Vísir - 26.05.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 26.05.1965, Blaðsíða 11
VI S 1R . Míðvíkudagur 26. maf 1965. CASSIUS CLAY VARÐ HEIMSMfíSTARI EFTIR RÚMRAR MÍNÚTU KEPPNI í NÓTT Notoði gamalt afbrigði af hægri handar kross-höggi, sem Liston gat ekki varist-Clay vill mæta Patterson næst „Mohammed Ali er heimsmeistari“, hrópaði dómarinn upp yffr sig. Hann virtist í engu minna uppnámi en allir áhorfendurnir í hnefaleikasalnum í Lewiston á Maine, þegar Cassius Marcellus Clay, sem nú virðist hafa fengið nafnið Mohammed Ali viðurkennt sem sitt aðalnafn, sendi „stóra ljóta bjöminn“ í gólfið „knock-out“ eftir 1 mínútu og 45 sekúndur. Það var hægri handar högg, sem Liston féll fyr ir og þetta var hraðasta „knock-out“ keppni í sögu hnefaleikanna. Aðeins 4000 manns horfðu á þessa keppni í Lewiston, en milljónir fylgdust með á sjónvarpsskermum eða í kvikmyndahúsum, en þar var keppnin sýnd jafnóðum. Útvarpsstöðvar voru með mikinn viðbúnað og mannfjölda til að lýsa keppninni, og ekki hvað sízt útvarpsstöð bandarísku herjanna og BBC, en á báðar þessar stöðvar hlustuðu menn hér á íslandi í nótt. Þeir kapparnir Clay og Liston voru vigtaðir í gser og var Clay þá 93.5 kíló og Liston 97.5 kíló. Eitthvað í kringum 250 lög- reglumenn voru á verði í húsinu þar sem keppnin fór fram bg‘ Var ástæðan sú, 'að óhugnánlég- ar hótanir hafa borizt um líflát ggggEBfl frá öfgamönnum í flokki Black Muslim og er Clay sakaður um að standa í hópi þeirra sem létu myrða Malcolm X á dögunum. Vildu þeir fá þarna tækifæri til hefnda þar sem allur heimurinn væri áhorfandi. Leituðu lög- reglumenn að skotvopnum á á- horfendum við innganginn og allt svæðið var fínkembt og sjálfur pallurinn var grand- skoðaður til að sprengju væri ekki laumað undir hann. Einkum voru það þó konurn- ar, sem voru rannsakaðar gaum- gæfilega. Var sagt að kona ætti að myrða Clay og voru veski kvennanna yfirfarin til að leita að vopni, en ekkert fannst. Dómari í keppninni var hinn gamli kappi Joe Walcott, en hann hafði 3ja manna „kvið- dóm“ til að taka ákvörðun ef keppnin ynnist á stigum, — en eins og allir vita þurfti aldrei að koma til þess. Clay opnaði keppnina með hægri og vinstri á höfuð List- ons, en var þvingaður í vörn * aftur, þegar Liston sló frá sér. Með frábærri „fótavinnu" sneiddi Clay hjá höggunum, en renndi síðan leiftursnöggt inn í Liston með hægrihandarhögg. Liston hélt áfram vörn, en allt í einu kom nýtt hægrihandar- högg og Liston fór í gólfið með brambolti miklu, — — hann stóð upp í sama mundi og dóm- Stepin Fetchit, sem hafði kennt honum þetta afbrigði, en sjálfur „Eg hafði sagt fólki að ég hvorki Joe Louis, Rocky Mar- ciano eða nokkur annar í heim- Frámh á bls 6 Cassius Clay var hálfsmeykur um að Black Muslims mundu gera alvöru úr hótun sinni um að myrða hann. Þar segir hann blaðamanni frá hótuninni og greinilega skelfdur á svipinn. Þarna sækir Cassius Clay að Sonny Liston og þjarmar að honum. COVENTRY - KEFLAVÍK í kvöld Þetta er hin unga frú Sonji Clay, sem aldrei er sögð hafa síðasta orðið á heimilinu ,a. m. k. ekki gegn Cassius Clay. Þarna er hún að horfa á mann sinn keppa og er greinilegt að henni er ekki alveg sama um hann og óttast, að hann hljóti meiðsli. f kvöld leika Coventry City og Íslandsmeistarar Keflavikur á Laugardalsvellinum f Reykja- vík. Leikurinn hefst kl. 20.30. Eftir síðasta leik Coventrv að dæma má búast við að Kefl- víkingar geti eitthvað hamlað á móti sigri, en ótrúlegt þykir mér að þeim takist að sigra eða ná jafntefli gegn atvinnumönnun- um. Lið Keflavíkur mun mæta með sína sterkustu menn og sama er um Coventry að segja

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.