Vísir - 26.05.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 26.05.1965, Blaðsíða 1
ISIR 1965. - 118. tbl. Heildarsamningafundur í dag 1 dag verður haldinn sam- eiginlegur samningafundur með' fulltrúum vinnuveitenda og verklýðsfélaganna hér fyrir sunnan og á Norður- og Aust- urlandi. Hefst fundurinn í Al- þingishúsinu kl. 2,15 í dag. Eftir þeim upplýsingum sem Vísir aflað sér i morgun verður á þessum fundi aðeins rætt um eMHHMnwMan þær sameiginlegu krofur verk- lýðsfélaganna sem fram eru komnar. Það er um styttingu vinnutímans og aukið orlof, úr 3 vikum í 4. Verklýðsfélögin fyrir norðan og austan hafa þegar sett fram kröfur um hækk að kaup einnig, en þær kröfur hafa ekki enn verið settar fram af fulltrúum verklýðsfélaganna hér fyrir sunnan. í kvöld heldur trúnaðarmanna ráð Dagsbrúnar fund og er bú- izt við að línumar skýrist eftir þann fund og skriður komist meiri á samningaviðræður. I gær störfuðu undirnefndir í samningaviðræðunum við verk- lýðsfélögin fyrir norðan og austan. Nóg síld aðeins 55 mílur frá landi Kapphlaup síldarbáta á Austfjarðamið þremur vikum fyrr en venjulega. Hafþór fer norður að leita. Viðtal vtð iakoh Jakobsson fiskifræðing Enn hafa fundizt þykkar síldartorfur á kasthæfu dýpi fyrir austan og enn eru þær nær landi. Þau fáii veiðiskip, sem komin eru austur, fylla sig á skömmum tíma, og fá skjóta löndun. Síðast fann Ægir í nótt mikla síld aðeins 55 mílur austur af Dalatanga, yzt í Seyðisfjarðardýpinu. Síldveiðin fyrir austan er hafin þremur vikum fyrr en í fyrra, enda voru margir út- gerðarmenn óviðbúnir í þetta sinn, og flýta sér nú allt hvað af tekur við að koma skipum sínum út hið allra fyrsta. Sagt er, að einn skip stjóri hafi verið svo æstur í að komast út, að hann hafi kastað um leið og hann sigldi út úr höfninni hér fyrir vest an land. Jakob Jakobsson fiski- fræðingur sagði blaðinu í morgun, að Krossanesið og Jón Kjartansson hefðu feng- ið fullfermi 75 mílur norður af austri frá Dalatanga, þar sem Hafþór fann síldina í fyrrinótt. Var Jón með 2200 mál og Krossanesið 1700. í nótt klukkan þrjú fann Ægir svo enn mikla síld í þykkum torfum og í þetta sinn aðeins 55 mílur austur af Dalatanga. Þangað voru skipin að flykkj ast, þegar blaðið var að tala við Jakob, Reykjaborgin var búin að kasta og var með 600 mál, Bjartur frá Norð- firði var að kasta, Dagfari var að koma og sömuleiðis Þorsteinn, sem var búinn að landa fyrstu síld sumarsins í Neskaupstað. Stjaman var komin út á 75 mílurnar, þar sem Hafþór var. Veður var með bezta móti á öllu þessu svæði, síldar- torfurnar nógar og það ofar- lega í sjónum, að það mátti kasta á þær. VEIÐIST EKKERT NYRÐRA? Jakob sagði blaðinu, að fyrsta síldin veiddist yfirleitt fyrir norðan land, og Aust- fjarðaveiðin byrjaði yfirleitt ekki fyrr en síðari hluta júní, 14. júní í fyrra. I þetta sinn Framh. á bls. 6. býr kjarakröfu Bandalag starfsmanna rík- is og bæja undirbýr nú tillög ur sínar í kjaramálum og kröfugerð. Eiga þær tillögur að hafa komið fram samkv. lögum fyrir 1. júní. Á