Vísir - 26.05.1965, Side 4

Vísir - 26.05.1965, Side 4
/1 V í S IR . Miðvikudagur 26. maí 1965« Fóstruskólanum slitið í 13. sinn 13 féstrur úfskrsfðxst Fóstruskóla Sumargjafar var sagt upp í þrettánda sinn s. I. laugardag. Nemendahópurinn, sem útskrifaðist að þessu sinni hafði að geyma þrettán fallegar ungar stúlkur, verðandi fóstrur. Skólaslitin fóru fram að Frík'irkjuvegi 11 þar sem Fóstru skólinn er nú til húsa. Meðal gesta voru fræðslumálastjóri Helgi Elíasson og fræðslustjóri Jðnas B. Jónsson. Skólastýra Valborg Sigurðar- dóttir skýrði frá því að alls hefðu lokið burtfararprófi frá Fóstruskóla Sumargjafar 127 stúlkur, sagði skólastýra að enn væri mikill fóstruskortur í land inu en miklar vonir stæðu til að úr honum yrði bætt á næstu árum. Fóstruskólinn hefði nú fengið stórbætt húsrými að Fríkirkjuvegi 11 seinnipart fyrraveturs og hefði þessvegna getað aukið nemendafjölda sinn s. 1. haust hvorki meira né m'inna en helming. Settust 24 stúlkur 1 1. bekk og voru þannig 37 nemendur alls í skól anum í vetur en skólinn er tveggja ára skóli. Aðsókn að skólanum færi hraðvaxandi og eftir tvö ár eða 1967 myndi fjölgun fóstrunema hafa fjór- faldazt frá þvi sem var fram til ársins 1962. Fram að þeim tíma hefðu brautskráðst að jafnaði 10-12 annaðhvert ár, en hér eftir myndu að jafnaði ljúka prófj 24 stúlkar á hverju ári. Bæri sannarlega að fagna þessu vaxandi gengi skólans. Ennfremur skýrði skólastýra frá því að í vetur hefðu kenn- arar verið alls 19 stundakenn- arar. Nokkrar nýjar námsgrein- ar bættust við eins og raddbeit- ing, sem frk. Ingibjörg Stephen sen kenndi, hljómlist, aðallega flautuleikur og undirstöðu at- riði, í tónfræði, sem Jón Ás- geirsson kenndi, framsaga og leiklist, Baldvin Halldórsson var kennari og teikning, sem Sigrún Guðjónsdóttir kenndi. Sem þáttur í kennslunni voru stofnanir heimsóttar og fyrir- lesarar fengnir, fjölluðu fyrir- lestramir aðallega um uppeldis- og sálarfræði. Að lokum beindi skólastýra orðum sínum til fóstranna: — Þið hafið valið ykkur veg legt lífsstarf. Verkefnin og vandamálin eru óþrjótandi. Þau eru leysanleg, en þau leysast ekki af sjálfu sér. Ekkert starf er mikils virði, nema það krefj ist einhvers af persónu manns. Ella verður • starfið vélrænt og dautt. Stundið því starfið af lífi og sál — af skyldurækni, af hugkvæmni — og látið ást ykkar og virðingu fyrir barns- sálinni verða leiðarstjörnu ykk- ar. Fóstruskóli Sumargjafar hef ur leitazt við að búa ykkur und- ir þetta starf með margvísleg- um hættj óg reynt að vekja hjá ykkur og styrkja það lífs- viðhorf, sem gerir ykkur færari Valborg Sigurðardóttir, flytur skólaslitaræðuna. en ella um að ganga þessu starfi heils hugar á hönd, sjálf- um ykkur'" og börnum til sem mestrar gsefu. Er skólinn kveður ykkur bið ur hann þeus eins, að hver haldi vöku sinni. — Vinni í þeim anda, sem skólinn kenndi. — Láti aldrei önn dagsins og vanafestu sljóvga sig, spilla starfsgleði sinni og framaþrá. Hamingjan fylgi ykkur. Skírteini voru afhenj:, en Opnan í tímaritinu, þar sem frásögnm um Surtsey byrjar. Uppsetnlng myndanna, sem fylgja grein- inni, er mjög gkesileg.' Grein um Surtsey í National Geographic í maíhefti timaritsins National Geographic, málgagni National Geographic Society Washington D. C. er m. a. frásögn Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings um Surtseyjargosið og heitir grein- in Surtsey — Island born of fire. Eins og Surtseyjarmynd