Vísir - 02.06.1965, Qupperneq 16
Miðvikudagur 2. júní 1965.
NORSK HYDRO ákveður að hætta
ammoníakframleiðslumeð rafmagni
íbúcirmr vlð Rjukan áhyggjufullir
Það hafa þótt miklar
fréttir úti í Noregi, að
hið risastóra fyrirtæki
Norsk Hydro hefur á-
kveðið að hætta að nota
raforku til að vinna
ammoníak úr loftinu.
Sú aðferð borgar sig
ekki lengur, þar sem ný
aðferð til að vinna amm
oníak úr jarðolíu og jarð
gasi sem er verulega ó-
uyrara heíur nú rutt
ser tu rúms.
Norsk Hydro hefur sótt um
það aö mega reisa risastóra
verksmiðju tii að vinna ammóní
ak úr olíu og samtímis verður
hafinn undirbúningur að því að
leggja niður ammoníakverk-
smiðjuna frægu við Rjukan-foss
inn. Þessar breytingar munu
ekki gerast I einu vetfangi, held
ur stig af stigi. Er áætlað að
fyrstu verksmiðjuhlutarnir
verði lagðir niður árið 1967,
þegar hætt verður að starf-
Framh. á bls 6
8MH
Mynd úr línubrautinni yfir Rjukan tekin yfir hinar miklu verksmiðjur Norsk Hydro, sem nú verða
iagðar niður.
Sex ísknzkir listamenn
Norræna listasambandið efnir til
norrænnar listsýningar í Þránd
heimi í Noregi. Er henni hagað
með nokkuð öðru sniði en fyrri
norrænum listsýningum. Þær hafa
oft verið mjög stórar og yfirgrips
miklar, en nú er stefnt að þvf að
kynna verk takmarkaðs f jölda lista
manna í hvert skipti svo að sýn-
ingin verður ef svo má segja við-
ráðanieg.
Á þessari sýningu í Þrándheimi er
fjöldi sýnenda hvers lands tak-
markaður við sex og heimaþjóðin,
Norðmenn, tekur e'. '.ii þátt í henni.
Um hana hafa síðan birzt greinar
víðsvegar á Norðurlöndum, list-
gagnrýrlendur blaðanna hafa gert
sér ferð á hendur til að skoða
hana og ibúarnir í Þrándheim'i
hafa sótt hana allvel.
Þau blöð sem ritað hafa um
hana fara yfirleitt lofsorðum um
sýninguna. Telja þau, að hverju
landi hafi tekizt að sýna sinn sér-
staka sv'ip. Hér skal nú tekið upp
það sem norska blaðið Aftenpost-
en skrifar um íslenzku deildina.:
„íslenzka deildin liggur and-
spænis dönsku deildinn'i á neðri
hæð Listafélagshússins og er sterk
ari í túlkun sinni án þess þó að
hún verki nýtízkulegri eða alþjóð
legri. Málverk Gunnlaugs Schev-
ings „Búðin“ hefur mikið af þeirri
sterku lifameðferð, sem við minn
umst frá fyrri sýn'ingu hans í Osló.
Þó hefur hann aðeins dregið úr
itastyrknum, stílfært formið svo
>að er orðið hreint skreytinga-
orm.
Við hlið hans er Guðmunda
tndrésdóttir með afstæðar upp-
tillingar í hvítu-gulu-gráu eða
;vart-hvítu-bláu sem hún beitir af
'arkárni og formið rissað á léreft-
ð.
Þá kemur Steinþór Sigurðsson,
;n nærmynd hans „Stórir og litlir
:teinar“ sýnir sterka uppbýggingu
omisins.
Þá kemur hinn óhlutræni Eirík-
ur Smith með dimmar gróft mál-
aðar náttúrustemningar.
Jóhann Eyfells gefur sterkarí
hugynd um íslenzka náttúru með
myndum sínum úr aluminium,
járni og kopar sem líkjast hinu
íslenzka hraurii. Fast form þeirra
og tilbreytingaríkt og marglitt yfir
borð gerir myndir hans athygl-
isverðari en hin stíliseruðu
grönnu form Jóns Benediktssonar,
sem einnig em úr aluminium og
kopar en efnið meðhöndlað á marg
víslegan hátt.