þingi í vor var lögunum um kjara samninga og kjaradóm opin- berra starfsmanna breytt þannig að frestir til samn- inga voru lengdir og hefur málið því eftirfarandi gang á næstu mánuðum: Fyrsta stálskipið í slipp Suður I Garðahreppi er unn- ið af fullum krafti að því að Ijúka smíði nýs skips, sem er nær 200 tonn. Það er Stálvík, sem smíðar bátinn, og þessi i mynd var tekín fyrir nokkru þar suður frá, rétt eftir að vinnu degi lauk og skipasmiðimir höfðu fengið greitt vikukaup sitt. Vísismenn hittu þá „um borð“ Jóhannes Jóhannesson, skipatæknifræðing og Garðar VISIR Á morgun er uppstigningar- dagur og kemur VÍSIR þá ekki út. Næsta blað kemur út á föstudaginn 28. maí. Sigurðsson, verkstjóra í Stálvík, þar sem þeir vom að fá sér í nefið. Bak við sést bátur, sem kominn var i slipp hjá Stálvík. Er tillögur opinberra starfs manna hafa komið fram er þriggja mánaða frestur til samninga við ríkið. Ef samn ingar hafa ekki tekizt kem- ur þann 1. september til kasta sáttasemjara. Ef sam komulag næst ekki fyrir til- stilli hans á að vísa málinu til Kjaradóms þann 1. októ- ber. Dómurinn hefur síðan tvo mánuði til starfa og skal hann kveða upp dóm sinn í síðasta lagi 1. desember. Er þá miðað við að dómur hans taki gildi 1. janúar 1966. Þá var einnig gerð breyt- ig á ákvæðunum um kjara- samninga bæjarstarfsmanna, þannig að Kjaradómur skal ganga í þeirra málum 15. des- ember og er þá einnig mið- að við að sá dómur taki gildi 1. janúar. < Clay vann Liston á rothöggi í nátt CASSIUS CLAY vann sigur í nótt yfir SONNY LISTON í heimsmeistarakeppninni i hnefa- leik, en tugmilljónir manna fylgdust með keppninni i sjón- varpi og útvarpi í nótt. Það tók Clay aðeins 1 mínútu og 45 sekúndur að yfirbuga andstæðing sinn, en sagt er frá keppninni á íþróttasíðu, bls. 11, í blaðinu í dag. SíUarflataiagaskipiu ivö átbúia Dælur settar í Þyril í tiýækesiandi og Klettsskipið er á leið til Þrándheints Þyrill, sem keyptur hefur ver ið t;i síldarflutninga hefur nú hlotið nafnið Dagstjaman og er um þessar mundir i Þýzkalandi, þar sem all-miklar breytingar eru gerðar á skipinu m. ?.. sett í það cnnur síldardæla eg sér- stök aflvél fyrir síldardæl- urnar. — Pí sagði JóisaS Jons- son forstjóri Síldar og fiski- mjölsverksmiðjunnar í stuttu viðtali við Vísi í morgun, að skip það sem fyririækið festi nýlega kaup a kæmi hingað sennilega um miöjan júlimánuð og færi þá beint í sfldarflutn- :ng a. Samkvtemt upplýsingum sem Vísir hefur fengið hjá Guðfinni Einarssyni í Bolungarvík er Dagstjarnan eign Bolvíkinga að % hlutum og Isfirðinga að l/3 hluta. Sagði Guðfinnur að gert væri ráð fyrir að Dagstjarnan yrði komin á miðin um miðjan júní. Eins og fyrr segir verður sett í skipið önnur síldardæla til viðbótar við þá, sem sett var í það í fyrra og með tilkomu nýju dælunnar er gert ráð fyrir, að hægt verði að dæla um borð 100 tonnum á kiukkustund, en í fyrra var hægt að dæla um 75 tonnum. Þá er einnig verið að útbúa skipið þannig að löndun Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.