Vísir - 22.05.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 22.05.1965, Blaðsíða 5
V í S IR . Laugardagur 22. maí 1965. 5 morgun utl'önd í morgim , útlönd .1 morgun Stefna Arabaríkjanna gagnvart krael dæmd til að misheppnast Forseti Tunis Habib Bourgiba sagði í ræðu í gær í Tunisborg, að stefna Arabarikjanna gagnvart ísra el væri „dæmd til að misheppn- ast“. Hann fullvissaði áheyrendur sína um að Tunis myndi ekki að- hyllast þessa stefnu. Ræðuna flutti Bourgiba í mið- stjóm hins socialistiska Detour- flokks. Hann kvað Tunis munu ganga úr Arababandalaginu, ef það viðurkenndi ekki gmndvallarregl- una um sjálfstæði og sjálfsákvörð unarrétt aðildarríkjanna. Hann ákærði Nasser forseta Egypta lands fyrir að koma fram við önn ur Arabaríki sem væm þau lepp- ríki hans. Hann varaði Egyptaland við nánara samstarfi við kommún ista. Þá sakaði hann Nasser um að hafa skrumskælt tillögur hans til friðsamlegrar lausnar £ deilumál- inu. „Hvemig getum vér haft sam- starf við þá“, spurði hann, „sem ráðast á okkur, móðga okkur og kveikja í sendiráðsbyggingu vorri?“ Hann kvaðst hafa neitað að rjúfa stjómmálasambandið vid Vestur- Þýzkaland þar sem það hefði ver- ið andstætt hagsmunum Tunis. Þá varði hann tillögu sína um, að Arabaríkin viðurkenndu landa mæri ísraels. Habib Bourglba. Erik Eriksen lætur af for- mennsku vinstri fíokksins Erik Eriksen. 1 NTB-frétt frá Kaupmannahöfn segir, að orðrómur sé á kreiki um að Erik Eriksen fyrrverandi for- sætisráðherra kunni að iáta af störfum sem formaður Vinstri- flokksins, sem er næststærsti stjómmálaflokkur landsins. Blaðið „Vestkysten", sem ávallt hefur stutt Eriksen og stefnu hans harm ar það í ritstjórnargrein, ef Erik Eriksen segi af sér formennsku, segir hann ekki hafa fengið næg- an stuðning — það hafi jafnvel verið unnið gegn honum leynt og Ijóst og á þann hátt„ að það hljóti að hafa valdið honum sársauka. Orðrómurinn kom fram I dags- birtuna, segir í fréttinni, þegar kunn blöð gerðu hann að umtals- efni: Politiken, Jyllandsposten, BT og Extrabladet — orðrómurinn um að Eriksen mundi segja af sér bæði sem formaður flokksins og þing- flokksins eftir 40 ára virkan þátt £ stjórnmálalffinu. Eriksen er 62 ára. Hann var forsætisráðherra £ samsteypustjórn Ihaldsflokksins og Vinstriflokksins 1950 — 1963. Hann var þrfvegis for- seti Norðurlandaráðs, sumarið 1961-1962. Hann hafði hug á þvl þegar fyrir 2 árum, að láta af formennsku flokksins en lét þá tilleiðast fyrir eindregin tilmæli að halda for- mennsku áfram. Kurt Zier: Þrjár sýningar Magnús Tómasson Magnús Tómasson sýnir um þess ar mundir I Bogasal Þjóðminjasafns ins 22 olíumálverk. Magnús sýndi síðast £ Reykjavik haustið 1962 og eru mér myndir hans frá þeim tíma minnisstæðar vegna næmrar list- skynjunar og hins tilgerðarlausa tjáningarkrafts, sem þar kom fram Nú fáum við að sjá, hvað hefur siðan vaxið upp af þessu. Við fyrstu sýn verður maður dálítið vonsvik- inn. Hinir fallegu litir Magnúsar frá fyrri sýningunni virðast vera horfnir. Magnús hefur takmarkað litaval sitt til muna. Hann notar aðeins svart, grátt, hvftt, svolftið umbra og jarðgult. Þegar nánar er að gætt, kemur þó £ ljós, að hann notar þessa liti á mjög hag sýnan, listrænan hátt. Hann nær tærum og hreinum „lasúr“tónum, þ.e. gagnsæum litbrigðum af sér- stakri dýpt og mýkt, með þvf að þynna liti með Feneyjar-terpentínu. Þessi aðferð Ijær myndum hans einkennilega fegurð og kyrrð. Hef ur þessi takmörkun litavalsins þann ig gert listamanninum kleift að leysa úr læðingi óvenjulega ríka lit göfgi og fegurð. Sýningin £ heild líður nokkuð fyrir það, að mynd- irnar eru alltof jafnar og verður hún því .dálítið tilbreytingarlaus. Hefði hæglega mátt komast hjá þessu, með þvi að dreifa nokkrum teikningum milli myndanna. Þrátt fyrir þetta virðist mér verk þau sem hér eru sýnd, bera þess vitni, að hér sé ungur efnilegur lista- maður að ryðja sér braut. endurminninga um sveitalffið, sem búa £ £ brjósti allra fslendinga. Það er einmitt þessi annarlega andstæða raunveruleikans og draumaheims listamannsins, sem gæða sum verk hans töfrum ævintýrisins stjórnin hefur augsýnilega ætlazt til. 2) Myndlistarfélagið leitast við að heiðra minningu látinna félags manna. Það sýna myndir eftir Ólaf Túbals, Guðmund Einarsson og Nfnu Sæmundsson. Ólafur Túbals (ég er nýbúinn að skoða myndir hans á Listasafni rfkisins) var mað ur, sem hafði tileinkað sér ákveðna listræna menningu,' hann hafði fest rætur i fslenzkri mold og