Vísir - 19.05.1965, Síða 4
V í SIR . Miðvikudagur 19, maí 1935.
Tvö mikilmeiwi kynnast
,,/^hurchiIl Noregs“ kallaði
^ Politiken Carl J. Hambro
fyrrverandi forseta norska
Stórþingsins, fyrrv. forseta
Þjóðabandalagsins, „mesta
maelskumann norska þingsins á
þessari öld“, „svipmesta kapp-
ann á stjórnmálavettvangi Nor-
ergs síðasta mannsaldur,“ hinn
„ókrýnda höfðingja þjóðar
sinnar" og þess mannsins, sem
„mest álits hefur notið erlendis
allra manna síðan Friðþjóf
Nansen leið,“ svo að viðhöfð
séu hér nokkur orð blaðanna
um þennan merka mann við
fráfall hans í desember 1964.
Hambro var lengi ritstjóri
norska Morgunblaðsins. Hann
þýddi tugi Bóka og skrifaði
sjálfur um 30 bækur. „Hann var
í'engu meðalmaður". Hann var
og glöggskyggn á menn. T.d.
segir í eftirmælunum, að hann
hafi manna fyrstur komið auga
á Johan Falkberget, kunnasta
núlifandi rithöfund Noregs, sem
efni í stórskáld.
Þessi mikli hæfileikamaður,
hugsjónamaðór, mannþekkjari
og forgöngumaður á ýmsum
sviðum, kom líka auga á annan
mikinn mann, hæfileika hans og
verk hans, og var nægilega mik-
ill maður til að gefa honum
fegursta vitnisburðinn. Hrekkur
nú ef til vill einhver við hér á
landi, er ég nefni þann mann.
Þegar Carl J. Hambro var
fulltrúi þjóðar sinnar á þing-
um Þjóðabandalagsins í Genf
og síðar forseti þess, kynntist
hann dr. Frank Buchman qg
samherjum hans. Sem hinn
mikli raunsæismaður sá hann
fljótt, hvers konar maður
Buchman var og hve mikilvægt
verk hans. Við morgunverðar-
borð, þar sem fulltrúar Þjóða-
bandalagsins voru saman komn-
ir, mælti Hambro á þessa leið:
„Þetta fólk (Buckman og
samverkamenn hans) hefur
megnað að koma því til vegar,
sem mestu máli skiptir, en okk-
ur hefur misheppnazt. Það
ræktar hinn haldgóða frið, sem
við höfum þráð árum saman.
Okkur hefur ekki lánazt að um-
breyta stjórnmálunum, en því
hefur tekizt að umbreyta mönn
um og vekja þá, jafnt karla sem
konur, til nýs lífs — nýrra
lifnaðarhátta."
Árið 1934 bauð Hambro,
stórþingsforseti Noregs, dr.
Buchman og samverkamönnum
hans til Noregs. Hann bauð
einnig 120 ýmsum forystu-
mönnum landsins til fundar og
svo mikill var áhuginn að yfir
tólf hundruð komu til fundarins.
Einn í hópnum var Fridrik Ram,
sem þá var mjög þekktur mað-
ur. Við hlið hans gekk einn af
mönnum Buchmans og spurði
Fridrik Ram hann: „Hvað á að
gerast hér?“ „Kraftaverk" svar-
aði hinn, og Fridrik Ram varð
hluti af kraftaverkinu, en, það
er merk saga út af fyrir sig.
Ein afleiðingin af komu Buch-
mans og manna hans til Noregs
varð sú, að sjö milljónir norskra
króna komu í ríkiskassann f
Osló, frá mönnum sem skiluðu
skatti, er þeir sögðust hafa svik
ið undan.
