Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 4. júní 1965. FECURDARSAMKCPPNIN Þátttakendur í fegurðarsamkeppninni hafa raðað sér upp á sviðið. Frá vinstrl: Herta Ámadóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Sigrún Vignis, Jóhanna Ósk Sigurðardóttir og Bára Magnúsdóttir. ' ■ ”ú-‘ ri-i'r. Urslitin í kvöld í gærkvöldi fór fram fyrri hluti fegurðarsamkeppninnar í Súlnasal Hótel Sögu, Kjömar voru ungfrú ísland 1965 og ung frú Reykjavík 1965. Úrslitin verða kunngerð í kvöld og krýn ir þá Rósa Einarsdóttir fegurð ardrottningamar. Að þessu sinni tóku fimm stúlkur þátt f keppninni og komu þær fram í þessari röð: Bára Magnúsdóttir, Jóhanna Ósk Sigurðardóttir, Sigrún Vignis, Guðný Guðjónsdóttir, og Herta Ámadóttir. Komu stúlkurnar fyrst fram í kjólum en síðar um kvöldið birtust þær í baðfötum. Dómnefnd Fegurðarsam- keppninnar skipuðu: Jón Eiríks- son læknir, formaður, Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Fegurðarsamkeppninnar, Brian Holt starfsmaður brezka sendiráðsins, Guðmundur Karls Framh. á bls. 6. Handleggshrotnaði Vinnuslys varð við Reykjavíkur- höfn f gærdag, um hálffimmleytið e. h. Sextán ára gamall piltur, Ómar Skúlason, Mosgerði 16, sem var að vinna við m.s. Langá, slasaðist og var fluttur í slysavarðstofuna. 1 ljós kom að hann hafði hand- leggsbrotnað. Hundur ræðst Óður hundur réðist á lömb á Bústaðabletti f gær og var búinn að drepa tvö þegar lögreglan skarst í leikinn og greip hundinn. Maður sem sá aðfarir hundsins um 'hálftvöleytið e. h. í gær gerði lögreglunni aðvart og sendi hún strax menn á síaðinn. Þá var hund- urinn búinn að drepa tvö lömb. Lögreglan tók hundinn í vörzlu sína, og þar sem hundahald er ó- heimilt innan marka borgarinnar, þarf varla að efa að hundurinn verður drepinn. Á AÐ KVIKM YNDA NJÁLSSÖGU? í danska blaðinu B. T. er frétt um það, að næsta sum- ar eigi að kvikmynda Njálssögu og að Benedikt Árnason og Erik Balling muni að mestu leyti bera veg og vanda af mynd inni. Erik Balling muni stjórna töku myndarinnar, en Benedikt munj leika og hafi skrifað hand rit að myndinni. í fréttinni seg ir að íslenzkt, danskt og þýzkt fjármagn muni standa að mynd inni. Prógram II þýzka sjón- varpsins muni fá myndina til sýningar og að myndin verði tekin hér á landi næsta sumar. í blaðinu er stutt spjall við Benedikt, sem var staddur á námskeiði leikstjóra í Odense. Eftir Benedikt er m. a. haft: Hollywood hefði getað fengið stórkostlegt efni úr Njálssögu í litum, á breiðtjaldi og með hóp sýningum. Ég held að samvinna okkar muni verða til þess að æsingalaus og heiðarleg túlk- un muni fást, sem gæti sýnt nútímafólki stríð og erjur í hinni gömlu íslenzku menn- ingu. Vísir sneri sér til Guðlaugs Rósínkranz þjóðleikhússtjóra í gær og spurði hann hvort Edda-film hefði nokkuð með þetta að gera á þessu stigi máls ins. — Ég hef ekkert heyrt um þetta fyrr en útvarpið hringdi í mig i gær og sagði mér frá þessari frétt í B. T. Það hefur lengi staðið til að gera mynd um Njálssögu og hefur Edda- film staðið í bréfaskriftum við Nordisk Film Kompani nú um Iangan tíma, en ekkert bréf hefur borizt frá því fyrirtæki nú í langan tíma. Ætlunin var að N. F. K. útvegaði fé í mynd- ina m. a. frá Þýzkalandi og hafði ég heyrt að BaJIing hefði verið búinn að semja