Spariskírteinin
eru þegar appseld
Um 20. maí voru þegar að mestu
seldar þær 40 milljónir króna, sem
boðnar höfðu verið út í verðtryggð
um spariskírteinum ríkissjóðs 13.
maí s.l., og vegna mikillar eftir-
spurnar ákvað fjármálaráðherra að
seld yrðu tii viðbótar skírteini að
fjárhæð 7 milljónir króna. Þessi við
bót er nú þegar uppseld hjá Seðla
bankanum og aðeins smáupphæðir
munu óseldar hjá Landsbankanum
og einstaka innlánsstofnunum öðr
um.
Samkvæmt lögum nr. 23/1965
var ríkissjóði heimilað að bjóða út
innlent lán samtals 75 milljónir
króna. Samkvæmt ofanskráðu hafa
þegar verið notaðar 47 milljónir
Aftenposten birtir þessa mynd
og litlir steinar“.
eftir Steinþór Sigurðsson( „Stórir
króna af þeirri heimild. Ennþá hef
ur ekki verið ákveðið hvenær eft-
irstöðvamar, 28 milljónir króna
verða boðnar út, en það verður
væntanlega ekki fyrr en með haust
Kaupið miða
- Gerið skil
Fyrir 100 kr. getið þér feng-
ið aðra tveggja Ford Fair-
Iane bifreiða í Landshapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins. Bif
reiðirnar eru til sýnis f Austur
stræti og er hœgt að fá miða
keypta í þeim. Verðmæti hvorr
ar bifreiðar er 330 þús. kr. og
er því eitt glæsilegasta bíla-
happdrætti ársins á ferðinni.
Mjög mikilsvert er, að þeir
sem hafa fengið miða senda,
gerj skil þegar í stað, þar sem
timi er nú orðinn naumur.
Menn eru beðnir að hafa sam-
band við skrifstofu happdrætt-
isins í Sjálfstæðishúsinu við
Austurvöll til þess að skila af
sér, en einnig er hægt að fá
miða þar keypta.
Látið ekki tækifærið til þess
að eignast bíl fyrir sumarleyf-
ið ganga úr greipum yðar. Það
gæti verið, að verið væri að
selja vinningsmiðann næst þeg
ar þér eigið leið fram hjá bif-
reiðinni.
List forfeðranna í Þjóðminjasafninu
Norskar bergristur sýndar þar
í dag verður opnuð í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins sýning
á norskum bergristum. Þar eru
til sýningar myndir og gúmmí
afsteypur gerðar eftir frum-
Sýnishom af bergristum bænda
menningarinnar gömlu.
myndum, sem em frá 3000
og allt til 500 fyrir Kr.
. Sýning þessi er hingað komin
á vegum menntamáladeildar
norska untanríkisráðuneytisins
og hefur próf. Anders Hagen
gengið frá sýningunni af hendi
Norðmanna, en héma hefur
Gísli Gestsson séð um sýning-
una.
Sýning þessi á mikið er-
indi hingað, sagði Kristján Eld
járn, þjóðminjavörður við
fréttamenn blaðanna í gær. —
Við Islendingar sýnum yfirleitt
ekki áhuga á neinu, sem er frá
eldri tíma en víkingaöldinni og
óhætt ætti að vera að fullyrða,
að þessar myndir sýna menn-
ingu forfeðra okkar í Noregi.
Einnig gæti sýning þessi átt
erindi til nútímalistamanna,
enda þótt menn þeir sem gerðu
þessar myndir hafi sennilega
ekki gert þær eftir „mottóinu",
listin fyrir listina, heldur er álit
ið, að myndirnar hafi verið
gerðar í sambandi við galdra,
í trúarlegum tilgang'i eða til
þess að orka á náttúruöflin.
Frummyndimar eru ýmist
frá menningu veiðimanna eða
bænda og er nokkur munur á
Framh. á bls. 6.