Vísir - 31.05.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 31.05.1965, Blaðsíða 15
V1 S IR . Mánudagur 31. maí 1965. 75 „Hættu þessu ...“ öskraði hers- höfðinginn. Dala gat verið snör í snúningum, þegar hún vildi það við hafa. Áður en hershöfðinginn vissi af fékk hann spark í sperrilegginn, sýnu harðara en það fyrra. Artoff sá það úr fylgsni sínu bak við runnann, að aðaldyrnar á setr- inu voru opnaðar. Hann brá sjón- aukanum að augum sér. Hershöfð- inginn og lífvörður hans stauluð- ust draghaltir ofan þrepin og út að bílnum. Hann starði undrandi á eftir gljá svarta fólksbílnum, þegar hann þaut eftir þjóðveginum og hvarf svo sjónum hans. Síðan hélt hann eftir þröngum stíg upp hlíðina unz hann kom þar að lágreistu húsi, sem hann hafði tekið á leigu viku- tíma. Og enn varð hann undrandi, þegar hann sá Sir Charles bíða sín í setustofunni. „Þú hefur ekki verið lengi á leið- inni, Sir Charles", mælti hann. Sir Charles, sem klæddur var splunkunýjum fötum, keyptum í Rómaborg, kinkaði kolli og hélt fram í eldhús til þess að huga að drykkjarföngum. „Það var ekki sem auðveldast“, sagði hann, „en mér tókst að sleppa“. Artoff kom á eftir honum. „Sim- one hringdi", mælti hann, „og sagði mér frá bróðursyni þínum. Hann er staddur í Róm“. „Þetta datt mér í hug“, varð Sir Charles að orði. Hann bar glasið með ginblöndunni að vörum sér og fékk sér vænan teyg. „Ég var staddur á járnbrautar- stöðinm, þegar hann kom, og hugð ist veita honum eftirför að hóteí- inu. 'En það máttu hafa fyrir satt, að honum • hefur verið veitt eftir- fór áður, og það af vönum mönr.- um. Hann er ekki neinn byrjandi í þeirri list að smjúga manni úr greipum". „Þú átt við, að þeir hafi tapað af honum?“ „Einmitt!" „Það var verri sagan. Hann hef- uj; áhaldaveskið mitt í sínum fór- um“, varð Sir Charles að orði. „Hvað segirðu?“ Sir Charles fékk sér enn væn- an teyg. „Að vissu leyti gerði hann mér þar greiða; hefði hann ekki kom- izt yfir það, mundi lögreglan að öllum líkindum hafa fundið það“, sagði Sir Charles. „Ég óska þér til hamingju. Það getur alltaf komið sér vel að eiga hjálpsaman frænda“. | „Ég vona bara, að hann gangi j ekki of langt í hjálpseminni", sagði' hann. „Hvað áttu við?“ „Hann hefur komizt að leyndar- i málinu um Vofuna. Og þar sem j hann er mesti skýrleikspiltur, má j gera ráð fyrir að hann geti sér, þess til, að Bleiki pardusinn verði mitt næsta viðfangsefm". Það kom hræðslusvipur á Art- 1 off. „Þú átt við, að svo geti farið, ; að hann .. ....komi upp um mig?“ greip Sir Charles fram í fyrir honum. „Nei, það kemur ekki til greina". : Þrátt fyrir þau vandræði, sem Ge- orge hafði þegar valdið Sir Char- les, þótti honum innilega vænt um drenginn og hafði mikið álit á 1 honum enn sem fyrr. „Hafi ég j metið hann rétt, þá er hins vegar j ekki loku fyrir það skotið, að j hann reyni að verða mér þar fyrri til og bjarga mér þannig frá freist- ingunni. Hann er góður piltur, Ge- orge“, mælt'i hann enn. „Þú ert ao gera að gamni þínu. Það mundi honum aldrei koma til liugar“, sagði Artoff“ Og þó er enn fráleitara að láta sér koma til hugar að honum tækist það*‘. “ Sir Crarles tæmdi glasið. „Við skulum vona, að ég hafi rangt fyr- ir méi, en samt sem áður vil ég ekki eiga r.eitt á hættu. Þú hefur áhaldaveski til vara er ekki svo?