Ári eftir komu Buchmans til
Noregs, sagði Hambro: „Hundr-
uð og þúsundir manna hafa öðl-
azt hér nýtt líf.“ En það var
líka annar maður í Noregi, sem
vitnaði um dr. Buchman. Það
var Quisling. Hann sagði: „Ox-
fordhreyfingin hefur eitrað sál
allrar þjóðarinnar"
Árið Í94Ö skrifaði HamKÍo^íð^
máia^bókarinnar.Verdep.gcm
skabes, og segir þar: „Mer verð
ur hugsað til Frank Buchmans,
sem var hinn sameinandi kraft-
kirkju landsins til mótstöðu á
ur, sem átti sinn þátt í að magna
hernámsárunum" Hann getur
þess einnig, að hernámsliðið hafi
haft fyrirskipun um að berja
niður Oxfordhreyfinguna með
„hvaða ráðum sem væri“.
„Gestapo hataði Oxfordhreyfing
una og óttaðist, eins og menn
hata og óttast hugsjónir, sem
þeir hafa snúið baki við og fót-
umtroðið, og þá trú, sem þeir
hafa svikið“.
Vitnisburð sinn um Frank
Buchman kórónaði svo Carl
Hambro 1961, er Buchman féll
frá. I Oslóarblaðinu Aftenposten
kallaði hann Buchman „Mesta
mann nútíðarinnar”. Og með
skarpskyggni sinni sagði Ham-
bro: „Fremur öllum öðrum hef-
ur hann átt þátt í að sameina
menn og kynþætti".
Eins og allir siðbótamenn hef
ur dr. Buchman orðið fyrir hatri
og aðkasti, engu síður en að-
dáun. Einnig hér á landi hafa
nokkrir menn fundið köllun hjá
sér til að ófrægja hann. Sannast
mun þó vera, að íslenzka þjóð-
in mun þó hafa næga þörf fyr-
ir þá lífsskoðun og trú, þá sið-
bót sem gerir menn strangheið-
arlega. Sjálfsagt fylgja öllu sið-
bótarverki einhverjir gallar, eins
og flestum verkum mannanna,
en stefnuskrá MRA-manna er
fögur. Hún er hin altæka kristi
lega dyggðaskrá, ósvikin mann
elska, heiðarleiki, óeigingirni og
hreint líf. Fagurt mannlíf og far
sælt yrði nú í Islandi, ef hver
maður legði stund á þessar
dyggðir af hjartans alúð og >ein
lægni. Aldrei er markið sett of
hátt. Okkar er svo að sýna, hve
mikinn manndóm við eigum til
að klífa brattann og ná hinu
háa marki.
Siðbótarhreyfing MRA-manna
er búin að vinna furðuverk
meðál margra þjóða, mætti, t.
, ^ nefna' Japani og Brasiliu. og
hún er að verki í öllum álfum
heims og í fullu fjöri, en megum
við vera að því að kynna okkur
slíka starfsemi Við eigum auð-
vitað hér okkar blessaða kristin
dóm og sem betur fer marga
dyggðuga sál, en höfum við
samt hugfast, að kristindómur
og menntun sem megnar ekki að
gera menn strangheiðarlega, er
ekki nægilega góður hornsteinn
þjóðfélagsins.
Pétur Sigurðsson.
Tú sölu
r I imi&
i t i’. ft S» jfc '>
Kaupféiög
Borðbúnaður í gjafakössum, þrjár gerðir.
Kökugafflar og teskeiðar í gjafakössum.
Sósuskeið, ávaxtaskeið og pönnuköku-
gaffall í gjafakassa.
Búsáhöld og gjafavörur í úrvali.
Björn G. Björnsson, heildverzlun
Skólavörðustíg 3 A III. hæð, ..
Sími 21765.
4 herb. íbúð í Reykjahverfi í Mos-
fellssveit. Stór eignarlóð. Otborg
un aðeins 200 þús. kr.
3 herb, íbúð í Vesturbænum Verð
aðeins kr 350 þúsund.
3 herb íbúð við Fðlkagötu í ný-
legti húsi.
3 herb, íbúð við Sörlaskjól.
3 herb. íbúð við Óðinsgötu
3 herb, íbúð við Njálsgötu á hag-
stæðu verði.
