Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 7
V í SIR . Föstudagur 4. júní 1965, 7 Um sýningu Guðmundar Guðmundssonar — Ferró I Listamannaskálanum sýnfr um þessar mundir Guðmundur Ferró málverk, teikningar og mosaikmyndir, meira en 110 verk alls, og eru þá ótalin spjöld með ljósmyndum af öðr- um málverkum. Má því með sanni segja, að Guðmundur sé furðu afkastamikill maður og sívinnandi. Óvenjulegt er líka það, sem Guðmundur hefur á boðstólum. í stórum myndum leiðir hann okkur inn í annarlegan heim: í ríki mauranna, samfélag rotta og skordýra. Hann sýnir af- skræmislegar vélar, er ýmist tortíma eða limlesta og um- skapa einhvers konar mann- verur. Hann notar marga fer- metra af lérefti til að tjá við- bjóðslegan natúralisma inn- yfla og kynfæra, fylla okkur andstyggð og skelfingu og ráð- ast harkalega á taugakerfið. Sjálfsbjargarviðleitni áhorfand ans rís gegn þessu, að öðrum kosti hlytu þessar sýnir að raska andlegu jafnvægi hans, þvæla skynsemina. Og þó! Höfum við rétt til þess að vísa þessu öllu svo auðveldlega á bug? Ef við leið- um hugann að ástandinu í heiminum £ dag, þá fer ekki hjá því, að fyrir augum okkar birtast einmitt margar Ferró- myndir. Tökum sem dæmi aðal- skemmtitæki okkar: bíómynd'irn ar. Gætum við ekki auðveldlega klippt úr hundruðum ame- rískra kvikmynda slagsmála- atriði og límt þau saman á stóran flöt og útkoman væri — Ferró? Sama mætti gera með atriði sem sýna kroppasam- keppnina, æðisgenginn hama- gang áhorfenda við knatt- spyrnukeppni, múgæði, kyn- þáttahatur, morð, nauðganir, rán, pyndingar fanga, fjöldaaf- tökur, striptease, svall og klám í kílómetratali. Klippum, klipp- um og h'mum, saman. Otkoman er alltaf Ferró og Mondo Cane hans. Maðurinn stendur felmtri sleginn andspænis slíkri hug- mynd: Skyldi það vera satt, að í þessum heimj vélrænna smá- vaxinna skriðkvikinda séu öll lögmál og siðgæði einstaklings- ins afmáð og orðin tilhæfu- laus með öllu, eins og það kemur sterkast fram £ myndinni „Galapagos“. Þar morar allur myndflöturinn £ nöktum, við- bjóðslegum eðlum, eða þá £ mynd af iðandi rottusamfélagi £ skolpræsum neðanjarðar? En andspænis slíkri bölsýni vildi ég samt vitna £ orð Alain Jouffroy (gagnrýnanda Ferrós £ Paris): „Eðli mannsins mun alltaf vera £ tengslum við hrynjandi náttúrunnar“ — hvemig sem hið almenna við- horf til lífslns kann að breyt- ast. En þetta viðhorf Ferrós bein- ist líka að fortiðinni og leysir upp það sem hingað til hefur staðið óhagganlegt og fastmót- að á sviði myndlistar. Hann kópérar gömlu meistarana, slftur verk þeirra i sundur, um- turnar öllu með skopi og hæðni. í friðsælli mynd eftir Gauguin birtist allt í einu Tarzan apa- bróðir. í mynd sem sýnir Jesú tekinn af krossinum, er háð orrusta með skriðdrekum. Mynd eftir Goya „Aftaka bylt- ingarmanna“ er „framlengd“ inn í nútímann. Ferró leysir hana upp í bardaga skæruliða á Kúbu eða i Vietnam. Niður i glæsilega rokoko-kirkju 18. ald- ar steypist geimfari í leit að „öðrum“ englum. í stytztu MYNDLISlJíí máli: allt er orðið breytilegt, allt er leyfilegt, hvern hlut má setja í annars stað, £ stað A má setja B og textinn breytist sam- kvæmt því. Heimurinn er geng- inn úr skorðum. Ég yrði ekki hissa þótt ég sæi hinum kross- festa guði sjálfum breytt með ' surrealistiskum brögðum i ' „pin-up boy“. Hvað merkir þetta allt: rýmingarsölu mynd- listarinnar?! Maður nokkur hefur sett blómavönd milli þessara ferlegu mynda: „Gefið gaum að liljum vallarins . . .