Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 6
u V í S I R . Föstudagur 7. maí 1965. Athugasemd frá Áka Jakobssyni Lögmaður Jósafats Amgrtms- sonar, Áki Jakobsson hrl. sendi Vísi í gær eftirfarandi yfirlýsingu og bað blaðið að birta hana vegna fréttatilkynningar um Keflavíkur- málið f dagblöðunum í fyrradag. Fer yfirlýsing lögmannsins hér á -?ftir: Út af hinni furðulegu fréttatil- kynningu embættis saksóknara rík isins varðandi ákæru á hendur Jósafat Amgrímssyni o.fl. tel ég mig knúinn til að taka það fram, að. Jósafat var ekki verktaki að verkum þeim sem málið hefur snú '■'.t um. Þær nafnritunár,,falsanir“, sem áttu sér stað eru framkvæmdar vegna bókhaldshagræðingar hjá hinum bandarísku aðilum, vegna -'trangra reglugerðarfyrirmæla, samkvæmt einstökum fyrirmælum heirra hverju sinni, framkvæmd'á- 'krifstofum viðkomandi stofnana á Keflavíkurflugvelli, og allar á- vísanir og skjöl undantekningar- Iaust undirrituð og staðfest af hinum bandarísku forstjórum við- komandi stofnana. Nafnritanir þessar vom með fullri vitund og samkvæmt fyrir- mælum hinna bandarísku yfir- manna stófnana þessara. „Nafnrit- anafalsanir" þessar vom ekki not- aðar í neinum samskiptum manna á meðal heldur eingöngu sem bók- haldsgögn hinna bandarísku stofn- ana. Engin fjárdráttur eða fjársvik áttu sér stað í sambandi við þetta mál, enda hafa engar kærur borizt um slíkt og saksóknaraembættið verður að viðurkenna þessa stað- reynd vegna þess að það treystir sér ekki til að hafa uppi fjár- svikaákæru í máli þessu. Saksóknaraembættið sparaði ail- ar yfirlýsingar og fréttatilkynning ar til blaða sl. vetur, þegar Jósafat Arngrfmsson var af nokkmm dag- ...blöðum bæjarins borinn sökum um milljónatuga króna fjársvik á með an hafin. sat f gæzluvarðhaldi og gat ekki borið .hönd fyrir höfuð sér Það er rétt hjá Þjóðviljanum, að rannsóknardómarinn hefur forðizt að beina rannsókn sinni að hinum bandarísku aðilum, sem fýrirskip- uðu þessar „falsanir." í sambandi við þetta Keflavíkur- mál vil ég taka þetta fram: Mál þetta var hafið með slíku offorsi af hálfu saksóknaraembættisins og rannsóknardómarans að menn héldu að hér væri um stó-rfellt fjársvikamál að ræða. Hin mikla rannsókn sem vafalaust kostar nú mörg hundmð þúsund krónur, leið ir hins vegar í Ijós að engin fjár- svik eða fjárdráttur hefur átt sér stað, og ennfremur leiðir rannsókn in f ljós að gæzluvarðhaldsúrskurð ur yfir 3 mönnum var algerlega á- stæðulaus, enda einn gæzluvarð- haldsfanginn ekki einu sinni á- kærður. Það er rannsóknarefni hvemig þetta svokallaða Keflavíkurmál er upp komið. Mér virðist mikil þörf á að rannsakað verði hvert er upp haf þessa máls, einkum með tilliti til þess að réttaröryggi í landinu er í hættu, ef hægt er að setja í gang refsivörzlustofnanir þjóðfé- lagsins af annarlegum ástæðum. Út af ákæm í tékkamáli ísfé- lags Keflavíkur skal fram tekið að þar liggja ekki fyrir neinir tékkar sem gefnir hafa verið út án heim- ildar opinb. lánastofnunar enda það staðfest í framhaldsrannsókn. Enginn þessara tékka var gef- inn út af Jósafat Arngrímssyni. Engar upplýsingar liggja fyrir í máli þessu um fjárhagstjón af útgáfu þessara tékka. Áki