“ „Auðvitað". Sir Charles gekk út að glugg- anum. Kann gat séð heim að setri hennar hátignar, Dölu prinsessu, enda þótt nokkuö fjær væri en í'rá runnanum, þar sem Artoff hafði legið í leyni fyrir stundu. „Hefur hershöfðinginn látið sjá sig?“ spurði hann. „Já ...“ Artoff glotti. „Kom eins og ljón ... fór eins og halaklippt- ur hur.dur“. Artoff rétti honum sjónaukann. Sir Charles beindi honum heim að setrinu og stillti hann. 1 sömu svif- um staðriæmdist bíll enn úti fynr aðaldyrunum. „Það virðist gestkvæmt hjá henn ar hátign í dag“, varð honum að orði. Þeir Clouseau lögreglustjóri og herra Tucker frá Lundúnum stigu út úr bílnum, héldu upp dyraþrep- ir og hringdu bjöllunni. Sauloudýtti þjóninum til hliðar og fór sjálfur til dyra. Þeir félagar stigu inn fyrir þröskuldinn. „Þér æskið þess að mega hafa tal af hennar hátign?“ spurði Sal- oud hæversklega. Áður en þeim gæfist ráðrúm til að svara heyrðist rödd Döiu prins- essu á næstu grösum; „Hvað er það, Saloud?“ spurði hann. Þeim Clouseau lögreglustjóra og herra Tucker frá Lundúnum varð litið þangað og sáu hvar prins- essan stóð i salardyrum. „Yðar hátign“, mælti lögreglu- stjórínn og iaut henni djúpt, „okk- ur þykir fyrir því að verða að gera yður ónæði, en við höfum uppgötv að hver Vofan er í raun og veru“. Herra Tuckei fiýf'i sér að bæta við: ,,Áð sjálfsögðu erum við ekki öldungis vissir um það .. . „Ég er viss um það“, fullyrti lög- reglustjórinn. „Og ég geri ráð fyr- ir að sá hinn sami sé nú staddur hér 1 Róm“. Hennar hátign virtist hafa mjög svo takmarkaðar. áhuga á erindi þeirra. „Einmitt það, já“, sagði hún. Clouseau lögreglustjóri kinkaði kolli tii frekari áherzlu. „Hefur Sir Charles • Lytton nokkuð látið frá sér heyra?“ „Ég hef hvorki heyrt hann né séð síðan ég fór frá Cortina. En hvers vegna spyrjið. þér?“ j „Vegna þess að Sir' Charles og enginn annar er hm hiárgumtalaða Vofa“, svaraði Clouseau lögreglu- stjóri. Dala prinsessa hló dátt. „Nú er- uð þér að gera að gamni yðar, herra lögreglustjóri", sagði hún. En Clouseau lögreglustjóri varð því alvarlegri og ákveðnari. „Við höfum komizt að raun um hver það var, sem stal hundinum yðar. Sá náungi er í þjónustu Sir Char- les“. Dala starði á hann. „Ég er hrædd um að ég skilji ekki sam- hengið“, mælti hún. Lögreglustjórinn talaði eins og natinn kennari, sem reynir að koma tornæmu barni I skilning um augljósustu hluti. „Yðar hátign", sagði hann. „Sir Charles hefur á- kveðið að ræna yður hinum fræga eðalsteini. Til þess að það megi takast, varð hann að komast að raun um, hvar hann er geymdur. Til þess að það mætti takast, varð hann að komast í nokkur kynni við yður. Til þess að það mætti takast, varð hann að ávinna sér traust yðar og trúnað, svæfa var- úð yðar, ef svo mætti að orði kom- ast. Og eins og þér hljótið nú að skilja, var þetta ákjósanlegasta að- ferðin láta stela hundinum yðar, og láta líta svo út, sem hann bjarg- aði honum úr ræningjaklóm ...“ „Jú, ég verð að viðurkenna, að slík kenning hljómar ekki ósæmi- Iega“, mælti prinsessan eftir nokkra umhugsun. „En ... samt sem áður?