Vísir - 08.05.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 08.05.1965, Blaðsíða 6
VlSIR . Laugardagur 8. maí 1965. / FuBidhrimt — Framhald ai bls. 1. tekizt og eins hitt, sem miður hefir farið svo við megum draga af því þií lærdóma, sem aru okkur nauðsyniegt vega- nesti i framtíðarstarfinu. I öðru lagi er það okkar höfuðverkefni að skipuleggja framtíðarstarfið hyggðu að fenginni reynslu, að brýna vopnin og skipuleggja liðsveitirnar til . riýrra bardaga fyrir bættum hag félaga okkar" — Hinn 1. júnf n.k. er LÍV átta ára gamalt, en það var stofnað í Reykjavík lf)57 og stððu að stofnun þess'sex fé- lögj Sem þá munu hafa talið um 1500 félagsmenn. Nú eru félög landssambandsins 20 talsins og fjöldi félagsmanna um 4800. Sverrir kom með tiilögur um stofnun félaga í þeim landshlut- um þar sem LlV nær ekki til. Það voru fjögur svasði, en í einu þeirra lagði hann til að það yrði sameinað svæði annars núverandi félags. Hann taldi að félagafjöldinn á þessum svæð- um yrði um 300 manns. — Það sem vangert kann að ’""T n vera eða ógert, af því sem við ella hefðum kosið að fram- kvæmt yrði, sagði Sverrir, staf- ar fyrst og fremst af'því hversi' fjárhag sambandsins er -þröngur| stakkur skorinn. Fyrir liggur aðÉ| fjárhagsástæður okkar kallatw>|f á st.órhækkuð framlög tji sá: bandsins- og þá acL.- sjáffsogðu . hækkuð ársgjöld til- -féiaganna |s Ég vil minna á/, þfer stórauknu || f.járhagsbyrðáf'/ sém aðild okkar að Alþýðusambandi íslands leggur okkur á herðar og enn aukriar við hækkun gjalda til ASÍ; sem ákveðin var á þingi þéss;s.l. haust. Lá þar ljóst fyr- ir að Alþýðusambandinu var of þrörjgúr stakkur skorinn fjgr-t hagslegá.' Við vérðum áð . vera minnug'; þéSs, að pening’ar. eru gfl þeirrá hluta, sem gerg skal. Syierrir minjitist á milliþinga- nefndu sem var kjörin 1961 og átti að fjglla um laga- og skipu- lagsmál og í sambandi við það sagði hann tn.a.: — Ég tef tviinælalaust, að laga- og. skipuíágsmál, sem koma til umræðii, og'afgreiðslu á þessu þingi, séu hin mikil- vægustu, sem við fáum til með- ferðar og ég skora á menn, Sverrir Hermannsson setur þing ð •' 1 !. hvern og einn, að vinna af al- efli áð því að samkomulag verði um þau mál. Vfxlspor og sund- urþykkja í þeim efnum gæti orðið örlagadómur fyrir sam- bandið okkar. Ég trúi því og treysti, að stundarhagsmunir ein stakra félaga verði látnir víkja fyrir framtíðargæfu og gengi Landssambandsins. Síldin — Framh. af bls. 16 mjög vel og heyrðist gelta að glitrandi- síldinni sem rann úr nótinni“. Dr. Jakob Jakobsson sagði að hann hefði fengið sýnishorn af síldinni sem Akranessbátar veiddu í Hraunsvíkinni skammt austur af Grindavík og sömu- leiðis þeirri síld, sem veiddist við Jökul. „Þetta var falleg og stór síld, 80-90% af henni sum argotssíld, sem verður þarna þar til síðast í júní eða fram í júlí og hrygnir þar. Það er því sennilegast, að síldin verði við Jökul í talsverðan tíma. Hins vegar er sennilegt að síld in við Eyjar sé uppvaxandi stofn og mjög smávaxin síld. Hins vegar vitum við enn lítið um það magn sem þarna er um að ræða.