streng ...“ Hann 'virtist beinlínis sækjast eftir því að sem verst orð lægi á honum, og einmitt það varð til þess að prinsessan hélt ekki lengur aftur af sér. „Ég get ekki betur séð“, mælti prinsessan, „en að sérhver mið- aldra piparsveinn, sem aldrei sæk ist eftir hinum eiginlegu og einu sigurlaunum, eiginkonu og fjöl- skyldu, og setur sér það eitt tak- mark að vinna sem flesta skyndi- sigra, sé að reyna að sanna sjálf- um sér og öðrum það, sem hann getur aldrei sannað." „Og hvað er það?“ spurði Sir Charles léttur í rómi. „Að hann sé karlmaður." Sir Charles gerði sér upp bros. Þeim hinum brá sýnilega. „Hvað?“ spurði Angela Dunning vandræðalega, einungis til þess að svíkja ekki þá óhjákvæmilegu skyldu sína að segja alltaf eitt- hvað. „Þér getið ekki meint þetta", sagði Mary, bandaríska kynbomb an og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „þér hljótið að vera að gera að gamni yðar.“ Sarajos, skipakóngurihn, leit á prinsessuna og hristi höfuðið. „Þar er ég yður ósammála, yðar hátign“, varð honum að orði. Brezki skáldsagnahöfundurinn sagði þyrrkingslega. „Athugasemda laust af minni hálfu.“ Dölu prinsessu fannst skyndilega sem hún ætti í vök að verjast gagnvart gestum sínum. „Ykkur kann að finnast þetta langsótt kenning, en hún byggist á heij- brigðri skynsemi engu 6ð''stður.“ Angélá blimskákkaði augunum á Sir Charles. „Hvað segið þér sjálfur?" „Heldur ófrumleg kenning*,, svar aði Sir Charles þurrlega. „Otjask að slagorð frá Freud." „En sönn kenning samt“, sagði Dala prinsessa. Sir Charles dreypti á konjakkinu. „Það má vel vera. Ég hef aldrei verið svo langt leiddur, að ég hafi leitað til sálfræðings", mælti hann. Dala gat ekki stillt sig um að glotta. „Það er yðar vandamál',,; varð henni að orði. Gestirnir ráku upp hlátur, allir — , að Sir Charles undanteknum. „Það er óneitanlega hressandi", sagði skipakóngurinn, að heyra slíka fyndni af konunglegum vör- j um.“ Brezki skáldsagnahöfundurinn1 virti Sir Charles fyrir sér af fals- j lausri illkvitni. Það mætti ; segja mér að Sir Charles Ljrtton þætti ekki eins mikið til þess koma.“ A R l A I CA.M KILL THEW 50TH, ULI-SILEWTLY WITH TWO AKKOWS. SUT íAOViBUZZI ý WANTS r’K!S0LE!?S...T0 QUESTIOH!) BIG JOKEJARZAN! THEIK KA?I0 TELLS THE/ATO WIP’E EVIPENCE, FIN7 US! KILL US! HA! HA! G007 JOKE - ONJHEfA—WHEN YOLK ARKOWS KILL THEW ! * MOWBUZZI'S T00 CIVILIZEP TO MAKE 6UNMEN SO FKIGHTENE7-SO HUR.T-THEY TELL EVERYTHIKIG THEY KNOW'. BETTERI MAKE THEM TALK... BEFORE WE SIVE THEAA TO GENERAL YEATS. 7 KNOW I ------V how! Vopnaberarnir, sem hafa slegið upp tjöldum við jaðar Ururu-slóð arinnar með fyrirskipanir um að drepa Tarzan, þegar þeir hafa eiga sér ekki ills von af Uli veitt hann í gildru eru skyndi- höfðingja og burðarmönnunum lega veiddir í gildru, þegar þeir Ágætt Uli. Miklar þakkir Genk- is. Heill Tarzan, ef þú ert vinur Uli höfðingja, þá ertu vinur okk ar.________________________ bOhS - mmmmmmamaammsmsmm 72997 • Grettisgötu 62 ST Hef opnað nýja hárgreiðslustofu á Frakkastíg 7 undir nafninu Hárgreiðslustofan ARNA. Sími 19779. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 3. hæð (lyfta) Slmi 2dG16 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda ‘>1, sími 33968. Hárgreiðslustofa Ólafar Björnsdottur HÁTÚNI 6, slmi 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31, simi 14787 Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenjmel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, simi 14656 Nuddstofa á sama stað. Dömuhárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 11. Vonarstrætis- megin simi 14662. Hárgreiðslustofan DÍS Asgarði 22, sími 35T10. ÁSTHILDUR KÆRNESTED^ GUÐLÉIF SVEINSQÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VENUS Grundarstig 2A Simi 21777 Hárgreiðslustofan Sólvallagötu 72 Jimi 18615 Endumýjuiii gömiu sængum ar, eiguna dún og fiðurheld vet. æðardiins- og gæsadúns- sængur og kodda at ýmsum stærðurr - PÓSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún* og fiður- hreinsun. Vatnssug i Sinu 18740 (örfá skrei trá Laugavegi)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.