Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 4. júní 1965. œ 9 . Rætt v/ð Guðmund / Skáleyjum Á EGGJAMÓ í STAGLEY. Kemur heim — glaðasólskin og logn, þegar við félagar vökn- um á sunnudagsmorgun og lít- um út um glugga skólastofunn- ar. Hafi Árna Helgason ekki dreymt notalega í rekkju sinni í Hólminum þá stundina, eins hlýtt og við hugsuðum til hans, verður það ekki skýrt nema á einn hátt — að hann hafi verið vaknaður. Við snökum okkur í fötin; hröðum okkur síðan sem leið liggur niður á bryggju, þar sem „Kristján" bíður okkar með allri áhöfn sem raunar hefur aukizt um einn, því a, Hafþór — Fyrri hluti sýnilega eins konar berjamór. Þegar öll ílát eru kúffyllt af svartbakseggjum, er haldið aft,- ur um borð og síðan siglt á mið, út á „Brekkur“; þar reynist reitingur af þorski og er keipað þar fram á kvöld í steikjandi hita og blæjalogni. Það er fagurt að horfa að Skor þarna úr Brekkum i logn- inu og sólskininu. Kannski hefur það verið einhvers staðar á þessum slóðum, sem Eggert Ólafsson sökk í brúðarörmum niður í bráðan Breiðafjörð, þegar brekinn skall yfir báru- mar. Þá hefur verið þungbúnara yfir Stálfjalli og Skor en í dag. Eyjamenn bera feng sinn um borð. „Það er víða ætisamt í eyjum 66 • • Hafþór Hafsteinsson á litli, sonur formannsins slæst í för með okkur. Svo eru leyst ar landfestar og sigldur spegil- sléttur sjór út í Stagley, en þar stendur til að tína svartbaksegg — af seinna varpinu — ef nokkur finnast. Stundarkorni síðar er lagzt að brimsorfnu bergi og gengið í eyna; þar var áður byggð, og sést enn fyrir bæjarrústum á háeynni, sem öll er grasi vaxin. Nú hefur fuglinn einn þar aðsetur, og liggur eyj- an undir Svefneyjarnar. Eflaust væri þar öðru vfsi um að litast nú, ef horfið hefði verið að því ráði, sem „samvizka þjóðar- innar“, Spegillinn, stakk uppá endur fyrir löngu — að alþingi yrði flutt út í Stagley. En það fer ekki mikið fyrir mælskulistinni úti í Stagley þennan morgun, enda sunnu- dagur. Þó vottar fyrir henni, því að teista situr þar á snös og messar yfir gestum, en svart- bakurinn steinþegir, eins og jafnan þegar maður nálgast hreiðurstaði hans. Hafþór litli er ötull við eggjatínsluna og furðu fljótur að koma auga á hreiðrin; þetta er honum ber- „eggjamó“ í Stagley. RABBAÐ VIÐ GUÐMUND ÚR SKÁLEYJUM. Síðla sunnudagskvölds stönd- um við á steinþrepunum að Flateyjar-Klofningi, ég og Guð- mundur úr Skáleyjum, en þang- að skrapp hann með mig í trillu sinni svo að mér gæfist kostur á að athuga hið nýja landnám tppskarfanna þar. Flateyjar- Klofningur er stuðlabergshólmi allhár, og fögur útsýn þaðan yfir fjörðinn og eyjarnar og strandfjallanna báðum megin, undir sólarlagið. Hann ætlar ekki að gera það endasleppt við okkur, Breiðafjörðurinn. Guðmundur er Breiðfirðingur að ætt og uppruna, fæddur f Hvallátrum, en hefur búið í Skáleyjum tvo áratugi. Faðir hans var Guðmundur Sveinsson, Péturssnar úr Bjameyjum, en móðir Sveins Sesselja Jóns- dóttir, móðir þeirra Herdísar og Ólínu Andrésdætra. Var Sesselja heitbundin Pétri í Bjarneyjum og átti með honum Svein þenn- an, en Pétur drukknaði og kvæntist Sesselja þá Andrési í Miðbæ í Flatey og átti með honum margar dætur. Fórst Andrési með „Snarfara" frá Rifi undir Jökli í hákarlalegu. Þá urðu ellefu konur ekkjur í Breiðafjarðareyjum. Voru sum- ar af dætrum Sesselju þá tekn- ar í fóstur; til