Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 2
SÍÐAN Hann lék á dauðann Mál Paul Crump og Chessmans eru nauðalík sem Chessman tókst ekki — oð leika á í níu ár sat Paul Crump, bandarískur negri, í skugga raf- magnsstólsins f rfkisfangelsinu í Springfield, Ohio, — dauða- " á^KÓLABÍÓ: jps Catherine Deneuve Hver drap Laurent? Háskólabíó hefir byrjað sýn- igar á frábærlega vel gerðri sakamálamynd L’ HOMME A FEMME, sem gerð er eftir skáld sögunni SHADOW OF GUILT eftir Patrick Quentin. Sagan birtist í Hjemmet sem fram- haldssaga undir nafninu „DE FEM MISTÆNKTE”, svo að nógir eru titlarnir og virðist mann'i söguheitið á ensku bezt í samræmi við efnið, því að flestir sem við sögu koma eru haldnir sektartilfinningu ekki vegna morðsins, sem myndin fjallar um heldur yegna fram- komu sinnar en morðsins vegna leggur dimma örlagaskugga á braut þeirra. Myndin er ágæt- lega leikin af Danielle Darri- eux (fer með hlutverk tveggja systra), Mel Ferrer, Claude Rich, Catherine Deneuve o.fl. Eru öll hlutverk I höndum á- gætra leikara. Fæsta mun gruna fyrr en undir lokin hver sekur er um morðið. — 1. Meira drottningarkjöt Pistillinn, sem kom hér í þættinum í gær, og fjallaði um drottningarkjötið, virtist hafá vakið mestu athygli. Hafa fjöl- margir hringt og spurt hvar það væri á boðstólum ... ein- hver hringdi og kvað þetta enn eitt tilræðið við íslenzku sauð fjárbændurna í Reykjavík, og kona n ' ':ur hringdi og spurði hvort þetta drottningarkjöt væri eingöngu selt í heilum skrokkum — það hefði einhver sagt henni það — og hvernig stæði á að það fengist ekki hangið og ekki i pylsum, hún hefði spurt um drottningakjöts pylsur, og afgreiðslumaðurinn bara glápt og ekki vitað neitt ... við vitum ekki neitt heldur, en þó höfum við grun um að það sé rétt að það sé ekki selt nema í heilum skrokkum ... hangið, Jú — það er nú það, nei varla. Og hvort að drottn- ingakjöt fáist í pylsum, við höf um heyrt, þó að við höfum ekki áreiðanlegar heimildir fyrir því, að það fáist ekki f pylsum, en aftur á móti í pilsum, og þó ekki nema endrum og eins ... Hvað það snertir, að þama sé um að ræða gegn sauðfjárbænd unum I Reykjavík, þá munum við ekki viðurkenna það, fyrr en nánari skýringar eru fyrir hendi á þeirra sjónarmiðum. Að okkar dómi er það sjálf- sagt að halda tryggð við ís- Ienzku sauðkindina á þann sér kennilega hátt, sem við höf- um gert frá aldaöðli... Það er að segja, skera hana og éta ... á meðan það borgar sig, en heldur ekki lengur. Um leið og það borgár sig betur að fram- leiða kjöt af einhverjum skepn um, þá ber að haga sér sam- kvæmt þvf — rómantík og þjóð hagfræði eiga sjaldnast sam- leið. Þessvegna ber að leggja áherzlu á drottningarkjötið, á meðan það er eftirsótt á er- lendum markaði... og fslenzk um sauðfjárbændum ber að fagna því, að opnuð skuli leið til kjötframleiðslu, án niður- greiðslu og styrkja, sem líkleg er til mikillar gjaldeyrisöflunar á næstunni... Sem sagt, réttur dagsins ... drottningarkjöt f heil um skrokkum . deild. Fjörutfu tfmum áður en hann átti að fara í stólinn tókst honum að „snuða“ dauðann sjálfan. Framkvæmd dauðadómsins hafði verið frestað 14 sinnum en að lokum var náðunarbeiðnin tekin til greina eftir mörg óttaleg ár f aðeins 20 skrefa fjarlægð frá þessu óhugnanlega tæki, sem rafmagnsstóllinn er. Kvikmynd hefur nú verið tekin af þessum kafla úr ævi Paul Crump og er það heimild- arkvikmynd tekin af mönnum frá Life. Myndin hefur fengið nafnið „Stóllinn" og hefur verið sýnd að undanfömu í sjónvarpi vfða um heim. Crump var meðlimur f bófa- flokki þegar hann var 23 ára gamall. Flokkurinn ákvað að ræna fyrirtæki nokkurt f Chi- cago að nóttu til og lauk inn- brotinn svo að vaktmaður fyrirtækisins lá í blóði