Vísir - 19.05.1965, Blaðsíða 8
8
V1 S IR . Miðvikudagur 19. maí 1965.
VISIR.
Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
(litstjóri: Gunnar G. Scbram
AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjðrar Jónas KHstjánsson
Þorsteinn Ó. Tborarensen
Ritstjörnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði
í lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vlsis - Edda b.f
Fyrir þjóöarhag
AUir þjóðhollir menn hljóta að óska þess af alhug,
að friðsamleg lausn fáist um kjaramálin í sumar.
Það væri glapræði að fara að stofna til langvarandi
og illvígra vinnudeilna um hábjargræðistímann 1
landi þar sem óleyst verkefni bíða allra vinnufærra
handa og allir geta haft góða afkottm. Vitaskuld
verður alltaf deilt eitthvað um skiptingu þjóðartekn-
anna, en það skyldum við hafa í huga, að sú skipt-
ing er óvíða, ef nokkurs staðar, jafnari en hér. Launa-
jöfnuður er hér meiri en í nokkru öðru landi, og rök,
sem erfitt er að andmæla, hafa verið sett fram fyrir
því, að hann sé jafnvel orðinn of mikill.
Að sjálfsögðu hljóta allir að vera sammála um,
að menn verði að hafa lífvænleg laun, en með því
er ekki öll sagan sögð. Hverjar eru lífskröfurnar?
Þær eru harla ólíkar því sem þær yorujyrir Siyo.jegi,
aldárfjórðungi; og sumar þeirra eru þess eðlis, að
við værum ef tfl vill eins vel sett, þótt við gætum
ekki alltaf uppfyllt þær. Og eitt verðum við a. m. k.
að muna, að þegar allt kemur til alls er það takmark-
að fé, sem við höfum til skiptanna. í hinni mjög at-
hyglisverðu ræðu, sem Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra flutti á Alþingi um daginn, þegar hann tók við
embættinu, sagði hann m. a.:
„Velgengni undanfarandi ára hefur valdið því, að
við íslendingar gerum nú orðið svo miklar kröfur
um margvísleg lífsþægindi, að leggja verður mikla
rækt við verðmætasköpun í landinu til þess að
tryggja þau lífsskilyrði. Fólk vinnur almennt mikið,
en kröfurnar á hendur þjóðfélaginu eru líka miklar,
og því miður vill það um of brenna við, að við ger-
um okkur ekki grein fyrir því, að ríki og sveitarfélög
eru ekki neinir ópersónulegir aðilar, sem ekki eru
of góðir til þess að veita okkur ein eða önnur þæg-
indi, heldur er hér um aðfla að ræða, sem háfa það
eitt fé til ráðstöfunar, sem þeir taka úr vasa okkar
sjálfra, skattborgaranna. Því miður eigum við enga
töfrakistu, sem allir geti mokað úr, en enginn þarf
að Iáta í; sú þjóðsaga vjrðist óhugnánlega útbréjdd,
eigi aðeins meðal almennings, heldur eigi síður hér
innan veggja hins háa Alþingis. Þetta er þó stað-
reynd, sem ætti að vera auðskilin, en því miður ein
þeirra veigamestu staðreynda, sem mönnum þykir
oft hagkvæmt í hinni pólitísku baráttu að þykjast
eigi skilja. En til þess að hægt sé að tryggja lífskjör-
in og bæta þau, er frumnauðsyn að eigi aðeins ráða-
menn, heldur þjóðin öll geri sér grein fyrir vissum
staðreyndum efnahagslífsins, sem tilgangslaust er að
komast fram hjá, hverja stjórnmálaskoðun, sem menn
hafa að öðru leyti“.
vonandi bera þeir, sem fjalla um kjaramálin nú í
sumar, gæfu til að hafa þessar staðreyndir í huga.
„Látum stéttarsjónarmiðið víkja fyrir þjóðarhag“.