þreyttist aldrei á að lýsa hinu stórbrotna landslagi átthaga sinna. Maður hrffst af einurð hans og einlægni, og það verður ljóst, að verk hans standa f tengslum við list Ásgríms og Jóns Stefánssonar. Aftur á móti hefur Guðmundi Einarssyni eng- inn greiði verið gerður með þvf að sýna kirkjuglugga hans. Vera má að hin upprunalega teikning listamannsins hafi aflagazt f út- færslu verksmiðjunnar. En í nú- verandi mynd sinni minnir glugg- inn ískyggilega á tímabil hinnar svo kölluðu „gotnesku" listar um 1880. Mörg dæmi hér á landi sýna mikl ar framfarir á þessu sviði. Af hverju er verið að draga svo óheppilegt dæmi fram f dagsljósið? Ég spurði meðlimi sýningarnefndarinnar, þess arar spurningar, en hann yppti bara öxlum. Hins vegar eru teikningar Nfnu Sæmundsson mjög lifandi f sfnum tilgerðarlausa einfaldleika — þankabrot og skissur fjölhæfs myndhöggvara. 3) Á sýningunni sýnir einn flokk ur manna, sem virðast eiga ýmis legt sameiginlegt, hvað gæði verka þeirra og viðleitni snertir. Á ég þar við Pétur Friðrik, Sigurð Árnason og Jón Gunnarsson. Af verkum Pétur Friðriks finnst mér Hafnar- fjarðarmyndin bezt. Ég hef oft áð ur lýst stíleinkennum hans, svo að óþarfi er að segja meira að sinni. Enn sem komið er, hefur gáfa hans ekki brotizt úr viðjum handlagni hans, svo að nýir listrænir mögu leikar megi opnast fyrir honum. Jón Gunnarsson er hættur að glfma við sjómannamyndir. Hvers vegna? Vonast hann til að komast fyrr að markinu, með þvf að hagnýta á- hrif Eiríks Smith? En hin fyrri vandamál hans eru enn jafnaug- ljós f nýjustu verkum hans: teikn ing og myndskipun. Sigurður Árna- son er eftirtektarverður sem leik- maður í málaralist. Hann hefur tek ið framförum að mínu áliti. Við næma skynjun á „struktur" hraun landslagsins bætist nú samstilltara litaval. Þó hættir honum til að gera myndir sínar fremur „fallegar" og fágaðar en sannar. Fleiri mætti nefna í þessum hópi, en rúmið leyfir ekki lýsingu á einstökum myndum þeirra, sem eru sambæri leg verkum hinna fyrmefndu að gæðum. Því ber hins vegar ekki að leyna, að margar myndir þeirra eiga ekkert erindi á sýningu. Sum ar þeirra kynnu ef til vill að halda velli á lítilli sýningu, sem setti sér þrengri skorður. 4) Þá er ég loks kominn aftur að kjarna málsins, sem ég hef rætt á undanförnum árum: Mörg þeirra listaverka, sem þarna eru saman komin, munu njóta sín innan ramma smærri sýninga, sem gerð ar væru minni kröfur til, og væri betur við þeirra hæfi, bæði hvað snertir stöðu þeirra í íslenzkri list og þann skerf sem listampnnirnir hafa lagt til hennar. En með því að hrúga saman verkum sitt úr hverri áttinni, án tillits til gæða eða gildis, brenglast öll sjónarmið, og leiðir það til þess að margur heiðarlegur málari verður ekki met- inn að eigin verðleikum. Kurt Zier ísleifur Konráðsson Ég sá einnig sýningu ísleifs Kon ráðssonar f Lindarbæ. Ég hafði gam an að mörgu sem hann sýndi á j fyrstu sýningu sinni. Nú er álit i mitt orðið blandið efasemdum, því í MYNDLISTJ mér finnst, að ísleifur keyri nokk uð hart. Hann virðist þess fullviss að „primitivisma“ hans sé vel tek ið, án tillits til þess hvort hann sé sannur eða tilbúinn. Hann kann svo vel á slá á vissa strengi f sál- um samborgara sinna. Samt er enn gaman að mörgu, sérstaklega að þeirri hugmynd Isleifs, að taka til og gera hreint í hrikalegu íslenzku landslagi og endurskapa það fágað, hreinlega sópað og byggt upp eins og barnagull. Þegar bezt lætur sam ræmist þessi einfaldleiki tjáningu barnslegrar átthagaástar og sælla Vorsýning Myndlistarfélagsins Ég skoðaði líka þriðju sýning- una, sem nú stendur yfir: Vorsýn ingu Myndlistarfélagsins. Eftirfar andi atriði vöktu athygli mfna.: 1) „Dót á borði“ eftir Ásgeir j Bjarnþórsson: kr. 35.000.00 — „Haust" eftir Finn Jónsson kr. 40.000.00 — og loks hámarkið: „Tvær síldarstúlkur" úr gipsi eftir Gunnfríði Jónsdóttur kr. 150.000.00. Hvílíkt verð og hvílíkt sjálfs- álit! Áhorfandinn stendur agndofa og felmstri sleginn andspænis slíkri opinberun — En þegar hann hefur áttað sig, fer hann að hlæja, og hefur reglulega gaman af þessu Auðvitað er þetta bara grín — mennimir hafa brugðið á sýningar- leik. En þessi huggun er aðeins skammvinnur vermir. Von bráðar tekur alvaran við: stór mynd eftir sjálfan Kjarval situr þarna f önd- vegi. Það kveður niður kjark til að gagnrýna og rökræða. Kjarval er „tabú“, við hneigjum okkur í orðlausri lotningu eins og sýningar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.