Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 10
10 Vik,.K . Föstudagur 4. júnf 1965. w • * w i • » j » • » i borgin i dag borgm i dag borgin i dag slVsavarðstofan Opið allan sólarhringinn. Simi 21230. Nætur- og helgidagslæknir f sama slma. Næturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 5. júní Guðmundur Guð mundsson, Suðurgötu 57, sími 50370. fttvarpið Föstudagur 4. júni. Fastir liðir eins og vanalega. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr söngleikjum. 20.00 Efst á baugi Tómas Karls- son og Björgvin Guðmunds son tala um erlend málefni. 20.30 Siðir og samtxð Jóhann Hannesson prófessor raeðir um siðferði kærleikans. 20.45 Nokkrar staðreyndir um al kóhói Baldur Johnsen lækn ir flytur erindi. 21.10 Einsöngur I útvarpsal: Sig- urður Steindórsson syngur. 21.30 Útvarpssagan: „Vertíða- lok“ eftir séra Sigurð Ein- arsson Höfundur les (8). 22.10 Kvöldsagan: „Bræðurnir“ eftir Rider Haggard Séra Emil Björnsson les (15). 22.30 Næturhljómleikar. 23.15 Dagskrárlok. Sjónvarpið Árnað heilla Föstudagur 4. júní. 17.00 Dob’ie Gillis. 17.30 Sea Hunt — Mike Nelson að störfum neðansjávar. 18.00 I’ve got a seeret — Spum- inga og skemmtiþáttur. 18.30 Lögregluþáttur: „Eftirlýst- un Dauður eða lifandi. 19.30 Gríndl. 20.00 Skemmtiþáttur Sid Caesar. 20.30 Hollywood Palace. 21.30 Rawhide — „Úr villta vestrinu". 22.30 1 hjarta borgarinnar. 23.00 Fréttir. 23.15 Kvikmyndin: „Síðasta varð stöðin." Prenthemar! Hárgreiðslu- nemar! Munið skemmtiferðina á laug- ardaginn 5. júní. Farið verður frá húsi H. 1. P. Hverfisgötu 21 kl. 3 stundvíslega. Komið verður í bæinn aftur að kvöldi 6. júní. Prentnemar, Hárgreiðslunem- ar! Fjölmennið í skemmtiferðir ykkar og styrkið starf félaganna. Spáin gildir fyrir laugardaginn 5. júní. Hrúturinn. 21. marz til 20. apríl: Láttu ekki aðra ofhlaða þig sínum eigin áhyggjum. Gefðu gaum að heilsu þ'inni, hvíldu þig eftir megni, stutt ferðalag heppilegt. Nautið. 21. apríl til 21. mai. Farðu gætilega í öllum skipt- um við gagnstæða kynið um þessa helgi. Gættu og pyngju þ'innar, þar sem hætt er við óvæntum útgjöldum. Tviburamir, 22. maí til 21. júní: Þú mátt gera ráð fyrir óvæntum atburðum um þessa helgi í sambandi við heimili og fjöldskyldu. Gættu þess vandlega að halda ró þinni. Krabbinn. 22. júní til 23. júlí. Láttu ekki náunga, sem gaman hafa af slúðursagnaburði, hafa áhrif á þig. Gættu þess að hafa taumhald á skapi þínu, eink- um er á dag líður. Ljónið. 24. júlí til 23. ágúst: Það er ekki víst að þér gangi auðveldlega að halda samkomu lagi við þína nánustu um þessa helgi. Reyndu að halda ró þinni í lengstu lög. Meyjan. 24. ágúst til 23. sept. Ekki er ólíklegt að þér hætti við þunglyndi og sjálfgagnrýni um helgina. Reyndu að skemmta þér í hófi, hvíla þig og varpa áhyggjum frá þér. Vogin. 24. sept. til 23. okt.: Gerðu allt, sem þú getur til að njóta sem mestrar hvíldar. Forð astu umgengni við þá, sem vekja vilja óánægju og deilur út af smámunum. Drekinn. 24. okt. til 22. nóv.: Þessa helgi áttu að líkindum í miklu annríki, og er þér ráð- legast að stilla útgjöldum sem mest í hóf, en Iáta ekki upp- skátt um fyrirætlanir þínar. Bogmaðurinn. 