Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 4
d
V í S I R . Miövikudagur 2. jtai 1986.
SVARGREiN
í Vísi 9. marz 1965, er á-
deilugrein á mig eftir Júlíus Ól-
afsson með yfirskriftinni: „Bæn
fyrir framliðnum". í þessari á-
deilugrein sinni ræðst hann á
mig út af grein sem ég skrifaði
1 júlí 1964 og var birt í Bjarma
og öðrum kristilegum blöðum,
sem ég votta þakkir fyrir.
í þessari grein minni, sagði
ég m. a.: Bæn fyrir dauðum er
marklaus, hefur engan hljóm-
grunn í orði Guðs og fyrirheit-
um. Ot af þessum orðum mín-
um og öðrum fleiri móðgast J.
Ó. sem augsýnilega kemur til
af misskilningi og þekkingar-
leysi á orði Guðs, sem er sann-
leikur. Jóh. 17,17.
Bæn fyrir dauðum verður
aldrei rökstudd af mannlegu
hyggjuviti, hvorki heiðingjum,
Gyðingum, né þeim, sem kalla
sig kristna. Bæn fyrir dauðum
verður aðeins rökstudd í ljósi
orða Guðs, helgri Ritningu. Því
segir svo: I þínu ljósi sjáum vér
ljós, og þitt orð er ljós á vegum
mínum og lampi fóta minna.
Sálm. 119:
Bæn þína aldrei byggðu fast
á brjóstviti náttúru þinnar.
í Guðsorði skal hún
grundvallast.
Það gefur styrk trúarinnar.
Vér vitum ei hvers biðja ber,
blindleikinn holds því veldur;
orð Guðs sýnir þann sannleik
þér
sæll er sá, þar við heldur.
H. P.
i -fí.Þeir sem kenna að allir verði
hólpnir án afturhvarfs og trúar,
fara með blekkingar og lygi, og
slá þannig blindu í augu fólks-
ins og hrinda því í glötun.
Hvílík synd, hvílíkt ódæði, að
svíkja þannig sálir í dauða, sem
Kristur hefur dáið fyrir, Páll
postuli sagði: Ef nokkur boðar
yður annað fagnaðarerindi en
það, sem þér hafið viðtöku veitt,
þá sé hann bölvaður. Gal. 1,9.
Það hefur ætíð verið einkenni
kærleikans að vara fólk við
hættum og benda þvi á rétta
leið, ekki sízt er það varðar líf
og sáluhjálp manna, en það
virðast ekki allir skilja, heldur
kalla þá ofstækismenn, sem eru
endurfæddir til lifandi vonar
fyrir upprisu Krists frá dauðum
og vilja þess vegna ekki taka
á móti ýmsri trúarvillu í stað
fagnaðarerindis Jesú Krists.
J. Ó. virðist núa mér „um
ofstæki og náttmykri hugar-
farsins", en ég segi með Páli
postula: Einskis ills er ég mér
meðvitandi, en fyrir það er ég
þó ekki réttlátur. Vér höfum
allir syndgað og réttlætumst
aðeins fyrir trú á Jesúm Krist,
aðeins þeirri trú sem starfar
í kærleika. Jesú sagði: Ég er
vegurinn, sannleikurinn og líf-
ið, enginn kemur til föðurins
nema fyrir mig.
J. Ó. talar mikið um bæn-
ina, en er augljóslega ekki í
hinum rétta og sanna anda
bænarinnar. Guðs heilaga anda.
Því segir svo: Biðjið í heilögum
anda. Júd. 1,20. Varðveitið
sjálfa yður f kærleika Guðs.
Misnota ekki bænina, hin dýr-
legustu réttindi, sem Jesús hef-
ur af náð sinni lagt f okkar
hendur, er á hann trúum.
J. Ó. segir: „Eftir orðum
Jesú eru mörg híbýli (vistar-
verur) á himnum, og með því
að biðja bænarinnar Faðir vor
biðjum við Guð að ríki Hans
og vilji komi til þessara vistar-
vera”. Þessar vistarverur eru
ekki í húsi föðurins, .því hvert
híbýli þar er uppljómað af
dýrð Guðs. Þar er lífið í fyll-
ing sinni, sætt og yndislegt.
Enda eru þessi híbýli dýrðar
heimkynni, sælunnar lönd, feg-
urðarinnar bústaðir. Þar er eng-
in synd, allt er þar hreint, ekki
hinn minnsti skuggi, því Jesús
uppljómar allt með sinni dýrð,
og er allra sinna barna líf og
ljós. Þar snertir engann hið
minnsta mein og nótt er þar
ekki, heldur eilífur gleðidagur
og eigi kemur þar vetur, heldur
eilíft sælusumar, ekkert erfiði,
engin fátækt, heldur gnægð af
öllu góðu og fullkomnu. Fólkið
sem þar er, hefur fengið fyrir-
gefning synda sinna í hinu dýra
blóði endurlausnar Jesú og'
ljóma þar miklu fegri en sól.
