Vísir


Vísir - 19.05.1965, Qupperneq 1

Vísir - 19.05.1965, Qupperneq 1
WVAAAAAAAAAAA^VWWWW/W^AA(V'^/\AAA/VWWW\AAAAAAA/WVWW\AA/> SIR 55. árg. — Miðvikudagur 19. maí 1965. - 112. tbl. Byrjað á Strákagöngum í sumar í gær voru tilboð í Stráka- göng opnuS í skrifstofu Vega- málastjóra. Bárust fjögur tiiboS e- tilboðiS var tvenns konar, annaS f einnar akreinar göng, hitt i tvær akreinar, en ekki veröur ákveSið fyrr en siðar um breidd jarSganganna. Tilboðin sem bárust voru frá Efrafallj, Helga Valdimars syni, Garðahreppi, Magnúsi jenssyni, Reykjavfk og Möl og Sand’i Akureyri. Tilboð f ein- falda akbraut voru frá 18.2 millj. kr. til 25.9 millj, en tvö- falda frá 20.4 millj. kr. til 33.8 millj. kr. Er nú unnið úr tilboð unum og verður brátt skýrt frá n'iðurstöðum. Strákagöngin verða um 780 m. löng. Áætlað er að göngin verði tilbúin síðla sumars 1966, en verkið hefst um mánaðamótin júní-júlf n.k. AAAAAAAAAAAAAAAAAA/VVWVVVVVVWWVWWWVVWVWWWVWWWVW Bjarni Benediktsson i Osló: íslendingar telja aðild að Fríverzl- unarbandalaginu æskilega Stefna að yfirróðum yffir öllu landgrunninu Osló í gær. - NTB. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra hélt blaða- mannafund i utanríkisráðu- neytinu í Osló í dag. Á fundinum sagði hann að nú væri rætt um aðild Islend inga að Fríverzlunarbanda- lagi Evrópu (EFTA). Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík aðild Islands kæmi á dag skrá. íslendingar hefðu rætt málið alt til þess að Bretland, Dan- mörk og Noregur, sem eru aðil- ar að bandalaginu, skýrðu frá því að þau hefðu hug á að ger- ast aðilar að Efnahagsbanda- laginu. Þessar ráðagerðir fyrr- greindra rfkja hefðu orsakað það að íslendingar hefðu misst áhugann á þvf f bili að gerast aðilar að Fríverzlunarbandalag- inu. En þegar ekkert varð úr fyrirætlunum ríkjánna þriggja hefði áhugi íslendinga aftur vaknað. Sérstaklega hefðu það verið umræðurnar um Fríverzlunar- bandalagið á fundi Norðurlanda ráðsins í Reykjavík f vetur sem hefðu vakið aftur áhuga íslend inga, en þar hefðu Norðurlöndin mjög iýst hag sfnum af því að vera f bandalaginu. Forsætisráð herrann undirstrikaði að Islend- ingum lægi ekki á að gerast að- iiar að Fríverzlunarbandal. fyr- ir einhvern ákveðinn tíma. Enn þá hefðu íslendingar ekki held- ur ákveðið hvort þeir myndu sækja um fulla aðild að banda- laginu eða aukaaðild. Staðfesti forsætisráðherrann að ísland Framh á bls f Bjarni Bened ktsson forsætisráðherra. Stefán Jóh. Stefánsson sendiherra í morgun: knúin fram um handrítm Stefán Jóh. Stefánsson — Handritamálið kem- ur fyrir danska þjóð- þingið í dag til lokaum- ræðu og afgreiðslu, sagði Stefán Jóhann Stefánsson sendiherra við Vísi í símtali í morg- un. — Það er reiknað með því að málið verði tekið fyrir um klukkan hálf tvö, hvenær afgreiðslan svo verður veit maður ekki, en hún fer fram við lok umræðunnar. — Er það venja í danska þing inu,. að það séu langar umræður við þriðju umræðu? — Nei, það er yfirleitt ekki. En þetta mál er orðið svo mikið hitamál, andstæðingar þess orðnir svo heitir að ómögulegt er að segja nema þeir hefji ræðuhöld um það. — Er búizt við að meirihlut- inn samþykki frumvarpið? — Já, það er talið víst, það er talið að yfir 100 þingmenn greiði atkvæði með afhendingu af 179 sem sæti eiga á þingi. Að vísu raskast þessar tölur nokkuð við það að fjölmenn sendin. þingsins er farin íheim- sókn til þjóðþingsins í Hollandi, en það mun þó ekki raska neitt hlutföllunum því að álíka marg ir munu vera af báðum í sendi nefndinni stuðningsmenn og andstæðingar frumvarpsins. — Það er verið að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu í málinu — Já það er verið að hamast við að reyna að safna 60 undir skriftum til að knýja fram þjóð aratkvæðagreiðslu. Hann er með þetta hann Poul Möller sem safnaði undirskriftum 1961 bak Framh á bls fi tsm Velunnari og andstæðingur í handritamálinu Hugleiðing við lok mólsins í danskn þjóðþinginu um tvo menn sem þar hafa kom ið við sögu Tjað virðist nú vera tryggt orð ið að handritamálið fái far sællega lausn f danska þjóð- þinginu í dag. Þó enn sé hugs anlegt að fleiri hindranir séu á veginum svo sem þjóðarat- kvæðagreiðsla eða málsókn fyr ir dönskum dómstólum, þá mun atkvæðagreiðslan f dag samt marka tímamót og gera þennan dag, 19. maí, að merkilegum degi í sögu okkar Islendinga. Sjálfum finnst okkur það auð vitað sjálfsagt a* fsienzku hand ritin kom’i hí’- 1 heim, við hugsum sjaldan út í það, að meðal Dana er þessi afhending eða gjöf ekki jafn sjálfsögð. Sérhver þjóð er treg að sleppa dýrgripum, sem hún telur sig e'iga og andstaða sú sem mál ið hefur mætt í Danmörku er fullkomlega eðlileg, ekki hvað sfzt meðal visindamanna og bókamanna, sem af skiljanleg- um ástæðum er mjög sárt um þessi frægu gömlu handr’it. Jjað er mikið frekar ástæða fyrir okkur til að undrast það veglyndi og skilriing, sem kemur fram í því, að sterkur þingmeirihluti skuli yfirhöfuð geta fengizt til að samþykkja af hendingu þvílíkra dýrgripa. Oft er glamrað mikið um samvinnu og bræðralag norrænna þjóða. Ég held að þessi atburður ætti að sýna okkur, að það er ekki eintómt glamur. ■JVú þegar kom'ið er að lokaaf- greiðslu þessa máls, lang- ar mig til að rifja upp stutta minningu frá þvf ég skrapp út til Kaupmannahafnar sl. haust, þegar handr'itamálið var á frum stigi, frumvarpið lagt nýlega fyrir þingið. Þá hafði ég m.a. stutt tal af tvéim mönnum. er voru algerar andstæður í mál- inu. Ég lýsi þeim hér lítillega af því: að rpér finnst, að þeir túlki svo vel h'ina tvo and- stæðu hópa, sem barizt hafa í þessu máli. Annar þeirra er K. Helveg Framh. á þl$. 6 Próf. C. Westergaard Nielsen K. Helveg Petersen

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.