Os- valds Knudsens byrjar frásögn Sigurðar uppi í rúmi Sigurðar með setningunum: Eldsumbrot? Fyrir utan Vestmannaeyjar? heyrði ég mig kalla æstur inn í símann. Ertu viss um að það sé ekki einungis hvalblástur. Veðurfræðingurinn, sem var á vakt á Reykjavíkurflugvelli, hafði rifið mig af djúpum svefni með hringingu í grárri dögun heimskautalandsins. Þennan morgun, 14. nóvember 1963, hafði áhöfn fiskibáts skýrt frá gífurlegri ólgu í sjónum, sem var svo ofsafengin, að þeim fannst þetta hlyti að vera elds- umbrot. „Reyndu að öðlast frekari upplýsingar og hringdu aftur í mig“, sagði ég alvaknaður og búinn að átta mig. Síðan rekur Sigurður sögu Surtseyjargossins með aðstoð 10 Ijósmynda og nokkurra skýringa mynda. Hvernig og hvenær gosið byrjaði, hvernig hann dauðsjóveikur gleymir sjóveik- inni, þegar hann leit Surt í fyrsta sinn og hreifst af þessum ægikrafti hans, sem framleiddi 100.000 sinnum meiri orku en Niagarafossarnir á sínu fyrsta skeiði. Hann segir frá erfiðleikum þeim, sem Vestmannaeyingar urðu fyrir vegna mengunar á neyzluvatni og hvemig þeir leystu það vandamál. Spurningin um það hvort Surtsey yrði varanleg leitaði mikið á fslendinga og segir Sigurður nákvæmlega frá því, þegar fyrst varð ljóst að eyjan yrði varanleg: Yndisleg sjón. Með sigurstolti sendum við skeyti til Vestmanna eyjaradíos: Hraungos er hafið. Surtsey mun standa. Sigurður segir frá því að hann hafi farið meir en 60 ferð- ir út í Surtsey loftleiðis, auk þeirra ferða, sem hann fór sjó- leiðina. En hann segir að ekki hafi allir haft áhuga á gosinu jafn lengi. Margir Vestmanna- eyingar hafi farið á hverjum degi upp í fjall, klifrað hátt upp til þess að geta virt fyrir sér hina óvenjulegu sjón í fyrstu. En einn dag i ágúst á síðastliðnu ári hafi hann hringt í vin sinn í Vestmannaeyjum til þess að spyrja hann um bát til þess að fara með nokkra vísindamenn út í Surtsey. Veðrið hafi verið yndislegt og gosið sérstaklega mikið. „Fara til Surtseyjar? Útilok- að“, sagði vinur minn. „Það væri ekki hægt að fá neinn til þeás að fara til Surtseyjar í dag. Þú hefur gleymt að í dag höldum við þjóðhátíðardag. Það E verða hátíðahöld i Herjólfsdal 8 — með rakettum". | Námsmeyjar sitja í fremstu röð. Alls brautskráðust að þessu sinni 13 fóstrur. hæstu einkunnir hlutu: Hrafn- hildur Sigurðardóttir I. eink- unn 8.60 og Sigrún K. Gisla- dóttir I. einkunn 8.30. Ágætlega hæf í verklegu námi hlutu tvær fyrrnefndar og Þorbjörg Sigurð ardóttir. Sigrún K. Gísladóttir ávarpaði skólastýru fyrir hönd námsmeyja og færði henni gjöf frá þeim. I sambandi við skólaslitin var sýning á munum þeim, sem pámsmeyjar höfðu unnið yfir veturinn. en það voru ýmiss konar hlutir ætlaðir til afþrey- ingar börnum, leikföng, hlutir klipptir úr pappa og annað fönd ur. ★ Belli enn í sviðsljósinu Mervin Belli málfærslumaður inn bandaríski, sem frægur varð um allan heim, þegar hann tók að sér vömina á Ruby, morðingja Lee Harvey Oswald, vann fyrir nokkru frægan sigur Næturklúbbur einn í San Francisco hafði tekið upp þá nýbreytni í þjónustu, að af- greiðslustúlkur gengu um í „topless" fötum. Lögreglan stöðvaði þetta og nú kom til kasta dómstólanna og hins snjalla verjanda, Melvin Belli. Málinu lauk með sigri Belli og nú hafa gengilbeinur klúbbs ins aftur tekið upp hinn létta klæðnað sinn. Þess þarf vart að geta að he'iðursgestur fyrsta kvöldið eftir sigurinn var Belli sjálfur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.