Jesús hefur með sinni saklausu
pínu og dauða og dýrlegu upp-
risu og himnaför, lagt veginn til
Paradísar Guðs með hinum ynd-
islegu og fögru perluhliðum.
Opinb. 21.
í Faðirvorinu er engin bæn
fyrir dauðum. í bæninni: Til
komi þitt ríki, biðjum vér um
að ríki Guðs komi til vor og
allra þjóða og einstaklinga, og
er því einnig kristniboðsbæn. í
húsi föðurins eru engar dimmar
vistarverur, þar er Guðs ríki í
fylling sinni bjart og yndislegt,
því Jesús er þar konungur.
En í ríki Satans er dimmt,
þar ríkir ekki náð Guðs, heldur
frá þímim ándá,11 Hvbrt1 fYúiíð frá
þínu augliti, benda til að engínn
getur falið sig fyrir Guði. Fyrir
eldlegum augum hans fær ekk-
ert óhreint staðizt. Þótt þú
sætir hátt, eins og örninn, og
byggðir hreiður þitt meðal
stjarnanna, þá steypi ég þér
þaðan niður, segir Drottinn.
Óbadía. 1,4. Og þótt þeir vilji
leynast fyrir augum mínum á
mararbotni, skal ég þar bjóða
sjóorminum að bíta þá. Amos
9,3. Opinb. 2,18.
Til komi þitt ríki. „Þetta
verður þegar Guð gefur oss
sinn heilagan anda, svo vér trú-
um fyrir hans náð, hans heilaga
orði“, bíðandi hinnar sælu vonar
og dýrðaropinberunar hins
mikla Guðs og frelsara vors
Krists, sem gaf sjálfan sig
ryrir oss, til þess að hann leysti
oss frá öllu ránglæti og hreins-
aði sjálfum sér til handa eignar-
lýð kostgæfinn til góðra verka.
Tit. 2,9—14. Hver sem því lifir
og kennir öðru vísi en Guðs orð
kennir, sá vanhelgar Guðs nafn
meðal vor, segir Lúther. Ég sé
því ekki að okkur sé boðið í
hinni helgu bók Biblíunni, að
biðja fyrir dauðum. Páll post-
uli segir: Fyrsþ af öllu áminni
ég þá um, að fram fari ákall,
bænir, fyrirbænir og þakkar-
gjörðir fyrir öllum mönnum,
fyrir konungum og öllum þeim,
sem hátt eru settir, til þess að
vér fáum lifað friðsamlegu og
rólegu lífi í allri guðhræðslu og
siðprýði. Þetta er gott og þókn-
anlegt fyrir frelsara vorum
Guði, sem vill að allir menn
verði hólpnir og komist til
þekkingar á sannleikanum, því
að einn er Guð, einn er og með-
algangarinn milli Guðs og
manna, maðurinn Kristur Jesús,
sem gaf sig sjálfan til lausnar-
gjalds fyrir alla. Til vitnisburð-
ar á sínum tíma. 1 Tím. 2,1—6.
Ekkert annað frelsi er til fyr-
ir oss, engin önnur lausn frá
synd og eilífum dauða, en Jesú
blessað blóð, sem rann úr hans
helgu æðum á Golgata. Hvílík
náð, hvílík heill og hvílíkt slys
því hnossi að hafna.
Á Golgata voru tveir ræningj
ar krossfestir með Jesú, annar
til hægri en hinn til vinstri.
Annar bað Jesú líknar og fékk
að heyra þessi lífsins orð af
munni Jesú: Sannarlega segi ég
þér: í dag skaltu vera með mér
í Paradís. Hann kyssti Jesú
kossi iðrunar og trúar og gekk
inn til hinnar eilífu gleði í húsi
föðurins, inn til fagnaðar, herra
síns. En hinn spottaði Krist
og fór í myrkur og dauða, þaðan
sem enginn lausn er framar.
Jesús sagði: Sá sem ekki trúir
mun fyrirdæmdur verða. Mark.
16, 16.
En allar guðhræddar og guð-
elskandi sálir, sem hér hafa skil
ið við í trúnni á Jesúm Krist,
fara inn um hlið Paradísar Guðs,
með hinum 12 perluhliðum, þar
sem Jesús er við hægri hönd
Guðs, og sem vor æðsti prestur
og biskup vorra sálna biður fyr
ir oss, að vér öðlumst þá náð,
sem hann hefur oss afrekað,
með komu sinni í heiminn og
friðþæging.
Það er augljóst af orði Guðs,
að ekki þarf að biðja fyrir þeim
sem sofnaðir eru í trú á Jesúm
Krist. Því lambið er fyrir miðju
hásætinu, mun gæta þeirra og
leiða þá til lifandi vatns l’inda,
og Guð mun þerra hvert tár af
augum þeirra. Opinb. 7,9-17.
