Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 07.05.1965, Blaðsíða 1
VISIR — Föstudagur 7. maí 1965. — 102. tbl. MNNEKLA LAMAR AF- GRELBSLU SKIPANNA Togaraafgreiðslan verður verst úti Verið að landa spærlingi Ur Hvalfelli miðum. í morgun. Skipið var að koma úr tilraunaveiðiferð á heima- Mjög víðtækur skortur er á hafnarverkamönnum i Reykja- vík og Hafnarfirði. „Það er voðalegt til þess að vita að þegar einhver fiskur fæst þá er ekki hægt að taka á móti hon- um“. Þetta sagði Hallgrímur Guðmundsson, verkstjóri Tog- araafgreiðslunnar í stuttu viðtali í morgun. Togaraafgreiðslan verður sennilega verst úti af völdum skortsins á verkamönnum. Júpi- ter og Hvalfell luku löndun í gærkvöldi í Reykjavík og voru búnir að bíða nokkra daga eftir löndun. Tók hún 2 daga en ætti að taka helmingi styttri tíma með meiri mannskap. Um 20 manns voru að vinna að þessu en ef vel á að vera þarf 45— 50 manns. Fylkir sem var búinn að bíða hér í 4 daga fór í Hafn- arfjörð með aflann en ekki er vitað hvort betur gengur þar, því Hafnfirðingar eigá við sama vandamál að etja. í dag verður byrjað á löndun úr Aski, sem kom í morgun. Ekki er ósennilegt að skóla- piltar snúi sér eitthvað að vinnu við höfnina, þegar þeir losna úr skóla og rætist þá væntanlega eitthvað úr skortinum. Margir hafa krækt sér í aukaskilding á sunnudögum með því að vinna við fisklöndun eða uppskipun á vörum, en nú hefur Dagsbrún tilkynnt að verkamenn muni ekki vinna „á eyrinni“ á sunnu- dögum í sumar. Mun það gert vegna undirskriftasafnana verka mannanna sjálfra. Gildir þetta til 1. ‘október. Við hringdum í mann sem titl- aður er yfirverkstjóri Eim^kipa- félagsins „á eyrinni“ í morgun og báðum um upplýsingar um fólksskortinn. Var manninum tregt tungu að hræra og varð hinn versti við. Samkv. upplýsingum sem Sigurlaugur Þorkelsson, blaðafulltrúi, safn- aði síðar saman fyrir Vísi, eru 7—8 svokölluð fastagengi starf- andi, en það eru vinnuhópar, sem vinna í lestunum. Séu fleiri en tvö skip inni í einu er hætta á að fólksskorturinn geri vart við sig. Aukalið þarf í vöruskemmur félagsins, og sömuleiðis eftir að gengin eru komin í vinnu, en þau sitja að sjálfsögðu fyrir allri vinnu. Vinnuaflsskorturinn er því mjög tilfinnanlegur við höfn- ina. Sama saga mun vera hjá Ríkisskip, Sambandinu og smærri félögunum, — fólk vant- ar. Borgarstjórnin heimilar aðild Reykja- víkur að stórvirkjunarfrumvarpi því, er liggur fyrir Alþingi Á fundi borgarstjómar í gær var samþykkt að Reykjavíkur borg skuli taka þátt í Lands- virkjun, samkvæmt frumvarpi þvi, er liggur fyrir Alþingi. Á þann hátt verður Reykjavíkur- bórg í framhaldi af aðild sinni i Sogsvirkjun aðili í virkjana- heild, er tekur við eignum og skuldbindingum Sogsvirkjunar og reisi orkustöðvar viðar um land. Borgarstjóri tók fyrstur til máls, rakti meginatriði frum- varpsins og útskýrði hina ýmsu liði. Tillagan sem borgarstjóri lagði fram var svohljóðandi: Borgarráð leggur til við borg arstjórn, að Reykjavíkurborg verði í framhaldi af aðild sinni að Sogsvirkjun aðili að virkjuna fyrirtæki, er taki við eignum og skuldbindingum Sogsvirkjunar innar og reisi allt að 210 þús. kílóvatta raforkuver í Þjórsá við Búrfell, í meginatriðum í samræmi vio frumvarp til laga um Landsvirkjun. Guðmundur Vigfússon (full- trúi komma) tók næstur til máls, kvað hér staðið í leyni- samningum við erlend auðfélög, og stærð Búrfellsvirkjunarinn- ar sýndi, að orkan væri eink- um ætluð útlendingum. Bar hann fram breytingartillögu á þá leið, að