Vísir - 08.05.1965, Blaðsíða 16
VÍSIP
Laugardagur 8. maí 1965
Fjölmenn
ferðamála-
• • • . > • ' •
ráðstefna |
R'áðstefna ferðamálamanna var j
sett í Valhöll á Þingvöllum í gær- j
dag. Mikið fjölmenni situr ráð- j
stefnuna, eitthvað milli 70 og 80
manns, allt áhugamenn um ferða-
mál, starfsmenn frá fyrirtækjum og
stofnunum, sem um slík mál fjalla,
svo og boðsgestir, m.a. flugmála-
stjóri, vegamálastjóri, og banka-
stjóri Seðlabankans.
í gær var fjallað um fjögur mál.
Um hótelmál hafði Lúðvík Hjálm-
týsson framsögu, samgöngumál,
sem Ágúst Hafberg hafði fram-
sögu um, Geir H. Zoega hafði
framsögu um fjármál ísl. ferðamála
og Bjarni Guðmundsson um ís-
lenzka landkynningu. Miklar um-
ræður urðu um öll þessi mál og
málin afgreidd til nefnda, sem skila
eiga áliti á fundinum i dag. í
kvöld lýkur ráðstefnunni.
4 sækja um
Snæfellsnes
Umsóknarfrestur um sýslumanns
embættið í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu er nýlega útrunn-
mr u
Töluverð síld við Jökul og Vestmunnueyjur
1 dag má segja, að sumarsfld-
veiðin hefjist, — þ.e. síðdegis f
dag halda beztu visinda-
menn okkar á sviði hafs- og
fiskifræði með Ægi í rannsókna-
leiðangur, sem þeir fara afltaf
á vorin, en í þetta skipti er
farið óvenju snemma.
Dr. Jakob Jakobsson, fiski-
fræðingur og Svend Áge Maim
berg, haffræðingur eru um borð
í skipinu og með þeim 5 menn
aðrir við vísindaiðkanimar.
Talsverð síld hefur verð að
undanfömu uppi við landsstein
ana og margir bátar fengið af-
bragðsveiði. Fréttaritari Vísis i
Vestmannaeyjum sagði t.d., að
hann hefði getað fylgzt
með berum augum með veiðum
bátanna í Stakkabótinni svo-
nefndu, en það er víkin á aust
anverðri Heimaey. Aðkomubát-
arnir þorðu jafnvel ekki að
kasta svona nærri landi, enda
mjög þröngt þarna og bátamir
margir á litlu svæði. „Þetta var
eins og kennsla í síldveiði-
tækni, því svo vel var hægt að
fylgjast með jafnvel skipshund
urinn á einum bátnum sást
Framh. á bls. 6
Huginn II að landa i fyrradag í Vestmannaeyjum — Ljósm. Arni Johnsen.,
■■-.rJtpaaOSeCTMauW'nnnwnwa
I;
VÍL VÆDINCUNA VANTAR
IBY6CIN6A RIDNA DINN
inn.
Þessir sóttu um embættið:
Benedikt Blöndal, héraðsdóms-
lögmaður, Friðjón Þórðarson, sýslu
maður, Jón Magnússon, settur
sýslumaður, Jón A. Ólafsson, full-
trúi yfirsakadómara.
Nýtt rit Húsnæðismálastofnunarmnar um skipulagn-
ingu og áætlunargerð við íbúðarbyggingar
Húsnæðismálastofnun ríkis
ins hefur sent frá sér rit um
„skipulagningu og áætlunar-
gerð við íbúðarbyggingar,“ eft-
ir ungan verkfræðing, Kjartan
Jóhannsson úr Hafnarfirði. Hús
næðismálastofnunin hefur áður
stuðlað a5 útgáfu rits um ein-
angrun íbúðarhúsa, en stofnun-
in hefur í starfi sínu reynt að
stuðla að bættum byggingar-
háttum með ýmiss konar stuðn-
ingi við nýjungar í byggingar-
iðnaði, auk þess að koma á
framfæri upplýsingum um
tæknilegar nýjungar ef verða
mætti til bættra byggingar-
háttað, svo sem Iögstofnunarínn
ar gera ráð fyrir.