Jakobsson, hrl. Þyrlan — Framh. af bls. 16 Keflavikurflugvelli að hann gæti ekki dregið úr orku hreyfilsins og mundi því lenda með hraða. Vitni sáu síðan að þyrlan lækkaði "lugið úr 300 feta hæð með mikilli 'erð, sem leiddi til að þún stakkst í jörðina. Vitnin hafá skýrt svo frá, að trjönan hafi leitað upp á við áð- ur en þyrlan fór að missa hæð og rfefndi síðan bratt niður og þyrlu- blöðin svignuðu upp. Ýmislegt bendir til þess að þyrl an hafi hallað til hægri og fram þegar hún kom niður og að flug- maðurinn hafi enga stjórn haft á henni. Brak úr þyrlunni hefur verið flut vestur um haf til rannsóknar á rannsóknarstofu flotans þar. Síldarskip — Framh. at bls 8 armenn tileinki sér full not af fiskritanum og læri að nota hann sem réttast. bæði sem leitartæki og veiðitæki. 1 bók- inni er gefin skýr og augljós mynd af úllum þeim þáttum, sem verður að taka tilit til og gerðar tillögur hvernig leitað og kastað skuli með fiskritan- um, en það seinastnefnda verða menn einnig að læra af reynsl unni, en ráðleggingar geta miög flýtt fyrir beirri kunn- áttu. í eftirmála segir Davíð Ólafs son m. a. Tækniþróun í veiðum með herpinót bæði við síldveíðar og þorskveiðar hefir verið með ólíkindum á undanförnum ára- tug. Grundvöllinn að þessari þróun má segia, að sá að finna í fiskileita’-t'Mríijm sem hafa gerbreytt viðhorfum fiskimanns ins til fisksins með því að auð velda honum svo mjög að finna fiskitorfurnar ekki aðeins á hvaða dýpi, sem þær kunna að vera, heldur einnig á stóru svæði lágréttu út frá skipinu. í flestum tilfellum má segja, að þegar fiskimaðurinn hefir tek- izt að fá fiskitorfuna inn á leit artæki sitt og hún er innan þess sviðs, sem veiðarfærið nær til, þá séu örlög torfunnar ráðin. Þekking fiskimannsins á tæk inu og möguleikum þess við hinar margvíslegustu aðstæður, sem náttúran býður upp á er þv£ eitt hið þýðingarmesta við þær veiðar, þar sem fiskleitar tækjum verður við komið. Nausyn fræðslu á þessu sviði er því óumdeilanleg og ekki sízt fyrir það, að þróunin er hér mjög ör og fiskimanninum því mikil nauðsyn á að geta fylgzt með henni. Tóbak — ■ ramii i 16. síðu það samþykkt til 3. umræðu í neðri deild. En við þá umræðu gerist það, að nokkrir þingmenn, þeir Birg ir Finnsson, Halldór E. Sigurðs son og Pétur Sigurðsson, bera fram frávísunartillögu á þá leið að frumvarpinu verði vís- að til ríkisstjórnarinnar. Töldu flutningsmenn, að frumvarpið næði alls ekki tilgangi sínum, þar sem mikið væri flutt inn í landið af erlendum blöðum og tímaritum og í þeim væri tals vert af alls konar tóbaksauglýs ingum. Töluverðar umræður urðu um málið á Alþingi í gær en að lokum var frávísunartil- lagan samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 24 atkvæðum gegn 12. Skottaeftirlit — Framh. af bls. 16 leysi skal hann sekur um allt að helm. þeirrar fjárhæðar, er undan skyldi draga. Sömu viðurlög hlýtur sá er aðstoðar við rangt skatt- framtal. Ef endurtekin og stórfelld brot má dæma menn til allt að 2 ára varðhaldsv. Sérstök nefnd skal á- kveða sekir nema ríkisskattstjóri eða sökunautur óski eftir að málið i fari fyrir dómstólana. Ennfremur er gert ráð fyrir £ til- lögum nefndarinnar, að slysa- og