Vísir - 31.05.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 31.05.1965, Blaðsíða 2
SíÐAN Caroline Douglas Home dótt ir foringja íhaldsflokkins brezka hefur sagt lausu starfi sínu sem hirðmær „drottningar móðurinnar“ Elísabetar ekkju George VI. Ástæðan til þess er að í því starfi sem hirðmær mátti hún ekkert skipta sér af stjórnmálum. Nú segist Caro- line geta snúið sér að því að hjálpa föður sínum I stjórnmála baráttunni. Hedv Lamar kvikmyndaleik- konan sem áður var svo vin- sæl og fræg sérstaklega fyrir kvikmynd sína Ecstasy, hefur óskað eftir skilnaði /rá eigin- manni sínum Lewis Boies. Hún sakar hann um illa framkomu gagnvart sér. Hann var sjött'i eiginmaður hennar. Þau hafa aðeins verið gift í tvö ár. Fyrri eiginmenn hennar í réttri röð voru þess'ir: Fritz Mandl verk- smiðjueigandi í Austurríki, Gene Markey rithöfundur, John Loder leikari, Ted Stauffer veit ingahúse'igandi og Oward Lee olfukóngur. Þessir ungu vígalegu menn koma okkur kunnuglega fyrir sjónir. Eru þetta e. t. v. her- menn úr Iandgönguliði, sem sækir inn f Indó-Kína. Nei við nánari athugun sjáum við að þetta eru engir aðrir en Beatles, talið frá vinstri George, Paul, ! Ringo og John. En hvað á þetta uppátæki að þýða hjá þeim að búa sig alvæpni? Víst lítur ófrið lega út f heiminum fregnir af hernaðaraðgerðum heyrast frá Vietnam og Domingo og þeim þykir kannski vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig, ef styrjöldin kynni „að breiðast út.“ Eða eru þetta nýjustu varnaraðgeröir þeirra gegn hinni heiftarlegu ásókn bítilunn Elke Sommer þýzka kvik- myndaleikkonan sem getið hef ur sér gott og fn 'gt orð jafn- vel í Bandaríkjunum er mikil kraftakona eins og þeir þekkja sem séð hafa kvikmyndir herin ar. Nú hefur hún nýlega keypt sér kappakstursbíl mjög kraft- mikinn af Porsche-gerð, en það fór ekki vel fyrir henni. Hún tók að æfa sig með hann á hinn.'- frægu kappakstursbraut NUrburgring og fór á afar mikl um hraða, en þá skeði óhappið á einni beygjunni. hún ók út af, bíllinn stórskemmdur og sjálf liggur hún á sjúkrahúsi. Bened'kta prinsessa næst- elzta dóttír Friðriks Danakon- ungs varð ný’.ega lögráða 21 árs. í því tilefni fékk hún þá ósk sína uppfyllta að fá að heimsækja Bandarfkin. Þar var margt fróðiegt og skemmtilcgt að sjá, en einna skemmtilegast þótti Benediktu að hitta Lyndu dóttur Bandaríkjaforseta, þá sem hingað kom á sínum tíma. Það fór mjög vel á með þeim og komust þær að þvi að áhuga málin voru mjög lík, sérstak- lega hvað þær höfðu báðar gaman af matreiðslu. enda? Hið rétta er að Ijósmynd in mun eitthvað standa i sam- bandi við hina nýju kvikmynd þeirra „Átta armar til að halda þér“. Ástin er óútreiknanleg bæði hjá körlum og konum. Venju- lega ímynda menn sér að saman vió hana fari æskufegurð og þróttur. Sérstaklega finnst mönnum eðlilegra að karlmenn irnir Ieiti niður fyrir sig að aldrinum til og horfi ástaraug um til ungra stúlkna. En ástin er sem sagt óútreiknanleg, og það kom fram þegar ungur skólapiltur i Englandi að nafni Peter Thacker varð dauðlega ástfanginn í kennslukonu sinni Marian Crampton, sem var 35 ára. Peter tók f sig kjarkinn og bað hana um að verða eigin- kona sín. Marian sá að piltur- inn var hinn myndarlegasti og eigulegasti, svo hún var ekki lengi á sér og sagði já. Nú lifa þau í hamingjusömu hjóna- bandi og eiga von á fyrsta bam inu. Þessi mynd var tekin á brúðkaupsdaginn þeirra. BRAGÐMIKIÐ-BRAGÐGOTT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.