við V- þýzka sjónvarpið um lánsfé gegn því að það fengi að sýna myndina. Annars hefur ekki verið meira ákveðið með að kvikmynda Njálssögu en Út- nesjamenn, en kvikmyndahand- rit liggur hjá félagi í London og Stokkhólmi og hefur verið þar lengi án þess að neitt ákveðið svar hafi borizt. Þeir eru lengi að vinna úr öllum þeim handritum sem berast. Vísir hafði einnig samband við eiginkonu Benedikts Áma- sonar, Völu Kristjánsson, en eins og áður er sagt er Bene- dikt erlendis. Vala sagðist ekk- ert hafa heyrt um þetta fyrr en blaðamaður Vísis las fyrir hana fréttina úr B. T. — Um fréttina sagði hún: „Æ þér vit ið hvernig B. T. slær öllu upp. Reglubundið útsýnis- flug hefst um helgina Flugfélag íslands hefur á sunnu- daglnn kemur útsýnisflug um land ið með hinni nýju Fokker Friend- ship flugvél Blikfaxa. Verður farið á sunnudagsmorgun kl. 10 og kom ið aftur um hádegi. Blikfaxi er sérlega vel fallinn til útsýnisfiugs, þar sem gluggar hans eru óvenju stórir og vængurinn er ofan á bol flugvélarinnar og skyggir ekki á útsýni. Um tvær leiðir er að velja 1 út- sýnisflugferðunum og veður látið ráða, hvor leiðin verður farin hverju sinni. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur hefur skrifað bækl- inga um flugleiðirnar og verður hann leiðsögumaður í ferðunum. Syðri leiðin liggur frá Reykja vík um Surtsey, Vestmannaeyjar, Heklu, Landmannalaugar, yfir Skaftáreldahraun að Arnarfelli og Hofsjökli og þaðan suðvestur um Hvftárvatn, yfir Gullfoss og til Reykjavíkur. Nyðri leiðin liggur frá Reykja- vík norðvestur yfir Snæfellsjökul að Bjargtöngum og þaðan norður að Hornbjargi og sfðan suðaustur með Ströndum að Gjögri og yfir Hólmavík. Þaðan yfir Breiðafjörð og inn yfir Borgarfjörð hjá Baulu, en þaðan verður tekin stefna á Skjaldbreið og flogið yfir Þingvelli og til Reykjavíkur. Fjölmennt á Snæfelknesið i Snæfellsnesið virðist vinsælasti áfangi ferðamanna um hvítasunn- una og þangað fer hver stór hópur inn á fætur öðrum fyrir utan ein- stakiinga og smáhópa. Ferðafélag íslands reið á vaðið með ferðalög á Snæfellsnes og Snæ fellsjökul um hvítasunnuna. Hefur það efnt til ferða þangað á hverju einasta vori um 30—40 ára skeið, fyrst á skipum og eftir að bílvegir kpmu var ferðazt þangað á bifreið- um. Skipta þeir orðið þúsundum sem farið hafa með Ferða- félaginu vestur á Snæfellsnes um hvítasunnuna. En auk Ferðafélagsins efna marg ir aðrir til ferða vestur á Snæfells nes um rfæstu helgi þ. á m. má geta Guðmundar Jónassonar, Úlf- ars Jacobsen og Litla ferðaklúbbs- ins, sem allir efna til hópferða þangað vestur um helgina og að því er Vísir hefur fregnað er þátt- taka mikil hjá flestum þeirra. Sum ir hóparnir, m. a. Ferðafélagið munu ætla að ganga á jökulinn ef verður og skyggni leyfa, en aðr ir, þ. á m. Úlfar Jacobsen og Litli ferðaklúbburinn munu leigja báta og fara frá Stykkishólmi út f Breiðafjarðareyjar. Þá hefur Vísir ennfremur fregn að að bæði félög og starfshópar muni efna til ferða út á Snæfells nes um helgina og þ. á m. er Sjálf stæðisfélagið í Kópavogi. Bæði Ferðafélagið og Farfuglar efna til hópferða í Þórsmörk og Ferðafélagið auk þess til fyrstu ferðar sinnar í ár í Landmanna- laugar, en þangað hefur ekki verið fært til þessa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.