Vísir - 18.05.1965, Síða 11

Vísir - 18.05.1965, Síða 11
V í S I R . Þriðjudagur 18. maí 1965. n SBU-liðið valið Búið er að ákveða lið SBU til íslandsfarar, en liðið mun leika hér 21.—30. júlí. Liðið verður skipað eftirfarandi 17 leikmönnum: Poul Vemer Henriksen, AB, Mogens Johansen, Koge, Preben Bjerre, AB, Karl Hansen, Koge, Finn Jensen, Roskilde, Niels Yde, AB, Soren Hansen, Lyng- by, Claus Petersen, Holbæk, Bjame Larsen, Lyngby, Knud Petersen, Koge, Palle Reimer, Roskilde, Jorgen Jorgensen, Holbæk, E. Dyreborg, Næstved, Kjeld Petersen, Koge, Finn Wi- berg, AB, Per Holger Hansen, Lyngby, og Poul Andreasen, Næstved. .V.W.'»W.V.%V.V.W.V.W.NSW.W.V.W.-.W.%W.NV Baldvin sækir að HalikeU, markverði Fram. KR VANN FRAM P0, EN ÁW LlTIÐ I KR og VALUR leika því til úrslita í Reykjavíkurmótinu þar sem það voru Fram- arar. sem áttu meira í leikn KR vann Fram í gær-| kvöldi í Reykjavíkurmót-j inu í knattspymu með , , . . . . ,. . ! um og tækifæri þeirra og einu marki sem fyrrver- andi Framari, Baldvin | tiiraunir voru betri en KR- Baldvinsson átti heiðurinn! inga. I af. Þetta er heldur ,blÓðugt‘ | y>atta þýðir jafnframt það að KR og I Valur eru jöfn að stigum með 7 | st:g þegar leikjum inótsins er lok- ið, hafa ekki tapað neinum leik, en gerðu jafntefli í leik sínum inn byrðis. Verða liðin því að leika saman úrslitaleik. Leikurinn í gærkvöldi var í heild heldur lélegur og í fyrri hálfleik mátti heita að ekkert sæist jákvætt það litla sem sást gátu Framarar eignað sér. Seinni hálfleikur' var öllu jákvæðari — þá ekki sízt fyrir Framara, sem sannarlega áttu skil ið að skora oftar en einu sinni. Eina mark leiksins kom þó frá KR. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Baldvin Bald- vinsson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi fyrrverandi félaga sinna, óð upp, þræddi hvern á fætur öðrum og tókst að yfirbuga þrjá og að lokum var hann kominn að markverð- inum og var í dauðafæri, ekk- ert eftir nema skotið, en þá var honum brugðið mjög illa innan vítateigs. Vítaspyma var dæmd og Ellert Schram skoraði örugg- lega. Þetta gerðist á 4. mín. seinni hálf leiks, en á 14., 15. og 16. mínútu áttu Framarar hvað eftir annað góð tækifæri og skot en voru með fádæmum , óheppnir. Hins vegar áttu KR-jngar ekki nærri eins mörg góð tækifæri. , „ Beztu menn í þessum leik voru þeir Ellert Schram og Heimir Guð- jónsson hjá KR, Baldvin Baldvins- son virðist enn ekki eiga heima í liðinu, þarf að leggja áherzlu á að verða „dús“ við boltann, en hraða I og hörku hefur hann í ríkum mæli, sem þó nægir í flestum tilfellum ekki nema mjög skammt gegn góð- um varnarmönnum. Af Frömurum voru beztir, Ólafur Ólafsson, Hreinn Elliðason og Hallgrímu' Scheving. Dómari var Baldur Þórðarson o; dæmdi ágætlega — jbp. Leikjaskráin komir Eins og undanfarin ár gefa K. R R. og K.S.