Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 11
VÍSIR . Föstudagur 7. maí 1965. n VALUR sýndi það bezta Valur og KR bítast um sigur í R-víkurmótinu á mónudag Valsmennsýndu það bezta sem til þessa hefur sézt í knattspyrnuheiminum hér í vor í gærkveldi, þegar þeir sigruðu Fram með 4:0 á Melavellinum. Þeir höf ðu úthaldið og kraftinn, sem þurfti til að skora mörkin og það er einmitt það sem er frumskilyrðið til að vinna leik, enda þótt knatt spymumönnum vorum gangi misjafnlega að skilja það. Ingvar Elísson og Reynir Jóns- son, báðir aðkomumenn í meistara flokki Vals, annar af Akranesi hinn úr Kópavogi, eru greinilega farnir að finna sig betur í liðinu og ég mundi segja að þeir fremur en aðrir hafi verið mennirnir að baki þessa stóra sigurs í leik sem var mun jafnari en tölurnar gefa til kynna. Ingvar Elísson er mjög mark- j heppinn maður og sýndi það í j bessum leik að hann var ævinlega bar sem hann fékk boltann í góðu færi, enda voru 3 markanna frá honum, en eitt frá Matthíasi Hjart •<r$yni. Ingvar skoraði fyrst á 25. mín fyrri hálfleik, þá á 2. mín seinni j hálfleik, en Matthías skoraði á 37. mín. og Ingvar tæplega tveim mín- itum síðar. Næstu leikir í knottspyrnu Á laugardag fara fram á Mela- velli 2 leikir í I. flokki. Kl. 14.00 leika Valur og Víkingur og strax á eftir Fram og K.R. Á sunnudagskvöld kl. 20.00 leika á Melavelli Fram—Þróttur og á mánudagskvöld kl. 20.30 Valur— K.R. og þriðjudagskvöld leika Vikingur—Þróttur.. Á fimmtudag fer fram á Mela- velli bæjarkeppni milli Reykjavík- ur og Akraness. Framarar sýndu framan af öllu betri samleik, en allur kraftur og harka var Valsmegin. I seinni hálf- leik voru það Valsmenn, sem höfðu trompin á hendi sér. Ekki svo að skilja að Framarar hafi ekki átt sín tækifæri, heldur hitt að þeir gátu ekki notfært þau. Hinn þróttmikli lörl 3 JL handknattleiksmaður, Sigurður Dagsson í marki Vals. átti auðvelt með að verja markið áföllum. T7alsmenn eru eftir þenpan leiV með beztu stöðuna 1 mótinu og mundi ég telja þá sigurstrangleg- asta í mótinu ásamt KR, sem vitanlega verða þeim skeinuhættir. nnemasBléa .0 n Jjí T7'4ÞP~ •#WII “ Hópsýnipg á Spartakiad. 16 ÞIÍSUND SEM EINN MÁÐUR Stórkostlegasta hópsýn- ing á fimleikum, SPARTAK- IAD, haldin / Prag í júlí Það bar við snemma í júlí 1955 að fólk sem horfði á sjón- varpsdagskrá í vestur Úkraínu í Russlandi fékk nýja mynd inn á sjónvarpsskerminn, dag- ikráin var skyndilega rofin án nokkurs fyrirvara með glæsi- legri hópsýningu frá geysistór- um íþróttaleikvangi, þar sem búsundir manna, allir eins klæddir, framkvæmdu fimleika- sýningu á ótrúlega nákvæman og öruggan hátt. Og sýningin hvarf aftur og tónlistin sem hafði fylgt þagnaði, og dag- skráin sem sýnd hafði verið héit áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Nokkru síðar var skýring fundin á þessu fyrirbæri. Loft- truflun hafði orðið til þess að sjónvarp frá Tékkóslóvakíu barst án sendistöðva eða mót- tökustöðva í Rússlandi nokkur hundruð kílómetra vegalengd til Úkraínu. Dagskráin sem Úkra- ínubúar höfðu fengið að sjá hluta af var Spartakiade-hátíðin mikla, sem haldin var í tilefni af 10 ára afmæli tékkneska lýð- veldisins. Nú eru 10 ár liðin frá þessum atburði og í júlíbyrjun verður Spartakiadehátíðin, hin þriðja í röðinni, haldin til að fagna 20 ára afmæli lýðveidis .' Tékkó- slóvakíu. Hundruð þúsunda munu fylgjast.með hópsýningum fimleikamanna, sem hafa verið undirbúnar og æfðar svo mán- uðum skiptir. Ætingar sem þessar eru í rauninni einstakar og hrelnt og beint ótrúlegar fyr- ir almennan áhorfenda. Þau at riði, sem hafa ílesta þátttak- endur eru með um 16.000 þátt- takendur en það atriði er fram- kvæmt af kvenstúdentum og mönnum úr herjunum, iðnnem- um og yngri og eldri fimleika- mönnurn. Minnsta sýningin er býsna stór, ' 2000 úrvals fim- leikamenn sýna á ýmsum áhöld- um, og er þetta erfiðast allra hinna mörgu atriða á sýningar- skránni á Strahov-vellinum. Spartakiade-dagamjr verða frá I. til 3. iúlí að báðum dög- um meðtöldum, en ymis hátíða- höld önnur fara að sjálfsögðu fram og verður því mikið um dýrðir í Prag þessa daga. Ungar <og svifléttar stúlkur á einni sýningimni. - --trsL3í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.