Vísir - 11.05.1965, Side 8

Vísir - 11.05.1965, Side 8
8 viaiK . priojuaagur n. mai i»«a. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftarg.jalci ei 80 tu a mánuði t lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsm'ðie Vici' Pdda h t Ar mikils vaxtar Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram aðra Framkvæmda- áætlun sína um framkvæmdir á þessu ári, sem nú stendur yfir. Sú áætlun er ekki síður en hin fyrri mikilvægt hagstjórnartæki í íslenzkum efnahagsmál- um. Með henni er leitazt við að afnema það handa- hófsbragð sem var fyrr á árum á fjárveitingum og fjárstjórn ríkisins, en vinna þess í stað eftir ákveðn- um línum og skipta opinberu fé þannig milli greina að hver króna nýtist sem bezt. Við framlagningu þessarar nýju áætlunar er full ástæða til þess að staldra við og líta yfir farinn veg síðustu ára. Stjórn- arandstaðan heldur því gjarnan fram, að samdrátt- ur og óáran hafi verið í efnahagslífinu vegna rangrar fjármáliistefnu. Hvað er rétt í því? Við skulum athuga það örlítið nánar. Lítum fyrst á íbúðabyggingar. Þar segir stjómar- andstaðan að mikill samdráttur hafi átt sér stað. Hverjar eru staðreyndirnar? Árið 1964 voru bygg- ingar íbúðarhúsa 37% meiri en árið 1962. Að magni til svöruðu byggingaframkvæmdir ársins 1963 því, að lokið væri 1400 íbúðum að meðaltali og árið 1964 1500 íbúðum, en aðeins 1100 íbúðum 1962. Hér sést svart á hvítu, hve íbúðabyggingar hafa aukizt veru- lega síðustu árin, enda hafa nú íbúðalánin verið hækkuð um 270% frá því sem var á dögum vinstri stjórnarinnar. J]n hvernig lítur heildarmyndin út? í Framkvæmda- áætluninni nýju er gerð grein fyrir niðurstöðutölum um heildarfjárfestinguna í landinu. Hlutfall fjárfest- ingar í verðmætaráðstöfuninni í heild hefur aukizt verulega undanfarin tvö ár. Það hlutfall varð 29% árið 1963 og tæp 31% árið 1964. Mest varð fjárfest- ingaraukningin í atvinnuvegunum. Þessi fjárfesting- arprósenta er hærri en í nágrannalöndum okkar. Það stafar sumpart af því að við erum enn að byggja upp landið og afla okkur atvinnutækja, sem aðrar þjóðir hafa þegar gert. En að miklu leyti stafar þessi öra fjárfesting af því að stefnan í fjármálum hefur valdið velmegun og góðæri hér á landi Það hefur verið rétt stefna, stefna uppbyggingar og atvinnu- aukningar á öllum sviðum. Grundvöllui hennar er frelsi á sem flestum sviðum athafnalífsins, frelsi til athafna og afreka. ÞÓRARINN STEFÁNSSON Fæddur 17. sept. 1878 — Dáinn 3. mai 1965 * ! Ártölin hér að ofan sýna það. að ævisaga Þórarins Stefáns sonar er löng, en hitt megna þau ekki að sýna, hve stórlega merk sú saga er. Hún verður þó ekki sögð hér. Að svo miklu leyti sem með sanngirni má ætlast til, að hún sé rakin i einni blaðagrein, ætla ég að meginatriði hennar sé að finna í afmælisgrein, er ég ritaði um hann í Vísi þegar hann varð áttræður. Þar eru einnig að nokkru raktar ættir hans, en þær eru ættir fjölmargra nafn- kunnra gáfumanna, skálda, rit höfunda, listamanna og stjórn- málamanna. Meðal skáldanna mun mega segja að hæst beri Kristján Jónsson og Guðmund Magnússon, en þó eru þau fleiri næsta merk, þar á meðal afi Þórarins, Erlendur alþingismað ur Gottskálksson. Hér verður það eitt ritað, er beinlínis má stuðla að skilningi á þvf, hvern ig háttað var bessum nvlátn, ágætismanni Foreldrar Þórarins voiu Stefán trésmiður og bóndi á Grásíðu í Kelduhverfi og kona hans, Margrét Þórarinsdóttir. Að sjálfsögðu ólst hann upp við alla algenga erfiðisvinnu, til lands og sjávar. Um tvítugt lærði hann bókbandsiðn og i hjáverkum mun hann síðan nokkuð hafa stundað