Vísir - 19.05.1965, Síða 11
/
VISIR . Miðvik dagur 10. maí 1033.
KASTKLÚBBUR
fSLANDS 10 ÁRA
Hinn efnilegi glimumaður
KR-inga, Sigtryggur Sigurðsson
vann innanfélagsglimu, sem KR
stóð að fyrir nokkrum dögum,
en kepp::i um homið hefur legið
niðri undanfarin ár en hefst nú
aftur þegar deildin er vöknuð
til lífs á ný og hefur Rögnvaldur
Gunnlaugsson haft forystu um
það mál. Hom þetta gáfu tveir
fyrrverandi formenn KR á 45
ára afmæli félagsins árið 1944
og er það farandgripur.
Sigtryggur vann alla sína
keppinauta og fékk 6 vinninga,
en Gunnar Pétursson fékk 5
vinninga, Óskar Baldursson 4,
Elías Ámason 3, Garðar Erlends
son 2, Sveinn Hannesson 1 og
Magnús Jónasson engan.
Kastklúbbur íslands er hinn ís-1
lenzki aðili að Alþjóðakastsam-'
bandinu International Casting
Federation (ICF) sem er heims-
samband félaga, sem hafa alls kon-
ar stangaköst á stefnuskrá sinni,
bæði flugu og mismunandi þungra
lóða, samkvæmt alþjóða reglum
þar um.
Áður var kastíþróttin stunduð í
sambandi við stangaveiðifélög, en
síðan alþjóðakastsambandið var
stofnað 1957, er það algjörlega að-
skilið, enda stangaveiði ekki ólitin
íþrótt sem slík, heldur aðeins köst-
in. Samkvæmt alþjóðareglum um
íþróttir er ekkert viðurkennt, sem
felur í sér að drepa, hvorki fiska
né fugla. (Skotfélög eru t.d. ekki
veiðifélög). Engin landsmet eru
því viðurkennd, hvorki hér né í
öðrum löndum, nema viðkomandi
lands kastklúbbur, eða samband,
haldi kastmót sem viðurkennd eru
af ICF.
Kastklúbbur íslands er 10 ára1
á þessu ári, og hefur haldið uppi
kennslu og haldið mót öll árin,
aukamót á vorin og oftar þegar
tækifæri gefast, íslandsmót á
haustin. Þá hefur klúbburinn und-
anfarin 7 ár sent menn á heims-
meistaramót sem haldin eru árlega
af ICF, þar sem allir frægustu
kastardr heimsins keppa, og munu
íslendingar ekki í öðrum íþróttum
hafa staðið sig betur, að þeim öll-
um ólöstuðum. Næsta heimsmeist-
aramót verður í Belgíu í haust.
Fyrir nokkru var, haldinn aðal-
fundur klúbbsins, með kvikmynda-
sýningu og afhendingu verðlauna
fyrir síðasta ár. fslandsmeistari í
köstum varð Albert Erlingsson,
þriðja árið í röð, annar varð Bjarni
Karlsson og þriðji Sverrir Elíasson.
Stjórn Kastklúbbs fslands skipa
nú: Sigurbjöm Sigtryggsson,
bankastj., Karl Bender, verzlunar-
stjóri, Sverrir Elíasson, Bjarni
Karlsson, málaram. og Albert Er-
lingsson, kaupmaður.
T‘alið frá vinstri: Helgi Árnason, Sveinn Leósson, Hannes Þorkelsson, Sigurður Jónsson og Hjálmur
Sigurðsson.
Hannes Þorkelsson vann
Flokkaglíma Ungmennafélags-
ins Víkverji var háð í íþrótta-
húsi Jóns Þorsteinssonar sunnu-
daginn 2. maí. Keppt var í
þremur þyngdarflokkum fullorð-
inna, og einnig í unglingaflokki
og drengjaflokki. Þátttakendur í
glímumótinu voru 22. Keppt
var um 3 bikara, sem Samband
íslenzkra samvinnufélaga gaf til
keppninnar, og tvo bikara, sem
Jóhannes Bjamason gaf til
keppni í drengja- og unglinga-
flokkum. Úrslit urðú þau, að
Hannes Þorkelsson sigraði i I.
flokki í II. flokki sigraði Sveinn
Leósson og í III. flokki sigraði
Helgi Árnason. í unglingaflokki
sigraði Sigurður Jónsson og f
drengjaflokki Hjálmur Sigurðs-
son. Karl Krístjánsson alþingis-
maður og Jóhannes Bjarnason
afhentu verðlaun, en þátttöku-
viðurkenningu til ungra drengja
fyrir góða ástundun og kunnáttu
í glímu afhenti Kjartan Berg-
mann formaður Glímusambands
fslands.
Þátttakendur í glímunni. Fyrir miðju er Sigtryggur Sigurðsson, sem vann mótið.
...og Sigtryggur Sigurðs-
son keppnium SŒ-hornið
SUNDMEISTARA
Sundmeistaramót fslands 1965
verður haldið £ Sundlaug Vestur-
bæjar 12. og 13. júní n.k. Keppnis-
greinar verða:
Fyrri dagur:
100 m skriðsund karla, 100 m
bringusund karla, 100 m baksund
kvenna, 200 m baksund karla, 200
m bringusund kvenna, 200 m fjór-
sund karla, 3 x 50 m þrísund
kvenna, 4x100 m fjórsund karla.
Seinni dagur:
100 m flugsund karla, 400 m
skriðsund karla, 100 metra
skriðsund kvenna, 100 m baksund
karla, 200 m bringusund karla,
100 m bringusund kvenna, 4x200
m skriðsund karla, 200 m fjór-
sund kv'enna, 4x100 m skriðsund
kvenna (aukagrein).
Keppni í 1500 m skriðsundi
karla fer fram í Sundhöll Reykja-
víkur 10. júnf n.k., einnig Vórða
þá syntar, sem aukagreinar:
400 m bringusund karla,
S00 m. skriðsúnd kvennáV' - '<
. Keppt verður um Pálsbikarinn,
er hr. forseti Ásgeir Ásgeirsson gaf
til keþþninnar. Vinnst bikárinn fyr-
ir bezta afrek mótsins, samkvæmt
stigatöflu.
Þátttökutilkynningar skulu ber-
ast bréflega til Sundsambands fs-
lands, íþróttamiðstöðinni Laugar-
dal, Reykjavík, fyrir 1. júnf 1965.
Athuga ber að keppt verður i sömu
röð og greinar eru auglýstar.
S. S. í.
Sundknattleiksmeistaramót fs-
lands fer fram f Sundhöll Reykja-
víkur 24. maí n.k. Einnig verður
keppt f eftirtöldum sundgreinum:
100 m flugsund karla, 200 m
bringusund karla, 100 m baksund
kvenna og 50 m skriðsund kvenna.
S. S. í.
Coventry City
tii Reykjovíkui
Á sunnudagskvöld er enska at-
vinnumannaliðið Coventry City
væntanlegt hingað. Liðið leikur 3
leiki á Laugardalsvellinum. Liðið
kemur á vegum þriggja aðila, K.R.,
Í.A. og Í.B.K.
Fyrsti leikurinn verður á mánu-
dagskvöld gegn K.R. Næsti leikur
verður á miðvikudagskvöld og leika
þá fslandsmeistararnir frá Keflavík
gegn Englendingunum. Síðasti
leikurinn verður á föstudagskvöld
gegn úrválsliði landsliðsnefndar.
Menn óskast
Karlmenn óskast til garðyrkjustarfa.
ALASKA, Breiðholti. Sími 35225.