Vísir - 08.05.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 08.05.1965, Blaðsíða 7
VI S IR . Laugardagur 8. maí 1965. SKB&53Í11 rTuPK*'« sr’T'. ‘ Kirkjan og þjóðin Fyrsti sunnudagur sumarsins og hátíð í sveitinni þvi að þetta er hennar barnadagur. Skóla- uppsögn með sýningu og sam- drykkju, söng og guðsþjónustu. Eitt hátíðlegasta atriði á dag- skránni er afhending Nýja Testamentisins til 12 ára barna. Þetta er orðinn fastur liður við hverja skólauppsögn og það er Gideonfélaginu að þakka. Það er viðkvæmt augnablik þegar saklaus bamshöndin er rétt eft ir hinni helgu bók. Og það er beðið fyrir framtíðinni: Lát börn þín eftir oss Það erfa blessað hnoss Ó, gef það glatist engum. Þetta rifjast upp þegar rakið er starf Gideonfélagsins á K.F. U.M. fundi. Það er formaður þeirra Gideon-manna, Friðrik Vigfússon framkvæmdastj. sem segir frá: — Nokkurs misskilnings virð ist oft gæta um Gideonfélagið. Það er talið vera Biblíufélag. Félagið er ekkí í venjulegum skilningi Biblíufélag. — Það hvorki prentar né selur Biblíur. Við höfum því miður orðið fyrir nokkrum óþægindum og sætt misskilningi vegna þess, að við höfum orðið að synja ýmsum þeim, sem til okkar hafa leitað og viljað fá keypta Biblíu eða Nýja Testamentið. Þær bækur sem félagið hefur fengið, eru undanþegnar tollum og opin- berum gjöldum og ekki ætlaðar til sölu. Biblíur eru hins vegar lagðar inn á herbergi gistihúsa, í klefa farþegaskipa og fang- elsa. Nýja Testamentin eru aft ur á móti lögð inn í sjúkrahús við hvert sjúkrarúm. Um leið og hjúkrunarkonur útskrifast frá Hjúkrunarskólanum og með taka prófskírteini sín fá þær af- hent hvítt Nýja Testamenti, sem hjúkrunarkonum einum eru ætluð. Síðast en ekki sízt er Nýja Testamentið gefið öll- um 12 ára skólabörnum á Iand inu. Hefur svo verið s.l. 11 ár. í lögum félagsins stendur að tilgangur félagsins sé: Að safna kristnum verzlunarmönnum saman tii starfs, að ávinna karla og konur fyrir Drottin Jesúm Krist, að útbýta Biblí- unni, eða einstökum ritum henn ar til notkunar í gistihúsum, sjúkrahúsum, skólum og öðrum stofnunum. Hver árangur hefur svo orðið af starfinu? Því mið- ur er ekki mik ð vitað um hann. Við hljótum með hryggð að játa að við erum ónýtir þjónar, sem illa höfum gert það sem okkur ber skylda til, hvað þá meira. Þrátt fyrir það er von okkar og bæn sú, að starfið hafi ekki reynzt árangurslaust og að við megum í trausti til Guðs náðar halda áfram að bera sæðið út til sáningar og að Hann megi gefa að það fái fest rætur, vaxið og boríð ávöxt á réttum tíma. Okk ur er það ljóst, að jarðvegurinn er oft bæði harður og grýttur. Þvi óskum við eftir stuðningi og umfram allt fyrirbænum þeirra, sem hafa þá trú, að ekki sé til einskis erfiðað og að á því velti umfram allt að gefast ekki upp og reynast trúir því verkefni sem okkur hefur verið falið í víngarði Drottins. Þó óvfst sé um árangur í flest um tilfellum, þar sem Guðsorði er dreift, er það vissulega gleði- og þakkarefni, að yfirleitt er Gideonfélögum mjög vel tekið þar sem þeir knýja dyra með Orðið, og víða standa opnar dyr. 1 tölum talið lítur starf félagsins þannig út: Frá því félagið var stofnað, fyrir tæp- um 20 árum, hefur verið úthlut- að nærri 1500 Biblíum, rúml. 42600 Nýja Testamentum og Stjóm Gideonsfélagsins á íslandi. Fremri röð frá vinstri: Þórður Guðmundsson ritari, Friðrik Vig- fússon, núv. formaður, Þorkell Sigurbjörnsson Kapilán (Hann var fyrsti formaður féiagsins og gegndi því starfi í næstum tvo áratugi) Sigurður Gústafsson, gjaldkeri. Aftari röð: Egill Sandholt meðstj. Friðbjöm Agnarsson varaform. og Viggó