ÞJÓÐNÝTING BREZKA
STÁLIÐNAÐARINS
AÖalorrustan er framundan
Drezka jafnaðarmannastjórnin
vann nauman sigur svo sem
getið hefur verið í fréttum, er til
atkvæða kom í lok umræðunnar
um hina opinberu skýrslu varð-
andi ákvörðunina um þjóðnýt-
ingu stáliðnaðarins, — sigraði
með aðeins 4 atkvæða mun,
enda höfðu fhaldsmenn og frjáls
lyndir sameinast gegn henni í
þessu máli. Og hinn naumi meiri
hluti stjómarinnar hefði getað
orðið enn naumari. Flokkur Wil-
son’s er ekki einhuga um á-
kvörðunina, og það var sannast
að segja ekki búist við, að hún
myndi fá nema tveggja atkvæða
meirihluta. En ósigri var afstýrt,
að minnsta kosti í bili, og úr
sögunni, að til nýrra, almennra
þingkosninga kæmi í næsta mán
uði, sem vel hefði getað orðið,
ef „smalamennskan" hefði
brugðizt.
Svo mikið þótti sem sagt við
liggja að bæði þingmenn íhalds
flokksins og Verkalýðsflokksins
sem erlendis voru fengu skipan
ir um að vera komnir heim í
Ueka tið — og báðir þessir Jlokk
ar ~ aðaiflokkarnir urðu að
fl.t'tja. þingmenn til þinghússins
í sjúkrabllum. Barbara Castle,
ráðherra sem lá í sjúkrah., var
sótt þangað og 2 þingmenn jafn
aðarmanna ,sem ekki eru búnir
að ná sér eftir hjartasjúkdóma
komu til þess að taka þátt í
atkvæðagreiðslunni. Og þó var
ekki um neina úrslitaatkvæða-
greiðslu að ræða, þvl að þetta
var atkvæðagreiðsla um greinar
gerð, en ekki um frumvarpið
sjálft, og næsta orrusta í stál-
styrjöldinni verður í lok umræðu
um siálft frumvarpið. Og hvað
gera þeir þá Mr. Wyatt og Mr.
Doneliy, hörðustu andstæðingar
þjóðnýtingarákvörðunarinnar.
sem á seinustu stundu greiddu
nú atkvæði með stjóminni, en
báðir lýstu vfir að þeir myndu
taka afstöðu sína til nýrrar end
urskoðunar ,áður en lokaat-
kvæðagreiðslan fer fram.
Iain Mcleon fyrrverandi ráð-
herra, talsmaður íhaldsflokks-
ins undir umræðunni lýsti því
yfir, að ef stáliðnaðurinn yrði
þjóðnýttur myndi íhaldsflokkur
inn fella bjóðnýtingarlögin úr
gildi, þegar hann kæmist til
valda á ný, og hann sagði við
Wilson skýrt og skorinort, að
naumur meirihluti nægði honum
ekki til sigurs í þessu máli, því
að þjóðin væri á móti þjóðnýt-
ingunni. „Ef í sannleika frjáls
atkvæðagreiðsla færi fram í mál
stofunni myndu ekki 100 þing-
menn greiða atkvæði með stjórn
inni“.
Því má skjóta hér inn í, að
sama daginn og atkvæðagreiðsl
an fór frana birti Daily Tele-
graph úrslit skoðanakönnunar
um málið, og leiddi hún i ljós
að aðeins 14 af hundraði þeirra,
sem spurðir voru, greiddu at-
kvæði með hióðnvtinsu, — en
meðal 'afnaðarmanna. sem
spurðir voru fékkst ekki meiri
hluti með þjóðnýtingu.