23. nóv. til 21. des.: Þú mátt búast við að miklar kröfur verði gerðar til þín um helgina, annaðhvort af þínum nánustu, eða í sambandi við störf þín og skyldur. Steingeitin. 22. des. til 20. jan.: Þú ættir ekki að fara í lengri ferðalög um þessa helgi, að minnsta kosti ekki nema þau séu vandlega undirbúin. Óvænt ir atburðir líklegir. Vatnsberinn. 21. jan. til 19. febr. Eyddu ekki kröftum og þreki að óþörfu um helgina, en hvíldu þig eftir því sem tök eru á. Farðu varlega í umferð- inni. Fiskarnir. 20. febr. til 20. marz. Varastu allar méiriháttar breytingar um helgina. Sýndu þínum nánustu sem mesta um- hyggju, og legðu áherzlu á gott samkomulag heima fyrir. VIÐTAL DAGSINS Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Þorvarð- arsyrii ungfrú Halldóra Guð- mundsdóttir og Örn Ólafsson. Heimili þeirra er að Rauðarárstíg 3. (Studio Guðmundar, Garða- stræti 8). Einar Guð- johnsen, frkv. stj. Ferðafé- lags íslands — Eru fyrirhugaðar nokkrar nýjungar í ferðum Ferðafélags 'ins í sumar? — Fyrirkomulagið verður svipað og verið hefur en held- ur fleiri ferðir farnar og reynt að fitja upp á nýju. Það ný- mæli verður t. d. tekið upp að farið verður til Grímseyjar um sólstöðurnar á Jónsmessunni. Verður farið frá Siglufirði með bát og skoðaður Skagafjörður og Eyjafjörður um leið, þetta verður 5 daga ferð. Nú við ætlum að reyna að fara í Horna fjörðinn, flogið verður báðir leið ir, þetta verður svipuð ferð og farin var í fyrra í Örævasveitina. Ég veit ekki hvað meira nýtt er, þetta eru mest standardferð- ir. — Hvernig er með þá, sem fara með Ferðafélaginu um helg ar er ekki alltaf farið í sömu staði með þá? — Það er nú gallinn við það. Þess vegna reynum við að fara eitthvað rxýtt. Nú eru svo marg m saman x uommr^unnvui sera , ir hætfir að vinna á iaUgardög- Óskari J. *þvf að hefja Bergþóra BergþÓrs’ og' Rósmund ‘ - ur Jónsson. Heimili þeirra er að Fellsmúla 12 R. (Ljósmynda stofa Þóris). 30. maí voru gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns- syni ungfrú Ingibjörg Guðjóns- dóttir og Gunnar Ásbjörnsson Brúnavegi 1. (Studio Guðmundar, Garðaptræti 8). nýjar ferðir 1 byrjun júlí og leggja af stað í þær ferðir á föstudagskvöldum I Hvítárnes þaðan verður farið á aðra staði og er það fleiri en einn staður, sem kemur til gre’ina. Lagt verð ur af stað kl 8 um kvöldið og komið f Hvítárnes eftir mið- nætti. í sumar reynum við aft- ur að komast á Hornstrandir, þátttaka náðist ekki í fyrra en I hitti fyrra var farin ágæt ferð. — Hvað um félagsmál Ferða félagsins, þið hafið staðið í húskaupum? — Við réðumst í að kaupa Blöð og tlmarit Heimilisblaðið SAMTÍÐIN Júníblað.ið er komið út, mjög fjölbreytt. Efni: Vorið og ástin. Sígildar náttúrulýsihgar. Kvenna þættir eftir Freyju. í dauðafæri (saga). Aðbúnáður aldraðs fólks er vaxandi vandamál, samtal við Allt I lagi Silky, ég ætla að láta þig vita um allt, sem Kirby skýrir mér frá. En gleymdu ekki mínum hluta. Það var sniðugt af þér að útvega Vicky starf í skrif stofu þessa tryggingarannsókn- armanns. En hvað ef Rip getur