sfnu og lézt af völdum skotsárs. Ránsfengurinn var virði um 900 þúsund króna. Crump er fæddur f fátækra- hverfi í Chicago og átti 12 syst- kini. Heimilið var heldur bág- borið, — faðirinn stakk af frá ,öllu saman þegar Paul var 7 ára snáði. Fimm árum síðar hafði Paul í fyrsta sinn komizt f kast við lögin. Fyrsta afbrot hans var held- ur smátt, — hann stal reiðhjóli. Sextán ára — ’þá vopnaður — stal hann aftur og var nú dæmd ur í fangelsi í 3 ár. Crump var með í innbrotinu sem varð honum að falli árið 1953 en þá var hann 23 ára sem fyrr grein- ir. Crump var handtekinn og játaði í fyrstu að hafa framið morðið. Dómsuppkvaðningin var: SEKUR. Það var 1956 og sfðan hefur Crump barizt fyrir lffi sínu í dauðadeildinni. Síðar tók hann aftur fyrri framburð sinn og sagðist ekki vera sá sem hafði skotið varðmanninn. Hæstiréttur tók málið tvívegis fyrir og komst f bæði skiptin að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur. Á margan hátt eru mál Caryl Chessmans og Crump lík. Mjög afgerandi atriði eru þó ólfk. Chessman var afbrotamaður f — en Crump tókst Jboð daubann sjálfan kynferðismálum, kaldur og stundum hofmóðugur svo full- mikið þótti af þvf góða. Crump notaði fangelsisárin til að þrosk ast engu síður en Chessman. Hann varð trúaður (kaþólskur), las Thomas Wolfe, Herman í viðtali við United Press sagði Crump: „I fangelsinu sá ég að það er til heilmikið af fólki, sem maður hefur aldrei talað við, mikið af bókum, sem maður hefur aldrei lesið, mikið af tónlist, sem maður hefur aldrei heyrt“. Ríkisstjórinn sagði f náðun sinni: Crump er orðinn annar og betri maður. Þess vegna Melville, lögfræðirit og heims- speki. Sjálfur skrifaði hann bók, sem gefin var út og heitir „Brenn, morðingi, brenn“. Hann varð nýr og betri maður í fangelsinu. þjónar það ekki neinum til- gangi að taka lff hans. Crump á 187 ár eftir í fang- elsinu. Kannski verður hann þó leystur út eftir nokkur ár eða áratugi, það er ekki að vita. Kári skrifar: Á Sjómannadaginn fór fram hér eins og endranær róðrar- keppn'i. Venja hefur verið, að f henni tækju þátt áhafnir af skip um og mun stjóm Sjómanna- dagsins eins og alltaf áður hafa leitað til skipshafna um að taka þátt í keppninni. En undir- tektir undir það voru dræmar og það þótt fjöldi skipa væri í höfninni, bæði veiðiskipa og flutningaskipa. Alls tóku þátt f róðrarkeppn- inni nfu sveitir og mun engin þeirra hafa verið raunveruleg áhöfn skips. í fyrsta riðli voru tvær sveitir sem voru skóla- bekkir úr sjóvinnudeild Lindar- götuskólans og þriðja svéitin var skátasveit. í öðrum riðli var sagt að keppti sveit björgunarskipsins Sæbjargar, en þar var um að ræða hóp pjlta sem verið hafa á Sæbjörgu á sjóvinnunám- skeiði Æskulýðsráðs, þá kom róðrarsveit Eimskipáfélagsins, sem var samsafn sjómanna, ekki af neinu ákveðnu skipi og Ioks róðrarsveit björgunarskips ins Gísla J. Johnsen, en þar er björgunarbátur sem varla er hægt að segja að hafi fasta áhöfn. í síðasta riðli kom svo sveit Þjóðleikhússins og tvær kvenna sveitir úr frystihúsum í bænum. Þannig tókst ekki að fá áhöfn neins skips til að taka þátt í keppni þótt vissulega hafi ver ið reynt til þess. Hér er þetta þó ekki lagt út til lasts. Þetta sýnir aðeins breytta tíma. Með aukinni tækni er svo komið, að íslenzkir sjómenn nota árar orð ið sáralftið. Þeir ferðast allt með vélum. Auðvitað týna þeir ekki alveg niður áralaginu, en þeir myndu ekki vilja taka þátt í keppn'i án þess að æfa sig vel áður. Það eru af þeir tímar, þegar sexæringar voru aðalfiskiför landsmanna, þá voru menn í æfingu. En hefðu þeír venð beðnir um að taka þátt f sigl- ingakeppni með utanborðsmót- or, þá hefði allt verið í lagi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.