Vísir - 31.05.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 31.05.1965, Blaðsíða 1
VISIR 55. árg. - Mánudagur 31. maí 1965. - 121. tbl. SA MNINGA FUNDIR ÍDAG Verkfcill þjóna á fösfudng Áfram verður í dag haldið samningafundum með vinnu- veitendum og verkalýðsfélögun- um. Boðaður hefur verið af sáttasemjara fundur með full- trúum verkalýðsfélaganna fyrir norðan og austan í kvöld kl. 8.30. Var fundur haldinn með sömu aðilum á laugardaginn og yfir ^^NAAAAAAAAAAAAA/WWWWWWV' r- r HATIÐAHOLD SJOMANNADAGSINS Frá afhendingu heiðursmerkja sjómannadagsins. Að þessu sinni voru ekki veitt verðiaun fyrir björgun, en fjórir gamlir sjómenn voru heiðraðir fyrir langa og góða sjómennsku. Frá vinstri: Jóhann Bjömsson mótorvélstj., Guðni Pálsson skipstj., Jón Bjarnason vélstj., frú Rósa Gestsdóttir, en hún veitti heiðursmerki viðtöku fyrir Sigurgeir Júlíusson háseta, sem ekki gat verið viðstaddur vegna þess að hann er ennþá starfandi sjómaður. í myndsjá blaðsins í dag er nánar sagt frá hátíðahöldunum. helgina unnið að samræniiiigu sjónarmiða sem þar komu fram. Af viðræðum annarra félaga er það að fregna, að í dag kl. 2 verður samningafundur með vinnuveitendum og Jámiðnaðar- sambandinu og kl. 4 e. h. koma fulltrúar Dagsbrúnar, Hlífar, Framtíðar og Framsóknar á fund með vinnuveitendum. Um helgina var haldinn fund- ur í Dagsbrún. Samþykkti fund- urinn heimild til handa trúnað- armannaráði og stjóm að lýsa yfir vinnustöðvun, þegar þessir aðilar ákvæðu. Þá er í uppsiglingu verkfall þjóna vegna vínmálsins. Hafa þeir boðað verkfall frá 4. júní eða á föstudaginn. Hofsjökull kom í gærkvöldi eftir 3 mönoða siglingu Ingólfur Möller Hofsjökull kom í gærkvöldi og voru þá liðnir nærri 3 mán uðir frá því að skipið lét úr höfn til siglinga milli hafna út um heim, en nýtt viðhorf var j komið til sögunnar hjá Jöklum | h. f. sem kunnugt er, svo að i leita varð verkefna fyrir skip I félagsins á erlendum vettvartgi. Mátti því, þegar Hofsjökull fór og önnur skip félags'ins, búast við, að lengri tími en áð í ur mundi líða frá burtför til j heimkomu, en iniðað mun við, I að Jöklarnir sem nú eru tíðast „fjarr’i fósturjarðar ströndum" í komi heim eigi ótíðar en á þriggja mánaði fresti. Þetta var eitt þeirra atriða, . sem fréttamaður Vís'is vék að ; í stuttu viðtali í síma í morgun j við Ingóif Möller skipstjóra á Hofsjökli, og suurði fréttamað urinn hann m. a. um viðnorf 1 sk'ipverja til langrar burtveru að heiman. — Við vildum vitanlega allir koma heim sem oftast, sagði Ingólfur, en við tökum þessu með „knúsandí ró“, því að aliir viljum við standa með okkar Framh. á bls. 6. AAAAAAAAA/WWVWWW Ný Cessna- ■ vél eyðilagð- i ist í Flatey Ný flugvél Flugskólans Þyts fórst á laugardagskvöldið í Flat ey á Breiðafirði. Vélin sem er fjögurra sæta vél, hafði verið í flugi í rétta viku, þegar óhapp- ið gerðist. Flugvélin fór vestur á laugar dagskvöldið til að sækja van- færa konu, sem fara átti til Reykjavíkur á fæðingarheimili og var ferðin farin fyrir Flug- þjónustu Björns Pálssonar sem mun hafa lent á grasvellinum f Flatey nokkrum sinnum að und anfömu og gengið prýðilega. Lcndingin