Vísir - 31.05.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 31.05.1965, Blaðsíða 9
VlSIR temmmmu Mánudagur 31. maí 1965. ☆ TTndirstöður mennta og menn- ingar eru að sjálfsögðu margvíslegar. Aðferðir þjóðanna til að varðveita fenginn þekking- ararf og skynbragð á fegurð og listir hafa á öllum tímum verið jafn margbreytilegar og einstakl ingarnir og sama gildir ávöxtun fjársjóðanna, sköpun nýrra verð mæta á öllum sviðum. í nútímanum hvílir mennta- starfsemin fyrst og fremst á skól unum, sem veita alþýðufræðslu og sérgreinast síðan æ meir eftir því sem skólaárin verða fleiri. Og síðan kemur að því að skapa sköpunarhæfileikum fólks vett- vang með ýmsum hætti og svo sem með vísindastarfi hvers kon ar, bókaútgáA, leSíhúsum, list- sýningum og^tónleikahaldi. Allt þetta erum við kotríkið hér norður frá að burðast við að reyna að gera og fyrir það að okkur virtist takast það sæmi- lega, getum við kallað okkur þjóð. Tjað er þó á einu sviði, sem ég ætla að minnast lítillega á hér, að gefnu tilefni, sem við höfum ekki staðið okkur vel og það veldur okkur stöðugum ó- þarfa erfiðleikum í námi og starfi. Ég á við það einkennilega ástand, að ekki skuli vera til nein íslenzk alfræðiorðabók. Þetta er furðulegt ástand hér, eins mikil bókaþjóð og við erum og eins og almenningur hefur mikinn áhuga á að vita allt um alla skapaða hluti. Það er einnig furðulegt fyrir það, að útgáfa Handbækurnar tvær, sem eru nýkomnar út, Ríkishandbókin og íslenzkir samtíðarmenn. , - it -:I -A litlar, ýmist í einu eða tveimur bindum, 5 bindum eða 30 bind- um. Tsland hefur eitt orðið útundan. Þessa vöntun hafa menn bætt sér upp með því að kaupa erlendar alfræðiorðabækur. Og þar í sést, að það hefur ekki skort markaðinn hér. Islenzkur maður, Björn Björnsson (sonur náttúrlega fyrst og fremst upp- lýsingar um allt sem við kemur íslenzkri sögu, bókmenntum, listum og íslenzku atvinnulífi. TTilefni þessara hugleiðinga er annars það, að nú virðist loksins vera farið að rofa til í þessum efnum. Tilefni þess að ég skrifa þetta, er að nú í vor hafa komið út tvær merkilegar Oliver Steinn í Hafnarfirði slógu sér saman og ákváðu að koma slíku riti út. Það er einkennilegt að þeir virtust í fyrstu vera í erfiðleikum með að fá menn til að semja bókina en höfundar hennar teljast þeir sr. Jón Guð nason sá mikli ættfræðingur og Pétur Haraldsson sonur Har- alds í Safnahúsinu. björnsson magnaravörður, Ari Brynjólfsson kjarnorkufræðing- ur, Carl Billich hljómlistarmað- ur, Guðmundur Guðmundsson (Ferró), Gerður Helgadóttir, FAO-mennimir Hilmar Kristjáns son, Guðjón Illugason (sem fóm til Pakistan) og Einar Kvaran (sem fór til Ceylon), Helgi Tryggvason bókbindari, Her- mann Ragnar Stefánsson dans- kennari, Gísli Magnússon píanó leikari, Guðjón Hansen trygging arfræðingur, Guðmundur Steins- son rithöfundur, Atli Már teikn- ari, Haukur Clausen og Gunnar Huseby sem hafa báðir með í- þróttasigrum sínum borið nafn fslands langt, Ármann J. Láms- son glímuk. í meir en áratug, Hannes Sigfússon skáld, Helgi Hálfdánarson Shakespeare-þýð- ari, Helgi Tómasson balletdans- ari, Finnbogi Magnússon afla- kóngur, Ármann Kr. Friðriksson aflamaður, Gestur Þorgrímsson, Hugrún, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Snorrason flugstjóri, Friðrik Kristjánsson Ford-mað- ur. Alla þesa finnst mér af ýms um og ólíkum ástæðum að hefði ekki átt að vanta f slíkt rit og má sjálfsagt finna marga fleiri. En þetta sýnir aðeins að alltaf sjá betur augu en auga, hversu vandlega sem að er farið auk þess sem mat manna kann að vera misjafnt og vil ég sér- staklega taka fram við