Bæn fyrir dauðum, stangast
því á við fagnaðarerindið um
Jesúm Krist og hans dýrlegu og
fullkomnu endurlausn, leysandi
kraft hans heilaga og dýrmæta
blóðs frá allri synd. En þessi
bæn stangast einnig á við kom
andi dóm Guðs, þvi allir mun
um vér verða að birtast fyrir
dómstóli Krists, til þess að sér-
hver fái endurgoldið, það sem
hann hefur unnið í líkamanum,
samkvæmt því, sem hann hefur
aðhafzt, hvort sem það er gott
eða illt. 2 Kor. 5, 10. Sá sem
trúir á Soninn, hefur eilíft líf,
en sá, sem óhlýðnast Syninum,
skal ekkj sjá lífið, heldur varir
reiði Guðs yfir honum. Jóh. 3,
36. 1. Þessl. 1, 10.
J. Ó. játar, að ekki séu „allir
færir sem fara yfir landa-
mærin, að gista sælustaði" En
hann heldur að hægt sé að
hjálpa þeim. En hvaða hjálp
fékk hinn ríki maður, sem Je-
sús talar um í Lúk. 16, 19-31?
Eða hvað var sagt við hinar
fávísu meyjar, sem komu að
lokuðum dyrum og hrópuðu:
Herra, herra Ijúk upp fyrir oss?
Þær fengu þetta svar: Ég þekki
yður eigi. Vakið því, þar eð
þér vitið e’igi daginn né stund-
ina. Matt. 25, 1-13.
Hversvegna glatast menn,
þar sem Jesús er fyrir þá dáinn
og upprisinn? Vegna þess að
þeir hafa ekki veitt honum Við
töku, heldur hafnað honum,
sem sagði: Ég er vegurinn, sann
leikurinn og lífið, enginn kemur
til föðurins nema fyrir mig.
Jóh. 14, 6. Enginn sáluhólpinn
nema fyrir hann, Jesús sagði:
Sannlega segi ég yður: Hver
sem ekki tekur á móti Guðsríki
eins og bam, mun alls éigi
inn í það koma. Lúk. 18, 17.
Ég sagði i grein minni, að
Guð væri enginn meinleysis
gufa. Það hefur hailn sýnt frá
sköpun veraldar, sem héilög
Ritning ber vitni um og hin al-
menna mannkynssaga. Guð læt
ur ekki að sér hæða, það sem
maðurinn sáir, það mun hann
og uppskera, því sá, sem að
sáir í hold sjálfs sín, mun af
holdinu uppskera glötun, en sá,
sem sá'ir í andann, mun af and
anum uppskera eilíft líf. Gal. 6,
7-8. Því að þeir, sem ganga
eftir holdi, hyggja á það, sem
holdsins er, en þeir, sem ganga
eftir anda, á það sem andans er,
því hyggja holdsins er dauði, en
hyggja andans líf og friður.
Róm. 8, 5-6.
Eftir dauðann kemur dómur
inn, Hebr. 9, 27. Tími náðar-
innar á enda, uppskeran komin.
Og hafi einhver hafnað Kristi
og hans endurlausn, er dyrun
um Iokað að Paradís Guðs, sem
enginn getur lokið upp. Op'inb.
3, 7. Jes. 22. 22.
Treystu því ekki á bæn fyrir
þér látnum En treystu Kristi
Jesú af hjarta. Hann sem er
dómari lifenda og dauðra og
hann mun gefa þér og öllum
sem á hann trúa, eilíft líf.
Svo er þá eng'in fyrirdæming
fyrir þá, sem tilheyra Kristi
Jesú, því að lögmál lífsins
Anda, hefur fyrir samfélagið
við Krist Jesúm, frelsað mig frá
lögmál'i syndarinnar og dauð-
ans. Róm. 8, 1-2.
Náð og friður Jesú Krists,
Guðs sonar, sé með öllum, sem
trúa.
1 kærleika Krists
Kristján Á. Stefánsson
frá Bolungarvík.
Auglýsing
frá sjávarútvegsmálaráðuneytinu um
uppbætur á línu- og handfærafisk.
Með skírskotun til 1. gr. laga nr. 34/1965 um ráð-
stafanir vegna sjávarútvegsins, tilkynnist hér með,
að sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur falið Fiskifélagi
íslands að sjá um greiðslu þeirrar 25 aura verðupp-
bótar, sem þar er kveðið á um að ríkissjóður greiði
fiskseljendum á hvert kíló línu- og handfærafisks,
sem veiðist á árinu 1965.
Verðuppbót þessi verður greidd fiskvinnslustöðvum
gegn framvísun staðfestra vigtarnóta um móttekið
fiskmagn af hverjum báti.
Fiskifélagið getur auk þessa krafizt hvers konar
gagna og vottorða, er það telur nauðsynleg, áður en
til greiðslu kemur.
Reykjavík, 31. maí 1965.
HA PPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
VERfl KR.
100
Kaupið miða í happdrætti Sjálfstæðisflokksins
úr hinum glæsilegu vinningsbílum í Austur-
stræti.
Þeir sem hafa fengið senda miða gerið skil í dag.
DREGIÐ
Á MORGUN