“ „Yðar hátign", mælti Clouseau lögreglustjóri enn og gat nú ekki gengið öllu lengra í umburðarlyndi sínu gagnvart slíkum sljóleika. „Ég skil það mætavel, að yður kunni að ganga erfiðlega að átta yður á þessari staðreynd. Sir Charles er ákaflega elskulegur og aðlað- andi náungi, þegar hann vill það við hafa“. „Og hann er þar að auld brezk- j ur aða!smaður“ mælti Dala prins- j essa, „og maður, sem nýtur mikils j álits og almennrar hylli". Herra Tucker frá Lundúnum leit á lögreglustjórann. ,,Hennar hátign bendir þar á staðreynd, sem vert er að athuga gaumgæfilega", sagði hann. „Hann er svindlari.. “ hrópaði Clouseau lögreglustjóri, eins og hann vildi að allur heimur mætti lieyra boðskap hans. „Og ég skal sanna það! En þangað til ég læt til skarar skríða, ætla ég að fara þess á leit við yðar hátign, að mér leyfist að setja vopnaða menn á I vörð um þetta hús“. Herra Tucker frá Lundúnum var • raunsær eins og iöndum hans er títt. „Eðalsteinninn er geymdur hér í húsinu, er ekki svo?“ spurði hann. „Jú“, svaraði hennar hátign. „En i eins og yður er ef til vill kunnugt, efni ég til fjölmer.ns samkvæmis hér í kvöld . .“ Clouseau Iögreglustjóri kinkaði kolli. „Ég veit það, yðar hátign, og ’ ég fullvissa yður um að gestir yð- ar skulu. ek-cí verða fyrir minnstu óþægindum. Þe.ir verða þess ekki þiþu/siijni varir að menn mímr j séu víðstaddir". „Ef þér ábyrgist það, gef ég yð- j ur leyfi til nauðsyulegra varúðar- j ráðstafana", sagði hennar hátign. j Það var auðséð, að Clouseau lög- reglustjóra létti. „Takið mark á orðum mínum, yðar hátign“, mælti hann. „Verði Sir Charles svo heimskur að gera tilraun til að ræna Bleika pardusinum 1 kvöld, i munuð þér verða vitni að hand- : töku Vofunnar frægu“. Dala prinsessa hirti ekki um að leyna þvl lengur, að hún væri orðin þreytt á rökræðunum. Hún laut höfði lítið eitt. „Herrar mínir, þér ■ afsakið vonandi...“ Þeir kvöddu hennar hátign hæ- j versklega, lutu henni djúpt um leið j og þeir stigu út fyrir þröskuldinn. Dala prinsessa horfði á eftir þeim og það brá fyrir áhyggjusvip á andliti hennar. „Við verðum að breyta- fyrir- komulaginu“, mælti Saloud rólega. „Nei“, svaraði hennar hátign, „við breytum ekki neinu. Þegar þessi blessaður lögreglustjóri hef- ur tekið eitthvað í sig, verður hon- um ekki um þokað. Við verðum einungis að sjá svo um, að Sir Charles steli ekki steininum...“ VESTMANNA- EYJAR Afgreiðslu VÍSIS í Vest- mannaeyjum annast (Bragi Ólafsson, sími (2009. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. SUÐURNES Útsölustaðir VÍSIS á 1 Suðurnesjum eru: Vogar: Klöpp, Pétur Jónsson. Grindavík: Verzl. Aldan Sandgerði: Bókabúð Axels. Gerðar: Verzlun Björns Finn- - bogasonar. Keflavík og Njarð- víkur: Georg Ormsson. Keflavíkurflugvöllur: Sölu- og veitingavagn inn. Aðalstöðin. ÁRNESSÝSLA (Útsölur VÍSIS í Ámes- I sýslu eru: Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss Selfoss: Kaupfélagið Höfn. Arinbjöm Sigurgeirs- son. Eyrarbakki: Lilian Óskarsdóttir. Þorlákshöfn: Hörður Björgvinsson. Ah-Yu vinur. Meðan þú ferð með mig til staðarins þar sem þú fannst þá, ætia ég að útskýra hversvegna einn gullmol'i eins og þessi hefur mikið gildi. Urur- menn segja okkur að þú komir frá stórum heimi, og stóru, vitru fólk'i sem við sjáum aldrei. Okk ur langar til þess að læra allt, sem þið vitið. Endurnýjum gömlu sængum- ar, eigum dún- og fiöurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðum — PÓSTSENDUM. Dún- og fiður- hreinsun, Va...oStíg 3 — Sími 18740 (Örfá skref frá Laugarvegi). I 'iiij.. 'lffimp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.