“ í gær var bræla í Eyjum, margir bátar í höfninni, en þó TIL SÖLU 4 herb. risíbúð við Úthlíð. 110 ferm. 3 herb. íbúð við Nökkvavog, 80 ferm. Harðviðar- hurðir. Bílskúr. 4 herb. íbúð við Hofteig 115 ferm. Teppi fylgja. Bílskúrsréttur. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10, sími 24850. Kvöldsími 37272 ekki eins margir og í vetur, þegar flest var, því bátarnir eru farnir að tínast burtu og hafa margir farið vestur að Jökli, þar sem veiðivonin er, eftir að Haraldur og Höfrungur III. kom ust í góða síld þar I fyrradag. Það ætlar að rætast sem karl arnir á Höfrúngi III. sögðu Vís- ismönnum, þegar þeir lönduðu 2000 málunum í Reykjavík: ,,Það verður enginn friður Arlis — c mh af bls. 1 4, .mjlli. Meö fidfetP k°hiu tveir fréttamenn, ánnar frá Associated Press og hinn frá Boston-sjónvarps- stöðinni, og fylgjast þeir með „björgunár“starfinu. Búizt er við, að Edisto komi með vísindamennina til Keflavíkur eftir viku til 10 daga, en þaðan heldur ísbrjóturinn til Boston, því hann er nú orðinn á eftir áætlun og fer þegar í nýtt verkefni. Vísindamenn imir munu hins vegar verða hér eftir og tvístrast. Munu margir þeirra eflaust fara til heimkynna sinna f Bandaríkjunum og Japan, en aðrir skoða ísiand og jafnvel Grænland, en nýlega létu margir þeirra í ljósi mikinn áhuga við fréttamann Vísis, sem kom í heim- sókn á Arlis II, að heimsækja Grænland og sögðust ekki enn vera búnir að fá nóg af fsnum. Vísindamennimir telja nú að jakann muni reka suður fyrir Hvarf á Grænlandi og aftur norður með Grænlandi. Þetta getur þó farið öðru vísi ef sterkir norðvestlægir vindar hamla gegn hinum sterka straumi á Grænlandshafi. Vegna þess að ekki verður nær jakanum komizt verður að skilja ýmislegt eftir, t.d. stórvirkar vinnuvélar og fleira slíkt. Einnig verða skildar eftir sjálfvirkar sendistöðvar, sem láta vita af stað- setningu jakans eftir að menn hafa yfirgefið hann. Verður þannig hægt að fylgjast með ferðum hans. Staðsetning jakans í gær var 67° 26 mín. n. breiddar, rét tundan Vestfjörðum. Fjárfestingin — Framh at ols 1 40 m. kr. veitt til verkamannabú- staðá. KÍSILGÚR OG ORKUMÁL. Kostnaður við byrjunarfram kvæmdir kísilgúrverksmiðju við Mývatn verður 25 m kr. á þessu ári, en verksmiðjan á að vera fullbúin Gamall dómur „Leikhúsforleikur“ Páls Is- ólfssonar leiddi inn hljómleika Sinfóníuhljómsveitar Islands í fyrrakvöld. Igor Buketoff stjórnaði „Leik húsminningar“ hið óopinbera heiti verksins væri öllu betra, þar eð það er ekki samið við ákveðinn leikhúsatburð, leikrit eða óperu, heldur orðið til sem tjáning gamalla minninga frá ýmsum leiksviðum víðsvegar. Þessar minningar voru auð heyrilega engar hálfkulnaðar glóðir, heldur jafn ljóslifandi í dag og þær voru við fyrstu reynslu. Páll lumar á því leynd- armáli, hvaða persónur stefin eiga að tjá, en þau, ásamt öllu nauðsynlegu ívafi, komust vel til skila. Vaclav Rabl var einleikari í fiðlukonsert Dvoráks f a-moll. Hann lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, lagði torfærur að velli með þokkafullu öryggi. Sú var tíðin, að