lesendur mína, að þó mér þannig takist að tína saman nokkum lista, þá má það alls ekki túlkast sem vantraust á verkinu. En yfirleitt virðist mér það þannig gert, að það standi sérstaklega styrkum fótum, þar sem búið er áður að Safn armnar slíks verks er tiltölulega lítið kostnaðarátak móti margskonar stórútgáfum og framkvæmdum sem hér er ráðizt í. Það mun að vísu hafa verið einhvem tíma í stríðslok, sem nokkrir menn undir fomstu Jónasar Sveinsson ar læknis hófu undirbúning að útgáfu stórrar íslenzkrar alfræði orðabókar og var víst jafnvel búið að setja fyrsta bindið í henni. Hundruð áskrifta að henni eru ennþá við líði en aldr ei varð neitt úr að ritið kæmi út. Síðan hefur allt setið við það sama. Ég held, að það sé varla nauð- synlegt að rökræða um það hvaða þýðingu alfræðiorðabæk- ur hafa fyrir almenna þekkingu i hverju landi. Saga elztu rita af þessarri tegund, Universal Dict- ionary f Englandi og Encyplo- pediu Ðiderots í Frakklandi er fræg orðin og viðurkennd sér- staklega um þá síðarnefndu að hún skapaði grundvöll þekking- ar, hún skapaði í rauninni nýja öld fyrir mannkynið. Síðan get- ur varla nokkur þjóð talizt menntuð, nema hún eigi fjöld- ann allan af alfræðiorðabókum, frægar í þeim hópi em EncvcTo- pedia Britannica í Bandaríkjun- um, hinar mörgu Larousse al- fræðiorðabækur f Frakklandi, Brokhaus í Þýzkalandi og stóra rússneska alfræðiorðabókin. Á Norðurlöndum hafa líka verið gefin út stórverk eins og Salo- monsen orðabókin fræga í Dan- mörku og Nordisk Familjebok í Svíþjóð, en annars er þar eins og í öllum öðrum löndum fjölda margar mismunandi útgáfur af alfræðibókum, bæði stórar og Sveins forseta) er hér sérstakur umboðsmaður Encyclopediu Brit annicu, er hefur orð á sér fyrir að vera fullkomnasta orðabók heims, og hann hefur selt tugi ef ekki hundmð af henni, þó verðið muni vera nálægt 20 þús. krónur. Nú fyrir nokkru sendi annað amerískt orðabókarfyrir- tæki hingað sérstakan sölumann til að selja sína útgáfu. Á flest- um heimilum má finna erlend- ar alfræðibækur í ýmsum stærð um. Það er því óhætt að full- yrða, að stór markaður hefur verið til fyrir íslenzka alfræði- orðabók, en af dáðleysi hefur hann ekki verið nýttur. Menn hafa keypt erlendar bækur í stómm stíl, en á þeim er þó sá stóri hængur, að þar vantar allt sem okkur stendur næst, þar vantar allt um okkur sjálfa, allt um ísland og Islend- inga. Eigum við að líta yfir í hug- anum hvílík gagnsemi og ánægja getur verið að íslenzkri orðabók. Hvílíkt not við getum öll haft af því, ef aðgengilegur væri á einum stað ótæmandi fróðleikur um allt það helzta sem forvitni okkar og nauðsyn kynni að krefja, hve þægilegt það væri að geta leitað þangað við samtöl, skriftir, hvenær sem eitthvað á- hugamál grípur hugann. Leita að upplýsingum og skýringum á því sem helzt er á döfinni hverju sinni, t.d. síðustu daga um hand ritin og Árnasafn og handrita- málið, upplýsingar um Vietnam og Dómíníska lýðveldið, upplýs ingar um það hvað kjarnorka og kjarnorkukraftur er, upplýsingar um vatnsorku í Þjórsá og þó bækur, sem eru að vísu ekki neinar alfræðibækur, en mjög þægilegar handbækur og það sem þýðingarmest er, að samn- ing þeirra og útgáfa hefur verið tekin svo föstum tökum, að það gefur góðar vonir um, að hér sé til nóg af mönnum, sem eru færir um að gefa út rit á borð við alfræðibók. Þessi tvö rit sem komið hafa út nú nokkuð samtímis eru fyrra bindi af íslenzkum samtíðar- mönnum og Ríkishandbók Is- lands, en þetta eru bæði stórar bækur með feikimiklu efni hver á slnu sviði. Jslenzkir samtímamenn er ævi- sagnarit í stíl við það sem kallað hefur verið á