hana ævi- Iangt. Þetta var vel farið, því hann var frábær hirðumaður og elskaði bækur alla- sína daga. Neytti hann kiihhSttij sinnar í bókbandinu til þess að bjarga margri bókinni og mörgum pés- anum, sem ella mundi hafa far ið forgörðum. Bókaverzlun stofnaði hann á Húsavík 1909, en hana rekur nú Ingvar sonur hans. Engin persónuleg kynni hafði ég af Þórarni fyrr en ég stofnaði sjálfur bókaverzlun 1927, en þá stofnuðust þau kynni, sem fljótt urðu að inni- legri vináttu, og við fráfall hans veit ég mig nú hafa misst einn af mínum beztu tryggðavinum. Eftir að Þórarinn fluttist til Húsavíkur, hlóðust skjótt á hann margvísleg trúnaðarstörf, og þegar þorpið var gert að sér- stökum hreppi, var hann skip aður hreppstjóri. Því embætti gegndi hann unz Húsavík fékk bæjarréttindi og skipaður var bæjarstjóri. Mun Húsavík eini hreppurinn á landinu, sem aldr- ei hafði nema einn og sama hreppstjórann. Rétt var það sama hvaða starf Þórarni Stefánssyni var falið: hann gegndi þeim öllum af slíkri prýði, að ekki varð á betra kosið. Þáttur hans í fé- lagsmálum þorpsins varð geysi- lpga mikill — efalítið meiri en nokkurs annars manns á sama tíma. En ekki væri sagan þá rétt sögð ef talið væri að hann ætti einn allan heiðurinn af því, hve farsæll hann var í þessum trúnaðarstörfum, og ekki mundi hann sjálfur hafa viljað að hún væri þannig sögð. Hann tók árið 1911 við rekstri ljósmyndastofu, sem þarna hafði verið um all langt skeið, en eigandinn fluttist nú af landi burt. Iðn þessa kunni Þór- arinn vitanlega ekki sjálfur en hafði ýmsa menn til myndatök unnar. Árið 1915 réðst til starf ans stúlka vestan af ísafirði Sigríðup dóttir Ingvars blikk smiðs Vigfússonar. en komn hennar leiddi ti) þess. að þau Þórarinn Stefánsson gengu ' hjónaband á næsta ári. Var þetta hið mesta lán, sem hon- um hlotnaðist um dagana, því þarna eignaðist hann þann lífs- förunaut, sem alla tíð studdi hann til alls góðs af hreint frá- bærri prýði. Hún lifir mann sinn ásamt tveim sonum þeirra. Ingvari og Stefáni, sem báðir eru stakir ágætismenn. Dóttur. Margréti að nafni, misstu þau þrettán ára gamla. Var það mik ill harmur ekki aðeins forelar unum heldur og öllum, sem hana þekktu, því hún var með yfirburðum efndegt og gott bam, sögð andlega þroskuð langt um aldur fram. Var það löngum mál gamals fólks um slik börn, að varla mundi þeim ætlað að dvelja langdvölum f okkar veröld. Safnaðarmál létu þau hjónir ,var að pjafnaði annaðhvoí-?. safn- aðarfulltrúi eða formaður sókn- arnefndar. Frú Sigríður var í stjórn Kvenfélags Húsavíkur, fé lagsskapur, |gm ávallt starfaði til mikilla heilla, eins og kven félögin gera alls staðar, þar sem þeim er vel stjórnað, en fyrir sakir vitsmuna, góðgirni skör- ungsskapar og lagni var engin kona líklegri til farsællegra á- hrifa þar en hún, og er það þó sannast sagna, að þarna í þorp inu var mikið kvenval. Prestar safnaðarins áttu þar óbiluga og ómetanlega starfsfélaga sem þessi hjón voru, enda var fé- lagslíf innan safnaðarins jafn- an með ágœtum. Kvenfélagið vann mjög mikið fyrir kirkjuna, og má sem dæmi geta þess, að það sá ávallt um alla ræstingu og skreytingu kirkjunnar henni að kostnaðarlausu. Mun þessu enn svo háttað. Geta má nærri, að margur átti erindi við Þórarin Stefáns son, mann, sem gegndi svo ó- trúlega mörgum og marghátt- uðum störfum fyrir samþegna sína, og gegndi þeim af svo fágætri alúð. Þetta út af fyrir sig hlaut að leiða til þess að gestakoma á heimilinu var með fádæmum. En þó jók hitt mestu á hana, að bæði voru hjónin frá bær um gestrisni, og gestrisni þeirra var svo