heppnaðist vel hjá flugmanninum, en í flugtakinu mun hann hafa náð sáralítilli ferð að sögn Hafsteins Guð- mundssonar, formanns í Flatey og fór vélin fram af brautar- endanum, en komst aldrei í loft ið. „Vélin hefur sennilega farið eina 50 metra út í sjó“, sagði Hafstcinn „og stóð fólkið á Framh. á bls. 6. WWWAAAAAAAAAAAAAAA Unnii af fullum kraftí / sum- ar viB smíBiNorræna hóssins Allmikill skriður er nú að komast á byggingu Norræna hússins í Vatnsmýrinni skammt frá Háskólanum. Er nú að verða lokið uppfyllingu og gerð grunns sem hefur verið mikið verk á þessum stað. Þá hefur bygging sjálfs hússins verið boðin út og munu tilboð í verk- ið verða opnuð 16. júní. Allar vinnuteikningar eru til og þær verið gerðar af Skarphéðni Jó- árangur Surfseyjarröðstefnunnar: NA TTURAN FAIAÐ RÁÐA SJÁLF Óbjörgulega hefur tekizt und anfarna daga að komast út i Surtsey. Hér dvöldust 16 er- lendir vísindamenn ,sem tóku þátt í Surtseyjarráðstefnunni, er lauk f fyrradag, og enginn þeirra, að tveim undanskildum, sá nokkurn tímann Surtsey. „Það endar með þvi, að þeir halda, að eyjan sé ekki til“, sagði Steingrimur Hermanns- son, þegar Vísir hringdi í hann í morgun, en hann er formaður Surtseyjarféiagsins. Skýjabakki hefur verið yfir eynni, þoka grúft yfir, og ítrek- aðar tiiraunir hafa verið gerðar til að komast í land. Vís'inda- mennirnir eru nú á förum heim til sín — ætluðú að fara í gær- morgun, en voru gerðir aftur- reka vegna flugskilyrða, og munu senniie0a fljúga í dag. Steingrímur lét vel af ráð- stefnunni og nú er verið að vinna úr því, sem þar. kom fram: „Það voru mjög jáljvæð- ar niðurstöður", sagði hann, „á- kveðið var að efna tii mþrgra ára líffræðirannsökna á eýnni". F.nnfremur sagði Steingrímur: „Surtsey verður opin erlendum vísindamönnum sem samþykkt ir eru af Surtseyjarfélaginu". Hann kvað von á 3-4 vísinda- mönnum í sumar, einn er frá Indiana I Bandaríkjunum, ann- ar er frá Duke-háskólanum, tvéir frá Evrópu: Hörður Krist insson og prófessor Karl Lind- hohl frá Lundi (sérfræðingur í skordýrum). „Annars er allt í bígerð“, sagði Steingrímur, „það er ver ið að skrifa fundargerð og þeg ar því er lokið, verður send út fréttatilkynning". Framh. á bls. 6. hannssyni. Er síðan ætlunin að halda smíði hússins áfram hið bráð- asta í sumar, væntanlega f júlí- mánuði verður hornsteinn lagð- ur að byggingunni og mun for- seti íslands gera það. Gert er ráð fyrir að húsið verði tiibúið til notkunar haustið 1966. í sjtjórn hússins hafa verið skipaðir sjö menn, en þeir eru Gunnar Thoroddsen fyrrv. ráð- herra, Ármann Snævarr háskóla rektor, Halldór Laxness rithöf- undur, Ragnar Meinander ráðu- neytisstjóri frá Finnlandi, Gunn- ar Hoppe prófessor við háskól- ann í Stokkhólmi, Johann Capp- eien fyrrv. sendiherra og Egil Trane skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneyti Dana. í bygginganefnd Norræna hússins er einn frá hverju Norð- urlandaríkjanna, þeir Þórir Kr. Þórðarson próf., Egil Trane frá Danmörku, Ragnar Meinander frá Finnlandi, Kerstin Sönder- lind frá Svíþjóð og Oddvar Hedlund frá Noregi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.