alþjóðamáli „Who’s who“. Þessar bækur eru taldar algeriega ómissandi er- lendis og koma þar út í nýjum útgáfum á hverju ári. Hér gerðu þeir Brynleifur Tobíasson og út- gefandinn Guðmundur Gamalí- elsson fyrstu tilraunina með þetta 1944 f ritinu ..Hver er mað urinn“, sem var vel heppnað. En síðan líða 20 ár og bók Brynleifs orðin fyrir löngu bæði úrelt og ófáanleg I millitíðinni hafa þó að vfsu komið út æviskrár ýmissa stétta, sem eru stórvirki út af fyrir sig, svo sem guðfræð- inga, lögfræðinga, verkfræðinga og kennara. En víst er að nýja ritið „Is- lenzkir samtíðarmenn" bætir úr brýnni þörf og hlýtur hún að verða ómissandi upplýsingabók á heimilum um allt land. Hún er þannig tilkomin, að tveir til þrifamiklir bókaútgefendur Gunnar Einarsson í Leiftri og ‘p’g hef undanfarna daga verið að rýna dálítið í þessa bók og í heild ber hún þess svip, að gengið hefur verið til verks með styrk og áhuga. Hér hafa Ld. bersýnilega verið sniðnir af nokkrir helztu ágallar gömlu „Hver er maðurinn". I þeirri bók skortir mjög á jafnvægi í vali á mönnum, þar voru leitaðir uppi nærri allir hreppstjórar og odd- vitar í hverju smáhreppsfélagi á landinu, meðan fjölda ágætra framkvæmdamanna vantaði. Þar gætti og sums staðar málaleng- inga. Hér virðist mér þetta allt miklu skaplegra og mjög gott samræmi hefur náðst milli hinna einstöku æviskrárþátta og þeir eru skrifaðir vel og röggsam lega. Við yfirlit yfir bókina rakst ég að vísu á það, að mér fannst þar vanta ýmsa menn sem ættu heima í slíkri bók fremur en aft- ur sumir sem þar eru. Dæmi um slíkt tekið af handahófi er t.d. undir nafninu Ámi Ólafsson, þar er nefndur einn maður, ungur og efnilegur læknir. En það eina sem um hann er sagt til viðbót- ar við ættir og hjúskap er að hann hafi tekið stúdentspróf, læknispróf og fengið almennt lækningaleyfi. En annar maður heitir þessu sama nafni, harð- duglegur maður sem starfað hef ur í fiskútflutningum og vinnur nú merkilegt starf með nýrri að ferð í fiskverkun. Án þess að lasta fyrri manninn tel ég að þessi seinni nafni hans hefði barna fremur átt að fá plássið. önnur nöfn sem ég sakna svona við fyrsta yfirlit skal ég nefna: Elsa Sigfúss, Dagfinnur Svein- gefa út æviskrár sérstakra stétta, en veikari hlekkimir 1 þvi eru t. d. meðal listafólks, iþrótta manna og þá sérstaklega í sjó- mannastétt, sem hjá okkur er svo mikilvæg. I heild er verkið vel unnið og útgáfan til sóma „íslenzkir sam- tíðarmenn“ eiga heima á hverju heimili, hverri skrifstofu og sjálf ur get ég bezt um það dæmt, — á hverri ritstjómarskrifstofu. TTin bókin sem ég vildi minnast 1 á er „íslenzk ríkishandbók 1965". Þetta er einnig geysilega fróðleg bók þó á nokkuð öðru sviði sé. Líkar bækur og hún voru gefnar út fyrir löngu, en eftir langt árabil tóku þeir sig saman ráðuneytisstjóramir Birg ir Thorlacius og Henrik Sv. Bjömsson og gáfu út slíka bók árið 1961, upp á eigin spýtur. Upplag hennar seldist upp mjög skjótlega. Nú hefur þriðji mað- urinn Páll Líndal borgarlögmað ur bætzt í hópinn og er þessi bók nærri helmingi stærri en sú fyrri, þéttprentaðar 520 bls. Fróðleikur í þessari bók er geysi mikill. Hún fjallar um allar stofn anir ríkisvaldsins, skrifstofur, fyrirtæki, ráð og nefndir og nú er bætt við stórum kafla um allar stofnanir Reykjavíkurbæj- ar. I hverjum kafla er yfirlit yfir forsögu hverrar stofnunar, og löng starfsmannatöl. Helzti gall- inn við hana er það að starfsmannatölin ganga út í öfg ar, þar sem taldir eru jafnvel allar vélritunarstúlkur, verka- menn, strætisvagnabílstjórar o. Framh. á bls. 6 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.