“ Þær standa við mosaik-deild sýningarinnar. Hér virðist nýr heimur opn- ast í dýrlingaandlitum sem þar eru sýnd. Mér létti. Skyldi lista- maðurinn vilja gefa til kynna að andlit mannsins sé samt ekki horfið í óskapnaðinn? Að- spurður neitar listamaðurinn að svo sé. Hér sé aðeins um að ræða æfingar, „etuður“, gerðar eftir hinum frægu mosaik- myndum í Ravenna. Listamað- urinn hefur aðeins áhuga á hinni tæknilegu hlið þessara mynda. „Innihaldið", kjarni og eðli þeirra skiptir hann litlu, og ekki myndi hann taka að sér að skreyta kirkju mosaik- myndum. Hreinskilnisleg af- staða! Og liljur vallarins standa einar og yfirgefnar í Mondo Cane. Hvað kemur þetta allt myndlist við? Mér kemur í hug dæmi Salvatore Dalis, en hann er einn af lærifeðrum Ferrós. Ég álít Dali vera þriðja eða fjórða flokks málara. Enginn hefði tekið mark á honum, hefði hann ekki komið okkur á óvart með nokkrum kænsku- brögðum. Hann nam Freud gaumgæfilega, og hagnýtti kenningar hans á sína vísu. Hann rannsakaði nákvæmlega allt það sem verkar illa og við- urstyggilega á taugar okkar. Auk þess fann hann upp á því að svipta hluti eðlilegum eigin- leikum sínum og setja aðra í staðinn. Þannig skapaði hann heim hryllilegra drauma og mar- traða, kryddaði myndir sínar með „sexi“, með salti grimmdar og úrkynjunar, hrærði síðan viðurstyggð og hæðni saman við og reiddi fram sem listrænan rétt. Og hvílík býsn! Heimurinn gerði sér þennan rétt að góðu. Dali er orðinn frægur, kon- ungur allra dára, meistari súrrealismans. Dæmið sannar, að vitleysan getur verið rækt- uð á hnitmiðaðan, vitrænan hátt. Verk Ferrós eiga sér fleiri rætur. Nefna mætti áhrif Max Ernst, Picabias og hins leynd- ardómsfulla málara Hieronymus Bosch. í myndum Ferrós gætir einnig áhrifa frá pop-art og dadaisma. Það sem einkennir verk Ferrós er viss einhæfni. Hann hrúgar saman kynstrunum öll- um af iðandi smáformum og skapar með því endalausa hreyfingu eða rytlima, sem spennist yfir myndflötinn. Um eiginlega myndbyggingu er helzt að ræða, þegar hann not- færir sér myndir úr listasög- unni. Mér virðist þessi upp- lausn forma í smáagnir og lit- leysi myndanna táknræn fyrir viðhorf hans, sem áður var lýst. Það er kannski hérna sem hundurinn liggur grafinn: þessi hrynjandi smáforma er það sem honum er eiginlegt og hinn upphaflegi aflgjafi listar hans og hin heimspekilega merking verka hans á ef til vill ekki fremur stoð í veruleikanum en þær illræmdu og tilhæfulausu nafngiftir listaverka sem nú tíðkast mjög. Mér liggur við að segja, að verk Ferrós og viðhorf hans séu að verulegu leyti utan við svið málaralistar. Tilhneiging hans til kvikmyndagerðar og þátttaka hans „happenings" bendir einnig í sömu átt. Hefði hann ekki þá næmu skynjun fyrir ofangreindum ankanna- legum fyrirbærum, sem vekja athygli, undrun og andstyggð manna, myndi hann að mínum dómi skipa heldur hógværan sess meðal málara. Það skal samt viðurkennt, að Ferró verð- ur ekki skilinn til fulls, án þess að maður geri sér grein fyrir lífsleiða vissra manntegunda í milljónaborgum erlendis. En Ferró Ijær þessum lífsleiða ó- hemjumikla starfsorku, dugnað sinn og þrótt — svo að hér er ekki úr vegi að tala um „ennui vital“ — orkuþrunginn lífsleiða. Þetta hugtak er náttúrulega mótsögn í sjálfu sér, sem þó einkennir verk Ferrós og sam- særismanna hans bezt. Eftir er að sjá, hvers kon- ar vonir slík verk geta vakið með okkur; því engan — tæpast listamanninn sjálfan heldur — langar til að fara sömu leið og kvikindi hans í þessum Mondo Cane. Kurt Zier Ein af myndum Ferrós á sýningunni. nx

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.