þetta var mest leikni fiðlukonsertinn, óskabarn allra fiðluleikara. Þá hafa og tilheyrendur ætlazt til að heyra nýja „sensasjón" í hverjum flutningi. En nú er öldin önnur, sem betur fer. Nú gerðust feikn mikil. Manni varð nugsað til febrúarloka ársins 1814, þegar 8. sinfónía Beethovens var frumflutt (ásamt þeirri sjö- undu) og all-illa tekið. Menn kenndu því um, að slíku létt- meti hefði verið vanhugsaður staður í lok efnisskrár, virðu- legra sinfóníutónleika. Þeir voru smekkmenn þá! I fyrrakvöld var svo þessari sinfóníu hrint af stað, og engu var líkara en að hún næði sér varla eftir það. Samhljómur sveitarinnar hélt ekki nógu jafnvægi. Hnökrarnir í flutn- ingnum voru nokkuð margii, því miður. Ég segi því miður, vegna þess, að hljómsveitin hefur ósjaldan boðið upp á góð- an og lifandi leik, og sný ekki aftur með það, sem áður hefur verið sagt, að hún getur orðið fyrirmyndar túlkandi þeirrar tónlistar, er ekki krefst óvið- ráðanlegs fjölmennis ... ... og nú var þetta snilldar- verk aftur lagt undir hálfrar annarar aldar gamlan dóm, á- heyrendur • voru trakteraðir á hvínandi sirkusmúsik að skiln- aði. Þorkell Sigurbjörnsson. 1967. Framkvæmdir á þessu ári munu verða lagning fyrsta áfanga vegar og bygging dælustöðvar og leðjuþróa. Til framkvæmda og rannsókna i raforku- og jarðhita- málum verður varið, 104 m. kr. og fara þar af 16 m. kr. til virkjana- r’annsókna, 27 m. kr. til jarðhíta- lipála. ' SAMGÖNGUR. Hafnarframkvæmdir eru áætlað- ar um 130 m. kr. á árinu. I lands- höfninni í Keflavik-Njarðv. er gert ráð fyrir, að lokið verði gerð innri hafnargarð, en að öðru leyti ekki gert ráð fyrir miklum framkvæmd um, en hins vegar greiddar upp lausaskuldir. Til vegamála verður varið 365 m. kr., þar af 99 m. kr. til Reykjanesbrautar, og er þá gert ráð fyTir því, að vegurinn verði all- ur steyptur á þessu ári. Til flug- mála verður varið 28,4 m. kr., þar af 5,8 m. kr. frá Viðreisnarsjóði Evrópu til flugvallargerðar á Patreksfirði. Til póst- og sfmamála verður varið um 90 millj. krónum. ÁÆTLUN UM SKÓLA. :iV Undanfarið hefur verið unnið að framkvæmdaáætlun um skóla- byggingar í þvf skyni, að þær bygg ingar verði látnar sitja fyrir, sem þörfin er mest á, og til þess að byggingatími styttist verulega frá því, sem verið hefur. Framkvæmd ir eru áætlaðar alls um 170 m. kr. á árinu. Reiknað hefur verið með 5 m. kr. fjáröflun til sýningar- og íþróttahússins í Laugardal og um 2 m. kr. vegna Umferðarmiðstöðv- arinnar. Til sjúkrahúsa eru áætl- aðar 75 m. kr. og er þá ekki tillit tekið til framkvæmda við Borgar- sjúkrahúsið í Reykjavík. FERÐABÍLAR 9—17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Símavakt allan sólarhringinn. FERÐABÍLAR . Sími 20969 Haraldur Eggertsson. < Útför frú Hallfríðar Jóhönnu Stefánsson, fædd Proppé verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn þann 10. maí. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minn- ast hennar er bent á líknarstofnanir. Líney Jóhannesdóttir Svava Proppé Helgi Bergsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.