Jessen meðstj. Það Drottinn sagði við Gideon: er ég, sem sendi þig 14000 eint. af Jóh. guðspjalli eða alls um 58 þús. eintök. Stofnfélagar vom 17 en nú eru félagar 68. Litið hefur verið að því gert að afla félaginu nýrra meðlima, máske of lítið. Hins vegar býður félagið hjart- anlega velkomna alla þá, sem gerast vilja meðlimir og upp- fylla inntökuskilyrði og leggja vilja mikilvægu málefni Drott- ins lið. Gideonfélagið hér er deild í alheimssamtökum Gideon- félaga, sem starfandi eru í öll- um álfum heims og eru nú í nærri 70 þjóðlöndum með rúm lega 20.00 meðlimi. Um s.l. ára mót höfðu félagssamtök þessi úthlutað næstum 15 millj. Biblí um og tæplega 117.6 millj. Nýja Testamentum. Einn þáttur í starfi Gideon- samtakanna eru alþjóðleg mót, sem haldin eru ár hvert, oftast í Bandaríkjunum, þar sem aðal bækistöðvarnar eru. S. 1. sum- ar, dagana 21. — 26. júlí var mót haldið í borginni Grand Rapids 1 Michiganfylki norður — Biblían og flaskan — Mig langar til að segja ykkur sögu. Kaþólskur prestur sem ég heimsótti, sagði mér hana. í fyrrverandi sókn hans, bar það við, að eitt af sóknar- börnunum kom til borgarinnar, Það var drykkfeldur mað- ur og eins og venjulega varð hann drukkinn á leiðinni. í stað þess að fara heim til sín, tók hann sér gistingu á gistihúsi og hafði flösku með sér. Þegar hann kom inn í herbergið tók hann flöskuna og setti hana ofan á bók, sem lá á borðinu. Hann leitá bókina og sá ,að þetta var Gideonbiblía. „Það er nú víst ekki viðeigandi að setja flösku ofan á Biblíuna,“ sagði hann við sjálfan sig. Jafnvel fannst honum ekki að Biblía og flaska ættu heima í sama herberginu. Tók hann þvi Biblíuna og setti hana fram í anddyrið. Þegar hann kom inn í herbergið aftur_ hugsaði hann: „Ekki er nú rétt að reka Guðsorð á dyr.“ Þegar í stað tók hann flöskuna, fór með með hana fram í anddyrið en lagði Biblíuna aftur á sinn stað i herberginu. Hann settist niður og hóf að lesa. Orðið greip hann þeim tökum, að hann fór aldrei fram til að sækja flöskuna og hefur ekki drukkið eftir þetta. af Chicago. Tveimur Gideon- fél. héðan, Þorkeli Sigurbjörns- syni og mér, gafst tækifæri til að sækja mót þetta. Er skemms frá því að segja, að margt af því, sem við þá feng- um að reyna mun seint úr minni líða, og sumt vonandi aldrei gleymast. Ber þar mar^t til. Þegar til Grand Rapids kom tók á móti okkur alþjóðlegur kapilán samtakanna, Duanne Darrow. Hann hefur tvisvar komið hingað í heimsókn. Urðu því miklir fagnaðarfundir. Sami hlýleikinn og vináttan mætti okkur þegar við komum til gisti húss þess sem átti að verða aðalbækistöð mótgesta. Var engu líkara en komið væri í hóp góðra og gamalla vina. Viðbrigð in voru ónietanlega mikil eftir að hafa dvalist nærri viku í ys og þys stórborganna Chicago og einkanlega þó New York. Grand Rapids hefur um 200.000 íbúa, sem flestir munu af hol- lenzku bergi brotnir, en þeir sem til Hollands hafa komið, kannast við hversu vingjarnleg ir og þægilegir Hollendingar eru heim að sækja. Flestar sam komur mótsins fóru fram í stærsta samkomuhúsi borgar- innar, sem er rétt við gistihúsið. Rúmar stærsti salurinn um 5000 manns í sæti. Að morgni fyrsta dags mótsins ávarpaði Jacob Stam lögfr., sem er for- seti félagsins, borgarstj. Grand Rapids, Stanley Davis og af- henti honum að gjöf Biblíu ! skrautlegu bandi. Borgarstjóri þakkaði hina góðu gjöf, sem hann lofaði að hagnýta sér og bauð Gideonfélaga velkomna til borgarinnar. Lýsti hann því jafnfrarnt yfir, að þeir félags- menn sem hann hefði haft kynni af, hefðu reynzt hinir nýt- ustu borgarar. Samverustundir voru meira og minna