5 herb. íbúð við Háaleitisbraut.
Mjög falleg íbúð.
Höfum houpendur
að öllum stærðum íbúða og ein-
býlishúsa. Hringið og leitið upp-
lýsinga.
LGGMáNNA
og fasteicnaskrifstofan
íþSTURSTRÆTf J7 4. HÆD SÍMIÍ 17466
Sölumaáut: GuSmundui Ólafsson heimas• 17736
Ríkisstarfsmenn
vilja verkfalisrétt
Á aðalfundi starfmannafél. ríkis-
stofnana, sem nýlega var haldinn
voru gerðar ýmsar ályktanir varð-
andi kjaramál starfsmannanna.
Kom þar fram m. a. að óskað er
eftir verkfallsrétti, breytingum á
framkvæmd skattalaga og stuðn-
ingi við þá hugmynd að komið
verði á fót hagstofnun fyrir laun-
þegasamtökin. Hér fara á eftir
nokkrar af ályktunum fundarins.
Aðalfundur SFR 1965 skorar á
nefnd þá sem skipuð var í vetur
til endurskoðunar laga um kjara-
samninga opinberra starfsmanna,
að hraða störfum sínum. Sérstak-
lega beinir fundurinn því til nefnd-
arinnar, að í væntanlegum lögum
verði opinberum starfsmönnum
tryggður óskoraður samnings- og
verkfallsréttur.
Aðalfundur SFR 1965 gerir þá
lágmarkskröfur um launakjör,
að laun í lægstu launaflokk-
um nægi til lífsframfærslu án
aukatekna, en fastur vinnutími
verði í engu tilviki lengri en 40
stundir á viku. I sambandi við það
ákvæði samningsréttarlaga, að
laun opinberra starfsmanna skuli
miða við laun á frjálsum vinnu-
markaði, minnir fundurinn á, að
samanburður við samningsbundið
kaup verður alrangur, ef ekki er
tekið tillit til yfirborgana og ann
arra aukahlunninda, ákvæðisvinnu
og uppmælinga.
Aðalfundur SFR 1965 gerir þá
kröfu, að við stofnun nýrra em-
bætta hafi ríkisvaldið jafnan sam-
ráð við BSRB um skipun í launa-
flokka svo sem samningsréttarlög
in mæla fyrir um. Jafnframt er
skorað á stjórn BSRB að hún hafi
samráð við hlutaðeigandi banda-
lagsfélag um slík mál.
Aðalfundur SFR 1965 lýsir ein-
dregnum stuðningi við ályktun 23.
þings BSRB um að komið verði á
fót hagstofnun er hafi það hlut-
verk að vinna hagfræðileg gögn fyr
O
Omega
MAGNÚS
E. BALDVíNSSÓN
Eaugavsg) 12 Simi 22804
Haínargötu 35 Keflavik
ir launþegasamtökin í landinu svb
að launþegar hafi jafnan, sem bezt
yfirlit yfir efnahagslíf þjóðarinnar,
svo sem launaþróun, framleiðslu
og framleiðni á hverjum tíma.
Aðalfundur SFR 1965 lítur svo á,
að skattaálögur síðasta. árs hafi
sýnt, að skattalöggjöfinni og fram
kvæmd hennar sé svo áfátt, að al
gerlega sé óþolandi, einkum fyrir
launþega, og sér í lagi fyrir opin
bera starfsmenn. Gerir fundurinn
kröfu til, að lækkaðir verði skattar
af launatekjum og felldir niður
af þurftarlaunum, en skattar af
stóreignum og stórgróða verði
hækkaðir, skattaeftirlit verði aukið
og tryggð undanbragðalaus fram-
kvæmd á refsingum fyrir skatt-
svik.
Rafgeymar
fullnægja ströngustu kröfum, sem gerðar eru
um fyrsta flokks rafgeyma Fjölbreytt úrval
6 og 12 volta safnan fyrirliggjandi
SMYRILL Laugavegi 170 Simi 12260