Ritið skiptist í 10 kafla og
segir m.a. í inngangsorðum:
„Á æ fleiri sviðum leysir vél
arkraftur mannshöndina af
hólmi. Hin öra framþróun og
síbatnandi lífskjör síðustu ára
hafa grundvallazt á aukinni vél
væðingu hér á landi sem ann-
ars staðar. — Þessi þróun hef-
ur náð til byggingariðnaðar,
þótt ekki hafi það verið í jafn
ríkum mæli og til margra ann-
arra atvinnugreina. Á þetta
einkum við um íbúðabyggingar
Felst í þessari vanvélvæðingu
við íbúðabyggingar ein meginor
sök þess, hve mjög byggingar-
iðnaðurinn hefur dregizt aftur
úr öðrum iðngreinum.“
Eins og fyrr segir skiptist
ritið i 10 kafla. Stærsti kaflinn
er áttundi kafli ritsins, en hann
fjallar um skipulagningu fram
kvæmdanna og áætlanagerð og
er kaflinn með mörgum skýr-
ingamyndum.
Sérstök ástæða er til þess að
vekja athygli húsbyggjenda og
annarra þeirra er að bygginga
málum starfa á þessu fróðlega
riti.
Myhdin er af Erni O. Johnson, framkvæmdastjó ra F. í. þegar hann tók við vélinni áf einum af
forstjórum Fokkersverksmiðjanna_ Switser að nafni.
Friendship kemur á föstudaginn
Næstkomandi föstudag er á-
ætlað að ný flugvél bætist í
flugflota íslendinga, flugvél,
sem aðallega verður notuð af
íslendingum sjálfum. Það er hin
nýja innanlandsvél Flugfélags
íslands frá Fokker-verksmiðjun-
um.
Vélin hef ur að undanförnu
verið í æfingaflugi í Amsterdam
og íslenzkir flugmenn munu fá
próf á vélina áður en hún kem-
ur hingað, en hollenzkur flug-
stjóri flýgur henni heim með
hinum íslénzku.
Blaðamenn fengu í gær að sjá
aukamynd, sem sýnd er á sýn-
ingum í Gamla bíó af Fokkers
Friendship-vélunum, og er ekki
að efa að margir munu vilja sjá
þessa farkosti, sem eiga eftir að
þjóna Islendingum í innanlands-
flugi næstu árin.
Sumarleyfi borgursturfs-
munna lengjast
Á sameiginlegum fundi starfs-
kjaranefnda Reykjavíkurborgar og
starfsmannafélaganna hinn 24.
apríl síðastliðinn var ákveðið að
leggja fyrir borgarráð tillögur um
lengingu sumarleyfa fastra starfs-
manna Reykjavikurborgar. Borgar-
ráð samþykkti tillögurnar til borg-
arstjórnar, er staðfesti þær á fundi
sínum s.l. fimmtudag.
Samkvæmt því lengjast sumar-
leyfi fastra starfsmanna, er áður
höfðu 18 daga, í 21 dag, og þeirra
er höfðu 21 dag í 24 daga.
NIUNIÐ HAPPDRÆTTIÐ
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksinsins skorar á alla sjálfst.;ðismenn,
við Austurvöll verður opin í dag
frá kl. 9—18 vegna Lándshapp-
drættis Sjálfstæðisflokksins og
geta menn fengið keypta þar miða,
en einnig er æskt eftir að allir
þeir, sem því geta komið við, skili
sem fyrst af sér.
Framkvæmdanefnd happdrættis-
að sameinast um að gera sitt ít:
asta, til þess að happdrættið mej
takast sem bezt. Það kostar aðeir
100 kr. að styðja gott málefni ui
leið og keyptar eru líkur til þes
að eignast annan hinna glæsileg
bíla að verðmæti 330 þús. kr. hvo