Vert er að geta þess, að ræða
Macleods vakti og sérleea at-
hygli þar sem hann er likleg-
astur til að taka við flokksfor-
ustunni af Sir Alec, en vitað var,
að 3—4 dögum fyrir kosningarn
ar vildi Sir Alec engu lofa um
það, að þjóðnýtingin yrði afnum
in þegar, er Ihaldsflokkurinn
kæmist til valda á ný, og einnig
var vitað, að á þriðjudag í fyrri
viku var skoðun hans um þetta
óbreytt, en samt lagði Macleod
Iain McLecod.
til í sjónvarpsræðu þetta sama
kvöld, að af flokksins hálfu
kæmi fram yfirlýsing í þessu
efni, og vitað var, að margir
þingmenn flokksins studdu
hann. Og á fimmtudag hafði Sir
Alec skipt um skoðun og sagði
í viðtali við Evening Standard:
Við treystum því, að þjóðnýt-
ingarfrumvarpið verði aldrei að
Wyatt.
lögum, en nái það fram að ganga
munum vér fella þau úr gildi,
eins og Macleod sagði síðastlið-
ið þriðjudagskvöld, og bæta fyr
ir orðið tjón.
I íhaldsblöðunum er bent á,
að hið mikla stáliðjufyrirtæki
Richard, Thomas og Baldwin,
sem „þegar er rekið af ríkinu",
er eina stóra stálfyrirtækið í
landinu, sem er rekið með tapí
Þá segja þau, að frá því þjó?
nýtingin var felld úr gildi 19?'
hafi stálframleiðslan aukizt u'
8 milljónir tonna á ári — en
sama tíma hafi íramleiðsla hinr.
þjóðnýttu kolanáma minnka?
um 27 millj. tonna. Og þau nei.t
því, að samstarf sé slæmt milli
eigenda fyrirtækjanna og starfs
mannanna — ekki hafi verið
nema eitt verkfall í iðnaðinum
á 40 árum — sannleikurinn sé
sá, að það sé aðeins vegna þess,
að áform um þjóðnýtingu stál
iðnaðarins var sett i stofnskrá
Verkalýðsflokksins fyrir hálfri
öld, að þráazt sé við með þjóð-
nýtinguna. Jafnaðarmenn halda
því hins vegar fram, að með
þjóðnýtingunni verði brezki stál
iðnaðurinn voldugasta stálfyrir-
tæki vestrænna þjóða og það
skapi skilyrði til endurbóta og
fullkomnunar. Haft er eftir ein-
um ráðherranum í stjórn krata,
að hið frjálsa framtak til einka
reksturs sé úrelt aðferð, tilheyri
gamla tímanum í raun og veru,
en þjóðnýtingaraðferðin nútíma
aðferð og framtíðarinnar. En
hvernig stendur þá á því, spyrja
íhaldsblöðin, að kratar hafa lagt
öll þjóðnýtingaráform á hilluna
nema þjóðnýtingu stáliðnaðar-
ins?
Bandarískur blaðamaður, sem
var meðal áheyrenda undir um-
ræðunni, og hafði gott tækifæri
til að kynna sér álit brezkra
starfsfélaga, segir það einróma
álit þeirra, að þótt framhalds
orrahríð sé framundan, séu eng-
ar líkur á þjóðnýtingu um árs
bil að minnsta kosti.
ERLENDAR FRÉTTIR
I STUTTU MÁLI
□ ísrael hefur boðið nágranna
löndum sínum, fjórum Araba-
ríkjum, efnahagsaðstoð og efna
hagslegt samstarf á ýmsum svið
um, not af höfnum í ísrael og
lagfæringar á landamærunum,
en þó ekki verulegar. En Eshkol
forsætisráðherra bætti við, er
hann bauð þetta: Frifjurinn verð
ur að grundvallast á því, að
ísraei í dag fái að vera í friði
□ Saragat forseti Ítalíu og De
Gaulle forseti munu hittast þeg
ar opnuð verða iarðgöngin und-
ir Mont Blanc. hæsta fjall
Evrópu, hinn 16. júlí í sumar.
Göngin eru 12 km. og stytta
leiðina milli Parisar og Róma-
borgar um 200 km.
□ I Damaskus hefur ísraels-
maður að nafni Cohen verið
dæmdur til lífláts og tekinn af
lífi fyrir njósnir. Hefir Israels
maður aldrei verið tekirr
af lífi fyrr á Sýrlandi.
. □ Samkvæmt opinberum ■
kynningum í Karachi fórust ao
minnsta kosti 12.000 manns
Fundizt hafa 5.531 lik. Hinna "
saknað,. en taldir af.