ekki fundið hlutabréfin- Við sprengjum þá hindrun úr vegi þegar við komum að henni félagi. Desmond hvernig lízt þér á að vígbúa mig svo að ég verði fær um að fara og leita að tveggja milljón dollara virði af hluta- bréfum? Ágætlega herra ég skal strax IjCka við undirbúning mið- degisverðarins. Öldugötu 3, það hvílir því heil- mikill baggi á okkur núna, við reynum að selja hlutabréf hvert upp á fimmhundruð krónur og þarf sennilega ekki mjög mikið átak til þess að selja því að hlutabréfin eru ekki nema þús- l und en félagsmenn sex þúsund. ( Nú árbókin er nýkomin út fallegri en nokkru sinni áður með litkápu. — Og hvers konar fólk geng | ur I Ferðafélagið? — Allskonar fólk, fólk af 1 öllum tegundum. Mikill hlutí I þess er í Ferðafélaginu til þess | að fá árbókina og af tryggð. Svo er mikið af ungu fólki og 1 virðist ekki vera nokkur vand- ( kvæði á því að það geti sam- lagazt eldra fólkinu, ég er al- veg á móti því sem margir ’ segja að það sé ekki hægt. í J ferðum eru þátttakendur atlt frá 6-12 ára gömlum, og til ( þeirra sem eru komriir hátt á | níræðisaldur. — Hafið þið gert eitthvað til1 þess að laða ungt fólk að félag 1 inu? — Nei við höfum ekki reynt, það, við reyndum aðeins að gera ferðimar sem skemmtilegastar ‘ en höfum ekkj skemmtiatriði | eins og sumir ferðahópar. Fé-, lagatalan hefur staðið í stað undanfarin ár en við vildum ‘ gjarnan auka hana eitthvað. I Við höfum reynt að útbúa lista, | sem við höfum sent á vinnu- staði og fá þá fólk til þess að gerast meðlimir og starfa og l taka þátt í ferðalögum. Það ( má segja að félagshéildin sé sundurleitur hópur, það er' fyrst og fremst árbókin, sem | heldur henni saman. — Hafið þið efnt til nám- skeiða I fjallgöngum og útivist? ’ — Nei en innan félagsins er ’ búið að endurvekja deildina | fjallamenn sem hafa yfir tveim ( fjallaskálum að ráða á Tinda- fjallajökli og á Fimmvörðuhálsi, þanriig að þetta er óbeinlínis | innan félagsins. — En fyrir þá, sem ekki treysta sér I meiriháttar fjall-1 göngur? — Við höfum efnt til eins dags ferða hér í nágrenni'inu og erum að auka það. þetta hefur ’ reynzt vinsælt og eru þetta I bæði ökuferðir en það eru marg ir, sem kjósa þær og göngu- túrar. Baldvin Jónsson framkvæmda- stjóra. Öskubuskan í Hollywood, grein um kvikmyndadísina Jean Seberg. íslendingar eru reiðu- búnir, eftir Guðrúnu P. Helga- dóttur skólastjóra. Mörgum hef- ur hvönnin bjargað, eftir IngóSf Davíðsson. Ástagrín. Skemmtiget raunir. Skákþáttur eftir Guð- mund Arnlaugsson. Bridge eftir Árna M. Jónsson. Úr einu í ann að. Stjörnuspá fyrir júní. Auk þess er fjöldi skopsagna í blað- inu. Ritstjóri er Sigurður Skúla- son. Álieit og gjafir Nýlega barst Sjálfsbjörgu fé- lagi fatlaðra í Reykjavík rausn- arleg gjöf. Gefandinn, sem er sjúkrasjóður Stúkunnar Rebekku no. 1. Bergþóra I. O. O. F. gaf félaginu 35 þúsund krónur. Um leið og Sjálfsbjörg vill þakka af alhug þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug, sem í þessu felst óskar félagið gefandanum allra heilla og blessunar. (Frétt frá Sjálfsbjörgu).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.