sjúkradagpeningar svo og greiðslur vegna veikinda eða slysa úr sjúkra- sjóðum verkalýðsfélaga skuli und- anþegin skattálagningu. Var frumvarpinu svo breyttu vlsað til neðri deildar. Landsvirkjun — ‘-ramn at jís 1 verið sýndur með þessu fram- faramáli, og ennþá sannaðist forystuhlutverk Reykjavfkur í raforkumálum. Okkur væri nauðsyn að hugsa stórt og taka stór skref, og með þvi að ráð- ast í stórvirkjun og flytja stór iðju inn í landið gætum við framleitt ódýrari raforku fyrir landsmenn er stuðla myndi að auknum og fjölbreyttari at- vinnuháttum íslendinga. Frumvarpið var síðan sam- þykkt með atkvæðum allra nema kommúnista. Lögreglukór — Framh. at bls. i gert, að lögreglustjóri Oslóborgar komi hingað. Lögreglukór Reykjavíkur var 30 ára á sl. ári og hefur starfsemi kórsins staðið með miklum blóma að undanskildum strfðsárunum. Hefur kórinn bæði sungið inn á hljómplötur og komið fram opin- berlega. Hefur kórinn farið tvisvar sinnum utan og tekið þátt i nor- rænum söngmótum lögreglumanna Er það nú orðin venja að lögreglu kórar Norðurlanda komi saman á fimm ára fresti i höfuðborg eins Norðurlandanna. Á síðasta móti voru bornar fram margar óskir um að mótið yrði haldið næst á Islandi og hefur lög reglukór Reykjavíkur, en f honum eru 20 menn, tekið að sér að sjá um mótið. Á fundi með blaðamönnum fyr- ir skömmu skýrði stjórn kórsins frá þessari fyrirhuguðu heimsókn og lét þess jafnframt getið að þar sem hér væri um að ræða mjög stóran hóp manna og kostnaðar- samt mót hefði lögreglukór Rvík- ur ákveðið að gangast fyrir happ drætti. Eru 10 vinningar í boði, en aðalvmniri""’-5"" er Volkswagen- bifreið. Heitir stiórn lögreglukórs- ins á almenr>-'“- "ð stvðja kórinn svo að mótið geti farið vel fram og orðið þióðinni til sóma. Menn óskast Okkur vantar nokkra laghenta starf«smo«* strax. , S "i8h>{ .Ti92 ^nriBm aesq esea sínriBq í h/f O F N A S MIÐ J A N Sími 2l2zu (íNHOLTI »0 - R £ VKJAV/ÍIC - ÍSIANOI tJUUI' Snyrtibekkur Til sölu snyrtibekkur og tveir lampar. Sími 37207 kl. 3—6 í dag. Bíll til sölu Renault ’55 illa útlítandi ógangfær með ný uppgerðri vél með sæmilegum gangpörtum Verð gæti orðið hagstætt ef samið er strax. Uppl. í síma 40533 milli kl. 7—8 á kvöldin. Blómabúðin Gleimmérei Blómaker, garðpottar, blómapottar, gróður- mold, fræ, laukar, afskorin blóm og potta- blóm. Opið til kl. 2 laugardag og sunnudag. GLEYMMÉREI Sundlaugavegi 12 Sími 22851 íbúð til leigu Góð 4 herbergja íbúð í Hlíðahverfi til leigu frá 14. maí n.k. fyrirframgreiðsla nauðsyn- leg. Tilboð merkt, Boga.hlíð — leggist inn á augl. Vísis fyrir 12. maí. Laghentur maður Laghentur maður óskast strax. Uppl. kl. 10 —12 og 1—3 á morgun (laugard.) BITSTÁL Griótagötu 14. sími 21500 Happdrætti Háskóla islands Á mánudaginn verður dregið í 5. flokk* 2,100 vinningar að fjárhæð 3.920.000 Kivnur. Á morgun eru seinustu forvöð að endumýja. 5. flokkur. 2 á 200.000 kr. 400.000 kr. 2 á 100.000 - 200.000 - 52 á 10 000 - 520.000 - 180 á 5.000 - 900.000 - 1.860 á 1.000 - 1.860.000 - Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. 40.000 kr. Happdrætti Háskóla íslands. 2100 3.920.000 kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.