farin yrði smávirkj- analeiðin fyrst um sinn þ. e. reist lítil gufuvirkjun í Hvera- gerði, og síðar, þegar þörf Is- lendinga væri orðin meiri, þá yrði ráðizt f stórvirkjun. Til- laga Guðmundar var felld, einn ig varatillaga hans um að Búr- fellsvirkjun verði eigi stærri en 70 þús. kw og orkan eingöngu seld innlendum aðilum. Flokkssystir Guðmundar, Adda Bára Sigfúsdóttir tók í sama streng og hann, en viídi auk þess fullyrða, að sérfræð- ingar þeir, er að álitsgerðum hafa unnið, væru látnar segja hálfan sannleikann, svo hægt væri að komast að rangri niður- stöðu. Einar Ágústsson (F). ræddi um að nú þegar væri búið að verja 35 — 40 milljónum til und irbúningsframkvæmda við Búr- fell, svo ekki væri ráðlegt að hætta við þá virkjun. Auk þess benti hann fulltrúum komm- únista á það álit sérfróðra manna að ísmyndun í Þjórsá verði aldrei svo mikil, að hún geti raskað að verulegu leyti heildarniðurstöðutölum áætl- unarinnar. Fleiri , tóku til máls og af- sönnuðu fullyrðingar kommún- ista, og kváðu þar ekki ráða vísindalegar niðurstöður sér- fræðinga, heldur önnur og ann- arlegri sjónarmið. Að lokum tók borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, til máls. Gagnrýndi hann árásir kommún ista á vísindamenn þá, er starf- að hafa við rannsóknir þessar. Kvað hann hagsmunum Reykja víkur og Reykvíkinga sómi hafa Framh. á bls. 6 200 erlendir laga- verðir hér í sumar á norrænu s’óngmóti lögreglukóra Stálu ísskápum og snyrti- vörum fyrir 70þás. krónur Ákveðið hefur verið að bjóða hingað til lands 200 lögregluþjón- um frá Norðurlöndum næsta sum- ar. Koma þeir hingað í boði lög- reglukórs Reykjavíkur í tilefni af því að hér á að halda mót nor- rænna lögreglukóra. Ráðgert er að mótið standi kringum eina viku og án efa munu hinir norrænu lög reglumenn setja svip á höfuðborg- ina, en þeir koma fram í sínum einkennisbúningum. Meðal hinna erlendu lögreglumanna, sem koma hingað, eru aílmargir þeirra hátt- settir í lögreglunni, m.a. er ráð- Framh. á bls. 6 Tveir ungir menn um tvítugt hafa viðurkennt þrjá þjófnaði. Stálu þeir tveimur nýjum is- skápum og snyrtivörum fyrir um 40 þús. krónur á tveimur stöðum. Stálu þeir þessum hlut um án þess að brjótast inn þegar -eir fóru t.d. með is- skápana lét annar þeirra loka sig inni. Málið hefur verið hjá rann- sóknarlögreglunni undanfarna daga og hefur Njörður Snæ- hólm varðstjóri haft rannsókn þessa með höndum. Piltarnir munu hafa byrjað á því að stela tveimur ísskápum frá Sambandinu en verðmæti þeirra beggja er um 30 þúsund krónur. Stálu þeir ísskápunum með þeim hætti, að annar þeirra lét loka sig inni í húsinu, þar sem skáparnir voru geymdir og siðan kom kunningi hans hon- um til aðstoðar. Ekki létu þeir sér það nægja að ná í tvo nýja ísskápa, heldur stálu þeir næst snyrtivörum ýmiss konar fyrir um 20 þús. krónur. Hafði annar þeirra starf að hjá heildsölufyrirtæki og hafði lykil undir höndum, þann ig að þeir þurftu lítið að hafa fynr þessum þjófnaði. Það er ekki vitað hvort þeir höfðu í hyggju að setja á stofn snyrtivöruverzlun, nema hvað þegar þeir stálu næst, tóku þeir úr geymsluporti Hafskips við Njarðargötu snyrtivöru fyr- ir svipaða upphæð og höfðu þeir þannig komizt yfir mikið úrval af snyrtivörum fyrir um 40 þús. krónur auk ísskápanna tveggja. Þegar piltarnir voru hand- teknir höfðu þeir nær allan þennan varning undir höndum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi komizt undir manna hend- ur áður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.