dæmis ól séra Guðmundur Einarsson á Breiða- bólstað upp Maríu Andrésdótt- ur, sem nú á heima í Stykkis- hólmi, 105 ára að aldri. — Áður byggðist afkoma manna í Breiðafjarðareyjum ■ mest á sjósókn og fiskiveiðum, segir Guðmumíur, en nú er það " aðallega sauðfé, sem undir henni stendur; fámennið og fólkseklan veldur því, að ekki er unnt að stunda sjóinn eins og áður. I rauninni er ég ekki lengur við búskap í Skáleyjum að heitið geti; við erum tvö eft- ir hjónin, börnin búsett annars staðar og þá er erfitt að fást þar við bú, og hef ég verið við- loðandí i Reykjavík tvo undan- farna vetur. — Fyrrum voru gerð út ára- skip úr Skáleyjum, sexæringar og stærri, en auk þess var alltaf vinnu að fá f Flatey. Var þá jafnan margt lausafólk í eyjun- um, sem fór í verið út undir Jökul og vestur í Víkur, sem kallað var. Heyrði ég sagt að um fimmtfu manns hafi átt heima í Skáleyjurr, þegar flest var, að börnum meðtöldum. Þá var mikill fiskur í firðinum og stutt á miðin, því að oft gekk fiskurinn Hér inn fyrir éyjar. fftti rsjóslys ■ tfðj! fv»$ Breiðafjörð? — Ekki verður það sagt, mið- að við það hve fast var sótt. Þá var það þörfin, sem krafði og ekki alltaf hægt að velja sér veður eins og gefur að skilja. Eyjarskeggjar fóru á bátum sín- um út undir Jökul, alla leið út í Dritvík, lágu þar við vetrar- vertíðina og sóttu sjóinn þaðan. Móðurbróðir minn, Sveinn Jóns son, sem varð níræður í haust er leið, er að ég bezt veit einn eftir á lífi, þeirra úr Eyjum, sem sóttu sjóinn úr Dritvfk, en fiann bjó lengi í Skáleyjum. Ekki man ég fyrir víst hvenær útróðrar þaðan lögðust af, en ekki mun það hafa verið fyrr en nokkru eftir aldamótin. Reri Sveinn lengi vetrarvertíðina úr Dritvík, en vorvertíðina úr Brunnum hjá Látrum vestra. — Hvað heldurðu að þau hafi verið mörg, opnu skipin, sem gerð voru út í eyjunum í þann tíð? — Man það ekki, svo að á sé byggjandi. En þegar ég var strákur f Flatey, voru gerðir út tíu bátar þaðan á haustin. En þeir -voru þá mun fleiri, sem gerðir voru út úr Bjamarey, því að þar var helzta verstöðin, og það sóttu bátar bæði úr Svefn- eyjum og Skáleyjum og Hval- látrum, þegar þeir reru að heiman. — Þið höfuð mikil hlunnindi í Skáleyjum? — Já, bæði æðarvarp og sel- veiði, eins og annars staðar í eyjunum yfirleitt. Heldur hefur það gengið saman f seinni tíð, einkum varpið. Hef ég heyrt að fengizt hafi um eitt hundrað kíló af æðardúni f Skáleyjum, þegar varp var þar mest, en nú er það um og innan við sex- tíu. Meðalveiði af vorsel er um áttatíu kópar. ÓKUNNUR SELABANI. — Var selveiði meiri áður? — Já, að minnsta kosti á tímabili. Þannig stendur á þvf, að hér fór um einhver ókenni- leg skepna, sem beit selinn, og hefur aldrei fengizt upplýst hvaða skepna það var. Kemur mér helzt til hugar að hámeri hafi verið þar að verki, án þess þó að ég viti það fremur en aðrir. Var svo að sjá af verksummerkjum, að þetta kvikindi, hvað sem það hefur nú verið, hafi aðallega sótzt eftir blóðinu, þvf að selurinn var bit- inn á hálsinn og rifið út úr, en óétinn var hann með öllu. — Hvenær var þetta? — Það mun hafa verið um og eftir 1930 og gekk í nokkur ár. í Hvallátrum minnkaði sel- veiðin úr sjötíu kópum í níu, og fundu þeir þar mikið af bitnum sel, en aldrei gerði skepna þessi Framh. á bls. 4 Guðmundur Guðmundsson úr Skáleyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.