Í. út í bókarformi skrá yfir öll innanhéraðsmót Reykja- víkur, landsmót í öllum flokkum og aukaleiki í Reykjavík, sem fram fara sumarið 1965. Er bókin kom- in út og fæst í veitingasölunni á völlunum og hjá Lárusi Blöndal, Vesturveri. í bókinni eru upplýsingar um leikstað, leikdag og leikstund allra leikja í þessum mótum og geta knattspyrnuunnendur fært i bókina úrslit allra leikja. Handknattleiks- mót íslands Ákveðið hefur verið að íslands- mót í útihandknattleik 1965 fyrir M.fl. og 2. fl. kvenna fari fram á Akureyri. Ekki er endanlega búið að á- kveða keppnisdaga og verða þeir auglýstir síðar. Ennfremur hefur verið afráðið að íslandsmótið í karlaflokki fari fram í Hafnarfirði. Framara, ekki sízt! Undirbúuingur kndsméts UMFÍ er / fullum gungi Ellert Schram bjargar frá marki KR í leiknum í gærkvöldi. Eins og kunnugt er fer 12. Lands- : mót U.M.F.Í. fram að Laugarvatni 1 3. og 4. júlí í sumar. Iléraðssambandið Skarphéðinn ! hefur tekið að sér framkvæmd mótsins og fjárhagsábyrgð. Allur undirbúningur mótsins gengur eftir atvikum vel, en að mörgu er að huga við undirbúning ! og framkvæmd slíks móts. Framkvæmdum við íþróttavelli ; íþróttakennaraskóla Islands á I Laugarvatni miðar vel áfram, eftir I er að aka yfirlagi í hlaupabrautir, girða vellina, og ýmis annar frá- gangur. Verða íþróttamannvirki þessi mjög glæsileg og vönduð að öllum frágangi, og vonir -standa til, að hægt verði að vígja þau formlega á landsmótinu. Árni Guðmundsson skólastjóri íþróttakennaraskólans hefur haft umsjón og eftirlit með þessum framkvæmdum, sem staðið hafa yfir um árabil. Dagskrá mótsins er nú að mestu ráðin. Verður hún með svipuðu sniði og á undanförnum mótum, þó verður sú breyting gerð, að í stað ungmennafélagsfundar, sem verið hefur að kvöldi fyrri mótsdaginn, verður kvöldvaka með fjölbreyttu efni. Framkvæmdanefnd landsmótsins er um þessar mundir að senda bréf til héraðssambandanna, ásamt ýms um upplýsingum um fyrirkomulag mótsins. Mótsstjóri verður Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi. Umsjónar- maður starfsíþróttakeppni verður Stefán Ólafur Jónsson. Ráðgert er að efna til búvéla- sýningar í sambandi við starfs- íþróttirnar. Verður vélasýningin inni á mótssvæðinu. Hafsteinn Þorvaldsson ritari H. S. K. hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri landsmótsnefndar. Hann hefur skrifstofu að Engjavegi 28 á Selfossi, sími 274. Fastur við- talstími hans í skrifstofunni er á mánudögum og fimmtudögum kl. 9—12. Til hans ber að leita með allar upplýsingar varðandi undir- búning mótsins, svo og mótið sjálft og framkvæmd þess. Þá mun Ármann Pétursson, full- trúi U.M.F.Í. í landsmótsnefnd einnig gefa upplýsingar um allan gang mála varðandi landsmótið. Hann hefur síma 50772. Þar sem gera má ráð fyrir, að mjög mikill mannfjöldi sæki þetta mót, mun landsmótsnefnd leggja miklu áherzlu á að halda þar uppi lögum og reglu. Vegna mikillar um- ferðar mótsdagana að og frá móts- staðnum, má gera ráð fyrir, að taka verði upp einstefnuakstur, þegar ' umferðin er mest. Þá munu for- ráðamenn Skarphéðins leggja mjög mikla áherzlu á það, að allir ölv- aðir menn verði tafarlaust fjar- lægðir af mótsstaðnum. Landsmótsnefnd væntir þess að mótið beri fyrst og fremst svip þeirrar fþróttaæksku er mótið sæk- ir og mætir þar til keppni, og þess glæsilega umhverfis sem mótið er haldið f.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.