hlý og innileg. Þar var því stöðugt fullt af gest um, úr nálægð og fjarlægð, enda mátti svo segja, að vegur inn um Húsavfk lægi i gegn um hús Þórarins Stefánssonar Fyrir þá, sem einhverja mennt- un höfðu og eitthvað hugsuðu fram yfir hið allra fátækleg- asta, var líka sérstök unun þang að að komr fyrir viðræður hús- bændanna. f þeirra viðræðum íameinuðust óvenjuleg greind dálfstæð hugsun einurð og víð iýni, ávallt með fyllsta tilliti til ólíkra skoðana og viðhorfa beirra. sem rætt var við Þann. sem eitt sinn heimsótti þau langaði til að koma aftur — og hann mátti líka ávallt treysta því, að verða boðinn hjartan- lega velkominn. Þeir, sem ver- ið hafa gestir á þessu heimili, þeir vita hvað gestrisni er. En svo er ótalin enn ein á- stæðan til gestkvæmninr.ar á heimilinu, og sannarlega ekki sú veigaminnsta. Allir, sem til Þór- arins þekktu, mundu segja að hann væri gáfumaður. en það gildir um ættmenn hans undan- tekningarlítið. Hitt bar af, hve vitur maður hann var, „ráðholl- ur og ráðadrjúgur“; hann var sá Njáll, sem margur sótti að ráð um og .margra manna vanda leysti með vitsmunum sínum og góðgirni. Má vera, að fyrir þetta verði hann vmsum minn 'sstæðastur. Hæglátur maður var Þórarinn jtefánsson alltaf. en málafylgju naður var hann mikill eig( að síður. Meðan við deildum við Dam um stjórnarfarsleg réttindi þióð nni til handa, var hann ávallt á .neðal þeirra, er djarflegasta kröfur gerðu og mun mjög haf: fylgt þar frænda sínum Benr dikt Sveinssyni og Landvarnat mönnum. Hann var annars Sjáifstæðisflokknum gamla ■ til dauðadags í Sjálfstæði1 flokknum síðari og fulltrúi landsfundum hans. í stjórnmál unum var hann þannig i and- stöðu við meginþorra Þingey- inga, en aldrei lét hann ólíkar skoðanir glepja sér sjón á kosti og manngildi þeirra manna, er hann átti í höggi við, og vita- skuld virtu þeir hann; það hlutu allir að gera. Kynlegt er það um mann, sem hugsaði óvenjulega skýrt og rökfast, var svo léttur í máli í samræðum og svo prýði- lega ritfær, að í ræðustóli var hann stirðmæltur og vildi vefj- ast tunga um tönn. En það er alkunna, að þetta getur farið saman. Frægt dæmi er enski rithöfundurinn og blaðamaður- inn Robert Blatchford (d. 1944). Bækur hans eru ritaðar af fljúg andi mælsku, og í blaðadeilum var það fyrir engan að mæta honum. En 1 ræðustóli kom hann engu óbjöguðu út úr sér. Bréfritari var Þórarinn einn af hinum skemmtilegustu, og alltaf sögðu þar vitsmunimir til sín. En að auki ritaði hann svo fagra og skýra hönd að af bar. Og allt til þess síðasta förlaðist honum um hvorugt, stilinn né skriftina og þá ekki heldur íslenzkuna, sem ávallt var hrein og tær. Er þess að vænta að margir eigi og varð- veiti bréf frá honum. Þórarinn hafði aldrei sterka heilsu og hann lá langar og erf iðar sjúkdómslegur. Öndverlega í síðastliðnum mánuði varð hann fyrir þvi slysi að detta og mjaðmarbrotna. Þetta bein- brot dró hann til dauða á spit- ala hér í Reykjavik. Kona hans kom hingað með honum og mátti heita að hún vild ekki frá honum meðan hann lá bana leguna. Sagt var mér að hve- nær sem hann hafði rænu síð- asta daginn sem hann lifði, hefði hann alltaf verið að þakka henni og kveðja hana. Mikið hafði hann að þakka. „Þórarinn naut sín aldrei fyrr en eftir að hann kvæntist", sagði kona na- kunnugt honum í marga áratugi. Þetta var fagur viðskilnaður. En beir eru margir, sem mikið eiga þessum hjónum að þakka. Og flestum mun finnast að nú sé Húsavík önnur en hún var, þegar Þórarinn Stefánsson er þar ekki lengur. Sn. J:

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.