frá morgni til kvölds og komu þar fram margir framúrskarandi ræðumenn flestir Gideonfélag- ar, sem fluttu ræðu, ávörp og vitnisburði bæði í tali og tón- um. Af ræðumönnum mótsins mun dr. Malcolm R. Cronk frá Wheaton í Illinios verða móts- gestum minnisstæðastur. Þeir 4 Biblíulestrar, sem hann flutti. áttu metaðsókn allra dagskrár liða mótsins og að ég held mót anna fyrr og síðar. Var það hinn kröftugi og persónulegí boðskapur, sem allir fundu að náði sterkum tökum á hjörtun- um. Sama eða svipað verður og sagt um boðskap margra þeirra, sem höfðu eitthvað til málanna að leggja og átti það ekki sízt við um aðal einsöngvara móts- ins, Graham Burns bankafulltr. frá Jóhannesarborg í Suður Af- ríku. Vitnisburður hans í orðum og söng náði vissulega að hræra hjörtu viðstaddra. Tel ég eina slíka stund mótsins vera með því eftirminnilegasta. sem fram fór. Almennur söng- ur var sá kröftugasti sem ég minnist að hafa heyrt af því tagi. Það hlaut líka að orka sterkt á okkur hversu samstil!t ir og einhuga Gideonbræður voru, þótt þeir kæmu frá ólík- um kirkjudeildum og trúfélög- um. Ofar öllu virtist vera brenn andi áhugi fyrir þvi að ávinna aðra fyrir Drottin Jesúm Krist. Sömuleiðis var það á- berandi hversu rík vitundin var um endurkomu Drottins, sem margir trúðu, að ekki væri langt að bíða. Dagurinn var tek inn snemma og hófst með bæna samkomum stundum jafnvel kl. 6—7 á morgnana. Hverjum degi lauk og með bænastund Gátu mótsgestir þá óskað fyrir- bæna um það, sem þeim lá rík ast á hjarta. Sjálfu mótinu Iauk föstudagskvöldið 24. júlí rneð sameiginlegu borðhaldi, sem nærri 1600 manns tóku bátt i. Þar voru ekki eingöngu bornir á borð Ijúffengir réttir, heldur engu síður ósvikin andleg fæða. Að lokum mynduðu þátttakend ur 3—4 hringi í hinum stóra sal, héldust i hendur og sungu: „Steri eru andans bönd“ Eftir að þessu 65. ársþingi lauk hófust á laugardeginum venjuleg aðalfundarstörf, þax sem fluttar voru skýrslur, reikningar lesnir og kosin stjórn. Reikningar gjaldkera báru það með sér, að til kaupa á Biblíum og Nýja Testament- um hafði verið varið á sl. starfsári 1.6 millj. dollurum eða sem svarar til 69 millj. Is- lenzkra króna. Sunnudagurinn 26. júlí var notaður til þess að heimsækja milli 300-350 kirkjur í Grand Rapids og nágrenni. í flestum kirkjunum töluðu Giedeonfé- lagar sjálfir og skýrðu frá starf inu, en í lok guðsþjónustunnar gafst kirkjugestum tækifæri til þess að styrkja starfið með fjár framlögum. Á þennan hátt safnaðist inn álitleg fúlga. Af 1705 skráðum þátttakend- um mótsins voru 38 Gideon-fé- lagar frá 16 löndum utan Bandaríkjanna og Kanada. Nokkrum þeirra gafst tækifæri til þess að heimsækja aðalbæki- stöðvar samtakanna, sem eru í Nashville í Tennessee-fylki fluttar þangað sl. ár frá Chi- cago. Fyrir vandvirði húss þess, sem samtökin áttu í Chicago tókst að byggja mjög vandað og vel útbúið hús til starfseminn- ar. Er öllu sem starfinu við- kemur sérstaklega vel fyrir komið og véltæknin tekin i þjónustu starfsins. Vegna henn ar tókst að fækka starfsfólki nokkuð, þrátt fyrir stöðugt vax andi verkefni. Það gefur smá- sýnishorn af starfseminni í aðal bækistöðvunum að árlega ber- ast um 80.000 bréf, sem öllum er reynt að svara, og veita við- hlítandi úrlausn, auk alls ann- ars, sem krefst mikillar vinnu og fórnfýsi. Á þessum dásamlega stað var dagurinn skipulagður fyrir er- lenda þátttakendur mótsins Gafst okkur því færi á að fá nokkra innsýn í þetta stórkost- Iega og vel skipulagða starf og jafnframt að njóta samveru- Framhald bls. 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.